Dagur - 20.01.1993, Side 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 20. janúar 1993
Fréttir
Sigliiíjörður:
Bæjarmála-
punktar
■ Starfsmannafélag Siglu-
fjarðar hefur sagt upp gildandi
S’ arasamningi. Olafur P.
lafsson tilkynnti þetta f.h.
félagsins til bæjarráðs.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að taka tilboði frá Rafmagns-
verkstæði Sigurjóns í ljósa- og
tengilögn í skólasafn Grunn-
skióla Siglufjarðar. Tilboðið
hljóðaði upp á 135.303 krónur
(79% af kostnaðaráætlun).
Andrés Stefánsson bauð
einnig í verkið, 161.120 krón-
ur (91% af kostnaðaráætlun).
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að bjóða út vélavinnu bæjarins
til tveggja ára. Bæjarráð fól
bæjarstjóra á fundi 12. janúar
að annast framkvæmd
málsins.
■ Á sama fundi bæjarráðs var
rætt um erindi Gunnars Reyn-
is Pálssonar f.h. Miklalax hf. í
Fljótum þar sem hann fer þess
á leit við Siglufjarðarbæ að
breyta 75% af skuldum Mikla-
lax hf. í hlutafé en fá eftir-
stöðvar greiddar fyrir marslok
1993. Bæjarráð samþykkti að
breyta 75% af skuldum Mikla-
lax við bæinn í hlutafé þegar
25% af skuldum hafa verið
greiddar.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
þátttöku og fjárframlag vegna
áformaðrar útgáfu Arnar Þór-
arinssonar á handbók ætlaðri.
ferðafólki á ferð um Skaga-
fjörð og Siglufjörö.
É Þann 3. febrúar nk. er
stefnt að því að Einar Gylfi
Jónsson, sálfræðingur og Arn-
ar Jensson, lögreglufulltrúi,
verði með fræðslu um áfengis-
og vímuefnaneyslu unglinga á
Siglufirði.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
fasteignaskattsstuðla fyrir árið
1993. Af álagningarstofni
íbúðarhúsa, bílageymslna, fé-
lagsheimila og lóða verður inn-
heimtur 0,4% skattur og
1,15% af álagningarstofni
annarra fasteigna.
■ Útsvarsprósenta hefur ver-
ið ákveðin 7,5%, hundaleyfís-
gjald er 6000 krónur og sorp-
hirðugjald 2500 krónur. Þetta
er óbreytt álagning frá fyrra
ári.
Trausti sf. á Hauganesi:
Sendir fisk í neytendapakkningum á markað
- megináherslan í byrjun á útvötnuð og beinlaus saltfiskflök
Útgerðarfyrirtækið Trausti sf.
á Hauganesi á Árskógsströnd
hefur nýverið sett á markað
nýja framleiðsluvöru, Ektafísk
- sælgæti úr sjónum, sem er
ýmiss konar gæðafísur í neyt-
endaumbúðum. I byrjun verð-
ur boðið upp á útvötnuð og
beinlaus saltfískflök í neytenda-
umbúðum en þegar vertíð
byrjar er ætlunin að bjóða
einnig upp á allskyns sælgæti
úr sjónum, þar á meðal teg-
undir sem fram að þessu hafa
verið vannýttar.
Trausti sf. hefur um langan
tíma sinnt saltfiskverkun en eig-
endur fyrirtækisins eru Hilmir og
Starfsmenn Trausta sf. með pakkana með Ektafískinum tilbúnir til neyt-
enda. Frá vinstri: Örn Sigurðsson, Hilmir Sigurðsson og Elvar Jóhannesson.
Mynd: JÓH
Jón G. Sigurðssynir og Ragnar
og Elvar R. Jóhannessynir. Elvar
sagði í samtali við blaðið að hug-
myndin að pökkun í neytenda-
umbúðir hafi komið upp fyrir
nærfellt tveimur árum en undir-
búningur hafi reynst tímafrekur.
Framleiðslan er þessa dagana að
koma í búðir á Akureyri og í
byrjun er um að ræða saltfisk og
gellur. „Þetta verður hliðargrein
hjá okkur. Þessi vara er ekki á
markaðinum, þ.e. beinlaus og
útvatnaður saltfiskur en við gef-
um okkur þetta ár til að prófa
okkur áfram. Markaðurinn verð-
ur að venjast þessari vöru og við
að laga okkur að markaðinum,“
segir Elvar.
