Dagur - 22.12.1992, Síða 10

Dagur - 22.12.1992, Síða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 22. desember 1992 Það var danskur póstafgreiðslu- maður, sem átti hugmyndina að jólamerkinu. Fyrir níutíu árum 31 Jólamerki Kvcnfélagsins Framtídarinnar 1992. Hvert merki er á stærð við venjulegt frímerki. drjúgur hluti jólamerkja fer til safnara. Jólamerkin eru skráð í bækur eins og frímerki. í Dan- mörku er gefinn út listi Nordisk Julemærke Katalog. Sjöunda út- gáfa hans árið 1985-86 var yfir 600 blaðsíður. í þessum lista er mynd af merkjunum, verðskrán- ing og aðrar upplýsingar. Hér- lendis er þörf á útgáfu slíks lista með öllum tiltækum upplýsingum og vonandi verður þess ekki langt að bíða. Jólamerkjasöfnun er ekki síð- ur áhugaverð en söfnun frí- merkja. En einhvern veginn finnst mér samt, að virðulegir frímerkjasafnarar líti jóla- merkjasöfnun hornauga. En eru jólatré og ber áletrunina Gleðileg jól. Framan af árum teiknaði Stef- án merkin, en flest hefur Alice Sigurðsson teiknað. Margir fleiri listamenn hafa teiknað þau, svo sem Örlygur Sigurðsson, Kristinn Jóhannsson, Ragnar Páll, Jakob Hafstein og Einar Helgason, svo að nokkrir séu nefndir. Öll eru merkin prentuð í Prent- verki Odds Björnssonar. Árin 1940, 1941 og 1943 komu engin jólamerki út. En Akureyrarmerkin eiga sér nokkra forsögu. Merki, sem prentað var í Danmörku, hefur af sumum verið talið fyrsta jóla- me,'kið á Akureyri. Gunnhildur Ágrip af sögu jólamerkisiiis vann hann við að stimpla jóla- póstinn í Kaupmangaragötu í Kaupmannahöfn. Allt í einu fói hann að hugsa um það, að ef all- ur þessi jólapóstur væri ofurlítið skattlagður, þá mætti afla fjár til líknarmála. Þessi maður hét Einar Holböll. Hann hugleiddi þetta nánar, og gekk síðan á fund yfirmanna sinna, sem strax sýndu málinu áhuga. Þetta var árið 1903. Jóla- merkjanefndinni var komið á fót og hún undirbjó málið. Árið 1904 kom fyrsta jóla- merkið út í Danmörku og.það var fyrsta jólamerkið í heímin- um. Jólamerkið var selt á 2 aura og fyrsta árið söfnuðust 74 þús- und krónur. Útgáfunni var haldið áfram og 1907 höfðu safnast 250 þúsund krónur. Hugmynd Einars Holböll var að verja fénu til hjálpar fátækum og sjúkum börnum og 1907 var hafin bygging fyrsta jólamerkja- heimilisins í Kolding, og það var fullbyggt 1911. Alla tíð síðan hefur jólamerkið verið gefið út og á þessu ári er 89. merkið komið. Upplagið hefur stækkað og tekjurnar orðnar all verulegar. Árið sem leið gaf sala dönsku jólamerkjanna 16 millj- ónir króna og nú eru rekin jóla- merkjaheimili á 4-5 stöðum. Þangað koma árlega um það bil 500 börn á aldrinum 3ja-15 ára, börn sem þurfa hjálpar við. Árið 1911 skrifaði danskur rit- höfundur eitthvað á þessa leið: Aldrei hefur neinni hugmynd verið tekið með svo almennum skilningi og velvild sem útgáfu jólamerkisins. Á þeim árum, sem liðin eru síðan útgáfa þessi hófst, hefur það ekki aðeins orðið al- þjóðlegt tákn um það að láta gott af sér leiða, með framlagi til líkn- armála, heldur hafa önnur lönd fetað í fótspor Dana og gefið út jólamerki í vaxandi mæli. Textinn á dönsku jólamerkja- örkinni í ár er þannig. Lausleg þýðing: Gamalt jólamcrki. Englar glaðir með gyllta vængi flytja gleðiboðskapinn - um frið á jörðu. Ljósin sem við tendrum boða náttúrunnar jól með hækkandi sól. s I fótspor frumherjans Útgefendur jólamerkja eru nú orðnir margir. Flestir eru þeir í Danmörku, nokkuð á annað hundrað. Tilgangur nær allra út- gefenda jólamerkja er að safna fé til líknarmála og feta þannig í fótspor Einars Holböll. í Noregi hófst útgáfa jóla- merkja 1906, Svíþjóð 1909, Finnlandi 1912, íslandi 1913, Færeyjum 1941 og Grænlandi 1974. Útgefendur jólamerkja eru orðnir helst til margir, þó á það ekki við um Finnland, Færeyjar og Grænland. Auðvitað er það undir velvilja manna komið, hvað mikið selst. Ætla má að minna