Dagur - 22.12.1992, Side 20
m
Akureyrí, þríðjudagur 22. desember 1992
„Ö1 él syttir upp um síðir“:
Fært í allar áttir
- þó skafrenningur á Öxnadalsheiði
Allir vegir á Norðuriandi eru
nú færir og er öll jólaumferð
eftir þjóðvegkerfinu að komast
í samt horf. Fært er fram í
Bárðardal og austur í Mývatns-
sveit um Mývatnsheiði en Kísil-
vegurinn verður ekki opnaður
að sinni. Fært er um ströndina
austur til Kópaskers, Raufar-
hafnar, Þórshafnar, Bakka-
fjarðar og Vopnafjarðar.
Allir vegir í Skagafirði og Húna-
vatnssýslum eru orðnir færir en í
gær var nokkuð hvasst þar víða
og skafrenningur á Öxnadals-
heiði en Vegagerðin bjóst ekki við
að það yrði til trafala. Mokað
hefur verið fram í Svarfaðardal
en ófært var búið að vera framan
við Svarfaðardal, þ.e. í Skíðadal,
síðan föstudaginn 11. desember.
Geysilegur snjór er í Skíðadal og 1
komust snjóruðningstæki að
Syðra-Hvarfi um miðjan dag á
laugardag, að Dæli um kvöldið
og að Hnjúki um klukkan tvö
aðfaranótt sunnudags en á þess-
um þremur bæjum er mjólkur-
framleiðsla. Aðeins er stungið í
gegn og vegurinn sem djúp göng
og því mun skafrenningur á þess-
um slóðum fljótlega teppa alla
umferð.
Hreinn Andrés Hreinsson,
bóndi að Syðra-Hvarfi, segir að
allir tankar hafi verið orðnir fullir
fyrir nokkru og því hafi hann
brugðið á það ráð að fóðra kálf-
ana á mjólk auk þess sem hann
hafi framleitt súrmjólk og eigi nú
margra mánaða birgðir af þeirri
mjólkurafurð. Með þessu móti
hafi hann að mestu komist hjá
því að hella mjólkinni niður.
Norðurland:
Flest skíðasvæðin verið
opnuð og aðstæður
hinar ákjósanlegustu
- skíðasvæði verða opin milli jóla
og nýárs ef veður leyfir
„Þetta lítur ágætlega út. Ég
held að ég muni það rétt að við
höfum ekki opnað skíðasvæðið
fyrír almenning fyrir áramót
síðan 1986,“ sagði ívar Sig-
mundsson, forstöðumaður
Skíðastaða.
ívar sagði að þrátt fyrir tölu-
verðan snjó í Hlíðarfjalli væri
hann þó ekki mikill miðað við
snjóinn sem kyngt hefur niður á
Akureyri. Skýringin á því væri
trúlega sú að mun hvassara hafi
verið í Fjallinu en niður í bæ.
í gær var lokað í Hlíðarfjalli
vegna veðurs en ef veður leyfir
verður opið í dag og á morgun kl.
11 til 16. Milli jóla og nýárs er
ætlunin að hafa opið í fjóra daga,
27., 28., 29. og 30. desember kl.
11 til 16.
Á Siglufirði fengust þær upp-
lýsingar að svo lengi sem vel full-
orðnir menn muna hafi skíðalyft-
ur ekki verið áður opnaðar á
Siglufirði fyrir jól. Á skíðasvæð-
inu á Skarðsdal er nú mjög gott
skíðafæri og nægur snjór.
Aðstæður eru því eins og best
@ VEÐRIÐ
Veöur fer nú hlýnandi á
Norðurlandi þannig að búast
má við miklum vatnsaga og
hálku á vegum. Á Norðurlandi
er spáð vaxandi sunnan- og
suðvestanátt og má víða
búast við stormi. Jafnframt
þessu verður rigning þegar
Kður á daginn og kvöldið.
verður á kosið. Búið er að ákveða
opnun skíðasvæðisins fram að
áramótum sem hér segir: Þriðju-
daginn 22. desember, Þorláks-
messu, annan dag jóla, 27. des-
ember, 29. desember, 30. des-
ember og á gamlársdag. Alla
dagana verður opið kl. 10 til 16.
Nágrannar þeirra í Ólafsfirði
hafa einnig opnað skíðalyftu ofan
bæjarins og þar er sömuleiðis
nægur snjór og góðar aðstæður.
Verði veður skaplegt er ætlunin
að hafa opið milli hátíða og jafn-
framt verða göngubrautir
troðnar.
í Böggvisstaðafjalli ofan Dal-
víkur hafa lyftur verið ræstar og
þar er nægur snjór. Stefnt er að
því að hafa svæðið opið daglega
kl. 13 til 17 að frátalinni Þorláks-
messu, aðfangadegi, jóladegi,
gamlársdegi og nýársdegi.
Skíðasvæði Húsvíkinga í Stöll-
um var opnað í byrjun desember
en vegna tíðarfarsins í desember
hefur ekki verið unnt að hafa
opið nema í örfáa daga. Skíða-
færi er ágætt og því beðið eftir að
veðrið verði skaplegra. Ef veður
leyfir verður svæðið opið milli
hátíða frá kl. 11 til 15 eða 16.
Skíðasvæði Blönduósinga í
Vatnahverfi hefur ekki verið
opnað enn sem komið er. Sigurð-
ur Kristjánsson, útibússtjóri á
Blönduósi, segir að kominn sé
nægur snjór til að opna neðri lyft-
una og hún verði jafnvel opnuð
fyrir áramót ef tíð haldist góð og
ekki geri asahláku. Skíðasvæði
Skagstrendinga hefur heldur ekki
verið opnað, enda er þar varla
kominn alveg nægilega mikill
snjór. óþh
líka ájólunum
Og þegar fernurnar eru tómar má breyta þeim í
skemmtilegt I
jólaskraut