Ætlunin er að Ektafiskurinn
fari fyrst og fremst á innanlands-
markað en með aukinni reynslu
er athugandi að reyna að afla
gjaldeyris með sölu á fullunnum
sjávarafurðum erlendis.
Dröfn Friðfinnsdóttir, mynd-
listarkona á Akureyri, hannaði
umbúðirnar fyrir Trausta sf. en
Plastos hf. í Reykjavík prent-
aði. Þá naut Trausti sf. aðstoðar
Pappírskaup Akureyrarbæjar:
Ársnotkun bæjarskrifstofunnar, stofii-
ana og gnmnskólanna um 12 tonn
Um árabil hefur Akureyrar-
bær leitað eftir tilboðum í
pappír fyrir bæjarskrifstofurn-
ar, stofnanir bæjarins og
grunnskólana. Nokkrum aðil-
um sem hafa verið í pappírs-
innflutningi hefur verið sent
bréf og þeim boðið að gera til-
boð í pappír fyrir Akureyrar-
bæ.
Innflutningurinn hefur ekki
verið sérstaklega bundinn við
norðlensk fyrirtæki en ársnotkun
þessara aðila er um 12 tonn og er
gert ráð fyrir að sendingarnar séu
tvær á ári, 6 tonn í senn. Valgarð-
ur Baldvinsson bæjarritari segir
að það sé verulegur sparnaður
fólginn í því að kaupa allan pappír
inn með þessum hætti enda hafi
fengist mjög góð tilboð í þessi
kaup. „Fyrir hrein mistök vissum
við ekki um einn aðila hér á
Auglýsing þessi er birt í upplýsingaskyni samkyæmt
reglum um skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands.
Auglýsingin felur ekki í sér tilboð um sölu hlutabréfa.
Tilkynning um skráningu hlutabréfa
á Verðbréfaþingi Islands.
Skráning hlutabréfa
Sæplasts hf.
Þann 22. janúar 1993 verða hlutabréf Sæplasts hf.
skráð á Verðbréfaþingi íslands. Skráningarlýsing
og tilheyrandi gögn liggja frammi á skrifstofu
félagsins á Gunnarsbraut 12, Dalvík,
svo og í afgreiðslu Kaupþings hf., Kringlunni 3,
Reykjavík, og Kaupþings Norðurlands hf.,
Kaupvangsstræti 4, Akureyri.
Akureyri, POB, sem er í pappírs-
innflutningi og fékk ekki bréf frá
okkur en hann fékk að koma inn
í myndina. Við höfum fulla
ástæðu til að beina viðskiptum til
fyrirtækja hér í bænum en POB
hafði aldrei áður verið inni í
myndinni og fyrirtækið aldrei
kynnt sig neitt sem pappírsinn-
flytjanda og í því liggja mistökin
að þeim var ekki gefinn kostur á
þátttöku á fyrstu stigunum," sagði
Valgarður Baldvinsson. Samið
var við fyrirtækið Hvítlist hf. í
Reykjavík um pappírskaupin.
GG
Húsavík:
Útvarpsstöð fram-
haldsskólanemenda
- útsending hefst annað kvöld
Utvarpsstöð nemenda Fram-
haldsskólans á Húsavík hefur
starfsemi fímmtudaginn 21.
jan. kl. 20. Þá verður send út
hátíðadagskrá sem hefst með
ávörpum Einars Njálssonar
bæjarstjóra og Guðmundar
Birkis Þorkelssonar skóla-
meistara. Stöðin mun síðan
senda út tónlistardagskrá á FM
103 fímm daga í viku: frá kl.21-
23 virka daga en Id. 21-01 um
helgar. Mánudaga og þriðju-
daga verður stöðin lokuð.
Húsavíkurbær keypti útvarps-
sendinn til bæjarins sem neyðar-
sendi, þannig að hægt yrði að
útvarpa tilkynningum til bæjar-
búa ef neyðarástand skapaðist.
