Dagur - 14.01.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 14.01.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 14. janúar 1993 áS' Otsato hefst á morgun, föstudag ||| EYFJÖHÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 ... ...... —n.™ »• ' Líf og fjör Árshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 30. janúar í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 4. hæð. Miðapantanir í símum 61232 Ásta Dalvík, 21179 Jón, 24054 Elsa, 24682 Ingi, 24243 Þorsteinn. Panta þarf miða fyrir 22. janúar. Miðar verða afhentir í Alþýðuhúsinu 4. hæð, milli kl. 17 og 19, 28. janúar. Miðaverð kr. 2.500 fyrir félagsmenn. Borðhaldið hefst kl. 19.30. Stjórnin. J Þorro- motur Kjötborðið okkor tútnor út of gómsætum þorromot ó hogkvæmu verði Við bjóðum velkomna ungo og oldno, litlo og stóro, einstcfeklinga og hópo Matvöru- markaðurinn Kaupangi Opið virka daga kl. 9-22 Laugardaga og sunnudaga ki. 10-22 Fréttir Mjólkurbílar ekki komist fram í Svarfaðar- og Skíðadal í ijóra sólarhringa: Ekki mokað þar fyrr en lát verður á skafrenningniim Að fenginni reynslu frá því í desember fóru mjólkurbílar fram í Svarfaðardal og Skíða- dal á sunnudag og tæmdu alla mjólkurtanka kúabænda þar. Aðfaranótt mánudags lokað- ist svo vegurinn og hafa mjólk- urbflarnir ekki komist þangað aftur til að sækja mjólk en reyna átti að moka í gærkvöld ef veður skánaði en talsverður skafrenningur var á þessum slóðum. Að Þverá í Skíðadal rekur Ingvi Eiríksson minkabú en seg- ist ekki verða í neinum vandræð- um strax þar sem fóðurgjöf sé nú í lágmarki þar sem nýlokið er slátrun (pelsun) og bústofninn í lágmarki, en nú eru þar um sex- hundruð læður. Auk þess notar Ingvi þurrfóður, en á aðeins birgðir til nokkurra daga, en seg- ist gera ráðstafanir til að sækja fóður til Dalvíkur ef ekki verði mokað fram í Skíðadal og að honum fari að kreppa. „Vandamálið er ekki orðið neitt ennþá en það er hins vegar æskilegt að mjókin sé ekki eldri en fjögurra sólarhringa gömul í mjólkurtönkum bænda og sumir eru jafnvel orðnir aðþrengdir fyrr. Það er stefnt að því að moka nú ef veður lagast en hér er enn talsverður skafrenningur og því ekki skynsamlegt að moka á meðan. Það verður hins vegar ekki eins mikið mál að moka nú og í desember því snjómagnið er minna nú,“ segir Atli Friðbjörns- son oddviti á Hóli. Mjólkurbílar Mjólkursamlags KEA hafa komist á alla bæi á samlagssvæðinu eftir helgina að Svarfaðardal undanteknum, nú „Ég held að flestir séu ánægðir með að farið var út í þetta, allavega heyrist ekki annað. I sjálfu sér hafa skiptin gengið vel. Mönnum finnst reyndar hitavcitan hafa hækkað, en það er mjög mismunandi, sum- ir lækka,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, veitustjóri á Húsavik, aðspurður um reynslu af breyttu sölufyrirkomulagi á heita vatninu hjá veitunni. Víglundur sagði að heildar- tekjur hitaveitunnar hefðu aukist um 14%, miðað við fjárhagsáætl- un í fyrra. Það þyrfti ekki að vera óeðlilegt þar sem um væri að ræða gjaldskrárbreytingar og umframnotkun í bænum, miðað síðast komust bílarnir í Grýtu- bakkahrepp og Fnjóskadal á miðvikudagsmorgun og seinni hluta dags var búið að moka heimreiðar að bæjum í Árskógs- hreppi og Arnarneshreppi þannig að mjólkurbílarnir komust þangað. GG við það sem reiknað var með. Skipt hefur verið frá hemlakerfi til mælakerfis. „Áður borguðu menn ákveðinn skammt en nú borga menn fyrir það sem þeir láta renna. Við erum að safna upplýsingum um stöðuna hjá mönnum, húsin og annað. Ekki er farið að vinna úr þeim upplýs- ingum. Við höfðum áhuga á að vita