Dagur - 22.12.1992, Qupperneq 16
16 - DAGUR - Þriðjudagur 22. desember 1992
Jólapakki
veiöimannsins
Pakki I.
Kaststöng Daiwa SGE S-9.
Opið hjól Daiwa J 1650X.
Jólatilboð kr. 5.312,-
Pakki II.
Kaststöng Daiwa CR S-9.
Opið hjól Daiwa MG 2650 H.
Jólatilboð kr. 9.952,-
Pakki lll.
Kaststöng Daiwa CS 98-9S.
Kasthjól Daiwa 600 M.
Jólatilboð kr. 15.312,
Pakki IV.
Flugustöng Daiwa NC 98-8.5 HIC.
Fluguhjól Daiwa 708.
Flugulína Daiwa Osprey.
Undirlína.
Jólatilboð kr. 11.844,-
★ Nýtt greiðslukortatímabil
Veljið sjálf góðgæti I körfuna
Einnig sápur og snyrtivörur
Við pökkum í gjafapakkningu *
30L
iS0!71'” ■ Starfsfólk
Þú fœrð gjafavöruna
hjó okkun
Ekta kínverskar silkislœður..... kr. 1.160
Ekta kínversk dömunáttföt........ kr. 4.700
Ekta kínverska sloppa........... kr. 4.800
Barnanáttföt.................... kr. 990
Treflar....................... kr. 1.590
Amsterdam sófasett 3+2...........kr. 69.900
Reyrhúsgögn - Stakir stólar.
Úrval af gjafavöru og bastkörfum.
IB/eiM fí/Hnrá
Kaupangi v/Mýrarveg.
Sími 12025.
Konur kaupa líka
skartgrípi fyrir karla
Flosi Jónsson, gullsmiður ákvað
snemma að hann skyldi flytjast
til Akureyrar. Aðeins drengur
á níunda eða tíunda ári og í
sumardvöl hjá afa sínum og
ömmu á Hjalteyri. Hann
sagði að sér hefði strax litist vel
sig fyrir norðan og þessi
ákvörðun bernskunnar alltaf
blundað í sér. „Ég var alveg
ákveðinn þegar ég sagði við
konuna að nú væri ég búinn að
ákveða að flytja norður og hún
réði hvort hún kæmi með. Hún
lét til leiðast og nú höfum við
búið hér á Akureyri í 15 ár og
ekkert fararsnið á okkur,“
sagði FIosi, sem rekið hefur
gullsmíðavinnustofu sína,
Skart, frá því hann tilkynnti
konu sinni þessa ákvörðun og
þau yfirgáfu Þórsgötuna í
Reykjavík.
Flosi er uppalinn í Kópavogi
en dvaldi oft á Hjalteyri á
sumrin. Hann minnist athafnaár-
anna á Hjalteyri. Síldarskipin
komu og fóru. Gufubólstrarnir
og „peningafnykurinn“ stigu upp
af verksmiðjunni og strákarnir
dorguðu á löndunarbryggjunni
milli þess sem bátarnir lögðust að
- til að landa silfri hafsins. „Við
dorguðum ufsa - það var fullt af
ufsa við bryggjumar og þegar við
höfðum fyllt eina tunnu þá seld-
um við hana fyrir 200 kall til
bræðslu í verksmiðjunni,“ sagði
Flosi með augljósum söknuði og
eftirsjá í röddinni. „Frá þeim
tíma hafði ég alltaf ætlað mér að
búa fyrir norðan.“
Eftir krókaleiðum í
Hafnarstrætið
Flosi lærði gullsmíðar hjá Hall-
dóri Sigurðssyni, gullsmið og
hestamanni á Skólavörðustíg 2
og setti því næst á stofn eigið
verkstæði á Óðinsgötunni,
skammt frá heimili sínu á Þórs-
götunni, þar sem hann vann að
gullsmíðum þótt hann opnaði
ekki verslun fyrr en á Akureyri.
Fyrsta gullsmíðavinnustofa Flosa
á Akureyri og sú fyrsta undir
nafninu Skart var undir tröppun-
um í Glerárgötu 20 - hjá Kristjáni
P. Guðmundssyni í Sjóvá. Þar
starfaði hann fyrsta árið en
keypti þá húsið númer 19 við
Strandgötuna, þar sem Óskabúð-
in var, og flutti starfsemi sína
þangað. Hann kvaðst á þessum
tíma hafa leitað með logandi ljósi
að húsnæði við Hafnarstrætið -
meira að segja talað við Odd
Thorarensen í Akureyrarapoteki
og falast eftir turninum í Hafnar-
strætinu en hann hafi þá ekki ver-
ið laus.
Flosi bjó, smíðaði og verslaði
við Strandgötuna næstu tvö til
þrjú árin, þar tii honum bauðst
húsnæði í Hafnarstræti 84 - þar
sem Tískuverslun Steinunnar
hefur verið. Síðar færði hann sig
aðeins til í götunni - til suðurs
þar sem verslunin Skart er nú til
húsa. Flosi fór því eftir nokkrum
krókaleiðum í Hafnarstrætið.
