Dagur - 22.12.1992, Side 18
18 - DAGUR - Þriðjudagur 22. desember 1992
þeim dyr“
„Við erum að reyna að opna
- Þroskabraut Fjölbrautaskólans hefur starfað í rúmt ár
Jón F. Hjartarson skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki.
Fjölbrautaskóli Norðurlands
vestra á Sauðárkróki býður
upp á margvíslega möguleika
til náms. Meðal annars nýja
námsbraut fyrir þroskahefta og
seinfæra. Þetta er tilrauna-
verkefni og það fyrsta á þessu
sviði hér á landi. Nú er rúmt ár
síðan Þroskabrautin tók til
starfa og fyrstu nemendumir
að útskrifast. Af því tilefni leit
ég við í kennslustund og átti
spjall við kennara, nemendur
og skólameistara.
Árið 1989 skipaði Mennta-
málaráðuneytið starfshóp til að
gera tillögu að námstilboði fyrir
þroskahefta við Fjölbrautaskól-
ann. Miðað var við þrjá hópa, í
þroskahefta, seinfæra og brott-
fallsnemendur úr framhalds-
skóla. Þroskabrautin er tilrauna-
verkefni í samvinnu Fjölbrauta-
skólans og Svæðisskrifstofu mál-
efna fatlaðra á Norðurlandi vestra.
Kennsla hófst á haustönn 1991.
Skipulag Þroskabrautar
Nám á Þroskabraut eru 56 ein-
ingar, eða þrjár annir. Það er
tekið mið af getu hvers og eins,
námið er einstaklingsmiðað, eins
og segir í námsvísi. Námið skipt-
ist í kjarnanám sem er bóklegt og
starfsnám, sem fer fram bæði í
skólanum og á vinnustöðum.
Starfsþjálfun á vinnustað er í
samráði við vinnuveitanda sem
skilar skriflegu mati á frammi-
stöðu nemandans.
Markmiðið með Þroskabraut-
inni er að þroskaheftir og sein-
færir fái tækifæri til náms við sitt
hæfi eftir grunnskóla. Að „auka
sjálfstraust nemenda, sjálfstæði
og aðlögunarhæfni“, eins og segir
í námsvísinum. í skýrslu Önnu
Dóru Antonsdóttur sérkennara
við deildina fyrir fyrsta námsárið
kemur m.a. fram að sumir nem-
endur hafi sótt tíma með almenn-
um nemendum skólans og að þeir
hafi tekið vaxandi þátt í félagslífi
í skólanum. Haldnir eru vinnu-
fundir hálfsmánaðarlega með
kennurum, umsjónarmanni starfs-
náms og forstöðumanni sambýlis,
en flestir nemenda búa þar.
Einnig eru haldnir samráðsfundir
þessara aðila, ásamt námsráð-
gjafa, aðstoðarskólameistara og
sálfræðingi Svæðisskrifstofu. I
skýrslu Önnu Dóru kemur fram
að aðrir nemendur skólans, svo
og kennarar og starfsfólk hafi
tekið þessari nýbreytni vel.
Fjórar stúlkur hófu nám á
Þroskabrautinni 1991 og ljúka námi
nú fyrir jól. Þær eru að hugsa um
að finna sér vinnu að því loknu,
en þrjár þeirra eru reyndar í
starfsnámi á vinnustað. Þær
vinna á leikskóla, í verslun og í
þvottahúsi Sjúkrahússins. Þrír
ungir menn hófu nám á brautinni
nú í haust.
Tillit tekið til
einstaklingsins
Ég hitti Önnu Dóru Antonsdótt-
ur sérkennara að máli og forvitn-
aðist um Þroskabrautina.
- Hvað eru margir kennarar
sem kenna við brautina?
„Þeir eru sex með umsjónar-
kennara.“
- Eru það sérkennarar?
„Nei, enginn nema ég. En ég
hef reynt að vera þeim innan
handar eins og ég hef getað.“
- Er það rétt skilið að námið
miði að því að kenna þessum ein-
staklingum að bjarga sér í kerf-
inu og að starfa á almennum
vinnumarkaði?
„Já, það er hárrétt skilið. Þetta
miðar allt að því að gera þau sem
hæfust til að lifa í okkar þjóð-
félagi í dag, sem verður alltaf
flóknara og flóknara. Við erum
að reyna eins og hægt er að opna
þeim dyr inn í það.“
- Hvernig gengur samstarfið
við vinnustaðina?
„Það gengur ágætlega. Við
viljum koma á framfæri þökkum
til vinnuveitenda hér á Króknum,
hvað þeir hafa tekið þessu vel og
sýnt mikinn skilning.“
- Eru einhverjir vinnustaðir
umfram aðra sem henta þessum
einstaklingum?
„Það er alveg ljóst að þeim
henta ekki allir vinnustaðir. Við
höfum leitað fyrir okkur og tekið
tillit til hvernig vinnustaðurinn er
og hvort þau muni ráða við eitt-
hvert starf þar og þá í samráði við
vinnuveitanda. Við teljum að
hver og einn geti fundið eitthvert
starf við hæfi. Við getum tekið
sem dæmi að enda þótt piltur geti
ekki orðið bifvélavirki af því að
hann getur ekki farið í gegnum
allt það nám sem krafist er, þá
teljum við samt að hann gæti lært
eitthvert ákveðið verk innan þess
sviðs sem hann gæti svo unnið
við.“
- Hvaða hópar eiga rétt á
námi sem þessu?
