Dagur - 20.01.1993, Síða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 20. janúar 1993
Spurning VIKUNNAR
Ertu sátt(ur) við lyktir EES
málsins, afgreiðsluna á Alþingi
og undirskrift forseta Islands?
Þorgeir Magnússon:
Ég er ekki sáttur við það, hvorki
afgreiðsluna á Alþingi né
afstöðu forsetans. Ég hefði vilj-
að láta þjóðina segja sitt álit á
þessu.
Gunnar Hafdal:
Nei, ég er ekki sáttur, ekki við
afgreiðsluna á Alþingi og taep-
lega við afstöðu forsetans. Eg
var alveg á móti og vildi endi-
lega að það yrði þjóðar-
atkvæðagreiðsla.
Kristín Baldursdóttir:
Nei, ég vildi ekki EES samning-
inn. Ég veit ekki hvort ég vildi
þjóðaratkvæðagreiðslu, en ég
vildi að þingmenn hefðu metið
þetta betur og forsetinn staðið
sig.
Þorgrímur Sigurðsson:
Ég er ekki sáttur. Ekki við
afgreiðsluna á Alþingi, en ég
veit ekki hvort átti að láta málið
brjóta á forsetanum, svo ég er
sáttur við hennar afstöðu. Ég er
frekar á móti án þess að hafa
kynnt mér alla þætti málsins,
hef ekki tíma til að setja mig inn
í það sem skyldi. Ég vildi
þjóðaratkvæði, ekki síst vegna
þess að þá hefði málið verið
kynnt vel.
Þorgerður Kjartansdóttir:
Ég er ekkert sátt við það. (
fyrsta lagi finnst mér að mátt
hefði bera þetta undir þjóðar-
atkvæði, eins og farið var fram
á, og svo held ég að við séum
að gera einhverja vitleysu. Ég
vil ekki selja landið okkar.
Tónlist
Fiðla og píanó
Miðvikudaginn 14. janúar efndu
erlendir tónlistarmenn til tón-
leika í Safnaðarheimili Akureyr-
arkirkju. Hér voru á ferð tveir
Pólverjar: Krzysztof Smietana,
fiðluleikari, sem nú starfar í
Bretlandi og kennir við Guildhall
School of Music and Drama auk
þess sem hann kemur fram á tón-
leikum, og Jerzy Tosik-Warszaw-
iak, píanóleikari, sem í vetur
starfar við Tónlistarskóla Borg-
arfjarðar, en á sér glæsilegan feril
í heimalandi sínu. Báðir þessir
menn eru margfaldir verðlauna-
hafar hvor á sínu sviði tónlistar-
flutnings.
Því miður kom undirritaður
ekki á tónleikana alveg við upp-
haf þeirra og voru listamennirnir
að leika síðasta hluta fyrsta
verksins á efnjsskránni, Allegro
molto þáttinn í Sónötu í a-moll
ópus 23 eftir L. v. Beethoven. Þó
ekki væri tækifæri til þess að
hlýða á meira af verkinu en þessu
nam, mátti þegar greina, að hér
voru á ferð listamenn, sem full
ástæða er til að veita athygli og
láta ekki fram hjá sér fara, þegar
tækifæri gefst til þess að heyra á.
Annað verkið á efnisskrá tón-
listarmannanna var 5 melódíur
ópus 35 eftir S. Prokofieff. í þess-
um smálögum leiðir tónskáldið
saman píanóið og fiðluna á
skemmtiíega fjölbreyttan hátt og
gerir strangar kröfur til samleiks
og nákvæmni. Hvert smálagið
var öðru betur leikið, svo að
unun var á að hlýða.
Legenda ópus 17 eftir H.
Wieniawski var næst á tón-
leikaskránni. 1 samræmi við nafnið
ber verkið blæ þjóðsögunnar.
Það er hugljúft og fagurt, fullt af
unaði og ástríðu, sem kom vel til
skila í fagurmótuðum hendingum
fiðlunnar og ekki síður í undir-
leik og túlkun píanósins, sem
ætíð var í góðu samræmi við
flutning einleikarans.
