Dagur - 22.12.1992, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 22. desember 1992 - DAGUR - 19
Anna Dóra leiðbeinir Ornu Kristjánsdóttur, Guðrúnu Onnu Númadóttur og Hrafnhildi Sverrisdóttur við að útfylla
skattskýrsluna.
með í flestöllu, árshátíðum og
svoleiðis."
„Þau eiga sinn þátt í því að
minnka fordóma gagnvart
þroskaheftum þegar maður
umgengst þau á hverjum degi.“
- Hvernig haldið þið að við-
horfið sé almennt?
„Hérna á Sauðárkróki er það
örugglega betra en á mörgum
öðrum stöðum.“
„Á Siglufirði eru þau í sambýli
og vinna í frystihúsinu og þá
umgengst fólk þau eins og hverja
aðra.“
Þau telja þó að fordómar í
garð þroskaheftra hafi verið
algengir í þjóðfélaginu og stutt
síðan jákvæð umræða hafi
skapast. Pað hafi t.d. tekið lang-
an tíma að berjast fyrir þessari
námsbraut. „Þessi áfangi sem við
erum í núna hefur opnað augu
okkar fyrir þessu, í sambandi við
þá sem eru öðruvísi.“
„Pað er í sjálfu sér ekkert um
þroskahefta í námsefninu, en það
hefur myndast umræða sem teng-
ist svona frávikum."
Þetta sagði unga fólkið í Sál-
fræði 303 í Fjölbrautaskólanum
og taldi jafnvel að það ætti að
hafa þroskasálfræði í kjarna-
námi, hún væri nauðsynlegra en
margt annað.
Það styrkir skólann
Að lokum heimsótti ég Jón F.
Hjartarson skólameistara Fjöl-
brautaskólans á skrifstofuna og
spurði hann álits á Þroskabraut-
inni.
„Það stendur í lögum um fram-
haldsskóla frá 1988 að þeir skuli
vera fyrir alla. Við höfum reynt
að sinna þessum markmiðum lag-
anna eins og við höfum frekast
getað. Því höfum við fagnað
tækifæri til þess að sinna þessum
nemendum ekki síður en öðrum.
Hins vegar má segja að í reynd
sé það svo að framhaldsskólinn
geti ekki sinnt öllum nemendum.
Það vantar annars konar náms-
framboð við hæfi í framhalds-
skólana. Það þarf að sinna mis-
munandi þörfum nemenda. Til
dæmis vantar skemmri starfsmið-
aðar námsbrautir. Hér fyrr á
árum voru framhaldsskólarnir
sjálfir með námsskrárgerðina.
Síðan tók ráðuneytið þetta í sín-
ar hendur og hefur því ekki notið
frumkvæðis sem kom frá skólun-
um meðan þeir höfðu með þetta
að gera.
Mér finnst að sjálfsmynd þess-
ara nemenda hafi styrkst og það
geisli frá þeim ákveðin ánægja og
og sjálfstraust. Þetta ræðst tals-
vert af því hversu lipurt og lagið
starfsfólkið er. Ég er mjög
ánægður með það starfsfólk sem
sinnir þessum nemendum. Ég
geri ráð fyrir að þetta verði við-
loðandi viðfangsefni skólans og
það styrkir hann. Þetta verður
smám saman sjálfsagður hlutur.“
Viðtal:
Sigríður Þorgrímsdóttir
Vörutalning
Lagerinn Austursíðu 2 verður opinn mánu dag-
inn 28. desember en lokað verður vegna vöru-
talningar þriðjudaginn 29. desember og mið-
vikudaginn 30. desember.
Pantanir sem eiga að afgreiðast fyrir áramót
þurfa að berast í síðasta lagi 28. desember.
Gleðileg jól.
Efnaverksmiðjan
Sjöfn
Takið eftir!
^SÍðasta blað fyrir jól kemur út miðviku-
daginn 23. desember. Skilafrestur auglýs-
inga er til kl. 11.00 þriðjudaginn 22. des-
ember.
|Milli jóla og nýórs koma út tvö blöð,
þriðjudaginn 29. og miðvikudaginn 30.
desember.
Skilafrestur auglýsinga í þriðjudagsblaðið
er til kl. 11.00 mónudaginn 28. desember
en fyrir miðvikudagsblaðið er skilafrestur
auglýsinga til kl. 11.00 þriðjudaginn 29.
desember.
t Fyrsta blað ó nýju óri kemur út þriðjudag-
inn 5. janúar.
auglýsingadeild,
sími 24222.
Skoðaðu
úrvalið í
Nestunum
Þar er besta verðið vegna
samkaupa Olíufélagsins
T.d. litaðar Ijósaperur kr. 69
o.fl o.fl. o.fl. fKl
Hress hópur í Sálfræði 303.