„Við erum að tala um þrjá
hópa sem þyrfti að búa náms-
aðstæður í framhaldsskóla, sem
ég tel að sé ekki um að ræða í
dag. Þar er í fyrsta lagi þroska-
heftir, öðru lagi seinfærir
nemendur úr grunnskóla sem
ekki sækja um nám m.v. núver-
andi námstilboð og svo eru í
þriðja lagi brottfallsnemendur úr
framhaldsskóla. Við viljum að
þessi námsbraut taki yfir þroska-
hefta og seinfæra. Sem sagt,
þetta er sértilboð sem við sveigj-
um að hverjum og einum innan
þessara tveggja hópa. Einstakir
nemendur geta farið inn í
almenna hópa og tekið ákveðna
áfanga og er það metið hverju
sinni. Við teljum að áfanga-
skólarnir eigi að vera sveigjan-
legri að þessu leyti en skólar með
bekkjakerfi. Áfangakerfið á að
bjóða upp á þetta, og gerir það
raunverulega, það er bara spurn-
ing um hvernig við nýtum það.“
Þetta á að verða
eðlilegur þáttur
- Hvernig er staða þessara mála
nú?
„Það er víða að fara af stað
einhver vísir að svona námi í
áfangaskólum. Það er í mótun
samstarf milli þessara aðila.“
- Hvernig var þetta áður?
„Þá var ekkert slíkt. Þá gerðu
lögin heldur ekki ráð fyrir því.
Þessi möguleiki opnaðist með
nýju framhaldsskólalögunum.
Þau gera ráð fyrir að allir hafi
tækifæri til náms við hæfi í fram-
haldsskólum. Þetta er allt sam-
kvæmt lögum og reglum, það er
bara spurningin hvenær skólinn
gerir það sem lögin leyfa.“
- Hvað sérð þú fyrir þér sem
fyrirmyndar skipulag?
„Ja, þegar stórt er spurt! Mín
ósk í þessu sambandi er að þetta
verði eðlilegur þáttur í starfi
hvers framhaldsskóla. Eins eðli-
legur og hvað annað. Að nem-
endur geti komið þarna inn og
stundað nám við hæfi. Við höfum
reynt eins og við getum að láta
þessa námsbraut vera eðlilegan
þátt í Fjölbrautaskólanum.“
- Taka aðrir nemendur Fjöl-
brautaskólans þessum þætti skól-
ans vel?
„Við höfum ekki orðið vör við
annað. Mér hefur fundist það
líka hjá starfsfólki, kennurum og
öðrum. Þetta er bara ein leið inni
í áfangakerfinu.“
- Nú er kominn inn nýr hópur
á Þroskabrautina, hefur eitthvað
breyst?
„Já, já. Þessi hópur er öðru
vísi samsettur. Til dæmis er
grunndeild málmiðna komin til
sögunnar. Það er auðvitað það
albesta þegar hægt er að veita
verkmenntunina innan skólans
sjálfs."
- Þér virðist þá að þetta hafi
tekist vel?
„Við höfum sjálfsgagnrýni því
við höldum alltaf samráðsfundi
með ákveðnum fagaðilum. Þar
eru málin rædd og þar vonum við
að komi fram það sem þarf að
fara betur. Við lögðum upp með
það strax að það yrði að vera gott
samráð. Fá sem flesta aðila til að
leggja orð í belg.“
- Nýtur þetta skilnings ráða-
manna?
„Ja, við höfum að minnsta
kosti fengið fé í þetta. Það er
ekki hægt að neita því að þetta
var erfitt fyrst.“
Þeim fínnst þetta
sjálfsagt mál
Ég ákvað að forvitnast um sjón-
armið annarra nemenda og fyrir
svörum urðu átta ungmenni,
tveir strákar og sex stelpur, sem
voru í kennslustund í sálfræði.
Þau hafa m.a. verið að ræða um
frávik í þjóðfélaginu, og hafa
rætt um Þroskabrautina í því
sambandi. Afstaða þeirra til veru
þroskaheftra og seinfærra í
skólanum er mjög jákvæð. Þau
telja öll að slík kennsla eigi rétt á
sér og þátttaka nemenda á
Þroskabrautinni í félagslífi í
skólanum sé til hins betra. Þau
voru ánægð með samskipti við
þessa nemendur.
Ég spurði þau hvað þeim fynd-
ist um að þroskaheftir ættu sama
aðgang að skólanum og þau.
Svörin voru á þessa leið:
„Ég get ekki séð neitt því til
fyrirstöðu, þau hafa rétt til náms.
Það hafa allir gott af þessu
bæði þau og við.
Mér líst vel á þetta, alveg frá-
bært að hafa þessa krakka í
skólanum.“
Þau kváðust ekki taka neitt
sérstaklega eftir veru nemenda
Þroskabrautar í skólanum, þau
skæru sig ekkert úr. En hvað með
þátttökuna?
„Þau eru rosalega virk í félags-
lífinu, meira en margir aðrir.“
„Þau fara með í ferðir og eru
Rakel Brynjólfsdóttir kennir Önnu Höllu Friðriksdóttur matargerð.
Itmvötn frá
Jvtoments og
CjabrieLa Sabatini