Síðasta verkið fyrir hlé var
Dans úr ballettinum Harnasie
eftir K. Szymanowski. Upphaf
verksins er seiðandi og allt að því
friðsælt, en er á það líður eykst
þróttur þess og spenna þar til það
rís langa og glæsilega kadensu.
Verkið krefst mikillar næmni
flytjenda og skorti hana ekki hjá
tónlistarmönnunum tveim.
Eftir hlé fluttu Krzysztof
Smietana og Jerzy Tosik-Warsz-
awiak hina þekktu Sónötu í A-
dúr eftir César Frank. Þetta
glæsilega verk virtist vaxa og auk-
ast í flutningi listamannanna. Það
hlaut víddir, sem sjaldan heyrast,
en búa í verkinu, þegar þeir um
fjalla, sem vel kunna til blæ-
brigða hljóðfæra sinna, þekkja
styrk þeirra og nýta hann til
náinnar túlkunar. Lítils háttar
skugga bar á í síðasta hluta
verksins; Allegretto poco mosso,
en þar kom fyrir þar sem styrkur
varð mestur í hinum volduga
flygli Tónlistarfélags Akureyrar,
að fiðlan mátti sín ekki sem
skyldi í innkomum sínum.
Tónleikar Krzysztofs Smietan-
as og Jerzys Tosik-Warszawiaks
voru glæsilegir. Áheyrendur, sem
voru allmargir, klöppuðu lista-
mönnunum verðugt lof í lófa en
þeir fluttu tvö aukalög. Þeir tón-
listarunnendur, sem af einhverj-
um ástæðum urðu af þessum at-
burði, mega naga sig í handar-
bökin. Þeir misstu af verulega
góðum tónlistarviðburði.
Haukur Agústsson.
Kvikmyndarýni
Þegar nefið fer ofan í rangan kopp
Borgarbíó sýnir: Patriot Games.
Leikstjóri: Phillip Noyce
Aðalhlutverk: Harrison Ford, Anne
Archer og Patrick Bergen.
Paramount 1992.
Hrun Sovétríkjanna kann að koma
sem himnasending fyrir æsta
frjálshyggjumenn, sem telja sig
þar með hafa fengið óræka sönnun
þess að kommúnisminn sé kerfi
hins glataða málstaðar. Og gott
betur því að í sömu andránni
spyrða þeir saman alla jafnaðar-
stefnu, hverju nafni sem hún nefn-
ist, og segjast hafa óhrekjanlegar
sannanir fyrir því að hún sé eins
og kapall þar sem ásamir finnast
ekki enda hafi þeir aldrei verið í
spilastokknum.
Aðrir eru hófsamari í ánægju
sinni yfir falli Berlínarmúrsins.
Rithöfundar, eins og til dæmis
John Le Carr og Tom Clancy,
neyðast til að finna sér annan og
spónnýjan söguvettvang - oftar en
ekki verða hryðjuverkamenn af
ýmsu tagi fyrir valinu. Afleiðingin
verður sú að í Hollywood hafa
menn nú á allra síðustu tímum
tekið að átta sig á tilvist öfgasam-
taka sem svífast einskis til að ná
fram vilja sínum. Þetta er kannski
svolítil tímaskekkja þar sem sein-
asti áratugur 20. aldarinnar getur
varla, að minnsta kosti ekki enn-
þá, kallast blómatími kaldlyndra
hugsjónamanna. Og ég spái því að
þeir munu ekki ganga í endumýj-
un lífdaganna fyrr en á næstu öld
þegar sjokkið vegna falls Sovét-
rfkjanna verður byrjað að fjara út
og augu vinstrisinna að opnast
fyrir því að hugsjónin þarf ekkert
endilega að deyja þó fyrsta til-
raunin mistakist. Hversu mörg af-
hroð hefur ekki kristin trú beðið
og lifir þó enn?
Einn er sá staður í Evrópu sem
nærir og viðheldur í hryllilegum
stöðugleika öllum skelfingum
terrorismans eins og hann gerist
verstur. Um það sjá frændur okkar
írar.
