Dagur - 22.01.1993, Síða 4

Dagur - 22.01.1993, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 22. janúar 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Skýr skilaboð til ríkisstjómarinnar Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar DV hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tapað gífur- legu fylgi og aldrei verið óvinsælli en nú. Einungis 22,3% aðspurðra segjast nú fylgja ríkisstjórninni að málum en 63% segjast henni andvíg. 14,7% aðspurðra eru ýmist óákveðin í afstöðu sinni eða neita að svara. Ef aðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku er ljóst að tæp 74% kjósenda eru ríkis- stjórninni andvíg en einungis fjórðungur fylgir henni að málum. Þetta er einhver hroðalegasta útkoma sem ríkisstjórn hefur fengið í skoðana- könnun hér á landi frá því slíkar vinsældamælingar hófust og ljóst er að ríkisstjórnin er gersamlega rúin trausti. Niðurstöður ofangreindrar skoðanakönnunar hvað stjórnmálaflokkanna varðar eru jafnvel enn athyglisverðari. Sjálfstæðisflokkurinn geldur afhroð og tapar næstum því helmingnum af því fylgi sem hann hafði í síðustu alþingiskosningum. Flokkurinn nýtur nú stuðnings 20,5% aðspurðra en hlaut 38,6% atkvæða í alþingiskosningunum. Hinn stjórnarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn, nýtur stuðn- ings 13 af hundraði en hlaut 15,5% atkvæða í síð- ustu kosningum. Hins vegar auka allir stjórnar- andstöðuflokkarnir fylgi sitt verulega; Alþýðu- bandalagið mest eða um 10% frá síðustu kosning- um, Framsóknarflokkur um 9% og Kvennalisti um rúm 6%. Samkvæmt skoðanakönnun DV er Fram- sóknarflokkurinn nú stærsti flokkurinn með 27,9% fylgi, Alþýðubandalagið er nærststærsti flokkurinn með 24,3% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn hefur hrapað niður í þriðja sætið, með 20,5% fylgi sem fyrr segir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei fengið verri útreið í skoðanakönnun og segir það sína sögu um stöðu hans í dag. Samkvæmt könnuninni fengju stjórnarflokkarnir tveir einungis 21 þingmann kjörinn, ef gengið væri til kosninga nú, í stað þeirra 36 sem þeir hafa nú. Þeir myndu sem sagt missa 15 þingsæti, þar af myndu sjálfstæðismenn missa 13 þingsæti! Núver- andi stjórnarandstöðuflokkar myndu á hinn bóg- inn hreppa öruggan þingmeirihluta eða 42 þing- sæti og meira að segja hefðu stærstu stjórnarand- stöðuflokkarnir tveir eins þingsæta meirihluta. Vert er að hafa í huga að skoðanakannanir eru ekki fullkominn mælikvarði á fylgi stjórnmála- flokka og ríkisstjórnar hverju sinni. Þær gefa þó mjög ákveðna vísbendingu um það hvert straum- urinn liggur þegar þær eru gerðar. Ljóst er að straumurinn liggur frá ríkisstjórninni og stjórnar- flokkunum tveimur um þessar mundir. Skilaboðin til ríkisstjórnarinnar eru mjög skýr og ótvíræð: Fólk vill ríkisstjórnina frá. Svo einfalt er það mál og eng- in ástæða til að fjölyrða um það frekar. BB. Hvers vegna ég hafna EES Að undanförnu hafa birst á síð- um Dags nokkrar greinar ágætra starfsfélaga minna héðan úr kjör- dæminu, þeirra Valgerðar Sverr- isdóttur og Jóhannesar Geirs Sig- urgeirssonar, þar sem þau leitast við að réttlæta hjásetu sína í EES-málinu. Jafnan er gott eitt um það að segja að þingmenn komi sjónarmiðum sínum á fram- færi við kjósendur. Pá er eðlilegt að þeir hafi nokkuð við þegar flutt eru rök fyrir afstöðu eða afstöðuleysi í stórmáli eins og samningurinn um Evrópskt efna- hagssvæði er eðli sínu samkvæmt. (Hvort hann verður svo að veruleika er annað mál.) Mér þykir við hæfi að fleiri raddir heyrist í framhaldi af afgreiðslu EES-málsins á Alþingi, en hjásetuliða einna. Því bið ég Dag fyrir eftirfarandi greinarkorn, sem að hluta til er byggt á ræðu sem undirritaður flutti við upphaf þriðju umræðu um málið á Alþingi. Pað er ekki ætlun mín að hefja rökræður við þau Jóhannes og Valgerði heldur gera grein fyrir helstu ástæðum þess að ég og félagar mínir í þing- flokki Alþýðubandalagsins stóð- um saman um það allir sem einn að hafna EES. Mér er það að vísu illskiljan- legt hvernig menn geta lagst gegn sjávarútvegssamningi við EB, sem er