Dagur - 22.12.1992, Page 5

Dagur - 22.12.1992, Page 5
Þriðjudagur 22. desember 1992 - DAGUR - 5 Leit Lindu hf. og Dags að „Konfektmeistaranum“ er lokið: Myntukonfekt Grýlu“ tryggði Unni Maríu Hjálmarsdóttur titilinn Unnur María Hjálmarsdóttir, húsfreyja á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal, bar sigur úr být- um í samkeppni sem Linda hf. og Dagur efndu til um besta heimagerða konfektið. Auk sæmdarheitisins „Konfekt- meistarinn 1992“, hlýtur Unn- ur María að launum kassa með úrvali af framleiðsluvörum Lindu hf., að verðmæti rúm- lega 10 þúsund krónur og væn- an konfektkassa að auki. Þá hlýtur hún fría áskrift að Degi allt næsta ár og nýútkomna og veglega bók um listmálarann og sérvitringinn Picassó. Alls barst 71 konfektgerð í keppnina og hlýtur það að teljast frábær þátttaka í þessari fyrstu keppni sinnar tegundar hér á landi. Sigurkonfekt Unnar Maríu ber heitið „Myntukonfekt“. í það notaði hún Lindusúkkulaði og plöntufeiti en eggjahvítu, rjóma, flórsykur og tár af sherrýi í fyll- inguna. Unnur María er greini- lega slyng í konfektgerðarlist- inni, því hún átti aðra uppskrift í hópi þeirra tíu, sem dómnefnd mat bestar, en alls sendi Unnur María inn þrjár gerðir. Hitt verð- launakonfekt hennar ber nafnið „Karamellukonfekt". Hún not- aði dulnefnið „Grýla“. Sex aðrir í úrvalshópnum Erla Ásmundsdóttir, Kringlu- mýri 10 á Akureyri, sendi tvær konfektgerðir til keppni, „Döðlu- konfekt“ og „Jólakonfekt“, og lentu þær báðar í hópi þeirra 10 bestu. Dulnefni Erlu var „Sæl- kerinn“. Þriðji keppandinn, sem hlýtur tvöföld verðlaun, er Svanborg Svanbergsdóttir, Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit, en hún sendi alls þrjár gerðir til keppni. Af þeim lentu „Kaffi-rós“ og „Sherrý-biti“ í verðlaunasæti. Dulnefni Svanborgar var „Sveita- kona“. Aðrir konfektgerðarmenn á „topp tíu“ lista dómnefndar eru: Guðrún Kristjánsdóttir með kon- fekt sitt „Skel“ og dulnefnið „Ein af 70“ - en þess má geta að Guð- rún er búsett í Fellshlíð í Eyja- fjarðarsveit eins og Svanborg. Dulnefni Guðrúnar, „Ein af 70“, ber vott um mikla spádómsgáfu því konfektgerðirnar reyndust alls 71, sem fyrr segir. Ingibjörg Ringsted, Vana- byggð 8 d á Akureyri, lenti í úrvalshópnum með ónefnt konfekt en dulnefnið „Dós“; Sig- ríður Kjartansdóttir, Útskálum, Kópaskeri, með „Karíusk C“ undir dulnefninu „Karíusk" og Sigurbjörn Sveinsson, Keilusíðu 8 e, Akureyri, með „Sveita- skrímsli A“ og dulnefnið „Sveita- skrímsli“. Sigurbjörn er einn þriggja karlmanna, sem tóku þátt í keppninni. Það eru því sjö manns sem hreppa verðlaunin fyrir tíu bestu konfektgerðirnar en þessir sjö sendu inn alls 16 tegundir. 37 þátttakendur - 71 konfektgerð Höfundar konfektsins í keppn- inni reyndust 37 talsins. Skilyrði var að senda inn 15 mola af hverri gerð og létu margir eina nægja. „Afkastamesti“ keppand- inn sendi hins vegar inn 6 konfektgerðir og því 90 mola alls. Meirihluti þátttakenda býr á Akureyri en konfektgerðarfólk á Dalvík, í Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Hafnarfirði, á Húsavík, í Kópavogi, Ólafs- firði, Reykjavík, Svarfaðardal og á Svalbarðsströnd lét ekki sitt eft- ir liggja. Dómnefndin Fimm manna dómnefnd hafði það vandasama verk með hönd- um að bragðprófa konfektið. Hana skipuðu þau Sigurður E. Arnórsson, framkvæmdastjóri Lindu hf., en hann var formaður nefndarinnar; Bragi V. Berg- mann, ritstjóri Dags; Ragna Sölvadóttir, framreiðslumeistari; Bjarni Hafþór Helgason, fram- kvæmdastjóri Eyfirska Sjón- varpsfélagsins og Kristín Sigfús- dóttir, hússtjórnarkennari. Kristínu til halds og trausts voru tveir nemendur hennar í Mennta- skólanum á Akureyri, þær Hrönn Brynjarsdóttir og og Rósa Aðal- steinsdóttir. Dómnefndin lauk fyrri umferð bragðprófunarinnar á tveimur kvöldstundum. Að henni lokinni reyndust 13 konfektgerðir í úrvalshópnum. Þeim fækkaði niður í 10 í annarri umferð. Þrautin þyngsta var svo að dæma eina konfektgerð besta og reynd- ist mjög mjótt á mununum þegar upp var staðið. Hver dómnefndarmaður gaf einkunn á bilinu 1-5 stig fyrir alls fjögur atriði og gat hver konfekt- moli því mest fengið tuttugu stig en minnst fjögur. Til mikils að vinna Þegar hefur verið greint frá sigur- launum Unnar Maríu, „Konfekt- meistarans 1992“. Höfundar hinna konfektgerðanna níu fá hver um sig kassa með úrvali af framleiðsluvörum Lindu hf. Hver kassi er að verðmæti rúmlega 10 þúsund krónur. Aðstandendur keppninnar stefna að því að koma verðlaun- unum til vinningshafa fyrir ára- mót. Þá munu hinir keppendumir 30 fá sendan konfektkassa frá Lindu hf. eftir áramótin, í þakk- lætisskyni fyrir þátttökuna. Að lokum má geta þess að forráðamenn Lindu hf. munu hugsanlega vilja kaupa uppskrift, eina eða fleiri, svo og fram- leiðslurétt að konfekti sem sent var inn í keppnina. Hvort af því verður og þá hvaða uppskrift/ uppskriftir verður/verða fyrir val- inu, mun koma í ljós síðar en þar getur verið um tugi þúsunda króna „aukaglaðning“ að ræða fyrir heppinn eða heppna konfekt- gerðarmenn. Linda hf. og Dagur senda öll- um keppendunum kærar kveðjur með þökk fyrir þátttökuna. BB. Og svona er útlitið á verðlaunakonfektmolunum í meistarakeppni Lindu og Dags. Þetta eru 10 bestu tillögumar að mati dómnefndar og í miðjunni eru molar Unnar Maríu Hjálmarsdóttur en hún fékk 1. verðlaun fyrir framleiðslu Mynd: Robyn HMIVMÍHMMM er íslensk hágæöa mjólkurafurö sem gefur ótal möguleika viö matargerö. Sýröur rjómi hentar vel m.a. í salöt, sósur, ídýfur og meö ávöxtum og tertum Betra bragð meö Sýrðum '^rjoma - Ifka á jólunum Mjólkursamlag KEA ŒNNSLA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.