Dagur - 21.01.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 21.01.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. janúar 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Fjárhagsáætlun Öxargarðarhrepps 1993: Stærsta framkvæmdin á árinu er ný vatnsveita - en aðkallandi er að dýpka höfnina Fyrri umræða um fjárhags- áætlun Öxarfjarðarhrepps fyr- ir árið 1993 verður í byrjun febrúarmánaðar og seinni umræða í lok mánaðarins. Vinna vegna fjárhagsáætlunar er hafin fyrir nokkru og á fundi sveitarstjórnar 30. desember sl. urðu nokkrar umræður um gerð hennar. Fjárfrekasta framkvæmd Öxarfjarðarhrepps á árinu er ný vatnsveita en vatnið verður tekið við upp- sprettur í landi Katastaða. Fjárhagsáætlun vatnsveitu hljóðar upp á 16 milljónir króna. Engar aðrar fjárfrekar fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar á árinu en fjárfest verður í búnaði fyrir slökkviliðið til að fylla á slökkvi- tæki og eins til að fylla á loftkúta til notkunar vegna reykköfunar en hingað til hefur þurft að senda kútana til Húsavíkur en það hef- ur ekki komið að sök. Eitt útkall var hjá slökkviliðinu á Kópaskeri á sl. ári, er trefjaplastbátur sem stóð á kerru út við Núpskötlu brann og eyðilagðist. Farið verð- ur í endurbætur á húsnæði slökkvistöðvarinnar og áhalda- húss hreppsins, en þau eru undir sama þaki og Björgunarsveitin en þó aðskilin. Búið er að samþykkja fjárveit- ingu vegna dýpkunar á höfninni en á fjárlögum 1993 eru ætlaðar 2,5 milljónir króna til verksins. Sveitarstjórnin gerir sér vonir um að Hafnabótasjóður láni til verksins svipaða upphæð því það er orðið aðkallandi að dýpka inn- siglinguna en í hana hefur safnast sandur á undanförnum árum og er að verða til vandræða. Ef ekk- ert verður að gert í sumar gæti það skapað vandræðaástand næsta vetur. Samkvæmt áætlun Hafnamálastofnunar kostar dýpkun hafnarinnar á Kópaskeri 5,5 milljónir króna og dæla þarf burt 5 þúsund m3 af sandi og dýpka innsiglinguna í 4 til 4,5 metra en nú er hún 2,5 metrar þar sem hún er grynnst. „í rauninni er höfnin hér svo lítil að við eigum rétt á framlagi upp í áætlun Hafnamálastofnun- ar en framvinda þess máls er enn mjög óljós. Það er orðið mjög langt síðan hér var dýpkað síðast og ekki verið mælt síðan 1987 og síðan þá hefur höfnin talsvert grynnst. Það verða hins vegar engar framkvæmdir við höfnina á Kópaskeri nema dýpkunarskip sé hér í nálægri höfn við dýpkunar- framkvæmdir og í augnablikinu er ekkert ákveðið í því efni. Ég er helst að gera mér vonir um að einhverjar framkvæmdir verði við Húsavíkurhöfn og þá vænkast okkar hagur hér á Kópaskeri," sagði Steinar Harðarson sveitar- stjóri á Kópaskeri. Ráðgert er að hefja hitaveitu- framkvæmdir á Kópaskeri 1994 ef niðurstöður hagkvæmnisrann- sókna verða jákvæðar, en vatnið verður þá virkjað á sandinum í nágrenni laxeldisstöðvarinnar Sifurstjörnunnar hf. GG Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra veröur með viðtöl á skrifstofu Raufarhafnarhrepps laugardaginn 23. janúar frá kl. 10-12 og á skrifstofu Þórshafnarhrepps sama dag frá kl. 16-18. Landbúnaðar- og samgönguráðuneytið. Samanburður á kvóta eftir verstöðvum 1984-1993: Akureyringar duglegastir að auka hlut sinn - hafa bætt við sig 10.600 þorskígildum Akureyringar hafa verið dug- legastir við að bæta sinn hlut í kvótakerfinu á þeim níu árum sem kerfið hefur verið við lýði. Þannig nam aflahlutur Akur- eyrar í heildaraflamarki botn- fisks í þorksígildum 4,78% fyrsta kvótaárið, árið 1984 en var komin upp í 8,27% í upp- hafi núverandi fiskveiðitíma- bils. Aukningin er 73% og hafa