Dagur - 26.01.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 26. janúar 1993
GLERÁRGÖTU 36
SÍMI 11500
★ Seljahlíð:
3ja herb. raðhús, tæpl. 75
fm. Hagstæð áhvílandi lán.
Laus eftir samkomulagi.
★ Grenivellir:
5 herb. efri hæð og ris ásamt
rými í kjallara. Áhvílandi
langtímaián um 4 millj. Laus
eftir samkomulagi.
★ Hrísalundur:
2ja herb. íbúð á 3. hæð - ca.
62 fm. Gengið inn af svölum.
Laus 1. febrúar.
★ Keilusíða:
Mjög falleg sem ný 3ja herb.
íbúð á 3. hæð ca. 83 fm.
Áhvílandi húsnæðislán um
4.7 millj. Laus eftir sam-
komulagi.
★ Móasíða:
4ra herb. raðhús ásamt
bílskúr samtals um 149 fm.
Ekki alveg fullgert. Áhvílandi
húsn.lán um 7.5 millj.
★ Langahlíð:
3ja-4ra herb. raðhús ásamt
bflskúr, samtals um 133 fm.
Áhvílandi húsn.lán um 2
millj. Skipti á 3ja herb. íbúð
koma til greina.
HUTBGWtM
swmsuaSSI
HORÐURLANDS íl
Glerárgötu 36, sími 11500
Opi& virka daga kl. 13-17 og á
morgnana eftlr samkomulagi.
Sölustjóri:
Pétur Jósefsson
Lögmaður:
Benedikt Ólafsson hdl.
Hvaðan
Hvert
Póstbíllinn stráöi út erindum sín-
um og afgreiðslustörfum, um
hundrað kílómetra langa leið til
meira en eitt hundrað bæja. Þetta
er leiðin frá Skjálfandaflóa að
norðan til óbyggða öræfanna að
sunnan, þar sem mannabyggð
þrýtur í Bárðardal. Póstbíllinn
sem rennur hér með bæjum nýtur
stjórnar hins úrræðagóða önd-
vegisdrengs Jóns Ingasonar.
Virðist nafn hans síst tengjast
óhöppum í starfi eða forsjá hans,
þó nafnar hans sumir hverjir á
valda- og trúnaðarstólum séu
sem eftir óhöppum undir slíkri
nafngift, en blöð í pósti greina
frá.
Póstbíllinn tróðst með erfiðis-
munum hér heimundir hinn 4.
desember s.l. og færði í póstkass-
ann fullan hin fjölbreyttustu gögn
því nú liggur mikið við. Menn
kalla þetta Aðventutíma ellegar
undirbúning, því meira stendur
til. Ekkert er ráð nema í tíma sé
tekið. Aðeins þrjár vikur þangað
til við eignumst enn og endurlif-
um þá einustu jólasögu sem okk-
ur kristnum mönnum var boðin,
gefin og beðnir fyrir til gæslu, líkt
og þegar hirðir gætir hjarðar
sinnar svo hún skuli bera ávöxt.
Því eins og boðað var: Óttist ekki
því ég boða yður mikinn fögnuð.
Það var að hefjast nýtt landnám,
svona löngu fyrir daga búnaðar-
sambandsins.
Mitt á meðal þess ofboðs sem
treðst heim á friðsæl heimili,
undir skikkju boðskapar, fagur-
gala eða fláttskapar. í áróðri og
undirróðri. (Ertu vanur að stinga
ár - sagði eitt sinn ferjumaður við
okkur á bát yfir Fnjóská, þar sem
kunnáttumaður gat orðið ferju-
manni að liði.) Lottótilboðum
endalausum, sem orðabókin vill
ekki einu sinni skoða eða skýra,
enda felst þar máski einn lúmsk-
asti tilviljana boðskapur um mis-
munun og hlutdrægni gagnvart
lífskjörum fólks eða lífsvali fólks.
