Dagur


Dagur - 20.01.1993, Qupperneq 4

Dagur - 20.01.1993, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 20. janúar 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFTKR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐKR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSÉNTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Er atviimuleysi þjóð- hagslega hagkvæmt? íslendingar kunna ekki að vera atvinnulausir. Þeir hafa til allrar mildi ekki þurft að búa við langvarandi atvinnuleysi á síðustu árum og áratugum en nú eru um 7000 íslendingar án atvinnu og spár Þjóðhagsstofnunar gefa ekki til kynna að bjartari tímar séu framundan. Útlitið er vægast sagt ömurlegt og tilraunir til að snúa þessari þróun við máttlausar og varla merkjanlegar. Það er engu líkara en nú sé meiri áhersla lögð á að kenna fólki að vera atvinnulaust en að leita að atvinnuskapandi verkefnum. Þetta hlýtur því að vera meðvituð stefna stjórnvalda, að gjalda fyrir litla verð- bólgu og stöðugleika í efnahagslífinu með viðvarandi atvinnuleysi að hætti auðugra lýðræðisríkja á Vesturlöndum. Atvinnulausir búa sig undir þetta ástand með stofnun samtaka. Athvörf fyrir atvinnu- lausa eru og munu spretta upp. Prestar reyna að veita þessu fólki sáluhjálp, félagsmála- stofnanir og ýmis líknarsamtök hafa varla undan að sinna hjálparbeiðnum, allt virðist miða að því að atvinnuleysið sé komið til að vera. Atvinnuleysingjar eru þannig að verða sérstakur þjóðfélagshópur, stór hluti af pýramída þjóðskipulagsins, en ekki frávik, undantekningartilvik, eins og fram til þessa. Skyldu hagfræðingar og aðrir ráðgjafar stjórnvalda hafa komist að því að 10-15% atvinnuleysi sé þjóðhagslega hagkvæmt? Það skyldi þó aldrei vera. Oft hafa hinir vísu menn leikið sér með tölur til og frá án þess að virð- ast gera sér grein fyrir því að á bak við tölur eru einstaklingar af holdi og blóði, einstakl- ingar með sál, andlegar, líkamlegar og félags- legar þarfir. Það er óhugnanlegt ef okkar fámenna og auðuga þjóðfélag er að verða eins mannfjandsamlegt og mörg fjölmenn og stöndug ríki þar sem lítilmagnarnir eru látnir róa og aðeins hinir „hæfustu", eða ríkustu, lifa af. Hagkvæmt eða ekki hagkvæmt. Atvinnu- leysi er böl og til skammar fyrir land og þjóð nái það slíkri fótfestu að ekki verði aftur snúið í bráð. Það hlýtur að vera forgangsverkefni hjá stjórnvöldum, atvinnumálanefndum, atvinnufulltrúum og öðrum sem láta, eða eiga að láta, þessi mál til sín taka að berjast gegn vaxandi atvinnuleysi með öllum ráðum og dáðum. Öðrum kosti stefnir í það að í kringum atvinnulausa verði búið til mikið bákn og af báknum höfum við nóg fyrir. Öll aðstoð við atvinnulausa er auðvitað af hinu góða en besta aðstoðin og varanlegasta er fólgin í atvinnu. SS Heimsókn í Ako-plast/POB á Akureyri: Ákveðin velgengni sem þakka má hæfu starfsfólki - segja þremenningarnir Daníel Árnason, Eyþór Jósepsson og Jóhann Oddgeirsson Vorum að sprengja húsnæðið utan af okkur Ako-plast fór líka að flytja inn vörur sem ekki voru framleiddar á landinu til að fylla upp í vöru- flokkana, s.s. strekkifilmur og vacum-poka. „Við settum markið á það að þjónusta Norðlendinga, fyrst og fremst í matvælaiðnaði, kjöt- Séð yfir prentsalinn. Styrkur POB liggur í bókaprentun og litprentun ýmiss konar, auk þess sem öllu smáprenti er sinnt og almennri þjónustu við fyrir- tæki. Ako-plast jók markaðshlutdeild sína um hátt í 50% milli ára og velta fyrir- tækisins var ekki mikið minni en hjá POB. Kaupin á POB leystu líka úr húsnæðisvanda plastpokaverksmiðjunnar. - En hvernig þróuðust málin eftir að tilboði ykkar var tekið? „Hlutirnir gerðust mjög hratt,“ sagði Jóhann. „Kaupin fóru fram 17. júlí og þá skiptum við liði við stjórn fyrirtækjanna. Fyrstu vik- urnar í POB fóru í það að kynn- ast prentsmiðjurekstrinum, enda vorum við nýgræðingar á því sviði,“ viðurkenndi hann fúslega. „Flestir starfsmenn POB voru endurráðnir og ég held að menn hafi verið mjög ánægðir með hvernig það gekk fyrir sig,“ sagði Eyþór. „Við fórum síðan að huga að flutningum og við fluttum Ako-plast í POB-húsið í sept- ember og þetta tókst án þess að vinnslan stöðvaðist.