hvernig menn nýta vatnið. Menn eru bæði með potta og stéttar sem þeir hita upp. Þetta skekkir myndina þegar verið er að reikna út hvað húsið þurfi og skýrir mismunandi mikla notkun. En við erum ekki að banna mönnum að nota vatnið,“ sagði Víglundur. IM Húsavík: Breytt sölufyrirkomu- lag hjá Hitaveitunm Vísitala framfærslukostnaðar: Verðbólgan 6,8% á heilu ári Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í janúarbyrj- un 1993. Vísitalan í janúar reyndist vera 164,1 stig og hækkaði um 1,2% frá í des- ember sl. Vísitala vöru og þjónustu í janúar reyndist vera 167,1 stig og hækkaði um 1,3% frá í desember. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 2,4% og vísitala vöru og þjónustu um 3,5%. Undan- farna þrjá mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 1,7% og jafngildir sú hækkun um 6,8% verðbólgu á heilu ári. Sam- svarandi árshækkun vísitölu vöru og þjónustu er 8,0%. Áf einstökum breytingum vísi- tölunnar frá desember til janúar má nefna að verðhækkun mat- vöru um 2% olli 0,33% hækkun vísitölunnar. Þar vó þyngst hækkun á grænmetisverði og að sú lækkun á eggjaverði sem fram kom fyrir jólin, gekk nú til baka. Verð á áfengi hækkaði að meðaltali um 1,6% og tóbaks- verð um 6,3% og olli þetta um 0,13% vísitöluhækkun. Bensín- verð hækkaði um 7,6%, aðallega vegna hækkunar bensíngjalds og hafði það í för með sér 0,3% hækkun á vísitölu framfærslu- kostnaðar. Um áramótin lagðist 14% virð- isaukaskattur á heitt vatn og raf- magn til húshitunar. Niðurstaða þessa ásamt breytingum á niður- greiðslum og endurgreiðslu á virðisaukaskatti var sú að húshit- unarkostnaður hækkaði um 8,5% að meðaltali og hafði í för með sér 0,15% vísitöluhækkun. Þá hækkaði rafmagnsverð af öðrum ástæðum um 2,1% að meðaltali og hækkaði það vísitöluna um 0,03%. Lækkun á hlutdeild hins opinbera í tannlæknakostnaði barna hafði í för með sér um 11% hækkun á útgjöldum til tann- lækninga og 0,13% hækkun vísi- tölunnar. Árið 1992 var vísitala fram- færslukostnaðar að meðaltali 3,7% hærri en árið áður, en sam- bærileg meðalhækkun var 6,8% árið 1991 og 14,8% árið 1990. Vísitala vöru og þjónustu var árið 1992 4,1% hærri að meðal- tali en árið áður, en sambærileg meðalhækkun árið 1991 var 7,1% og 14,7% árið 1990. Oddur Carl Thorarensen erlátinn Oddur Carl Oddsson Thor- arensen, apótekari á Akur- eyri, er látinn, 63 ára að aldri. Oddur Carl Thorarensen fæddist 13. nóvember árið 1929 á Akureyri. Foreldrar hans voru Oddur Carl Thorar- ensen, apótekari á Akureyri, og Gunnlaug Júlíusdóttir. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1950 og sama ár hóf hann nám við Lyfjafræðingaskóla íslands. Verknám stundaði hann í Akureyrar Apóteki, Laugavegs Apóteki og Oxford Allé Apotek. Að námi á ís- landi loknu hélt hann til frek- ara náms í lyfjafræði til Dan- merkur og lauk Cand. pharm. prófi í nóvember árið 1960. Oddur Carl Thorarensen var lyfjafræðingur í Akureyrar Apóteki frá og með nóvember 1960 til 22. júní 1963 þegar honum var veitt leyfi til rekst- urs Akureyrar Apóteks. Frá þeim degi og til dauðadags hefur Oddur verið apótekari í Akureyrar Apóteki. Oddur Carl Thorarensen tók þátt í félagsstörfum. Hann var í stjórn Apótekarafélags dreifbýlisins og átti sæti í Lyfjamálanefnd. Þá var hann framkvæmdastjóri og stjórn- arformaður ýmissa fyrirtækja á Akureyri. Árið 1952 kvæntist Oddur Margréti Ingólfsdóttur, sem nú er látin. Börn þeirra eru Ellen f. 1953, Gunnlaug f. 1956, Oddur Carl f. 1958, Hildur Sólveig f. 1960 og Mar- grét Steinunn f. 1964. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.