Dagur - 21.01.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 21.01.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 21. janúar 1993 Fréttir Norðurland: Afli togara á liðnu ári 88.000 tonn - árið áður 102.000 tonn Togarar gerðir út frá Norður- landi báru að landi á liðnu ári 87.995 tonn. Árið áður var afl- inn 101.958 tonn. Sé litið á aflatölur togara af Norðurlandi fyrir árin 1991 og 1992 kemur í ljós að þorskaflinn er mun minni á liðnu ári en árið áður. Árið 1992 bárust á land 41.714 tonn, en árið áður 52.354 tonn. Ýsuveiðin var hinsvegar svipuð bæði árin, árið 1992 4.718 tonn, árið 1991 4.703 tonn. Heldur minna veiddist af ufsa, þ.e 11.604 tonn á móti 13.077 tonnum. Karfaveiðin var á svipuð- um nótum og veiðin á ufsanum. Á liðnu ári lönduðu togararnir 11.468 tonnum, en árið áður 13.091 tonni. Lítið barst af steinbít til Norðurlandshafna á liðnu ári, 1.358 tonnum var landað, sem er 150 tonnum minna en árið áður. Grálúðuveiðin dregst saman ár frá ári og er aðeins brot af því sem hún var fyrir nokkrum árum. HofsÓS: Hljóðkútaverk- smiðjan framleiðir hjólbörur Hljóðkútaverksmiðjan Stuðla- berg hf. er nú að hefja fram- leiðslu á hjólbörum. Að öðru leyti framleiðir verksmiðjan hljóðkúta og aðra varahluti í bQa eins og verið hefur. Um tíu manns starfa hjá verksmiðj- unni. Gunnlaugur Steingrímsson framkvæmdastjóri Stuðlabergs segir tíu manns starfa hjá verk- smiðjunni að vetrinum. Þeim fjölgar í vorvertíðinni þegar mest er að gera við framleiðslu vara- hlutanna. Nú hefur verksmiðjan aukið við sig og hafið framleiðslu á gömlu góðu hjólbörunum sem við flest þekkjum. Gunnlaugur segir eftirspurn næga, enda Stuðlaberg eini framleiðandinn og tekur við af Nýju blikksmiðj- unni hf. í Reykjavík. sþ Á liðnu ári var veiði Norður- landstogara 13.069 tonn. Árið áður var veiðin 300 tonnum meiri. Á liðnu ári báru togarar landsmanna 315.005 tonn að landi, árið áður 356.434 tonn. ój Börnin á Húsavík hafa yfirleitt verið ánægð með allan snjóinn sem kyngt hefur niður síðustu vikurnar, og þessum fannst gaman að láta ömmu og mömmu draga sig í bæinn á snjóþotunni. Mynd: im Atvinnuleysisbætur frekar en „leiðinleg“ vinna: Mjög alvarlegt ef þetta er að grípa um sig Á fúndi stjómarnefndar Vinnu- miðlunar Akureyrar í gær kom fram að þess væru dæmi að ungt atvinnulaust fólk sætti sig við að hafa ekki atvinnu og teldi það ekki síðri lífsmáta en að sækja vinnu sem það teldi miður skemmtilega og lítt áhugaverða. „Ég tel mjög alvarlegt ef þetta er að grípa um sig. Það er að mínu mati hið versta mál ef ungl- ingar slá því föstu að þetta sé bara hið besta líf. Þetta er afar slæmt og við þessu verður að bregðast," sagði Heimir Ingi- marsson, formaður atvinnumála- nefndar Akureyrar og einn full- trúa í stjórnarnefnd Vinnumiðl- unar. Heimir Ingimarsson sagði að á fundinum hefði verið rætt um nauðsyn þess að koma á félags- aðstoð eða tómstundastörfum fyrir atvinnulausa. Nauðsynlegt væri að bregðast skjótt við þeim vanda sem við væri að glíma, ekki síst í ljósi þess að Þjóðhags- stofnun gerði ráð fyrir viðvarandi 5% atvinnuleysi næstu tvö árin. „Þá erum við komin í sömu stöðu og á Norðurlöndunum og við því verða menn að bregðast eins og manneskjur. Það er ekki hægt að láta eins og við vitum ekki af þessu og þeim vandamálum sem atvinnuleysið hefur í för með sér,“ sagði Heimir. Hann sagði að Vinnumiðlun hefði ekki bolmagn til að koma á féiagsaðstoð með einhverjum hætti við atvinnulaust