Dagur - 21.01.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 21.01.1993, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. janúar 1993 - DAGUR - 9 Gagnfræðaskóli Akureyrar. skólanum eftir því í hvaða fögum maður er og kannski er árangur- inn að einhverju leyti í samræmi við það. Ég stefni á setu í Menntaskólanum næsta vetur því ég held að ég stefni að einhverj- um fræðistörfum og líklega læri ég eitthvað þar sem veitir mér tækifæri á starfi þar sem ég get stjómað sem flestu fólki.“ - Hafa þrengingar á vinnu- markaðinum haft áhrif á val þitt á íramíðarstarfi eða hefurðu lítið leitt hugann að því? „Ég hef talsvert hugsað um það og ætla að reyna að öðlast sem mesta menntun því það er besta tryggingin fyrir því að fá góða framtíðaratvinnu. Pað verður allaf meira og meira spurt um menntun þegar þrengingar eru á vinnumarkaðinum og marg- ir sækja um fá störf.“ - Heldurðu að það yrði hlust- að á raddir unglinga ef þeir stæðu saman að einhverju verkefni í umhverfismálum? „Já, það mundi örugglega vekja athygli en ég er ekki viss um að það yrði mikið farið eftir því. Mér finnst bæjaryfirvöld og ríkissjórn ekki hafa gert nóg í því að skapa fleira fólki atvinnu og minnka atvinnuleysið." - Berðu virðingu fyrir Alþingi? „Já auðvitað geri ég það því þeir stjóma öllu en stundum er ég ekkert mjög ánægð með þá sem þar eru. Það er oft talað mjög mikið þama án þess að ég sjái að það sé nauðsynlegt og mér finnst að fólkið í landinu eigi að fá að fylgjast betur með hvað er að gerast á Alþingi. Fólkið á að fá að taka meiri þátt í því sem þar er að gerast og þingmennirnir eiga að vera duglegri að tala við fólk, ekki bara fyrir kosningar. Ég fylgist mjög lítið með stjórn- málum en vil skilja það sem er að gerast í málum sem skipta mig einhverju." GG Páll Þórsson. finningu að hún væri að nema eitthvað sem ekki hefði einhvern tilgang, nema þegar henni væri sett fyrir að læra ljóð og því sem því fylgdi, stuðlar og höfuðstafir. Petta væri kannski gott fyrir verðandi ljóðskáld en aðrir hefðu að hennar mati ekkert gagn af ljóðalærdómi. Margrét segir að hugurinn stefni á nám í Mennta- skólanum en það fari hins yegar eftir því hver námsárangurinn verði í ensku og dönsku. En hef- ur hún tekið stefnuna á framtíð- arstarf? „Mig langar mikið til að verða sjúkraþjálfari þótt ég hafi ekki mikið kynnst því en mér finnst það mjög áhugavert starf. Ég hef líka hugsað svolítið um það að læra eitthvað sem nóg er að gera í og hef velt ýmsum störfum fyrir mér í því sambandi." - Finnst þér fólk almennt vera opið og jákvætt fyrir aukinni umhverfisvernd? „Þetta er nokkuð misjafnt og mjög misjafnt eftir byggðarlög- um. Sum byggðarlög er mjög hrein eða umhverfisvæn en önnur miklu ver stödd. Þegar maður er uppi á fjöllum þá hugsa mjög fáir um að hafa hreint í kringum sig og henda ekki rusli hvar sem er ef enginn landvörður er nálægt. Þá er enginn þrýstingur á um að ganga vel um landið sitt og þá eru sóðarnir ógurlega margir og þessu þarf að breyta eða banna sumum jafnvel að fara á fjöll.“ - Hafa stjórnvöld lítið hugsað til framtíðarinnar að þínu mati þegar horft er til allra þeirra nýrra atvinnutækifæra sem skapa þarf á næstu árum og áratugum? „Ég fylgist nú voðalega lítið með stjórnvöldum og Alþingi en ég held að alþingismenn reyni að gera vel en stundum finnst mér lítið vera að gerast og stundum tala þeir ógurlega lengi um sama málið eins og þetta EES sem ég veit ekkert um.