af jóla- merkjum sé límt á bréf nú en áður. Söfnun jólamerkja er þó nokkur, einkum erlendis og frímerkin nokkru æðri? Þetta eru pappírsmiðar hvort tveggja. Thorvaldsensmerkin Árið 1913 gaf Thorvaldsensfélag- ið út fyrsta jólamerki sitt og kost- aði það 2 aura eins og danska jólamerkið 1904. Síðan hafa þau komið út árlega, nema 1917. Merkin eru seld til fjáröflunar fyrir Barnauppeldissjóð Thor- valdsensfélagsins. Tilgangur sjóðsins hefur frá upphafi og æ síðan verið það að leggja lið börnum, sem vegna veikinda eða annarra ástæðna hafa þurft aðstoðar við, en einnig að leggja öðrum líknarmálum lið. Barnauppeldissjóðurinn hefur m.a. staðið straum af byggingu vöggustofu við Dyngjuveg í Reykjavík. Var hún afhent Reykjavíkurborg 19. júní 1963 og viðbótarbygging 1965, dvalar- heimili fyrir eldri börn. Jólamerkin voru lengi vel prentuð í Danmörku, en síðan hér heima um skeið, en á árunum 1951-1960 voru þau prentuð í Englandi. Síðan 1960 hafa þau verið prentuð hér heima, t.d. hjá Litmyndum í Hafnarfirði. Milli 40 og 50 listamenn hafa teiknað merkin. Má þar t.d. nefna Jóhannes Kjarval, Barböru Árnason, Ásgrím Jónson, Tryggva Magnússon, Ríkharð Jónsson, Gunnlaug Blöndal o.fl. í ár kostar merkið 25 kr. stykk- ið eða örkin með 12 stk. 300 kr. Akureyrar jólamerkin Fyrsta jólamerki Kvenfélagsins Framtíðarinnar er gefið út 1937. Það var teiknað af Stefáni Jóns- syni. Myndin er af stúlku með Ryel kom með þetta merki hingað. Merkið var til sölu í rúmt ár og ber áletrunina Gamalmenna- hælissjóður Akureyrar. Myndin er af gömlum manni, sem situr á steini og kirkja í baksýn. Það er í bláum lit. Ekki er vitað um stærð upplags né hver teiknaði. Geta má sér til að það hafi verið Stefán Jónsson. Ekkert bendir til þess að þetta hafi verið hugsað sem jólamerki. Meiri leyndardómur er yfir merkinu með myndina af gamla manninum og bóndabænum merkt stöfunum SJ og áletruninni Elliheimilissjóður Akureyrar, prentað í gulum og bláum lit. Öruggt er að Stefán Jónsson hef- ur teiknað þetta merki, það sanna stafirnir hans. Sennilega er merkið prentað í POB. Engar heimildir eru um útgefanda, upplag, né hvort það var nokk- urn tíma til sölu. 12 merki voru í örkinni. Örugg vissa er að jóla- merkið sem Alice Sigurðsson teiknaði og kom út 1962 var teiknað eftir þessu merki. Mynd- efnið er það sama en áletrunin er Jólin Akureyri 1962. Laust fyrir 1980 voru öll þessi merki til sölu í Frímerkjamið- stöðinni í Reykjavík. Eitt þeirra merkja var boðið upp hér á Akureyri 1977. Nú munu öll þessi merki seld og dreifð víðs vegar og metin háu verði og ekki gott að geta sér til um gangverð þeirra. Hins vegar mun merkið frá 1934 vera ennþá til sölu í verslunum. Miklar líkur eru að merkið með gamla manninum hafi verið prentað 1935 eða 1936 og næsta sennilega aðeins sem próförk. Líklegt er að konurnar í Kven- félaginu Framtíðinni sem stóðu að útgáfu merkisins frá 1934 og 1935/36, hafi ekki verið búnar að fullmóta hugmyndina um útgáfu jólamerkjanna. Ágóði af sölu jólamerkjanna hefur runnið til elliheimilis eða annarra mannúð- armála. Gott málefni Að lokum þetta: Með því að kaupa jólamerkin styðja menn góð málefni og um leið gefa þeir, með því að setja þau á jólapóst- inn, bréfum sínum hlýlegri blæ og jólalegri svip. Arni Friðgeirsson. Höfundur er fyrrum ráösmaður Menntaskólans á Akureyri. i$M,t Iðjufélagar nÉsI^ Akureyri og nágrenni Almennur félagsfundur verður í Alþýðuhúsinu 4. hæð, þriðjudaginn 29. desember kl. 17.00. Fundarefni: 1. Uppsögn samninga. 2. Önnur mál. Stjórn og trúnaðarráð Iðju. Verslun og timburnnnsla verða lokaðar vegna vörulalningar milli jóla og nýárs Skrifstofan verður opin 28., 29. og 30. desember frá kl. 09.00- 18.00 og 31. desember frá kl. 09.00-12.00 Opnum aftur mánudaginn 4. janúar kl. 08.00 Gleðilega hátíð

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.