Dagur - 26.01.1993, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 26. janúar 1993 - DAGUR - 11
Einn poppkom takk
„Ég ætla að fá 23 poka af hnetum og einn lítinn af poppkomi fyrir Liila,“
gæti hin 23 ára Thura verið að segja á þessari mynd. Mæðginin eru í dýra-
garði í Þýskalandi og sá litli heitir Genscher í höfuðið á stjórnmálamannin-
um Hans-Dietrich Genschcr, sem einmitt var frægur fyrir sín stóm eyru.
Skíðastökk
-úrljnu!
Þessir tveir skíðamenn gátu alls
ekki beðið eftir því að fá tækifæri
til að renna sér í nýföllnum
snjónum -15 metrum neðar. Þeir
stukku út úr lyftunni sem flutti þá
alla leið upp á topp fjallsins
Snjófugls í Utah í Bandaríkjun-
um.
Þetta athæfi var og er að sjálf-
sögðu ólöglegt og lögreglan gerði
strax ráðstafnir til þess að grípa
þessa ofurhuga. En þeir höfðu
rennt sér aðra leið en reiknað var
með og finnast ekki nema ein-
hver þekki þá af myndinni!
IÐNFYRIRTÆKI
í dag, 26.01. kl. 15.00, verður Karl Friðriksson frá Iðntækni-
stofnun, staddur hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar og veitir
upplýsingar um verkefnið Frumkvæði-Framkvæmd.
Markið verkefnisins Frumkvæði-Framkvæmd er að aðstoða iðnfyrirtæki
við að afla sér ráðgjafar. Það er gert undir stjóm verkefnisstjóra og með
fjárhagslegum stuðningi. Aðstoð er veitt á eftirtöldum sviðum:
^ Stefnumótun
► Fjárhagsleg endurskipulagning og fjármálastjórnun
► Vöruþróun og markaðsaðgerðir
► Skipulagning framleiðslu
► Gœðastjórnun
^himkvæði
itnkva'md
IÐNLANASJOÐUR
Armúla 13a, 155 Reykjavík, sími 91-680400
Iðntæknistofnun
Keldnaholt, 112 Reykjavík, sími 91-687000
Fyrsta myndin sem tekin er af hinni hamingjusömu fjölskyldu. Faðirinn situr með soninn nýfædda og stóra systir vill
greinilega hafa hönd í bagga með föður sínum. Á innfelldu myndinni er Elvis Presley eins og hann leit út fyrir mörg-
um árum.
Elvis afi í annað sinn
Það er ekki víst að allir Elvis-
aðdáendur gleðjist yfir þessari
frétt, en EIvis Presley er orð-
inn afi og meira að segja í ann-
að sinn. Þetta er ótvíræð sönn-
un þess að þeir sem muna
kappann meðan hann var upp á
sitt besta eru nú farnir að
eldast. En þetta er ekki það
eina sérstaka varðandi þennan
merkis atburð. Fæðingin sjálf
var mjög söguleg.
Lisa Marie, dóttir rokkkóngs-
ins sáluga, aðhyllist stefnu þar
- sá stutti verður nýr Elvis
sem allt er lagt upp úr að raska
ekki ró barnsins meðan á með-
göngu og fæðingu stendur. Fóstr-
ið má ekki verða fyrir því að heyra
hávær eða skerandi hljóð á með-
göngunni og sem mest á móðirin
að halda sig í algerri þögn. Þetta
á líka við um fæðinguna sjálfa og
í 9 kvalafullar klukkustundir
mátti Lisa Marie hvorki æmta né
skræmta. Allt hafðist þetta að
lokum og myndarlegur og hraust-
ur 15 marka strákur kom í heim-
inn.
Þegar er búið að leggja línurn-
ar varðandi framtíð snáðans.
Hann á að sögn að feta í fótspor
afans og verða næsti Elvis. Þetta
má ráða af afstöðu himintungla á
þeirri stundu er sá stutti kom í
heiminn. Hann mun meira að
segja líkjast afa sínum í útliti
hvað þá meira. Síðan er bara að
bíða í svona 18-20 ár og sjá hvað
setur.
RA n/AISÓKNA S TOFNUN
HÁSKÓLANS
Á AKl/REYR/ /
( G/erérgðtu 36
/S-600Akureyri
S/m/ 96- /7780
Fex 96- 7/799
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri auglýsir
aðstöðu fyrir
gistifræðimann
Stofnunin býður fram aðstöðu fyrir fræðimann í
húsakynnum sínum á vor- og sumarmisseri 1993.
Aðstaðan felst í skrifstofu, aðgangi að tölvu, síma,
Ijósritun o.s.frv. Umsækjendur geta t.d. verið
stúdentar, sem eru að vinna að meistara- eða
doktorsverkefnum, og kennarar eða sérfræðingar í
rannsóknarorlofi frá öðrum stofnunum. Gistifræði-
maður skal flytja 1-2 opinbera fyrirlestra við Háskól-
ann á Akureyri á gistimisserinu.
Væntanlegir umsækjendur skulu senda nákvæma
greinargerð um störf sín og rannsóknir til Jóns Þórð-
arsonar, framkvæmdastjóra R.H.A., pósthólf 875,
602 Akureyri, fyrir 20. febrúar nk. Hann gefur auk
þess nánari upplýsingar um aðstöðuna sem í boði er
(í síma 96-11780).
AJeurepr
NY NAMSKEIÐ
hlutatelknun
m ó d e Ite I kn u n
andlltitelknun
málun og lltameðferð
vatnslltamálun
graflsk hönnun
skrlft og letu rgerð
bútasaumur
telknun, málun, mótun
fyrlr börn
Fiskverkendur -
Útgerðarmenn
Erum kaupendur að lifur til bræðslu.
Nánari upplýsingar veita Jóhann Pétur eða
Hilmar í síma 96-24125.
KROSSANEShf,
Krossanesbraut, 603 Akureyri.