Dagur - 22.12.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 22. desember 1992
Iþróttir
Halldór Arinbjarnarson
íþróttamaður ársins valinn í 8. sinn:
Glæsileg verðlaun í boði
frá versliuiimii Radíónaust
Eins og greint var frá í föstu-
dagsblaði Dags mun blaðið
samkvæmt venju standa að
kjöri á íþróttamanni Norður-
lands, í samvinnu við lesendur.
Dregið verður úr innsendum
atkvæðaseðlum og heppinn
þátttakandi getur unnið glæsi-
leg verðlaun frá versluninni
Radíónausti Geislagötu 14
Akureyri. Nú er komið að því
að kynna þessi verðlaun.
Verðlaunin sem Radíónaust
gefur er glæsilegt sambyggt tæki
með geislaspilara, útvarpi og tvö-
földu segulbandstæki af gerðinni
Samsung RCD 1360. Geislaspil-
arinn er forritanlegur, 16 bita af
hæsta gæðaflokki, segulbands-
tækið tvöfalt með hraðfjölföldun
á kassettu og einnig er 3 bylgju
útvarp. Tækið er mjög vandað og
það fæst nú á sérstöku jólatilboðs-
verði í Radíónausti. Verðið er
17.900 kr. og enn ódýrara ef stað-
íþróttamaður
Norðurlands 1992
Nafn íþróttamanns:
1
2.
íþróttagrein:
3,
4
5.
Nafn:
Sími:
Heimilisfang:
Sendist til: (þróttamaður Norðurlands 1992
B.t. Dagur, Strandgötu 31, 600 Akureyri
Skilafrestur er til 8. janúar 1993.
greitt er, eða 16.900. Undir
venjulegum kringumstæðum
mundi tæki af þessari gerð kosta
yfir 20 þúsund. Af þessu sést að
til mikils er að vinna og því ættu
lesendur að bregðast skjótt við.
Þetta verður í 8. sinn sem Dag-
ur stendur að þessu kjöri í sam-
vinnu við lesendur og síðast var
það knattspyrnumaðurinn
Eyjólfur Sverrisson sem varð fyrir
valinu. Aðrir sem hlotið hafa
þessa nafnbót eru Guðmundur
Benediktsson, Þorvaldur Örlys-
son, Guðrún H. Kristjánsdóttir,
Halldór Áskelsson, Daníel Hilm-
arsson og Kári Elíson. Skila-
frestur er til 8. janúar og stefnt er
að því að lýsa kjörinu 16. janúar.
Lesendur skrifa 5 nöfn á seðil-
inn hér fyrir neðan og senda hann
inn til blaðsins með nafni
heimilisfangi og síma. Gjald-
gengir í kjörinu eru íþróttamenn
sem stunda íþrótt sína á Norður-
landi og Norðlendingar sem
stunda íþrótt sína annars staðar.
Allir atkvæðaseðlar verða settir í
pott og síðan verður nafn eins
heppins lesenda dregið út og
hann, eða hún, hlýtur sem fyrr
segir hin glæsilegu verðlaun frá
Radíónausti Geislagötu 14.
■"/" /'** /////"/" "
Hér má sjá hin glæsilegu verðlaun sem verslunin Radíónaust, Geislagötu 14
á Akureyri gefur.
Frjálsíþróttir um jólin
Frjálsíþróttafólk ætlar að enda
árið með stæl og milli jóla og
nýárs verður nóg við að vera.
Þar ber fyrst að nefna Akur-
Boðgangaá
annan dag jóla
Nú er komið nóg af snjó og
skíðafólk því farið að hugsa sér
verulega til hreyfings.
Á annan dag jóla er stefnt að
boðgöngukeppni milli Ólafsfirð-
inga og Akureyringa. Keppnin
fer fram í Kjarnaskógi. Þetta er
þó að sjálfsögðu háð veðri.
Körfuknattleikur:
Stjömuleikuriim í kvöld
í kvöld fer loks fram stjörnu-
leikurinn í körfubolta sem
frestað var á föstudagskvöldið.
Þar mætir Norðurlandsúrvalið
Nike-liðinu, sem skipað er
erlendum leikmönnum sem
leika hérlendis. Leikurinn
hefst kl. 20 í íþróttahöllinni á
Ólympíufónmum veittar viöurkeimingar
- árið 1992 réttnefnt íþróttaár fatlaðra
Síðastliðinn laugardag var efnt
til kaffisamsætis á veitinga-
staðnum Fiðlaranum á Akur-
eyri þar sem norðlensku kepp-
endunum úr röðum fatlaðra
íþróttamanna, sem þátt tóku í
Olympíumótunum á Spáni í
sumar, voru veittar viðurkenn-
ingar. Voru það íþróttaráð
Akureyrarbæjar og IBA sem
fyrir þessu stóðu.
