Dagur - 20.01.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 20.01.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. janúar 1993 - DAGUR - 7 Minning cjU Ingimar Eydal U Fæddur 20. október 1936 - Dáinn 10. janúar 1993 Fagrar myndir ljóma af Ingimari Eydal í blámóðu minninga minna. Þær lýsa á skilnaðarstund og fylla mig þakklæti fyrir að hafa mátt njóta vináttu hans og verða fyrir áhrifum af honum. Við kynntumst á því viðkvæma aldursskeiði í lífi mínu, þegar heimurinn var hvítur eða svartur, menn voru algóðir eða ómögu- legir, fádæma dirfska birtist í að vera með bítlakoll og maður laumaðist til að leika eftir eyranu og bæta bláum tónum, sjöundum, níundum, og svolitlu „offbíti“ í eyrnakonfektsuppskrift í annars hefðbundnu tónlistarnámi. í óvissunni um sjálfan mig, rétta eða ranga tónlist, hvort hin- ir heitu tónar sveiflunnar og krydduðu hljómar þyldu dags- birtu kom Ingimar inn í líf mitt. Ég var formaður fyrir fámennu tónlistarfélagi MA 1962-1965 og við urðum okkur m.a. úti um hljómplötur á Ameríska bóka- safninu í Geislagötu til að færa út landhelgi tónlistarheims okkar félaga. Á safninu var djassinn og klassísk tónlist í sömu rekkum á ósköp jafnaðarlegu plani og þessu áttum við ekki að venjast. Jafnræði þessara jurtategunda í lystigarði tónanna varð svo endanlega innsiglað í huga mín- um þegar Ingimar kynnti fyrir okkur, lék alla stílana, talaði eins og honum var einum lagið um Ellington, Count Basie, Monk, Coleman og alla hina svo vel að maður gat búist við að mæta þeim í kaupfélaginu næsta dag. Ekki dugði að vera venjulegur áheyrandi í viðurvist slíks manns og fyrst maður blés ekki í lúður og píanistum ofaukið, þá varð að láta eigin barka hljóma. Við stofnuðum kvartett sem við vorum feimnir að gefa nafn, því það hefur aldrei verið til nema einn MA kvartett. Fljót- lega nutum við aðstoðar Ingimars og sveiflan fór að aukast. „Hvernig líst ykkur á þetta strákar; Deep river boys sungu þetta svona um árið,“ svo fylgdi hlómandi dæmi, fínt! Úsetningar fæddust á staðnum, og hvort sem það voru Djúpárdrengir eða Glerárstrákar þá smitaði Ingimar okkur af sannri söng- og lífsgleði svo við urðum aldrei samir. Þetta rifjaðist upp þegar við tókum upp þráðinn á 25 ára stúdentsafmæli okkar 1990, og sungum á fyrstu MA90 hátíðinni í íþróttahöllinni á Akureyri og sem fyrr var Ingimar driffjöðrin. Ingimar var ekki einhamur og það var hreint með ólíkindum hve vítt hans áhugasvið spann- aði, en velferð fólks, umhyggja fyrir náunganum og friður á jörð tengdust oftar en ekki áhugamál- um hans. Þegar ég kom að utan frá tón- listarnámi og hóf kennslu á Akureyri þá var ég með eitt og annað í farteskinu sem mér þótti ekki beint árennilegt sem kennslu- efni fyrir börn og unglinga. Eitt af því var tónverk eftir Krzysztof Penderecki er hann samdi til minningar um þann hildarleik, sem hlaust af atóm- sprengju þeirri sem varpað var á Hiroshima en þá ógn og skelfingu málar hann nístandi tónalitum. Ég átti bæði upptöku og nótur af verkinu og vakti hvorutveggja mikinn áhuga hjá Ingimari sem kennsluefni fyrir nemendur í Gagnfræðaskóla Akureyrar í bland við bítlatónlist og kenndi hann þetta efni með góðum árangri í mörg ár. Þar fann Ingimar að áhrif tón- listarinnar eru ekki einasta gleði, því þau spanna allt