Dagur - 14.01.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 14.01.1993, Blaðsíða 12
TT XTT REGNBOGA FRAMKOLLUN Akureyri, fímmtudagur 14. janúar 1993 Hafnarstræti 106 • Sími 27422 ‘Tiítna Wxr Akureyrin veiddi rúm 4000 tonn á síðasta ári. Aflaverðmæti Akureyrinnar var rúmur hálfur milljarður króna. Mynd: ÞB Húsavík: Nýting á slógi til uppgræðslu í athugun Húsavíkurbær hefur óskað eft- ir því við Rannsóknastofnun fískiðnaðarins að komið verði á samstarfsverkefni um að nýta slóg til áburðar og uppgræðslu. Ekki hefur borist svar frá stofnuninni við bréfí bæjar- stjóra en verulegur áhugi fyrir uppgræðslumálum er á Húsa- vík. Nýlega var haldinn fundur í bæjarráði um umhverfis- og land- græðslumálefni. Sveinn Runólfs- son, landgræðslustjóri og Sveinn Þórarinsson frá Krossdal mættu á fundinn auk bæjarráðsmanna og manna frá Húsgulli og Umhverf- ismálaráði. Rætt var um samstarfsverkefni Afli og aflaverðmæti togara Samheija hf. á Akureyri: Aflaverðmæti Akureyrirmar EA var rnn hálfur milljarður á síðasta ári - aflaverðmæti togara fyrirtækisins um 1,7 milljarður og heildaraflinn rúm 14 þúsund tonn Aflaverðmæti togaranna sex sem Samherji hf. á Akureyri gerir út, var rúmlega 1,7 millj- arður króna á síðasta ári. Afla- verðmæti togara fyrirtækisins er gefið upp miðað við svokall- að FOB verð en þá er búið að draga frá kostnað við útflutn- ing. Þorsteinn Már Baldvins- son, framkvæmdastjóri Sam- herja, sagðist í samtali við Dag vera þokkalega ánægður með þessa útkomu. „Miðað við það sem ég átti von á í byrjun síð- asta árs, þá er þetta ekki langt frá lagi og ég er sæmilega sáttur,“ sagði Þorsteinn Már. Frystitogarinn Akureyrin EA skilaði lanjmestu aflaverðmæti einstakra togara fyrirtækisins, eða um 496 milljónum kr. Akur- eyrin EA fór í 15 veiðiferðir á síðasta ári og skilaði á land rúm- um 4.118 tonnum. Úthaldsdagar togararans voru 307 og skipta- verðmætið var rúmar 368 millj- ónir kr. Árið 1991 var aflaverð- mæti togararans um 600 milljónir kr. og um 700 milljónir árið 1990 og hefur aflaverðmæti togarans því lækkað um 200 milljónir á tveimur árum. Aflaverðmæti Víðis EA á síð- asta ári var rúmlega 352 milljónir kr. og skiptaverðmætið rúmlega 261 milljón kr. Afli Víðis var rúmlega 3.700 tonn, togarinn fór í alls 15 veiðiferðir og voru VEÐRIÐ Loksins virðist lægðarskömm- in, sem hrellt hefur landsmenn að undanförnu, vera að gefa sig. í dag er spáð hægri norð- vestanátt á Norðurlandi oa frosti á bilinu 2-8 gráður. Á morgun er spáð hægri norðanátt, en um helgina gerir Veðurstofan ráð fyrir hægri breytilegri átt og kólnandi veðri, frost verður á bilinu 5-15 stig. úthaldsdagar 303,1. Aflaverðmæti Margrétar EA var tæpar 316 milljónir kr. og skiptaverðmæti rúmar 230 millj- ónir kr. Margrét EA fór í samtals 16 veiðiferðir á árinu og var bæði á rækju- og bolfiskveiðum. Úthaldsdagar voru 310 og heildaraflinn um 2.160 tonn. Rækjuaflinn var tæp 1.300 tonn og aflaverðmætið um 170 millj- ónir kr. Bolfiskaflinn var rúm- lega 875 tonn og aflaverðmætið tæpar 146 milljónir kr. Aflaverðmæti Hjalteyrinnar EA var tæpar 285 milljónir kr. en togarinn var bæði á rækju- og bolfiskveiðum. Heildaraflinn var um 2.045 tonn í 19 veiðiferðum og úthaldsdagar 293,8. Rækju- aflinn var rúmlega 467 tonn og aflaverðmætið tæpar 96 milljónir kr. Bolfiskaflinn var rúmlega 1.577 tonn og aflaverðmætið tæp- ar 189 milljónir kr. Heildar- skiptaverðmætið var tæplega 209 milljónir kr. Aflaverðmæti Oddeyrinnar EA var rúmlega 235 milljónir kr., aflinn rúmlega 2.112 tonn og skiptaverðmætið rúmlega 174 milljónir kr. Oddeyrin EA fór 16 Forráðamenn rússneska útgerðarfyrirtækisins Udamik væntanlegir í heimsókn: Æfla að kynna sér þjónustu sem í boði er fyrir sjávarútveginn Undir lok þessa mánaðar er von á framkvæmdastjóra rúss- neska sjávarútvegsfyrirtækis- ins Udarnik hingað til lands í þeim erindagjörðum að kynna sér þá þjónustu sem hér er í boði fyrir sjávarútveg, þar á meðal viðhald á skipum. Udarnik er útgerðarfyrirtæki samnefnds frystitogara sem landaði afla sínum á Húsavík í vikunni. „Hugsunin hjá okkur er sú að selja þessum aðilum ýmsa þjón- ustu og viðhald á skipum. Mér er kunnugt um að þeir kaupa net og annað