Þau sem þarna um ræðir eru
Rut Sverrisdóttir og Elvar Thor-
arensen sem kepptu í Barcelona
og Aðalsteinn Friðjónsson og
Stefán Thorarensen sem kepptu í
Madrid. Sem kunnugt er náðist
frábær árangur á báðum stöðum.
Rut Sverrisdóttir krækti m.a. í 2
bronsverðlaun. Stutt ávörp á
laugardaginn, fluttu Gunnar
Ragnars og Þröstur Guðjónsson.
Einnig þakkaði Elvar Thoraren-
sen, fyrir hönd íþróttafólksins,
fyrir hlýjar kveðjur þeim til
handa.
Ólympíufararnir, lengst til vinstri er Aðalsteinn Friðjónsson, Eik, þá Rut Sverrisdóttir, Óðni og bræðurnir Elvar og
Stefán Thorarensen, Akri, lengst til hægri. Mynd: HA
Akureyri.
Körfuknattleiksmennirnir
verða í versluninni Sportver milli
kl. 16 og 18 og árita plagöt ofl.
Ferðin er sem kunnugt er farin til
styrktar landsliði íslands í
körfuknattleik. í þeim leikjum
sem búnir eru hafa hreint stór-
kostleg tilþrif litið dagsins ljós og
því sjálfsagt fyrir fólk að fjöl-
menna á þennan einstaka
viðburð. Að sjálfsögðu verður
léttleikinn í fyrirrúmi og í hálf-
leik verður troðslukeppni o.fl.
eyrarmót í frjálsum íþróttum
innanhúss sem fer fram sunnu-
daginn 27. desember í íþrótta-
höllinni. Keppt verður í mörgum
flokkum. Hið árlega Gamlárs-
hlaup verður síðan á gamlársdag
og verða hlaupnir 4 km.
Bæði þessi mót verða kynnt
nánar í blaðinu á morgun.
Nú er opið
hjá golh'erslun
David Bamwell
Margir þeir sem ætlað hafa að
heimsækja golfverslun David
Barnwell að Jaðri undanfarna
daga, hafa orðið frá að hverfa.
Astæðan er að sjálfsögðu hið
leiðinlega tíðarfar sem hrjáð
hefur Norðlendinga að undan-
förnu, en vegurinn upp í Golf-
skála hefur verið meira og
minna ófær vegna snjóa.
Nú hefur hins vegar orðið
breyting á bæði tíðarfari og færi
að Jaðri. Allt er nú nýmokað og
því ekkert því til fyrirstöðu að
golfarar geti snúið sér að jóla-
gjafainnkaupunum. Þar má fá
allt sem viðkemur golfi og m.a.
nýja kennslumyndbandið í golfi,
ef einhver hefur áhuga á að
lækka forgjöfina fyrir næsta
sumar.
Skíði:
Kristiim gerir það gott
Nýkjörinn skíðamaður ársins,
Kristinn Björnsson frá Ólafs-
firði, hefur verið að standa sig
vel í keppnum á erlendri grund
að undanförnu.
Síðastliðin föstudag varð hann
3. í stórsvigi á alþjóðlegu móti
sem haldið var stutt utan við
Geilo í Noregi, þar sem Kristinn
dvelur við nám og æfir af kappi.
Hann sagðist vera á uppleið hvað
formið varðar. „Tímabilið byrj-
aði frekar brösuglega en þetta er
allt að koma,“ sagði hann. í blað-
inu á morgun verður birt viðtal
við Kristin um dvöl hans í Noregi
o.fl.
Pétur Þ. Óskarsson
gengur til liðs við
KA-mönnum hefur nú bæst
góður liðsstyrkur fyrir fótbolt-
ann næsta sumar, því Fram-
arinn Pétur Þ. Óskarsson hefur
ákveðið að ganga til liðs við
KA. Pétur er miðju- og varn-
armaður og á að baki 1 U-18
landsleik og 4 U-21 landsleiki.
Pétur gekk til liðs við Fram fyr-
ir síðasta sumar, eftir að hafa
leikið með Fylki, en hann er upp-
alinn hjá Fram. Njáll Eiðsson
þjálfari KA sagði að Pétur væri
mikill fengur fyrir KA og mundi
styrkja liðið í baráttunni næsta
sumar.
Pétur Þ. Óskarsson.