lífssviðið, og geta jafnvel speglað og magnað hið voveiflega og átt m.a. það erindi að forða okkur frá hinu illa. Það er svo margs að minnast og margt að þakka. Samstarf í stjórn Tónlistarfé- lagsins um áraraðir, kaffiumræð- ur og alla bollana sem boðnir voru en ekki tími til að drekka. Hér verður numið staðar, en lífið heldur áfram og mikið erum við rík hér á Akureyri að hafa átt svo gefandi þegn sem Ingimar Eydal, þess mun lengi finna stað. Við þökkum forsjóninni að mega deila með öðrum þeirri hamingju að hafa átt Ingimar að vini. Við gamlir söngkvartettfélag- ar: Haukur Heiðar, Jóhannes, Jón Hlöðver og Valtýr, kveðjum Ingimar í söknuði en með þakk- læti fyrir ljúfar samverustundir. Blessuð sé minning hans og nýir vegir. Góður Guð styrki og huggi ástvini hans. Innilegar kveðjur frá Jóni Hlöðver, Löllu og fjölskyldu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Ásta, Guðný, Inga, Ingi- mar, Dísa og fjölskyldur. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gugga, Fía, Inga og Ragna. Okkur langar að fara hér nokkr- um orðum um fyrrverandi kenn- ara okkar og vin Ingimar Eydal, sem svo oft kemur upp í hugann þegar maður minnist áranna í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Þetta er kannski ekki vel samið en þetta er vel meint. Það var eitt sinn sem oftar, þegar fór að vora, að margir ung- ir drengir fóru að þrá sveitasæl- una. Því miður gleymdist að gera ráð fyrir þessari staðreynd á próf- töflu Gagnfræðaskólans þetta vorið þannig að síðasta prófið (sem svo heppilega vildi til að var tónfræði) kom niður á mánudegi. Sáum við fram á að þarna mundi heil helgi fara í súginn og fórum að bera okkur illa við Baldvin skólastjóra út af því. Hann sagði okkur hins vegar að eina leiðin fyrir okkur væri að semja beint við Ingimar tónfræðikennara. Ingimar tók okkur vel eins og fyrri daginn og hlýddi okkur öll- um (átta strákum) bara munn- lega yfir fræðin strax að loknu •prófi á föstudegi á sinn miskunn- sama og einlæga máta. Einnig er minnisstætt þegar við félagar í Gagnfræðaskólanum vorum að koma á fót skólahljóm- sveit og bráðvantaði texta af ýmsu tagi. Barst þetta í tal við Ingimar. Sagði hann ekkert sjálf- sagðara en að við kæmum bara á næstu æfingu hjá hljómsveit hans niðri á Hótel KEA og fengjum að ljósrita texta upp úr textamöpp- unni þeirra og þáðum við það. Nokkrum dögum seinna þegar hljómsveit Ingimars var að spila fyrir fjölmenni í Laugardalshöll kom hins vegar í ljós að ekki höfðu allir textarnir ratað á sinn stað aftur og hófst þá mikil leit að þeim fram og til baka í miðju spileríi. Ingimar gerði hins vegar bara gott úr þessari uppákomu og hló dátt þegar hann sagði okkur frá þessu. Það var sama hvort það vant- aði undirspil, ábendingar og aðstoð við skemmtiatriði eða annað, alltaf var hægt að semja við Ingimar. Enda vantaði mikið þegar Ingimar gat ekki verið með í árshátíð skólans í fyrra, sökum veikinda. Er það sjálfsagt ein af fáum árshátíðum þar sem krafta Ingimars naut ekki við á einhvern hátt. Aðstandendum og öllum þeim sem voru svo heppnir að fá að kynnast Ingimari og gátu leitað til hans vottum við samúð okkar. Lýður og Rúnar Þór. Kveðja frá Mennta- skólanum á Akureyri Margt gæti ég sagt um Ingimar Eydal, tónlistarmann frá Akur- eyri, og ekkert nema gott. Hann