En upp úr klökugum póstkassa
SKATTFRAMTÖL
FYRIR EINSTAKLINGA OG MINNIFYRIRTÆKI
- Alhliða bókhaldsþjónusta
- Launavinnsla
- VSK uppgjör
- Ársuppgjör
- Tölvuþjónusta
- Tölvuráðgjöf
- Aðstoð við bókhald og
tölvuvinnslu
- Hugbúnaðargerð
- Innheimta
Rolf Hannén, Norðurbyggð 15. Sími 27721.
•jjÉt; Auglýsing um próf
JjfP fyrir skjalþýðendur
og domtulka
Þeir, sem öðlast vilja réttindi sem skjalþýðendur og
dómtúlkar, eiga þess kost að gangast undir próf, er
hefjast væntanlega 26. mars nk. ef þátttaka verður
nægjanleg.
Fyrir þá sem vilja þreyta prófið verður haldið undir-
búningsnámskeið dagana 18., 19. og 20. febrúar og
tilkynnist þátttaka í því til dóms- og kirkjumálaráðu-
neytisins eigi síðar en 12. febrúar og jafnframt ósk-
ast tilkynnt í hvaða máli umsækjendur hyggjast
þreyta prófið. Námskeiðsgjald er kr. 12.000.
Frestur til innritunar í próf rennur út 5. mars 1993 og
skal skila umsóknum um þátttöku í prófinu til ráðu-
neytisins á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást.
Löggildingargjald er kr. 25.000.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 24. janúar 1993.
kemur það allt saman?
er því ætlað að fara?
„þar sem öllum hafís verri er
hjartans ís sem heltekur skyld-
unnar þor, ef grípur hann þjóð
þá er glötun vís.“ En jafnvel í
slóð ófarnaðar dregst oft hið
velmeinta boð, máski í umkomu-
leysi frá undirdjúpi hugans. Þeg-
ar dregur að jólum og þá reikn-
ingsskilum áramóta og uppgjöri.
Uppúr hinum snjóhrakta póst-
kassa dró ég merkilegt blað
„Dags“ á Akureyri frá 3. des.
1992, þar sem hinn ungi bóndi á
Laxamýri, kennari og nýlega kos-
inn formaður Búnaðarsambands
Suður-Þingeyinga, vekur eftir-
tekt sem verður nánar að vikið
síðar. Fyrst verð ég þó að hafa
nokkur „millispil" sem mjög er
tíðkað, sér í lagi hjá fjölbreyttum
samböndum nútímans sem virð-
ast í eðli sínu vera með nokkrum
hætti spilverk - milligerðir - skil-
rúm - stía - hrófatildur, svo lengi
má telja fram, og síðast, hljóð-
færaleikur sem tekur kannski
sýnu mest í. Allt eru hér milli-
gerðir sem sífellt er lítið hald í og
endalaust reynt að hoppa yfir eða
smjúga í gegnum, og þarf síst að
nefna bara fjárhús í sveit til vitnis
um.
Varla hefði Jónas Þorbergsson
einn af forvígismönnum og fyrstu
ritstjórum „Dags“ órað fyrir því
að litla blaðið hans yrði svo
vöxtulegt dagblað sem orðið er og
láhrifamikið í boðskap og trútt
sínum fyrsta ásetningi um vöxt og
viðgang kaupfélaganna og sam-
vinnu, sem rekstrarforms í verslun
og öðrum vinnubrögðum þar sem
hentar. Einnig hefur blaðið stað-
ið á verði um stefnu Framsóknar-
flokksins frá fyrstu tíð þó hann
hafi ekki sem slíkur gefið blaðið
út. Annað mál er hitt að það má
æra fleiri en óstöðuga að verja
allt frá þeim búðum. Þar sem svo
létt er skoppað yfir milligerðir
sem menn ætluðu að héldu, og
„hagræðingu" sína í skoðun
hverja muna má, þar sem hjáseta
þingmanna getur auðveldlega
verkað sem samþykki manns þar
sem minnstu munar í örlaga-
afgreiðslum. Hér er einmitt um
slíkt að ræða á líðandi dögum þar
sem á Alþingi ganga á víxl orð-
færni manna, landráð ellegar
þjóðarvernd.