“ Jónína Pálsdóttir segist aldrei hafa leiðst í skóla og ekkert af því sem henni hafi verið gert að læra gegnum tíðina hafi henni leiðst neitt sérstaklega. Jónína segist stefna á nám við Mennta- skólann og ef það gangi vel þá áfram að því loknu, líklega í Háskóla en engin ákvörðun hafi enn verið tekið um það hvað þar skuli lært. - En hefur vaxandi atvinnu- leysi á íslandi einhver áhrif á það hvaða nám Jónína mun velja sér í náinni framtíð? „Auðvitað reynir maður að velja sér eitthvað sem maður hef- ur bæði áhuga á og tryggir manni einhverja vinnu að loknu námi. Ég ætla samt fyrst að kynnast náminu í Menntaskólanum áður en ég tek nokkra ákvörðun í þessu máli.“ - Hvað finnst þér um Alþingi? „Það var nauðsynlegt að tala lengi um þetta EES-mál til að þingmennirnir gætu tekið afstöðu í málinu því þetta var mikið alvörumál. Ég ber talsverða virð- ingu fyrir Alþingi og ég held að margir krakkar geri það en sum- um þykir fínt að segja að það séu bara tómir kjánar á Alþingi. En ég held að þingmenn séu bara eins og fólk er flest.“ Helga Jóhannsdóttir segist stefna að námi f Verkmennta- skólanum í náttúrufræði eða heilsugæslu en í framtíðinni heilli hana mest að komast í eitthvert starf sem tengist íþróttum. Þetta val segir Helga ekki tengjast umhugsun um öruggt starf í framtíðinni enda tengist umræð- ur unglinga í dag ákafletja lítið atvinnuörygginu í nánustu framtíð. - Hefðu stjórnvöld átt að grípa fyrr í taumana og vinna markvisst að því að skapa fleirum atvinnu? „Já, örugglega því það eru svakalega margir sem hafa enga vinnu hérna á Akureyri og það verður að lagast.“ - Berðu virðingu fyrir Alþingi og alþingismönnum? „Já, gera ekki allir það? Nei annars, ég ber einhverja virðingu fyrir Alþingi en ekki mikla. Alþingismenn eru oft svo merki- legir með sig en ættu frekar að reyna að vera líkari fólkinu í landinu almennt.“ „Ég hef ekki enn verið að læra neitt fag sem mér finnst algjör- lega tilgangslaust að læra eða mér leiðist óskaplega, enda er miklu meira val nú í 10. bekk en hefur verið áður í skólanum," segir Eva Hrund Einarsdóttir. „En auðvitað er misjafnlega gaman í Við leitum að fólki með hugmyndir Ertu aö velta fyrir þér' hugmynd um smáiðnað eða skyldan rekstur? Viltu bæta nýjungum við þann rekstur sem þegar er farinn af stað? Þá er þessi auglýsing fyrir þig. Iðnþróunarfélagið hefir ákveðið að fara aftur af stað með námskeið í stofnun og þróun smáfyrirtækja. Því ekki að láta drauminn um að hefja eigin atvinnurekstur rætast núna og nota þetta tækifæri. Ekki er krafist sérstakrar þekkingar eða reynslu, aðeins brennandi áhuga á að koma hugmyndum í framkvæmd. Hafið samband og leitið upplýsinga. Þú verður að leggja hart að þér Þetta er ekkert venjulegt námskeið: Þú leggur sjálf(ur) til efniviðinn og það er frumkvæði þitt og vinna sem ræður úrslitum um það hver árangurinn verður. Við stofnum ekki fyrirtæki fyrir þig, en veitum aðstoð við að meta möguleikana og hjálpum þér af stað. Við hittumst á fjórum vinnufundum um helgar með nokkurra vikna millibili. Þar verður unnið í hópum undir stjórn leiðbeinenda og starfið skipulagt stig af stigi. Milli vinnufundanna vinnur þú síðan að verkefnum sem tengjast þinni hugmynd um stofnun fyrirtækis eða nýbreytni í rekstri. Upplysingar um verkefnið veitir: Ásgeir Magnússon framkv.stj. Vinnusími 26200 - Heimasími 11363. © IÐNÞRÓUNARFÉLAG EYJAFJARÐAR HF. Geislagötu 5, 600 Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.