var góðsemin holdi klædd. Hann var góðviljaður og góðlyndur, gamansamur, einlægur og hrekk- laus. Við vorum skoðanabræður, báðir íhaldssamir þjóðernissinn- ar og töldum okkur framsóknar- menn, og gott var að eiga Ingimar að samherja og vopnabróður. Ingimar Eydal kynntist ég fyrir meira en fjórum áratugum þegar við bjuggum báðir á Norður- brekkunni á Akureyri. Við, sem þá vorum að reyna að spila eftir nótum í Tónlistarskólanum á Akureyri, töldum hann undra- barn í tónlist og vorum ekki í neinum vafa um að hann fetaði hinn torsótta og krókótta stíg konsertpíanistans. En það varð ekki. Þó efast ég um að margir íslenskir tónlistarmenn hafi miðl- að fleirum af tónlistargáfu sinni og Ingimar Eydal. Vil ég þakka honum sérstak- lega það sem hann gerði fyrir Menntaskólann á Akureyri og nemendur hans bæði fyrr og síðar. Ingimar vann lengi með 24 MA félögum og ávallt brást hann vel við þegar hann var beðinn að leika á djasskvöldi í setustofu heimavistar með góðum félögum sínum. í þeirri tónlist var bæði bít og sterk tilfinning. Ingimar Eydal spilaði á skóladansleikjum í MA árutugum saman en ógleym- anlegastur verður mér hann við stúdentaveislur að kvöldi 17da júní í Sjallanum og íþróttahöll- inni meira en tvo áratugi. Þar spilaði hann og skemmti og sagði gamansögur og lék á als oddi, síðast á liðnu sumri þá orðinn sjúkur. Um miðnætti tók Ingimar á móti okkur þegar við komum frá þvx að marsjera með ný- stúdentum á Ráðhústorgi og dansa hókí-pókí og hann var glaður og reifur og gerði að gamni sínu eins og ávallt. Skarð Ingimars Eydals, tónlist- armanns frá Akureyri, verður vandfyllt. Ágætri konu hans, Ástu Sigurðardóttur, og börnum þeirra hjóna vottta ég samúð mína. Tryggvi Gíslason, skólamcistari MA. Námskeið til aukinna ökuréttinda verður haidið á Akureyri í febrúar. Upplýsingar og innritun hjá Kristni Jónssyni, símar 96-22350 og 985-29166, og hjá Hreiöari Gíslasyni, símar 96-21141 og 985-20228. Ökuskólinn á Akureyri. Ökukennarafélag íslands. Nýársleikur \||«l Radíónausts 1N f* L Spennandi leikur um góðar vörur á frábæru verði Nípsíu sex vikur verk viS mei stórkostlegt vörutilM sem steniur yfir viku í senn (fimmlud - fimmtud.}. Ef f)ú kemur og verslar þessar tilboisvörur, þú lendir nafn þitt í lukkupotti. Föstudaginn 5. mars kl. 17.00 veriur dregii út ai viislöddu fjölmenni í verslun okkar eitt nafn og feer viikomandi endurgreidda f>d vöru sem keypt var d einkverju þessara vörutilboia. PHILIPS AWG 729 AUDIOSONIC TBS-9270 Tllboðsverð kr. 49.900 s^r eða kr. 3260 á mánuði í 18 mánuði án vaxta. Vinduhraði 120-900 snúningar. Stiglaus vinduhraði. 2I þvotta- kerfi. Ullarprógramm. Sparnað- arrofi. Afarhljoðlát Tilboðsverð kr. 5.770 sl*r' Stereo hljómburður. Tvöfalt kassettutæki. Langbylgja, miðbylgja og FM. Tvöfaldur hraði á upptöku. Tengi fyrir héymartól. Hljóðnemi fyrir Mundu eftl r því ai dregii veriur úr lukkupottinum föstudaglnn 5. mars kl. 17.00 Þú gætir fengið endurgreitt S'. RðDIORSfiUST kjör Geislagötu 14 • Sími 21300 El NY NAMSKEIÐ ■i f i- h r ii o r - /5 m <i í i n n r i t n n i s r m n hlutatelknun módeltelknun andlltstelknun mólun og lltameðferð vatnslltamðlun graflsk hönnun skrlft og leturgerð bútasaumur telknun, mðlun, mðtun fyrlr börn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.