Dagur - 22.01.1993, Síða 6
1T=~ÐAGUR - Föstudagur 22. janúar 1993
Halldór Blöndal,
landbúnaðar- og samgönguráðherra
veröur með viðtöl á skrifstofu Raufarhafnarhrepps
laugardaginn 23. janúar frá kl. 10-12 og á skrifstofu
Þórshafnarhrepps sama dag frá kl. 16-18.
Landbúnaðar- og samgönguráðuneytið.
Rafmagnsþilofnar
íslensk framleiðsla
4 stærðir: 400 w, 800 w, 1200 w, 1600 w
Söluaðilar:
Raflagnadeild KEA, Óseyri 2, Akureyri, sími 30300
Öryggi sf., Garðarsbraut 18a, Húsavík, sími 41600
Framleiðandi:
^3 öryggi sf.
HOTEL KEA
Við fögnum þorra nk. laugardagskvöld með ærlegu
þorrablóti
Stútfull trog af bæjarins besta
þorramat af hlaðborði.
Auk hefðbundins þorramats bjóðum við uppá
súrsaða selshreifa og saltað selkjöt.
Verð aðeins kr. 2.500,-
Gunnar Gunnarsson leikur fyrir matargesti.
Hljómsveit I. Eydal
leikur fyrir dansi fram eftir nóttu.
Sunnudagsveisla á Súlnabergi
Rjómalöguð kjörsveppasúpa, ofnsteikt lambalæri
og/eða Roast beef Bearnaise.
Þú velur meðlætið, salatið og sósurnar
og endar þetta á glæsilegu deserthlaðborði.
Allt þetta fyrir aðeins kr. 1.050,-
Frítt fyrir börn 0-6 ára, Vi gjald fyrir 7-12 ára.
Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22200.
Hvað er að gerast?
Þorraíjölskyldu-
helgi á Bautanum
í byrjun þorra verður Bautinn með
þorrafjölskylduhelgi sem stendur
frá föstudagskvöldi til sunnudags-
kvölds. í 24 ár hefur Bautinn boð-
ið upp á þorramat og í ár verða á
boðstólum 26 tegundir af alís-
lenskum mat á hlaðborði. Þeir
yngri í fjölskyldunni, sem ekki
borða þorramat, geta valið um
hamborgara eða samlokur með
frönskum kartöflum.
Þorrablót á
Hótel KEA
Hótel KEA fagnar þorra annað
kvöld, laugardagskvöld, með veg-
legu þorrablóti. Auk hefðbundins
þorramats er boðið upp á súrsaða
selshreifa og saltað selkjöt. Verð
kr. 2.500. Gunnar Gunnarsson
leikur fyrir matargesti og Hljóm-
sveit I. Eydal leikur fyrir dansi
fram eftir nóttu.
Galíleó í Sjallanum
Hljómsveitin Galíleó spilar á
Sjallakránni í Sjallanum í kvöld
og er aðgangur ókeypis. Nokkrar
mannabreytingar hafa orðið í
hljómsveitinni síðan hún kom
norður síðast, en Birgir Bragason
hefur tekið við bassanum af
Baldvini Sigurðarsyni og Einar
Bragi Einarsson, saxafónleikari,
hefur hætt í hljómsveitinni. Galí-
leó leikur einnig í Sjallanum á
laugardagskvöld.
Sister Act í
Borgarbíói
Hin vinsæla gamanmynd Sister
Act með Whoopi Goldberg í aðal-
hlutverki verður sýnd í Borgarbíói
á Akureyri kl. 21 og 23 um helg-
ina. Klukkan 21 verður einnig
sýnd spennumyndin Háskaleikir
með Harrison Ford í aðalhlutverki
og kl. 23 verður sýnd önnur
spennumynd, Blade Runner, þar
sem Harrison Ford kemur einnig
við sögu. A bamasýningum á
sunnudag kl. 15 verða sýndar
Bridds
myndimar Tommi og Jenni og
Mjallhvít og dvergamir.
Tvær sýningar á
Útlendingnum
Leikfélag Akureyrar verður með
tvær sýningar um helgina á Út-
lendingnum, gamanleik Larrys
Shue. Fyrri sýningin verður í
kvöld kl. 20.30 og sú síðari á
sama tíma annað kvöld. Miðasala
er í Samkomuhúsinu alla virka
daga nema mánudaga kl. 14 til 18
og sýningardaga fram að sýningu.
Símsvari fyrir miðapantanir allan
sólarhringinn. Sími í miðasölu 96-
24073.
Ástardrykkurinn í
Laugarborg
Tónlistarskólinn á Akureyri slend-
ur fyrir sýningum á gaman-
óperunni Astardrykknum eftir G.
Donizetti í Laugarborg í Eyja-
fjarðarsveit. Frumsýning verður í
kvöld, föstudag, kl. 20.30. 2. sýn-
ing nk. sunnudagskvöld, 3. sýning
mánudagskvöld og fjórða og síð-
asta sýning miðvikudagskvöldið
27. janúar. Allar sýningamar hefj-
ast kl. 20.30. Miðasala í Tónlistar-
skólanum á Akureyri kl. 13-16
nema á morgun, laugardaginn 23.
janúar. Miðapantanir í síma 21788
á sama tíma. Verð aðgöngumiða
er 1000 krónur.
