Dagur - 22.12.1992, Page 7
Þriðjudagur 22. desember 1992 — DAGUR — 7
Bikarkeppnin í handknattleik, 8 liða úrslit:
KA-menn komnir í undanúrslit bikarkeppninnar
- unnu Hauka 27:26 í framlengdum leik
Þeir gerast ekki meira spenn-
andi handboltaleikirnir en þeg-
ar KA og Haukar áttust við í 8
liða úrslitum bikarkeppninnar
á föstudagskvöldið. Liðin
skiptust á um að hafa forust-
una og þegar 2 sekúndur voru
eftir fengu KA-menn vítakast,
sem hefði getað tryggt þeim
sigurinn, en Magnús Arnason
varði frá Pétri Bjarnasyni. I
framlengingunni reyndust
heimamenn sterkari og sigruðu
með eins marks mun, 27:26,
eftir mikinn hamagang á loka-
sekúndunum.
Það varð snemma ljóst að allt
stefndi í hörku leik. Bæði lið léku
firna sterkan varnarleik og sókn-
arleikurinn var einnig mjög
góður. Haukar eru með ákaflega
léttleikandi lið og augljóst að þar
á bæ hefur Jóhann Ingi Gunnars-
son gert góða hluti. Alfreð Gísla-
son á sem kunnugt er við meiðsl
að stríða og lék ekki með í 1.
Jóhann Jóhannsson átti stórleik fyrir KA á föstudagskvöldið og réðu varn-
armenn Hauka lítið við drenginn. Mynd: Robyn
Bikarkeppnin 1 handknattleik:
Selfyssingar mæta í KA-húsið
Á einhverjum af fyrstu dögum
hins nýja árs munu Selfyssing-
ar mæta í KA-húsið, en KA og
Selfoss drógust saman í undan-
úrslitum bikarkepnninnar í
handknattieik. Alfreð Gísla-
son þjálfari KA kvaðst nokkuð
sáttur við þessa niðurstöðu.
„Auðvitað hefði ég helst kosið
að fá Víkingana frekar, því það
hefði líkast til verið léttari leikur.
Það má kannski segja að það
skipti ekki öllu máli hvort maður
spilar gegn Selfossi í úrslitum eða
undanúrslitum og kannski bara
gott að vera búinn að losa sig við
þá. Það sem skipti ölly máli var
að fá heimaleik,“ sagði Alfreð.
Hann sagði einnig að lið Selfoss
væri mjög erfitt viðureignar þessa
dagana. KA og Selfoss hafa tví-
vegis áttst við á þessu ári. KA
vann fyrri leikinn sem fór fram á
Akureyri með einu marki en í
síðari leiknum tapaði KA með
einu marki eftir dramatískar
lokasekúndur.
í hinum undanúrslitaleiknum í
karlaflokki keppa Valsmenn og
Víkingar í Víkinni. í kvenna-
flokki eigast við Valur og Grótta
og Stjarnan fær Fram í heim-
sókn. Leikur KA og Selfoss verð-
ur að öllum líkindum háður 4.
eða 5. janúar.
sókn liðsins og bjuggust margir
við að hann mundi sitja á
bekknum. Hann var þó skyndi-
lega mættur til leiks í næstu sókn
og skoraði 4 fyrstu mörk liðsins.
Um miðbik hálfleiksins náðu
Haukar 3 marka forustu sem KA
náði að vinna upp og komast yfir
en í leikhléi var staðan jöfn,
12:12.
KA var betri aðilinn í síðari
hálfleik og lék á köflum stórgóð-
an handknattleik. Liðið náði
mest 4 marka forystu, en með
ótrúlegri baráttu náðu Haukar að
jafna. Á síðustu sekúndum leiks-
ins fór Gunnar Gíslason inn úr
horninu og fiskaði vítakast, sem
ekki náðist að nýta, eins og fyrr
var sagt.
Framlengingin var tvisvar sinn-
um 5 mínútur. Að loknum fyrri
hlutanum hafði KA eitt mark yfir
en Haukar byrjuðu með boltann
og jöfnuðu. í næstu sókn var
dæmt víti á Hauka. KA-menn
höfðu misnotað 4 víti í leiknum.
Hinn ungi og bráðefnilegi Leó
Örn Þorleifsson var nú kallaður
af bekknum og inn fór boltinn.
KA skoraði einnig 2 næstu mörk.
Þá hófu Haukar að leika maður á
mann og við það leystist leikur-
inn upp. Haukar náðu að skora 2
mörk í röð en þá var leiktíminn
runninn út og sigur KA í höfn.
„Ég er ánægður með úrslitin
því sigurinn gat lent hjá hvorum
aðilanum sem var. Við vorum
heppnir í lokin, náðum að nýta
okkar færi en þeir ekki,“ sagði
Alfreð Gíslason þjálfari KA eftir
leikinn. Alfreð átti mjög góðan
dag þrátt fyrir að spila meiddur.