fylgifiskur EES, talið vafa leika á að málið standist stjórn- arskrána og setið eftir sem áður hjá, en þegar rökin hafa verið flutt getur hver dæmt fyrir sig og fer best á því. Niðurstaðan gerólík upphaflegum áherslum Nauðsynlegt er í upphafi að horf- ast í augu við að samningsnið- urstaða er allt önnur en þær áherslur sem af íslands hálfu var lagt upp með þegar ákveðið var að slást í hóp annarra EFTA- ríkja snemma árs 1989. A fundi forystumanna EFTA- ríkjanna í Osló 1989 gerði þáver- andi forsætisráðherra grein fyrir viðhorfum íslendinga og setti fram þá fyrirvara sem af íslands hálfu væru forsenda þess að taka þátt í samningagerðinni. í þeim áherslum kernur fram að íslend- ingar höfðu fyrst og fremst áhuga á að taka þátt í samningnum um frjálsa verslun og viðskipti með varning, gera viðskiptasamning. Hins vegar hefðum við fyrirvara á varðandi fjármagnshreyfingar, þjónustu og fólksflutninga og af okkar hálfu kæmi ekki til greina að við gætum nokkurn tímann gefið okkur á vald yfirþjóðlegum stofnunum og framselt íslenskt fullveldi úr landi. í upphafi könnunarviðræðnanna voru einnig settir fram fyrirvarar um forræði íslendinga sjálfra yfir auðlindum lands og sjávar. Þessir fyrirvarar eru nú allir - allir - fyr- ir utan einn sem varðar fjárfest- ingar í fiskveiðum og frum- vinnslu sjávarafurða, horfnir út úr hinni endanlegu samningsnið- urstöðu. Þegar lagt var af stað í samn- ingaviðræðurnar var hugmyndin sú að gerður yrði samningur tveggja jafn rétthárra aðila, svo- nefnd tveggja-stoða-lausn þar sem EFTA-ríkin væru annar samningsaðilinn og Evrópu- bandalagsríkin hinn. Niðurstað- an er allt önnur. í reynd byggir samningurinn um Evrópskt efna- hagssvæði á einskonar aukaaðild EFTA-ríkjanna að Evrópu- bandalaginu enda er lagastoð samningagerðarinnar af hálfu Evrópubandalagsins sú grein Rómar-sáttmálans sem fjallar um aukaaðild ríkja. Það er Evrópu- bandalagið sem ræður ferðinni. Það er Evrópubandalagið sem setur lögin. Það er Evrópudóm- stóllinn sem túlkar lögin og gefur fordæmi með dómum sínum. Tveggja-stoða-lausnin er hrunin, eftir stendur einskonar aukaaðild einstakra EFTA-ríkja að Evr- ópubandalaginu. Meðan á samningagerðinni hefur staðið hefur það svo gerst að öll EFTA-ríkin utan eitt, ísland, hafa ákveðið að sækja um fulla aðild að Evrópubandalag- inu. Þau líta því á samninginn um Evrópskt efnahagssvæði ein- göngu sem aðlögunartímabil á leið sinni inn í Evrópubandalag- ið, einskonar millibilsástand. Síðast en ekki síst, er það svo samningsniðurstaðan sjálf hvað hagsmuni íslands áhrærir sem er allt önnur og óhagstæðari en menn bundu vonir við að gæti orðið snemma árs 1989. Meginkrafa okkar um fríversl- un með fisk náðist ekki fram, ekki heldur tollfrelsi með fiskafurðir sem almenn regla. Það sem átti í upphafi að vera viðskiptasamningur tveggja jafn rétthárra aðila á jafnréttisgrund- velli hefur snúist upp í samninga um að EFTA-ríkin, þau sem það vilja, gerist aukaaðilar að nýju stórríki Evrópubandalagsins. Það er að sjálfsögðu þessi efn- islega niðurstaða sem öllu máli skiptir og menn eiga að taka afstöðu til. Á einstöku manni hefur mátt skilja að þeim sem samþykktu á sínum tíma, að ísland tæki þátt í könnunarvið- ræðum EFTA-ríkjanna við EB, beri skylda til að samþykkja EES-samninginn sem nú liggur fyrir, rétt eins og þeir hafi skuld- bundið sig til þess fyrirfram. Þetta er auðvitað furðulegur mál- flutningur og enn fráleitari en ella í ljósi þess að niðurstaðan er í engu samræmi við upphaflegar áherslur íslands eins og áður sagði. Samningur um viðskipti og samvinnu Þegar efnisatriði samninganna lágu fyrir á sl. vori mótuðum við Alþýðubandalagsmenn endan- lega afstöðu okkar til málsins. Um þá niðurstöðu tókst mjög breið samstaða, enda var hún vandlega undirbyggð og rökstudd. Alþýðubandalagið er nú um stundir eini stjórnmálaflokkurinn sem stendur heill og óskiptur á bak við ákveðna stefnu í sam- skiptamálum okkar við önnur Evrópuríki. Ég segi nú og á þar við síðustu tíðindin þegar Alþýðuflokkurinn klofnaði form- lega og ákveðinn armur (Karl Steinar og Samband ungra