Akureyringar nú 10.600 þorsk- ígilda meiri kvóta en þeir hefðu haft ef hlutfallið hefði ekki breyst. Þetta hefur fyrst og fremst gerst með skipakaupum og einnig með kaupum á varan- legum kvóta. Þessar upplýsingar koma fram í Fiskifréttum og eru byggðar á skýrslum sjávarútvegs- ráðuneytisins og miðast við kvóta skipa yfir 10 brl. að stærð. Reykjavík hefur hins vegar tapað mestum kvóta á kvóta- tímabilinu. Hlutdeild Reykjavík- ur var 11,40% árið 1984 en var 9,30% í upphafi núverandi Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segist ekki trúa öðru en af sam- einingu rekstrar FSA og Krist- nesspítala verði þrátt fyrir það bakslag sem verið hefur í mál- inu síðustu vikuna. í gær var enn deilt um orlofshúsamálið en samt sem áður er búist við að fyrir helgi leysist þetta mál. Guðmundur Karl Jónsson, for- maður stjórnarnefndar Ríkis- spítalanna, sagðist í gær vonast til að Kristnesmálið leysist á kvótaárs. Þetta er 19% samdrátt- ur eða 6.400 þíg. miðað við núverandi úthlutun. Keflavík má einnig muna sinn fífil fegri í kvótamálum, því hlutur Kefla- víkur í heildarbotnfiskaflamarki í þorskígildum var 3,91% árið 1984 en er nú komin niður í 2,62%. Það samsvarar 3.900 þíg. kvótatapi miðað við úthlutun í ár. Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar sl. þriðjudag var Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjar- stjórnar, kjörin í svokallaðan starfshóp um sundlaugarmál, sem mun hafa á sinni könnu næstu sólarhringum og nýr samn- ingur við FSA komist á. Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri, tók í sama streng. Framan af viku hafa staðið fundir um málið. „Vissulega er reynt að þoka þessu máli en það er ekki komin í það lausn. Það hefur ekki náðst samkomulag og lausn varðandi orlofshúsið en ég vona að það leysist. Ég held að tilfærsl- an til FSA verði, að því er unnið og ég trúi ekki að það gangi til baka. Það verður að ná um þetta samkomulagi,“ sagði Páll. JÓH Af einstökum verstöðvum eru Vestmannaeyjar með stærstan hlut botnfiskkvótans í þorksígild- um eða 9,57% við síðustu úthlut- un en voru með 8,52% við upp- haf kvótakerfisins. Viðbótin sam- svarar liðlega 3.200 þíg. miðað við úthlutun í ár. Reykjavík kemur næst með 9,30% og Akur- eyri í þriðja sæti með 8,27%. yfirumsjón með væntanlegum framkvæmdum við Sundlaug Akureyrar. Athygli vakti að kjör Sigríðar í þennan starfshóp fór í flokkspóli-j tískan farveg. Auk Sigríðar var Gísli Bragi Hjartarson (A) til- nefndur í starfshópinn og því þurfti að kjósa á milli þeirra. Lyktir urðu þær að Sigríður var kjörin með sex atkvæðum meiri- hluta Alþýðubandalags og Sjálf- stæðisflokks en Gísli Bragi hlaut fimm atkvæði minnihluta Fram- sóknarfiokks og Alþýðuflokks. Auk Sigríðar eru í starfshópn- um tilnefndir af íþrótta- og tóm- stundaráði þeir Gunnar Jónsson, formaður íþrótta- og tómstund- aráðs og Þórarinn E. Sveinsson, bæjarfulltrúi sem jafnframt á sæti í íþrótta- og tómstundaráði. Eins og fram kom í Degi í fyrri viku fara 18 milljónir á þessu ári til hönnunar og framkvæmda við Sundlaug Akureyrar, en þar er ætlunin að ráðast á næstu árum í umfangsmiklar framkvæmdir. Til ráðgjafar starfshópi um sund- laugarmál verða Sigurður Guð- mundsson, sundlaugarstjóri, Hermann Sigtryggsson, íþrótta- fulltrúi og einn fulltrúi bygginga- deildar Akureyrar. óþh Stöðugt reynt að ná lendingu í Kristnesmálinu: Trúi ekki að til- færslan gangi til baka - segir Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri -KK Sundlaug Akureyrar: Sigríður, Gunnar og Þórarinn í starfshóp

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.