slíkt í Noregi, en þau geta þeir alveg eins keypt hér á landi,“ sagði Ásgeir Arngrímsson hjá Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík. „Ef framhald verður á þessum viðskiptum tel ég raun- hæft að þeir leiti eftir þjónustu hér,“ sagði hann. Udarnik landaði um 100 tonn- um af bolfiski á Húsavík í vik- unni og segir Ásgeir að þarna hafi verið um að ræða ágætis fisk, töluvert af aflanum hafi verið yfir 5 kílóa fiskur. Hluti aflans verður saltaður en bróðurparturinn unn- inn í blokk hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Ásgeir segir að þegar allt er talið hafi Fiskmiðlun Norður- lands staðið fyrir kaupum á 1500 til 1600 tonnum af fiski úr rúss- neskum frystitogurum. Verðið hefur farið lækkandi og sé nú um 1500-1600 dollarar fyrir tonnið og um 1700 dollarar fyrir tonnið af stærsta fiskinum. Ásgeir segir ekki ljóst um framhaldið, en ýmislegt sé í deiglunni í þessum efnum, jafnvel sala á þessum fiski til annarra landa. „Framhaldið veltur töluvert á verðþróuninni á um landgræðslu í Húsavíkur- landi, og hugsanlega vinnu fyrir styrkþega Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs á komandi sumri. Tölu- verð umræða varð um nýtingu Húsavíkurlands til beitar og hvort ekki sé nauðsynlegt að endurskoða núgildandi reglugerð um búfjárhald í bænum. IM veiðiferðir á árinu og úthaldsdag- ar voru 301,9. Baldvin Þorsteinsson EA, hinn nýi og glæsilegi frystitogari Sam- herja hf., sem kom til landsins í nóvember sl., fór eina veiðiferð á síðasta ári og stóð hún í 26 daga. Aflaverðmæti togarans í þeirri ferð var um 28,5 milljónir kr., skiptaverðmætið rúmar 21 millj- ón kr. og aflinn rúm 247 tonn. Sem fyrr segir er brúttó- aflaverðmæti togara Samherja rúmlega 1,7 milljarður og heildaraflinn rúmlega 14 þúsund tonn. -KK blokkinni í Bandaríkjunum og hráefninu frá Rússunum,“ sagði Ásgeir. I grein í norska blaðinu Fiskaren nýverið var fjallað um kaup Norðmanna á fiski af rúss- neskum frystiskipum og kom þar fram að Norðmenn hafi ekki keypt þennan fisk á liðnu hausti vegna þess m.a. að hann hafi ekki uppfyllt gæðakröfur. Ásgeir segir að þetta komi ekki heim og saman við þær upplýsingar sem hann hafi. Fyrir stuttu hafi norsk- ir aðilar m.a. keypt 1200 tonn af þessum rússafiski. Rússneska togaranum sem landaði á Húsavík í vikunni var í gær siglt áleiðis til Tromsö í Nor- egi þar sem hann tekur veiðar- færi. Þaðan verður haldið til Murmansk í Rússlandi þar sem áhöfn skipsins fær langþráð frí. óþh Raufarhöfn: smábátahöfhina Veður var mjög skaplegt á Raufarhöfn í noröaustan- áhlaupinu sem fór yfír land- ið í vikubyrjuninni en aðfaranótt þriðjudagsins hvessti þó nokkuð og varð nokkuð tjón í smábátahöfn- inni er brimið gekk yfír varnargarð og rauf skarð í hann. Ekkert tjón varð á bátum. Nokkur snjór er í þorpinu og var byrjað að moka í gær- morgun helstu umferðargötur. Umræður um fjárhagsáætlun er skammt á veg komnar að sögn Guðmundar Guðmunds- sonar sveitarstjóra þvf beðið hefur verið eftír endanlegri afgreiðslu Alþingis á fjárlög- um 1993, en fyrsti vinnufund- ur á þessi ári um fjárhagsáætl- un verður í næstu viku og verður reynt að hraða þeirri vinnu eftir föngum. Fjárfrek- asta framkvæmd Raufarhafn- arhrepps á nýbyrjuðu ári verð- ur bygging fþróttahúss, sem að vísu er háð samþykki Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga. Enn- fremur verður unnið við að færa Höfðabraut og leggja síð- an varanlegu slitlagi, en hún liggur frá aðalgötunni og út að smábátahöfninni. Skólahús- næðið þarfnast lagfæringar og verður einhverjum fjármunum varið f því skyni auk þess sem lokið verður við að klæða hótelið að utan en það verk stendur yfir núna. GG enn Lögreglan á Siglufiröi hefur yfirheyrt nokkra cinstakl- inga vegna Lödu-málsins svokaUaða, en eins og fram kom í blaðinu í gær er engu iíkara en að eigandi Lödu Sport á Siglufírði sæti ofsóknum. Bíllinn hefúr ítrekað verið skemmdur og aðfaranótt þriðjudags eða á þriðjudags- morgun var reynt að kveikja í honum. Lögreglan sagði í gær að málið væri ennþá til rann- sóknar og varðist allra frétta. Sagði þó að nokkrir hefðu ver- ið yfirheyrðir vegna málsins. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.