Dagur


Dagur - 20.01.1993, Qupperneq 5

Dagur - 20.01.1993, Qupperneq 5
Miðvikudagur 20. janúar 1993 - DAGUR - 5 Verðhrun á ^ sængurverasettum margar tegundir á Handklæði 50x100 8 stk. Sæng og koddi á ótrúlegu verði Frotte teygjulök 90 sm. 2 stk. áður: 1.980 Vatteruð rúmteppi í ýmsum stærðum áðun 7.900 Athafnamenn á uppleið. Eyþór Jósepsson, Daníel Árnason og Jóhann Oddgeirsson fyrir framan POB-húsið. Þeir reka nú prentsmiðju og plastpokaverksmiðju undir sama þaki og hafa mörg járn í eldinum. Myndir: Robyn Nauðsynlegt að nýta tæld og vinnuafl sem er fyrir hendi Jóhann sagði að eftir mikla aukn- ingu hjá Ako-plasti hefði aðeins dregið úr sókninni við allt til- standið kringum sameiningu fyrirtækjanna. „Við erum að ráða bót á því með nýjum starfsmanni í mark- aðssetningu. Við erum ágætlega staddir í því sem við erum að gera en horfum líka í aðrar áttir. Það sem við stefnum að er að þjónusta sjávarútveginn enn bet- ur en við höfum gert,“ sagði Jóhann. Þremenningarnir lögðu áherslu á að í báðum þessum framleiðslu- greinum væri nauðsynlegt að nýta þau tæki og það vinnuafl sem fyrir hendi væri, lausnin væri ekki alltaf sú að fjárfesta í nýjum tækjum. Það mætti horfa í það, ekki síst á tímum atvinnuleysis, að nýta vinnuaflið. Sem dæmi um varfærnislegar fjárfestingar í tækjum sýndi Eyþór blaðamanni vél í plast- pokaverksmiðjunni sem er norð- lensk smíð, samansuða frá DNG, gámar voru óspart notaðir. Við flutningana var prentsmiðju og lager þjappað saman og nóg rými skapaðist fyrir plastpokaverk- smiðjuna. Vantar upp á að Norðlendingar rækti Norðlendinga „Við teljum að vel hafi tekist til með þessa sameiningu. Þetta gerðist með aðstoð hins ágæta starfsfólks sem hér er. Fyrirtækið datt aldrei niður, á hvorugum staðnum,“ sagði Daníel. „Það hefur í rauninni allt geng- ið eftir sem við áætluðum í þessu, bæði hvað varðar veltu, samnýt- ingu og nýtingu húsnæðisins. Þetta hefði ekki getað gerst ef starfsfólkið hefði ekki staðið með okkur,“ sagði Eyþór. „Við erum í hörðum samkeppn- isiðnaði á báðum sviðum. í prentsmiðjurekstrinum erum við í samkeppni við prentsmiðjur hér norðanlands, en þó höfum við átt ágæta samvinnu við þær líka. Við höfum náð að markaðssetja okk- ur dálítið á höfuðborgarsvæðinu og fengið nokkur verkefni norður," sagði Daníel. POB er að þeirra sögn ein getumesta prentsmiðjan á Norðurlandi. Þar er mjög öflugt bókband og bækur eru unnar í harðri samkeppni við prentsmiðj- ur á höfuðborgarsvæðinu og jafn- vel erlendis. Vegna þess hve langt var liðið á síðasta ár þegar málin komust á hreint tókst ekki að markaðssetja POB sem skyldi fyrir jólabókavertíðina. „Styrkur prentsmiðjunnar ligg- ur í bókaprentun og litprentun. Síðan erum við með alhliða þjón- ustu við fyrirtæki með bréfsefni og slíkt. Mér finnst hins vegar vanta upp á það að Norðlending- ar rækti Norðlendinga. Við höf- um lagt áherslu á að þjónusta Norðlendinga, eins og sjálfsagt fleiri. En dæmin sýna þó að mörg verkefni eru flutt suður. Ég get t.d. nefnt bækling frá Kísiliðj- unni sem fór í útboð gegnum auglýsingastofu í Reykjavík. Við höfum fólk og verkfæri hér á Norðurlandi og ég held að það sé tími til kominn að menn standi saman,“ sagði Daníel. Hin harða verðsamkeppni óskynsamleg Samkeppnin í prentiðnaði hefur leitt til undirboða og þremennin- garnir í POB segja enga skyn- semi í því að selja vörur og þjón- ustu undir kostnaði, það gangi ekki til lengdar. „Þessi harða verðsamkeppni er óskynsamleg fyrir alla aðila því þegar upp er staðið borga