Þó rafmagn fari af bænum á því
að vera tryggður straumur til
útvarpstöðvarinnar sem staðsett
er í Túni, þar sem Bifreiðaeftir-
litið var áður til húsa. Ákveðið
var að leyfa nemendum Fram-
haldsskólans aðgang að send-
inum, en klúbbur innan skólans
sér um útvarpsreksturinn. í
útvarpsstjórn eru: Heimir Harð-
arson, Hákon Sigurðsson, Rún-
ar Hrafn Sigmundsson og Hilmar
Dúi Björgvinsson.
Hilmar sagði að reynt yrði að
hafa sem breiðast val á tónlistinni
en klúbburinn væri opinn öllum
nemendum. Hann reiknaði með
að mest yrði spilað af þunga-
rokki, poppi og gömlu rokki. Sú
hugmynd hefði einnig komið
fram að vera með þátt um
málefni bæjarins og jafnvel lýs-
ingar frá atburðum í bænum og ef
til vill bæjarstjórnarfundum.
Beinar auglýsingar í stöðina
verða ekki seldar en tekið verður
við tilkynningum um menningar-
viðburði og fleira sem erindi þyk-
ir eiga til bæjarbúa. Sími stöðvar-
innar er 42277.
Hilmar sagði að útvarpsklúbb-
urinn hefði notið góðrar aðstoðar
og fyrirgreiðslu bæjarstjórans,
Einars Njálssonar, Olafs Guð-
mundssonar, kennara og Ingi-
mundar Jónssonar, yfirkennara.
Hilmar vonaðist til að stöðin
fengi veigameira loftnet á næst-
unni en nú nást sendingar stöðv-
arinnar aðeins á Húsavík og í
allra næsta nágrenni. Hinsvegar
mun öllum heimilt að koma á
svæðið til að hlusta á útvarps-
stöðina. IM
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar við
undirbúning að framleiðslunni.
JÓH
Skútustaðahreppur:
Fjárhagsáætlun
yrirHvamm
samþykkt
Á fundi sveitarstjórnar
Skútustaðahrepps í síðustu
viku var kynnt fjárhagsáætl-
un Hvamms, heimilis aldr-
aðra á Húsavík, en Skútu-
staðahreppur er einn eignar-
aðila.
Sveitarstjórn samþykkti
fyrirliggjandi fjárhagsáætlun
en samkvæmt henni er hlutur
Skútustaðahrepps í stofn-
kostnaði við Hvamm og
afborgunum af lánum 1887
þúsund á þessu ári.
Unnið er að viðbyggingu við
Hvamm og eru hafnar fram-
kvæmdir við fyrsta áfanga af
þrem. í þessum fyrsta áfanga,
sem áætlað er að tekinn verði í
notkun vorið 1994, er m.a.
sameiginlegt rými, nýr aðal-
inngangur og vistrými fyrir 23
einstaklinga, 7 hjónaíbúðir og
9 einstaklingsíbúðir. óþh
Islandsmót í
vélsleða-
akstri
25.-28. mars
Sveitarstjórn Skútustaða-
hrepps hefur samþykkt
umsókn um leyfí til að halda
íslandsmeistaramót í vél-
sleðaakstri í Mývatnssveit
dagana 25.-28. mars nk.
Þessi keppni hefur fallið
niður í nokkur skipti vegna
snjóleysis, en nú þarf ekki að
kvarta undan snjóleysi í
Mývatnssveit og ef ekki gerir
þeim mun meiri hláku ættu all-
ar áætlanir að standast.
Að keppninni í ár standa
Björgunarsveitin Stefán,
íþróttafélagið Eilífur og Slysa-
varnadeildin Hringur. óþh
Rættumland-
vörslu í
Mývatnssveit
Á fundi sveitarstjórnar
Skútustaðahrepps í fyrri
viku urðu töluverðar
umræður um landvörslu í
Mývatnssveit, en fram-
kvæmdastjóri Náttúruvemd-
arráðs og yfírlandvörður í
Mývatnssveit á sl. sumri
hafa sett fram þá hugmynd
að Skútustaöahreppur sjái
um framkvæmd landvörslu í
sveitinni.
Náttúruverndarráð hefur
séð um landvörslu á undan-
förnum árum, en nú hafa
komið upp hugmyndir um að
breyta þessu fyrirkomulagi í
þá veru að heimamenn sjái um
hana. Málið var aðeins kynnt
á síðasta fundi sveitarstjórnar
og mun verða rætt betur síðar.
óþh