Aðalfundur íþrótta-
deildar Léttis
Aðalfundur íþróttadeildar hesta-
mannafélagsins Léttis á Akureyri
verður haldinn í Skeifunni nk.
sunnudag, 11. janúar, kl. 20. A
dagskrá em venjuleg aðalfundar-
störf.
Fyrirlestur þekkt-
asta Pólarfara
Norðmanna
Einn þekktasti Pólarfari Norð-
manna, Sjur Mördre, heldur fyrir-
lestur á Hótel KEA í kvöld, föstu-
dag, og mun hann þar greina frá
ferðum sínum í máli og myndum
og hvaða reynslu hann hefur öðl-
ast hvað varðar útbúnað og að
sigrast á náttúruöflunum. Fyrir-
lesturinn er á ensku og öllum op-
inn án endurgjalds.
Sunnudagskaffi
harmoniku-
unnenda
Félag harmonikuunnenda við
Eyjafjörð verður með sunnudags-
kaffi í Lóni við Hrísalund nk.
sunnudag, 24. janúar, kl. 15 til 17.
Við borðhaldið verður harmoniku-
tónlist að sjálfsögðu leikin af
fingmm fram. Allir em velkomn-
ir.
15 mínútna mót á
sunnudag
Skákfélag Akureyrar heldur 15
mínútna mót nk. sunnudag kl. 14.
Teflt verður í húsakynnum Skák-
félagsins við Þingvallastræti og er
þetta fjórða mótið í röð stigamóta
í vetur.
Sýning á Nissan
og Subaru
Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdi-
marssonar, Óseyri 5 á Akureyri
verður með sýningu á Nissan
Sunny ‘93 og Subaru Station ‘93
um helgina. Sýnt verður á morg-
un, laugardag, og sunnudag kl.
14-17 báða dagana.
Kjördæmismót Norðurlands vestra í bridds:
Ásgrímur og Jón sigruðu
- og spila í úrslitum íslandsmótsins í tvímenningi
Alls tóku 25 pör þátt í kjör-
dæmismóti Norðurlands vestra
sem haldið var á Siglufírði um
sl. helgi. Heimamenn Iétu sem
fyrr mikið að sér kveða og áttu
tvö efstu pörin.
Þeir bræður Ásgrímur og Jón
Sigurbjörnssynir sigruðu og hlutu
157 stig en Sigfús Steingrímsson
og Valtýr Jónasson urðu í öðru
sæti með 156 stig. Kristján
Blöndal og Sigurður Sverrisson
frá Sauðárkróki höfnuðu í þriðja
sæti með 147 stig. í næstu sætum
urðu eftirtalin pör:
4. Páll Ágúst Pálsson/Sigurður
Gunnarsson Sigluf. 111
5. Heiðar Albertsson/Jóhann
Stefánsson Fljótum 99
6. Anton Sigurbjörnsson/Bogi
Sigurbjörnsson Sigluf. 90
7. Elías Guðmundsson/Unnar
A. Guðmundsson Hvammst. 88
8. Berta Finnbogadóttir/Ingi-
björn Garðarsd. Fljótum 82
9. Ólafur Jónsson/Steinar Jóns-
son Sigluf. 21
10. Reynir Pálsson/Stefán Bene-
diktsson Fljótum 13
Kjördæmismeistararnir unnu
sér rétt til að spila í úrslitum
íslandsmótsins í tvímenningi
1993.
Sveit Bjarkar Jónsdóttur er í
efsta sæti að loknum þremur
umferðum í aðalsveitakeppni
Bridgefélags Siglufjarðar sem nú
Sveitir Kristjáns Guðjónssonar
og Páls Pálssonar eru efstar og
jafnar að loknum sex umferð-
um í Akureyrarmótinu í sveita-
keppni í bridds. Báðar hafa
sveitirnar hlotið 115 stig en
sveit Sigurbjörns Þorgeirsson-
ar er í þriðja sæti með 111 stig.
Sveit Gylfa Pálssonar er í
fjórða sæti með 100 stig en sveit
Hauks Jónssonar, sem leiddi
stendur yfir. Sveit Bjarkar hefur
hlotið 65 stig en alls taka 13 sveit-
ir þátt í mótinu.
Sveit Þorsteins Jóhannssonar
er í öðru sæti með 63 stig, sveit
íslandsbanka í þriðja sæti með 56
stig, sveit Reynis Karlssonar í
fjórða sæti með jafn mörg stig og
sveit Birgis Björnssonar í því
fimmta með 48 stig.
mótið eftir fyrstu þrjár umferð-
irnar, er nú í fimmta sæti með 96
stig.
Alls taka 11 sveitir þátt í mót-
inu og eru spilaðir þrír tíu spila
leikir á kvöldi og verður spiluð
tvöföld umferð. Næstu þrjár
umferðir verða spilaðar í Hamri
þriðjudaginn 26. janúar nk. og
hefsta spilamennskan kl. 19.30.
-KK
Sveitakeppni í bridds - Akureyrarmót:
Hörð barátta á toppnum