fólk. „Spurning er hver eigi að annast samfélagsþjónustu af þessu tagi. Ég er ekkert viss um að hún eigi að vera á hendi sveitarfélaganna. Það er spurningin hvort ekki sé eðlilegt að Atvinnuleysistrygg- ingasjóður eða félagsmálaráðu- neytið bregðist með einhverjum hætti við þessu. Þarna er um að ræða nýja og óþekkta þjónustu sem við kunnum ekkert til. Ég vænti þess að Jón Björnsson, fé- lagsmálastjóri Akureyrarbæjar, sæki námskeið til Danmerkur þar sem þessi þjónusta er kynnt og jafnframt kynni hann sér rekstur tómstundamiðstöðvar fyrir atvinnulausa," sagði Heimir. Á fundinum í gær var ákveðið að útbúa eyðublað í því skyni að afla gleggri upplýsinga um fólk á atvinnuleysisskrá, t.d. ástæðu atvinnumissis og hvað það teldi að samfélagið gæti gert fyrir atvinnulaust fólk, m.a. varðandi námskeiðahald. „Við þurfum mun gleggri upplýsingar um bakgrunn atvinnulausra,“ sagði Heimir Ingimarsson. óþh Léttsteypan hf. í Mývatnssveit: Óskað þátttöku Skútustaða- hrepps í endurfjármögnun Á fundi sveitarstjórnar Skútu- staðahrepps sl. fimmtudag var tekið fyrir erindi stjómar Létt- steypunnar hf. þar sem þess var farið á leit við hreppinn að hann taki þátt í endurfjár- mögnun Léttsteypunnar með kaupum á húseignum og vélum Léttsteypunnar hf., sem vora síðla síðasta árs seldar á nauð- ungaruppboði. Sveitarstjórn samþykkti að taka þátt í endurfjármögnun fyrirtækisins að þeim skilyrðum uppfylltum að tækist að afla nýs hlutafjár frá núverandi hluthöf- um eða öðrum að upphæð allt að 6 milljónir króna og er óskað svars frá stjórn Léttsteypunnar um þetta atriði fyrir 25. febrúar nk. Sveitarstjórn taldi að ekki myndi duga eitt sér að létta 8 milljóna króna skuldum af Létt- steypunni og fá húsin aftur. Jón Árni Sigfússon keypti vél- ar og tæki Léttsteypunnar á nauðungaruppboði. Léttsteypan hf. er eignalaust fyrirtæki að öðru leyti en því að það á gufu- og námaréttindasamninga. óþh Sauðárkrókur: Skagafjörður verði eitt sveitarfélag - það er viðhorf minnihlutans í bæjarstjórn Fyrirhuguð sameining sveitar- félaga er eitt af stærstu málum á dagskránni á fundi bæjar- stjóraar Sauðárkróks á þriðju- dag. Bæjarstjórnarmenn eru ekki á eitt sáttir um hvort stefna beri að því að Skaga- Qörður verði eitt sveitarfélag eða þrjú, en minnihlutinn er hlynntur fyrrnefndu leiðinni. Á fundinum skýrðu flestir bæjarfulltrúar frá sjónarmiðum sínum varðandi sameiningu í Skagafirði. Sumir vilja ekki taka afstöðu eins og málin standa nú og telja þörf á að kynna sér málin vandlega. Einn þeirra var Björn Sigurbjömsson (D) formaður bæjarráðs og jafnframt formaður SSNV. Hann virtist þó fremur á því að leið 2 sé vænlegri kostur. Samkvæmt leið 2 yrði landinu skipt í 25 sveitarfélög sem þýddi að Skagafjörður sameinaðist í eitt sveitarfélag. Samkvæmt leið 1 skiptist Skagafjörður í þrjú sveitarfélög. Yrðu þá þéttbýlis- kjarnarnir þrír, Sauðárkrókur, Hofsós og Varmahlíð, hver um sig miðpunktur eins sveitarfélags. Helsti talsmaður þeirrar leiðar í bæjarstjórn Sauðárkróks er Knútur Aadnegard (D) forseti bæjarstjórnar. Björn Björnsson (D) tók undir með Knúti, en með fyrirvara. Einn fulltrúi meirihlut- ans, Steinunn Hjartardóttir (D), var fjarverandi og varamaður hennar tók ekki til máls. Fulltrúar minnihlutans, Anna K. Gunnarsdóttir (G), Stefán Logi Haraldsson, Herdís Sæ- mundardóttir og Viggó Jónsson (B) em öll á þeirri skoðun að hagkvæmara sé að Skagafjörður verði eitt sveitarfélag. Stefán Logi sagði nauðsynlegt að skoða skýrsluna