Dagur - 14.01.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 14.01.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. janúar 1993 - DAGUR - 5 Davíðshús á Kristnesi? - athugasemd við ummæli Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra ríkisspítalanna, um Kristnesdeiluna Eftir að nefnd um málefni Krist- nesspítala lauk störfum í nóv- ember sl., lá fyrir að helst mætti spara í rekstri Kristnesspítala, ef reksturinn yrði sameinaður Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Af þeim kostum sem fyrir lágu, var skásti kosturinn að FSA gerði samning um að yfirtaka rekstur- inn og reyna að halda áfram þeirri mikilvægu starfsemi, sem fram fer á Kristnesi. Heilbrigðis- ráðuneytið lagði til 100 milljónir til starfseminnar í stað 140 millj- óna áður. Með þessu fylgdi, að ef FSA gengi ekki til samninga á þessum nótum, yrði Kristnes- spítali lagður niður eða samein- aður fyrirhugaðri hæfingardeild á Kópavogshæli. Pað hefði haft með sér flutning endurhæfingar- deildar úr héraði og niðurrif þess starfs, sem undanfarið hefur ver- ið komið á legg af mikilli nauð- syn. Orlofshús í samningaviðræðum, sem nú hafa staðið yfir um að Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri yfirtæki rekstur Kristnesspítala, kemur sú krafa frá Ríkisspítölum að þrjár íbúðir starfsmanna á Kristnesi verði teknar undir orlofsíbúðir starfsmanna Ríkisspítalanna. Annar fulltrúi Starfsmanna- ráðs Ríkisspítala mun hafa lagt þessa tillögu fram á fundi stjórn- arnefndar að eigin frumkvæði og án þess að fyrir lægju tillögur eða samþykktir Starfsmannaráðs. Starfsmannaráð spítala starfar skv. reglugerð (sbr. Stjórnartíð- indi B, nr. 413/1973) og í henni er hlutverki starfsmannaráða lýst tæmandi. Orlof og orlofshús heyra undir kjaramál og eru ekki í verkahring starfsmannaráða, heldur hinna ýmsu verkalýðsfé- laga. Hluti starfsmanna Ríkisspítala mun hafa stofnað félag um orlofs- íbúðir og hafa til umráða slíkar í Skorradal og á Suðurlandi. Um 400 starfsmenn greiða gjald til þess félags. Fulltrúi Starfsmannaráðs í stjórnarnefnd Ríkisspítala á að sjálfsögðu að vinna stofnuninni allt það gagn, sem hann má og koma í því sjónarmiðum starfs- manna á framfæri. Sá fulltrúi á hins vegar ekki að misnota að- stöðu sína til að sölsa starfs- mannaíbúðir í ríkiseign undir orlofsíbúðafélag hluta starfs- manna Ríkisspítalanna. Það er fyrirgreiðslupólitík á lágu plani. Þáttur Davíðs Engu að síður sækir forstjóri Ríkisspítalanna, Davíð Á. Gunnarsson, þetta af meiri ákefð en nokkuð annað mál, síðan hon- um mistókst að leggja Kristnes- Friðrik E. Yngvason. spítala niður. FSA-Kristnes sam- einað þarf á hverri einustu tutlu að halda til að klára rekstur næsta árs. FSA leigir og endur- leigir íbúðir til þess að geta feng- ið til starfa aðstoðarlækna og sjúkraþjálfara ásamt fleira fag- fólki. Starfsmannaíbúðir að Kristnesi ráða oft úrslitum um ráðningu fagfólks þangað. Að leggja starfsmannaíbúð undir orlofsgesti, er að spilla möguleik- um þess að halda uppi þjónustu við sjúklinga. Þjónusta við sjúklinga hefur hjá stjórnum FSÁ gengið fyrir gælum við starfsfólk. Pannig hafa tvö starfsmannahús FSA verið lög fram og gjafir og söfnunarfé breytt þeim í 30 rúma hjúkrunar- deild, sem kallast Sel. Þegar stjórn FSA talar um þjónustu við sjúklinga, fagfólk og endurhæf- ingu, talar forstjóri Ríkisspítal- anna um þrjár orlofsíbúðir. Það á ekkert skylt við heilbrigðisþjón- ustu með knappar fjárveitingar. Forstjóri Ríkisspítalanna lætur síðan móðan mása á 2. síðu Dags 9/1 ’93. Hann hefur áhyggj- ur af því, að tengsl Landspítalans við landsbyggðina muni rofna. Það er vissulega mikið áhyggju- efni ef Davíð sjálfur og toppar í stjórn Ríkisspítalanna hætta að sjást á hlaðinu á Kristnesi eins og verið hefur, þegar þeir hafa feng- ið gestaíbúð þar til afnota. Önn- ur tengsl við deildir Landspítal- ans eru hins vegar góð, byggja á fagmennsku, gagnkvæmu trausti og áhuga á bestu meðferð sam- eiginlegra sjúklinga. Hugmyndir Davíðs um að orlofsíbúðir á Kristnesi veiti möguleika á sérfræðiaðstoð til FSA eru til þess eins að slá ryki í augu fólks. Ef Davíð á við sér- fræðilækna, virðist hann halda að Norðlendingum sé næg slík þjón- usta í orlofsferðalögum. Ef stjórnendur Ríkisspítalanna vilja umbuna sínum starfsmönn- um í orlofsmálum, sem vel getur verið maklegt, er rétti vettvangur þess kjarasamningar. Fað eru drambsamar kröfur og ósæmilegar af Ríkisspítalanna hálfu, sem nú hafa stöðvað samn- inga um yfirtöku á rekstri Krist- nesspítala. Friðrik E. Yngvason. Höfundur er formaður Læknaráðs FSA og formaður Starfsmannaráðs FSA 1987- 1991. Fatasöfnun Fatasöfnun vegna bágstaddra í gömlu Júgóslavíu verður fimmtudaginn 14. janúar. Móttaka á fötum veröur í anddyri íþróttahallarinnar frá kl. 14.00-22.00. Æskilegt er að fötin séu flokkuð á eftirfarandi hátt: A) karlmannsföt, b) kvenmannsföt, c) ungbarnaföt 0-4ra ára, d) föt á börn eldri en 4ra ára. ^ RAUÐt KROSS ÍSLANDS - <JÍT HJÁLPARSTOFNUN \jrJ KIRKJUNNAR ^ - mel þinnl þjálp YAMAHA VELSLEÐASYNING Yamaha á Akureyri Opið hús frá kl. 13-17 nk. laugardag og sunnudag ★ Reynsluakstur Möldur hf. söludeild, sími 21715, Tryggvabraut 10. l UTSALA JTSALA •UTSALA ★ Mikil verðlækkun ★ Komið og gerið I llerrabodiin goð kaup ] I Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.