Margir kaupa trúlofunar-
og giftingarhringa ennþá
En hvernig tóku „kollegarnir" -
aðrir gullsmiðir í bænum - því að
fá keppinaut? „Vel,“ sagði Flosi.
Hann kvaðst hafa farið til þeirra
þegar hann kom til bæjarins og
sagt þeim frá hvað hann hefði í
hyggju. „Þeim leist strax vel á
þetta og í gegnum tíðina hefur
þróast ágætt samstarf með okkur.
Ég fann strax að Akureyringar
kunna að meta skartgripi og
verkefnin hafa verið næg.“
Önnnur spurning - svolítið
forvitnileg. Trúlofar fólk sig
ennþá með hringum? „Já - en
ekki í sama mæli og áður. Þó
kaupa margir trúlofunar- og gift-
ingarhringa. Við eigum þá líka
orðið á lager. Áður fyrr þurfti að
smíða hringana en nú getum við
nánast afgreitt þá á meðan fólkið
bíður. Ekkert eftir annað en að
grafa innan í þá.“
Og Flosi rifjar upp atvik er
kom fyrir hjá læriföður hans á
Skólavörðustígnum. „Einhverju
sinni kom par inn í búðina hjá
honum. Því lá mikið á að trúlof-
ast. Yrði að fá hringana
afgreidda á stundinni og bað
hann um blessun að trúlofuninni
lokinni. Hringarnir voru til á
lager og snör handhök höfð við
að útbúa þá. Einhver falleg orð
lét gullsmiðurinn falla er parið
hafði dregið þá á fingur og þau
hurfu hamingjusöm á svip út á
Skólavörðustíginn. “
Gullsmiðurinn er fyrst og
fremst handverskmadur
Flosi neitar að hafa nokkru sinni
blessað ástfangið fólk er sett hafi
upp hringa frá honum. Sala á
trúlofunar- og giftingarhringum
sé þó alltaf ákveðinn hluti af
starfseminni í skartgripabúð.
Hann kvaðst ætíð reyna að hafa
fjölbreytt úrval skartgripa á
boðstólum; skartgripi sem kalla
megi ódýra, meðaldýra og síðan
dýra er hann kýs fremur að kalla
erfðaskartgripi. „Þar er oft um að
ræða skartgripi sem ganga í erfðir
- frá foreldrum til barna. Þá eru
vinsældir módelsmíðaðra skart-
gripa að aukast. Fólk er farið að
leita meira til gullsmiða með sér-
stakar hugmyndir og biðja þá að
vinna úr þeim. Og það er hinn
raunverulegi vettvangur gull-
smíðinnar. Gullsmiðir eru fyrst
og fremst handverksmenn og
geta og eiga að veita þjónustu á
því sviði.“
Verðlag Iægra hér á landi
Á tímum mikilla umræðna um
verðlag hér heima og í borgum
annarra landa og tíðra innkaupa-
ferða til útlanda berst talið að
verðlagi skartgripa hér á landi
samanborið við verð í nágranna-
löndunum. Flosi segir að verð á
skartgripum sé fremur lægra hér
á landi en í Evrópu. Hann kvaðst
reglulega kynna sér verðlag á
skartgripunm erlendis og þá hafi
hann rekið sig á verð sem sé allt
að tvöfalt hærra miðað við sam-
bærilega hluti. Þar gæti verið um
einstök tilfelli að ræða en þegar á
heildina er litið sé hagkvæmara
að kaupa skartgripi hér á landi en
víðast hvar í nálægum löndum.
Flosi kvaðst áiíta að það byggist
fyrst og fremst á lægri álagningu
hér á landi. Flest gullsmíðafyrir-
tæki séu smá í sniðum - ekki með
mikla yfirbyggingu og geti þar af
leiðandi boðið vörur á hagstæð-
ara verði.
Konur kaupa líka skart-
gripi fyrir karlmenn
En hverjir kaupa skartgripi.
Karlmenn fyrir konur - eða eru
konur farnar að kaupa skartgripi
handa karlmönnum? „Já - konur
kaupa líka skartgripi fyrir
karlmenn," segir Flosi en bætir
við að konur noti þó mikið meira
af skartgripum. En það séu alls
ekki alltaf karlmenn sem kaupi
skartgripina - konur kaupi einnig
skartgripi handa konum. Til
dæmis saumaklúbbar, sem sam-
einist um gjafir handa félaga eða
aðrir hópar. Á síðustu árum hafi
þó notkun karlmanna á skart-
gripum aukist. Nú sé algengt að
Þennan hring kaupir líklega einhver karlmaður handa konu, en Flosi segir
að konur kaupi einnig skartgripi handa körlum.
Flosi Jónsson, gulismiður við vinnu sína.
k