með „jákvæðu hugar- fari“. Hann, ásamt fleirum, benti á það góða samstarf sem á sér stað í Héraðsnefnd Skagfirðinga. Hilmir Jóhannesson (K, lista óháðra) telur að athuga beri mál- ið vandlega og ekki síst með tilliti til „EES-pakkans“. Flestir voru sammála um að sveitarfélögin verði að hafa sjálf- dæmi í þessu efni, í stað þess að hlíta valdboði að ofan. Jafnframt kom fram það sjónarmið að halda þurfi borgarafund á Sauð- árkróki um þetta mál og hlaut það hljómgrunn á fundinum. Til- laga Knúts Aadnegard um að Bæjarstjóm Sauðárkróks lýsi sig fúsa til viðræðna við önnur sveit- arfélög í Skagafirði um samein- ingu var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, þó Anna Kristín teldi að kveða bæri sterk- ar að orði og óska eftir viðræð- um. Hún lagði þó ekki fram breytingatillögu og greiddi tillögu Knúts atkvæði sitt. Knútur Aadnegard fer á fulltrúaráðsfund Sambands ísl. sveitarfélaga 26,- 27. feb. nk. sem fulltrúi kjör- dæmisins. sþ sysj mi Ólafsfjörður: Bæjarmála- punktar ■ Samkomulag hefur verið gert milli stjórnar félagsheim- ilisins Tjarnarborgar og Ólafs- fjarðarbæjar þar sem bænum er afhent efri hæð félagsheim- ilisins ásamt stigagangi til afnota, án kvaða. Bæjarráð samþykkti svo á fundi 7. janúar að heimila fram- kvæmdir við breytingar á hæð- inni til afnota fyrir félagsmið- stöð. ■ Hraðfrystihús Ólafsfjarðar sendi bæjarráði fyrir jól bréf þar sem farið var þess á leit að felld verði niður fasteignagjöld af því húsnæði sem stendur autt. Erfiður rekstur fyrir- tækisins hafi haft í för með sér vanskil við Ólafsfjarðarbæ og því sé þess óskað að þau verði gerð upp með skuldabréfi til fimm ára, ineð hagstæðum vöxtum, svipað og gert var á árinu 1991. Bæjarráð er ekki tilbúið að fella niður fasteigna- gjöld af húsnæðinu en óskar eftir að kannað verði hvort bærinn geti fengið afnot af hluta af fasteignum Hrað- frystihússins sem aðstöðu fyrir snjótroðara og annað sem fylgi rekstri íþróttamannvirkja í Ölafsfirði. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að taka á leigu Bylgjubyggð 61 fyrir bæjarstjóra frá 1. janúar 1993 til 1. júní 1993. ■ Tréver hf. gerði tilboð að upphæð 40,2 milljónir í loka- áfanga nýja íþróttahússins en kostnaðaráætlun áfangans hljóðaði uppá 43,9 milljónir króna. Tilboði fyrirtækisins hefur verið tekið, sem og til- boði frá rafverktökunum Raf- tækjavinnustofunni og Birni Guðmundssyni hf. í raflagnir í íþróttahúsið. Tilboð þeirra var röskar 6 milljónir króna en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 7 milljónir. ■ Iðnþróunarsjóður Ólafs- fjarðar hefur ákveðið að veita Múlatindi sf. styrk að upphæð 100 þúsund krónur til markaðs- setningar á slökkvibíl sem verkstæðið framleiðir. Þá var samþykkt að veita Hólmfríði Arngrímsdóttur styrk að upp- hæð 200 þúsund krónur vegna uppsetningar keramikgallerýs í Burstabrekku. ■ Umferðarnefnd hefur ákveðið að hraðahindrun skuli sett á Aðalgötu milli húsa nr. 19 og 21 til þess að draga úr tíðni umferðaróhappa á horni Aðalgötu og Ægisgötu. Hraða- hindrun sú sem sett hafi verið á Múlaveg hafa sannað gildi sitt og á hverju ári síðan 1989 hafi nefndin lagt til að hraðahindrun verði sett á umræddan stað á Aðalgötu. Bæjarstjórn vísaði þessum lið til gerðar fjárhags- áætlunar. ■ Skólanefnd hefur ákveðið að gangavarsla verði í Barna- skóla Ólafsfjarðar til vors. Til- raun með gangavörslu hafi komið vel út og aukið aðhald að börnunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.