Samtök bænda eru ekki
spilverk til að stökkva yfír
Búnaðarsamband Suður-Þingey-
inga var stofnað að Laxamýri 20.
nóv. 1928 af ellefu kjörnum full-
trúum frá 7 búnaðarfélögum sýsl-
unnar. Fyrsti formaður sam-
bandsins var kosinn Jón H. Þor-
bergsson bóndi á Laxamýri og
með honum í stjórn bróðir hans
Hallgrímur Þorbergsson á Hall-
dórsstöðum í Laxárdal og Bald-
vin Friðlaugsson á Hveravöllum.
Jón var þá nýfluttur frá Bessa-
stöðum þar sem hann hafði búið,
og starfað sem ráðunautur Bún-
aðarfélags íslands og í fleiri trún-
aðarstörfum meðal sunnlenskra
bænda, en nú keypt Laxamýri og
hafið búskap. Má vísa til merki-
legrar yfirlitsfrásagnar um Bún-
aðarsambandið og búskap Þing-
eyinga og félagsmál aftur í aldir,
sem finna má í merkilegu bók-
inni: Aldarminning Búnaðarsam-
taka í Suður-Þingeyjarsýslu, gef-
in út árið 1963 en þó miðuð við
staði og stund 1960. Þetta stór-
virki sem bókin er, vannst undir
stjórn hins fágæta og djarfa for-
manns sambandsins Hermóðs
Guðmundssonar bónda í Árnesi
sem lengi verður minnst og þá
þess framtaks hans og margra |
Jón Jónsson Fremstafelli.
ágætra manna sem gáfu héraðs-
búum þessa bók. Áður hafði
komið út mikið brautryðjanda-
verk Jóns Sigurðssonar í Ysta-
felli: Ritsafn Þingeyinga, Lýsing
Þingeyjarsýslu, samin að tilhlut-
an Sögunefndar Þingeyinga, en
Helgafell gaf út 1954.
Þemavika um landbúnaö
,Orðabókin segir: „Þema, uppi-
staða - viðfangsefni, meginhug-
mynd listaverks“, svo lítið orð
gert að svo miklu táknmáli. En
upp á vegg Borgarhólsskólans á
Húsavík var innrammað skjal
sem útskýrði hvað var um að
jVera, og hér er aftur komið að
Ihinu merkilega dagblaði sem ég
dró upp úr póstkassanum klökugt
hinn 4. desember, og prentað var
það sem hér er á vegg Borgar-
hólsskólans svohljóðandi:
„Viðurkenning: Hér með viður-
kennist að þriðji bekkur í fjórðu
stofu Borgarhólsskóla á Húsavík
hefur tekið þátt í þemaverkefn-
inu: Ég les reikna og skrifa um
sveitina, dagana 9.-13. nóv. 92.
Búnaðarsamband Suður-Þingey-
inga þakkar nemendum gott
samstarf. Atli Vigfússon formað-
ur.“
Það er viðburður í dag að sjá
slíkt gerast og myndirnar sem
fylgja með og greinargerð IM
blaðamanns Dags. Börnin eru að
verki frá Húsavík með kennara
sínum suður í Reykjahverfi við
búskapinn þar.
Atli vitnar til reynslu sinnar við
nám bæði í Svíþjóð og London
og hann segir: „Að þessari til-
raun lokinni mun ég hafa sam-
band við upplýsingaþjónustuna
og leggja ákveðnar tillögur fyrir
Stéttarsamband bænda hvort ekki
sé í alvöru hægt að skipuleggja og
byrja á þessu starfi. Fyrst mætti
gera prufur í tveimur þremur
héruðum en síðan er draumurinn
að hægt sé að sinna þessum þætti
um allt land. Ég tel þetta mjög
mikilvægt. Námsefni til að sinna
þessum þætti þyrfti að gefa út hið
fyrsta." - Sagan er alltaf ólýgnust
þegar liðin er, líka okkar Atla.