jafn- aðarmanna) tók upp kröfuna um fulla aðild að EB. Alþýðubandalagið fylgir áfram þeirri stefnu að hagsmunum íslendinga sé best borgið með sjálfstæðum viðskiptasamningi við Evrópubandalagið. Þátttaka í stjórnmálasamruna Evrópuríkja inn í miðstýrt stórríki sé hins veg- ar ekki í okkar þágu. Við höfnum algjöriega aðild að Evrópu- bandalaginu og teljum hana ekki þjóna hagsmunum lands og þjóðar. Sérstaða íslands sem dvergvaxins þjóðríkis í miðju Norður-Atlantshafi og forræði íslendinga á auðlindum lands og sjávar samrýmist hvorki aðild né aukaaðild að Evrópubandalag- inu. Umsókn um aðild að Evrópubandalaginu kemur því ekki til greina. Hagsmunir íslendinga felast fyrst og fremst í víðtækri fríverslun við ríki Evr- ópubandalagsins og hana þarf að tryggja með samningum við bandalagið. í samningum um Evrópskt efnahagssvæði geti vissulega fal- ist tilteknir efnahagslegir ávinn- ingar, en það er eftir sem áður eindregin niðurstaða Alþýð- ubandalagsins að þegar á heild- ina er litið sé samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði tilraun sem mistókst og þess vegna óhjákvæmilegt að hafna niður- stöðu EES-samninganna. Gallarnir á samningnum, áhættan og fómirnar sem fslend- ingar myndi færa, vega tvímæla- laust mikið þyngra en þeir ávinn- ingar sem hugsanlega fengjust á hina hliðina, sem em þó í flestum tilfellum sýnd veiði en ekki gefin. í stað fyrirliggjandi niðurstöðu EES-samningsins þarf að koma til sjálfstæður tvíhliða samningur íslands og Evrópubandalagsins um viðskipti og samvinnu. Við- ræður um slíkan samning þurfa að hefjast sem fyrst enda eru önnur EFTA-ríki þegar að hefja viðræður um fulla aðild að Evr- ópubandalaginu. í tvíhliða samningi íslands og Evrópubandalagsins verði byggt á fríverslun með vörur og auknu frjálsræði í samskiptum almennt en þar verði á hinn bóginn tekið mið af smæð og sérstöðu íslands varðandi vinnumarkað og búseturétt og afdráttarlaus réttur íslendinga til að skipa forræði og eignarhaldi á auðlindum til lands og sjávar verði tryggður með sér- stökum lögum. í slíkum samningi er ekkert því til fyrirstöðu að fjalla einnig um samvinnu íslands og Evrópubandalagsins á öðrum sviðum, svo sem varðandi rann- sóknir og þróun, umhverfismál, menntun og menningu. Rétt er að minnast þess að við erum þeg- ar fullgildir þátttakendur í mörg- um verkefnum og áætlunum á þessum sviðum á grundvelli sjálf- stæðra samninga þar um við Evr- ópubandalagið. Tvíhliða samn- ingur gefur okkur á hinn bóginn færi á að standa utan við stjórn- málasamruna stórríkjanna á meginlandi Evrópu og komast hjá þátttöku í hinu mikla stofn- ana- og nefndarfargani miðstýr- ingaraflanna í Brussel. Þangað eigum við ekkert erindi og þar yrðum við aldrei annað en peð á skákborði stórveldanna. Með þessum hætti má varð- veita fullveldi, sjálfstæði og sér- stöðu íslands. Með þessum hætti lokum við engum dyrum til sam- vinnu og viðskipta við önnur markaðssvæði en Evrópu. í slíkri stöðu tökum við ekki áhættu á að lokast innan tollmúra Evrópu- bandalagsins og verða fórnar- lömb viðskiptaátaka stórvelda á efnahagssviðinu eins og ella gæti orðið. Sjálfstæði og óskert full- veldi íslendinga ásamt með legu landsins og auðlindum skapa okkur mikla möguleika í framtíð- inni ef rétt er á málum haldið. Meginniðurstöður Ef reynt er að draga saman meg- in niðurstöðu þessa viðamikla máls, þá er hún að mínu mati í grófum dráttum á þessa leið: Samningurinn um Evrópskt efna- hagssvæði er langt frá því að vera nógu hagstæður okkur íslending- um. Hann er tilraun sem mistókst. Gallarnir og áhættan sem með honum væri tekin vega mun þyngra en hugsanlegir ávinningar. Þær tollalækkanir, einkum í saltfiskútflutningi, sem tengjast samningnum eru of dýru verði keyptar. A móti þeim störf- um sem e.t.v. geta skapast við úrvinnslu munu næsta örugglega tapast önnur vegna aukinnar samkeppni erlendis frá í iðnaði og þjónustu. Megin samningskröfur fslands um að undirgangast ekkert yfir- þjóðlegt vald, um að fá fríverslun með fisk, um að samninginn gerðu tveir réttháir aðilar voru

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.