Dagur - 22.12.1992, Page 12

Dagur - 22.12.1992, Page 12
12 - DAGUR - Þriðjudagur 22. desember 1992 I po/tunette® undirfatnaður er töfrandi léttur. Einnig náttkjólar í miklu úrvali Menningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir Samkvæmt útvarpslögum og reglugerð fyrir Menn- ingarsjóð útvarpsstöðva er hlutverk sjóðsins m.a. að veita styrki til eflingar innlendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verða má til menn- ingarauka og fræðslu. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. í umsókn ber að tilgreina eftirfarandi: - Aðstandendur verkefnis og samstarfsaðila, - heiti verkefnis og megininntak, - fjárhæð sem sótt er um og áætlun um heildar- kostnað, - áætlun um fjármögnun, þ.m.t. fjárframlög frá öðr- um aðilum, - áætlun um framvindu verkefnis og til hvaða verk- þátta sótt er um styrk til. Þá skal fylgja umsókn, handrit eða nákvæm lýsing verkefnis. Sé um að ræða umsóknir um styrki til verkefna sem sjóðurinn hefur áður styrkt skal fylgja greinargerð um framvindu þess og með hvaða hætti fyrri styrkur hefur verið nýttur. Umsóknum ber að skila til ritara stjórnar, Davíðs Þórs Björgvinssonar, Lögbergi, Háskóla íslands, 101 Reykjavík, fyrir 10. febrúar nk. Stjórnin. ________________ Þeim leiddist ekki þessum unglingum þrátt fyrir að utandyra geysaði stórhríð. Myndir: GG Jólakvöldvaka í Dynheimum: Hlustað á djass og gengið kringum jólatré Jólakvöldvaka var haldin í Dyn- heimum miðvikudagskvöldið 16. desember. Vegna veðurs fór dagskráin meira og minna úr skorðum, m.a. komst sr. Hannes Örn Blandon prestur í Eyjafjarðarsveit ekki til Akur- eyrar tíl að flytja unglingunum jólahugvekju. Á kvöldvökunni spilaði djass- band Tónlistarskólans og enn- fremur voru flutt atriði frá félags- miðstöðvunum í Lundarskóla og Glerárskóla. Mikll söngur var og allir viðstaddir fengu léttar veit- ingar, óáfengt jólaglögg og pipar- kökur. Vegna veðurs þurfti að aka þeim unglingum til síns heima sem ekki voru sóttir af skyldmennum eða vinum. GG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.