Það er hið mikla „Þema, uppi-
staða, viðfagsefni og megin hug-
mynd listaverks".
Hér hefur verið að ýmsu vikið,
máski hreyfingu til skoðunar hvar
mest er þörf, þegar svo mikil skil
hafa orðið - og minnkandi reynslu-
samband yngstu kynslóða
(máski allra kynslóða) í sveit eða
við sjó, hvað varðar lífsafkomu-
leiðir í atvinnurekstri og nánast
samband við land sitt sem upp-
alanda og átrúnað. Hér þarf
margt skoðunar við. Víst eru
þess dæmi að vinnuhópar skóla-
barna með leiðsögn kennara
sinna ferðist um landið t.d. í mín-
um góða Stórutjamaskóla minn-
ist ég barnahóps sem kom heim
til mín á sinni vinnuviku, að
fræðast um vatnið sem allt bygg-
ist á og síst má ofbjóða; örnefni,
vöð, vá eða öryggi, líka fóm þau
í fiskihús þó ekki veiddu. Ég
þakka Atla og öllum þeim sem
vilja efla hin náttúrulegu tengsl
manns og moldar og samkomu-
lagið um leiðina að lifa, hvaðan
sem kom og hvert sem fer.
9. janúar 1993.
Jón Jónsson Fremstafelli.
Félagsfundur Félags bygginga-
manna Eyjafirði haldinn 13.
janúar 1993 mótmælir harðlega
efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar-
innar og lýsir fullri ábyrgð á
hendur henni vegna þess alvar-
lega ástands sem þær munu skapa
á heimilum launafólks í landinu.
Með aðgerðum síðustu vikna
hefur ríkisstjórnin hafnað kröfu
verkalýðshreyfingarinnar um
tekjujöfnun í þjóðfélaginu og
raunhæfar aðgerðir t atvinnumál-
um.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar
leiða til hækkana og kjaraskerð-
ingar. Vextir, landbúnaðarvörur,
bifreiðakostnaður hækka svo
dæmi séu tekin. Þessar verð-
hækkanir koma í kjölfar verð-
hækkana vegna gengisfellingar,
skerðingar barna- og vaxtabóta,
lækkunar persónuafsláttar og
hækkunar skatthlutfalls einstakl-
inga í tekjuskatti.
Dregið hefur úr fjárveitingum
til velferðarmála og þjónustu-
gjöld lögð á opinbera þjónustu
án tillits til greiðslugetu þeirra
sem á henni þurfa að halda.
Þrátt fyrir Ioforð ríkisstjórnar
um fjárveitingar til atvinnuupp-
byggingar, hafa engar raunhæfar
lausnir komið fram í atvinnumál-
um þjóðarinnar.
Afleiðingar af aðgerðum ríkis-
Istjórnarinnar er meira atvinnu-
1 leysi en þekkst hefur hér á landi í
marga áratugi og allt bendir til að
það muni aukast verulega á
næstu mánuðum. Atvinnuleysi er
þjóðarböl. Atvinnuleysi ræðst
gegn afkomu einstaklinga og fjöl-
skyldna, skuldir hlaðast upp og
vonleysi blasir við.
í síðustu kjarasamningum
lagði verkalýðshreyfingin höfuð-
áherslu á lága verðbólgu, stöðugt
verðlag og lækkandi vexti. Fjöldi
íslenskra fyrirtækja nýtti sér ekki
þessi hagstæðu efnahagslegu skil-
yrði sem þá sköpuðust. Þess í
stað þarf nú að færa skatta frá
fyrirtækjum yfir á herðar launa-
fólks sem þarf að bera auknar
byrðar bótalaust.
Sterkasta vopn verkalýðshreyf-
ingarinnar nú er breið samstaða
og sem víðtækast samráð gegn
kjaraskerðingu og atvinnuleysi.
Knýja verður fram breytta
stjórnarstefnu, aukinn kaupmátt
og fulla atvinnu.
Félag byggingamanna Eyjafirði:
Mótmælir efíiahagsað-
gerðum ríkisstjómariimar