menn gjaldþrot fyrirtækja gegnum háa vexti í bankakerfinu. Menn eru að súpa seyðið af þessu og þetta er ekki búið. Ég held að skynsemi og ábyrgð í eigin rekstri sé það sem menn þurfa að hugsa um, ekki alltaf einblína á það sem næsti maður er að gera,“ sagði Daníel. Þeir sögðu að markaðshlut- deild POB hefði verið sterk en dottið eitthvað niður á óvissu- tímabilinu þegar Landsbankinn var að reyna að selja fyrirtækið. Það hafi líka margt breyst í þess- um rekstri, varla sé hægt að tala um fasta viðskiptavini lengur þegar nánast hvert verkefni er boðið út, alveg niður í 100 um- slög eða 200 nafnspjöld. „Stefnan hjá okkur er auðvitað að halda velli og gera prentsmiðj- una enn hæfari til að sinna mark- aðinum. Við þurfum að koma okkur betur á framfæri og huga að tækjavæðingu og styrkja þætti á borð við bókaprentunina. Verkefnum fækkaði hér þegar Bókaforlag Odds Björnssonar var selt og við þurfum að hefja nýja sókn,“ sagði Daníel. Hann sagði líka að þeir hjá POB væru tilbúnir til að tala við stjórnendur annarra prentsmiðja á svæðinu um ákveðna sérhæf- ingu því það gengi varla að allir reyndu að vera bestir á öllum sviðum. Rogast með rúlluna. Þremenningarnir segja að sóknin í umbúðaplastinu sé hvað mest á sviði sjávarútvegs. Járntækni og þeim hjá Ako- plasti. Þannig fékkst vélin helm- ingi ódýrari en ef hún hefði verið keypt ný erlendis, auk þess sem hún er mun fjölhæfari. Þeir hafa líka gert upp gamlar vélar í plast- pokagerðinni og unnið að þróun og endurbótum á vélum og fram- leiðslu. Samkeppnin í plastinu er af öðrum toga en í prentinu. Þrjú fyrirtæki á íslandi standa í þessari framleiðslu í samkeppni við inn- flutning og Ako-plast er eina fyrirtækið á Norðurlandi og nýtur góðs af því. Ákveðin veigengni þrátt fyrir árferðið Kaupum íslenskt og verslum í heimabyggð. Þetta eru slagorð sem þeir Daníel, Eyþór og Jó- hann hjá Ako-plast/POB vona að skjóti rótum í huga fólks. Hins vegar segja þeir engar stórbreyt- ingar sjáanlegar með EES-samn- ingunum, það hafi verið búið að fella niður öll innflutningsgjöld á flestum þjónustuvörum sem þeir eru með. „Kannski má segja að við höf- um ekki keypt á góðum tíma,“ sagði Daníel. „En okkur hefur gengið ágætlega og við erum í skilum með allar okkar skuld- bindingar. Það er því ákveðin velgengni í þessu þrátt fyrir erfitt árferði og annað mótlæti og þetta má þakka hæfu starfsfólki og dugnaði við að halda utan um reksturinn svo og að nýta það sem fyrir er en ekki hlaupa til og fjárfesta að ástæðulausu." Stefnan hjá þeim er að fullnýta húsið með útleigu eða aukinni starfsemi, sem á að renna stoðum undir öflugara sölu- og þjónustu- kerfi á sviði plastumbúða annars vegar og í prentverkinu hins vegar. Heimsókn blaðamanns lauk með skoðunarferð um rangala POB-hússins, þessa mikla mann- virkis sem þrír ungir og stórhuga menn festu kaup á þótt þeir hefðu ekkert komið nálægt prentsmiðjurekstri. En Daníel, Eyþór og Jóhann eru ekkert að setja sig á háan hest. Þeir hafa leitað ráða hjá öðrum prent- smiðjum og unnið langan vinnu- dag til að setja sig inn í málin og fyrir vikið gengur reksturinn eins og stefnt var að, starfsmönnum og bæjarfélaginu til mikils léttis. SS Metravara N Áður: 490 kr. og 290kr. 6 arma kertastjaki úr smíðajárni áður: 2.990 1 íiUiiiiWK/ 1590® -/ 0 Norðurtanga 3 Sími: (96) 26662 'ÍÍHlimm TAGAUUSGOGN. HIIJ.UR, KÖRFUR, SÓFASETT 50% AFSLÁTTUR! v//////////////, ////// GARÐHUSGOGN ÚR PLASTI 50% AFSLÁTTUR! ///////

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.