“ POB-húsið er um 1800 fer- metrar en Ako-plast var áður í 320 fermetra rými auk þess sem kaupa hluta af POB-húsinu, en við buðum í allt húsið og það virðist hafa gert gæfumuninn,“ sagði Daníel. „Við fórum varlega í sakirnar, eins og við gerðum í plastinu, og hefðum ekki sent inn tilboð ef við hefðum ekki raunhæfar áætlanir til að byggja á,“ bætti Eyþór við. Ako-plast flutt í POB-húsið Aðspurðir sögðu þeir að í veltu- tölum talið hefði POB ekki verið mikið stærra en Ako-plast, mun- urinn væri um 20%, en almenningur hefði kannski ekki áttað sig á því enda POB mun stærra að umfangi. Þeir sögðu að auðvitað væri alltaf viss áhætta í dag að kaupa fasteign í rekstri og fyrirtæki gætu varla borið það að eiga fasteign sem kostaði nálægt sannvirði. Eru mennirnir brjálaðir? Hvaðan fá þeir peninga? Petta gengur aldrei hjá þeim. Þeir hafa ekkert vit á prentsmiðjurekstri. - Slíkar vangaveltur spruttu upp þegar kaup Ako-manna á POB voru staðfest. En úrtöluraddir hafa ekki haft nein áhrif á þá Daníel Árnason, Eyþór Jósepsson og Jóhann Oddgeirsson. Þeir hafa rekið fyrirtækin Ako-plast og POB undir sama þaki og allar áætlanir hafa staðist. Dagur heimsótti þremenningana nýver- ið og rakti úr þeim garnirnar. „Það var í ársbyrjun 1991 sem við komumst á snoðir um það að Sjálfsbjörg væri að losa eignir og þá varð þessi hópur til,“ sagði Daníel. „1. mars festum við kaup á Ako-plast, sem áður hét Ako- pokinn. Það tók nokkurn tíma að átta sig á þessum rekstri en undir lok ársins var þetta komið í gott horf sem skilaði sér ágætlega á síðasta ári. Við náðum að auka markaðshlutdeild okkar um ca 50% í plastinu og það má mest þakka ákveðinni markaðssókn, sérstaklega á sviði sjávarútvegs.“ Snemma í aprfl á síðasta ári varð Prentverk Odds Björns- sonar á Akureyri gjaldþrota og þótti mörgum hart að sjá hvernig komið var fyrir þessu gamalgróna fyrirtæki. Lands- bankinn keypti lausafé og rekstur þrotabúsins og hélt áfram rekstri prentsmiðjunnar en stefndi að því að selja það. í Ijós kom að nokkur fyrirtæki í prentsmiðjurekstri sýndu POB áhuga og hófust viðræður við bankann. Bókaforlag Odds Björnssonar var selt sérstak- lega en það kom flestum á óvart þegar gengið var til samninga við Ako-piast um kaup á prentsmiðjunni. Ako- plast var í eigu þriggja einstak- linga sem höfðu árið áður keypt plastpokaverksmiðju Sjálfsbjargar og nú var markið sett hærra; á stórhýsi POB við Tryggvabraut með öfluga prentsmiðju innan dyra. vinnslu og sjávarútvegi. Við höf- um líka þjónustað sveitarfélög með sorppoka,“ hélt Daníel áfram. „Um mitt síðasta ár vorum við að sprengja utan af okkur hús- næðið á Bjargi og farnir að leita að stærra húsnæði og reyndar með tilboð í gangi. Á seinni stig- um kom til tals að bjóða í POB og útreikningar leiddu í ljós að við myndum ná ótvíræðri hag- ræðingu hvað varðar húsakost, skrifstofuhald, sölukerfi og þjón- ustu. Við ákváðum því að skella inn tilboði sem síðan var tekið.“ - Kom þetta ekki mörgum á óvart? „Eflaust. Við áttum ekkert frekar von á því sjálfir að tilboð- inu yrði tekið,“ sagði Eyþór. „Hins vegar vorum við ekki með neina fyrirvara eins og hinir sem gerðu tilboð í POB. Þeir vildu setja fasteignir upp í eða Þór Sigurðsson í filmugerðinni. Félagarnir í Ako-POB segjast tilbunir til að ræða við forsvarsmenn annarra prentsmiðja á svæðinu um ákveðna sérhæf- ingu á hverjum stað.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.