Þetta ástand hefur Tom Glancy
fært sér í nyt og skrifað um það
bók sem kvikmyndin Patriot
Games er sprottin upp af. Engu að
síður er sögusviðið bandarískt en
með bresku og írsku ívafi. Banda-
rískur háskólaprófessor, og fyrr-
verandi CIA-maður (Harrison
Ford), er komin til London að
flytja fyrirlestur. Þar verður hann
vitni að tilraun hryðjuverkamanna
til að ræna aðalsmanni og fær um
leið tækifæri til að sanna karl-
mennsku sína og bjarga fómar-
lambinu frá illum örlögum. í leið-
inni drepur hann einn illvirkjanna
og kemur öðmm á kné. Svo illa
vill til að um bræður er að 'ræða
og sá sem eftir lifir sver sig heldur
betur í ætt við íslenska fommenn
og hugsar upp frá því ekki um
annað en að ná sér niðri á Banda-
ríkjamanninum. Og þar hafið þið
stef myndarinnar.
Til að fá meira og stærra
hljómsveitarverk er slegið á sí-
gildar nótur. Bandaríkjamaðurinn
lifir einföldu og hamingjusömu
fjölskyldulífi, er heiðarlegur og
góður í ýtrasta skilningi þess orðs.
Hann ræktar garðinn sinn en er
ekki sífellt að skattyrðast við ná-
grannann yfir óræktinni í garði
hans. Engu að síður hefur þessi
bandaríski almúgamaður sterka
réttlætiskennd, svo sterka að hann
hikar ekki við að tefla lífi sínu í
tvísýnu ef honum finnst brotið á
samferðarmönnum sínum. Svo ég
tali nú ekki um þau ósköp er ger-
ast ef einhver gerist svo fífldjarfur
að ógna fjölskyldu gæðablóðsins.
Þegar litið er á Patriot Games í
stærra samhengi sést þar meira en
örla á hugmyndinni um einhvers-
konar yfirþjóðlegan lögreglumann
sem getur auðvitað ekki verið
nema bandarískur vegna allra
framantaldra kosta er prýða hinn
venjulega Bandaríkjamann.
Handverkshópur milli heiða:
Bárðdælskar konur á myndlistanámskeiði
Kvenfélagið Hildur í Bárðardal
stóð fyrir námskeiði um síð-
ustu helgi þar sem þátttakend-
um var kennt að teikna og fara
með liti. 8 konur tóku þátt í
námskeiðinu sem teljast verð-
ur allgott í ekki stærra sveitar-
félagi.
Það var Kristjana Arndal lista-
maður á Akureyri sem leiðbeindi
konunum í Bárðardal í teikni-
æfingum, litaæfingum, gerð óhlut-
bundinna myndverka, gerð hlut-
bundinna myndverka o.fl. Það er
þó ekki alveg nýlunda að haldið
sé myndlistanámskeið í Bárðar-
dal, því listamaðurinn Örn Ingi
hefur komið þar áður og kannski
kveikt þann neista sem smám
saman hefur orðið að svolitlu
báli. í fyrra var markaði Hand-
verkshóps milli heiða hleypt af
stokkunum, sem hefur rekið
markað með handunnar vörur á
Fosshóli yfir háferðamannatím-
ann á sumrin. Þetta myndlista-
námskeið er því gott innlegg í
það að auka fjölbreytni í því
vöruvali sem ferðamönnum stend-
ur til boða í verslun handverks-
hópsins á Fosshóli. Guðrún
Sveinbjörnsdóttir á Mýri, for-
maður Kvenfélagsins Hildar, seg-
ir það nauðsynlegt að geta stöðugt
boðið upp á eitthvað nýtt á mark-
aðnum og þetta námskeið hafi'.
vissulega örvað sköpunargleði
kvenna í Bárðadal en vetrartím-
inn er notaður til að framleiðslu
og undirbúnings fyrir sumar-
vertíðina. Markaðurinn var ekki
auglýstur sl. sumar í neinum
ferðabæklingum enda var hug-
myndin sú að sjá hvernig til tæk-
ist áður en teknar yrðu ákvarðan-
ir um frekara framhald og mót-
tökurnar í sumar hafa vissulega
hvatt konurnar til þess. Hand-
verkshópurinn hélt jólamarkað
sem gekk mjög vel. GG