Einn besti maður liðsins var þó
hornamaðurinn Jóhann „Brói“
Jóhannsson sem skorðaði 7 mörk
og barðist vel. Páll Ólafsson var
einna bestur í jöfnu liði Hauka.
Gangur leiksins: 2:2, 4:4, 5:8, 8:10,
12:10, 12:12, 15:15, 17:16, 20:17,
22:20, 22:22, 24:23,27:24 og 27:26.
IVlörk KA: Alfreð Gíslason 9, Jó-
hann Jóhannsson 7, Erlingur Kris-
tjánsson 6/4, Pétur Bjarnason 1,
Gunnar Gíslason 1, Þorvaldur Þor-
valdsson 1, Leó Örn Þorleifsson 1,
og Óskar Elvar Óskarsson 1. Iztok
Race varði 7 skot og Björn Björns-
son 2.
Mörk Hauka: Petr Baumruk 8/5,
Páll Ólafsson 8/3, Sigurjón Sigurðs-
son 6, Óskar Sigurðsson 3 og Hall-
dór Ingólfsson 1. Magnús Árnason
varði 10 skot og Leifur Dagfinnsson
3.
Dómarar: Lárus Lársson og
Jóhannes Felixson. Voru slakir, þó
sérstaklega í síðari hálfleik.
Leiftur missir helsta markaskorara sinn í knattspyrnu:
Þorlákur Ámason á
leið tQ Grindavíkur
Þorlákur hefur verið einn af burðarásum Leifturs undanfarin ár og er mikil
eftirsjá í honum. Hann er hér til hægri á myndinni í leik með Leiftri.
Bikarkeppnin í körfuknattleik:
„Er góð nidurstaða íyrst
við fengum ekki heimaleik“
- segir Þórarinn Thorlacius
Þorlákur Arnason, helsti
markaskorari knattspyrnuliðs
Leifturs síðustu þrjú ár, mun
ekki leika með liðinu næsta
sumar eins og til stóð. Hann
mun að öllum líkindum ganga
til liðs við Grindvíkinga fyrir
komandi keppnistímabil.
Porsteinn Þorvaldsson, for-
maður knattspyrnudeildar Leift-
urs, segir að slæmt sé að missa
Þorlák, enda hafi hann verið
helsti markaskorari liðsins þau
þrjú ár sem hann hefur verið í
Ólafsfirði. „En það kemur maður
í manns stað og við munum reyna
að fá annan framherja í stað
Þorláks,“ segir Þorsteinn.
Þorlákur skoraði 9 mörk fyrir
Leiftur í 2. deildinni árið 1990 en
það ár féll liðið í 3. deild. í 3.
deildinni árið eftir varð Þorlákur
lang markahæstur í deildinni með
20 mörk en þá vann liðið sér sæti
í 2. deild á ný. Á síðasta keppn-
istímabili varð Þorlákur næst
markahæstur í 2. deild með 17
mörk.
Guimí skípti
í Hácken
Nú hefur verið gengið frá fé-
lagaskiptum Gunnars Gísla-
sonar úr KA í Hácken.
Gunnar þjálfaði sem kunnugt
er knattspyrnulið KA síðastliðið
sumar en ákvað í haust að snúa á
ný til Svíþjóðar. Gunnar hefur
leikið í stöðu hornamanns í
handboltanum hjá KA að undan-
förnu og mun gera það eitthvað
áfram. Hann hefur þótt standa
sig með miklum sóma og verið
sem klettur í vörninni.
Tindastólsmenn munu halda til
Stykkishólms í undanúrslitum
bikarkeppninnar í körfuknatt-
leik og leika við heimamenn í
Snæfelli. Þetta varð Ijóst eftir
að dregið var á laugardaginn.
Þórarinn Thorlacius formaður
körfuknattleiksdeildar Tinda-
stóls sagðist sáttur við þessa
niðurstöðu, fyrst liðið fékk
ekki heimaleik.
Stólarnir slógu sem kunnugt er
Njarðvíkinga út í síðustu umferð
og nú er komið að Snæfelli. „Mér
líst bara vel á þetta. Menn fara
auðvitað með öðru hugarfari í
þessa leiki heldur en deildarleiki
og hér er það dagsformið sem
gildir. Auðvitað hefðum við helst
viljað spila heima, en fyrst svo
fór ekki er þetta besta niðurstað-
an,“ sagði Þórarinn.
Leikirnir í karlaflokki verða að
öllum líkindum sunnudaginn 17.
janúar og þá leika saman auk
Snæfells og Tindastóls, ÍBK og
Skallagrímur. Kvennaleikirnir
verða þriðjudaginn 26. janúar og
þá leika Tindastóll eða ÍBK gegn
Grindvíkingum og KR gegn ÍR.
Enn er ekki að fullu ljóst hvenær
hægt verður að spila leik Tinda-
stóls og ÍBK í 8 liða úrslitum
kvenna, en honum hefur verið
frestað margsinnis vegna veðurs.