Dagur - 26.01.1993, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 26. janúar 1993 - DAGUR - 15
Minning
Jón Eðvarð Jónsson
rakarameistari, Akureyri
apríl 1908 - Dáinn 19. janúar 1993
Fæddur 11
Þann 19. janúar um miðjan dag
barst mér tilkynning um andlát
tengdaföður míns, Jóns Eðvarðs
Jónssonar, rakarameistara, en
hann hafði nokkrum dögum áður
verið innritaður á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri. Þó svo
að dauðinn geri sjaldnast boð á
undan sér, var Jón þess meðvit-
aður að kallið gæti komið hvenær
sem væri, enda hafði heilsu hans
hrakað nokkuð síðustu árin, og
var hann því vel undir það búinn
að hefja þá för sem öllum er ætl-
uð að lokum.
Mér er einkar ljúft að minnast
þess mæta manns nokkrum
orðum, sem ég hefi verið svo
lánsamur að eiga að vini allt frá
því að leiðir okkar lágu saman
fyrir rúmum þrjátíu árum. Það
eru mikil sannindi fólgin í orðun-
um, „sá er vinur sem í raun reyn-
ist,“ og það fengu allir þeir að
kynnast sem eignuðust Jón að
vini. Hann var mikill dreng-
skaparmaður og einstakt ljúf-
menni, og með skemmtilegri
mönnum að umgangast, fullur af
fróðleik um bókmenntir og listir,
sem hann miðlaði fúslega ef eftir
því var leitað, og grunnt var á
góðum húmor.
Jón var fæddur á Húsavík, 11.
apríl 1908, sonur hjónanna Aðal-
bjargar Benediktsdóttur frá
Auðnum í Laxárdal og Jóns
Baldvinssonar frá Garði í Aðal-
dal. Fram yfir tvítugs aldur bjó
hann í foreldrahúsum ásamt stór-
um systkinahópi, og þó húsa-
kynnin við Túngötuna væru lítil
og veraldlegur auður ekki mikill,
þá var hinn andlegi auður þess
meiri.
Þau Aðalbjörg og Jón ólu börn
sín upp í trúrækni, og innprent-
uðu þeim gildi bókmennta og
tónlistar, en bæði voru þau læs á
nótur og vel liðtæk í orgelleik og
góðir hagyrðingar voru þau bæði
þó ekki færi mikið fyrir því opin-
berlega. Lestur góðra bóka og
músík var mikið stunduð á hans
heimili, og sagði hann t.d. um
móður sína, að hún hafi alla tíð
verið barmafull af músík og ljóð-
um í sorg og gleði.
Lífsferill Jóns speglaðist því
mjög af því góða uppeldi sem
hann fékk heimafyrir. Svo mjög
sótti músíkin á hugann, að hann
hóf ungur að sækja tíma í orgel-
leik, en tímarnir voru ekki margir
og varð hann því að halda áfram
námi upp á eigin spýtur. Hann
náði fljótt góðum tökum á nótna-
lestri og eignaðist seinna á ævinni
forláta píanó, sem hann settist
við daglega allt til síðustu stundar
til að framkalla eitthvert af
klassískum verkum meistaranna
sér til ánægju. Mest hé'lt hann
upp á Mozart, sem hann kallaði
einhvern mesta ástvin sinn í
tónlist, og taldi í einlægni sinni að
kominn væri frá Upphæðum. Þá
var Jón mikill bókaunnandi, og
safnaði að sér góðverkum
íslenskra rithöfunda, sem hann
las að staðaldri. Margar þessara
bóka batt hann inn sjálfur, og ber
handbragðið vitni góðum hand-
verksmanni.
Jón var um tíma mikill áhuga-
maður um ljósmyndun, og þær
voru ófáar stundirnar sem hann
fór um bæinn til að leita góðra
mótífa, og bera margar mynda
hans þess glöggt vitni að hann
hafði haft gott listrænt auga.
Jón unni náttúrunni mjög, og
minntist oft daganna þegar hann
sat yfir ánum í sveitinni, og naut
kyrrðarinnar og fegurðar
landsins. Við heimili sitt í Lög-
bergsgötu gerði hann sér fagran
unaðsreit, og ófáar eru þær
stundirnar sem hann vann í garð-
inum sínum við blóm og tjárækt.
Hann byggði sér gróðurhús og
hóf rósarækt, sem tók huga hans
um iangt skeið. Ég minnist þess
oft hve sæll og ánægður hann var
þegar vel tókst til í rósaræktinni,
og fáar voru þær rósirnar sem
hann kunni ekki allt um, svo sem
heiti, ættir og afbrigði.
Jón var einn af stofnendum
Stangveiðifélagsins Strauma, og
kom árlega að Laxá til veiða í á
fjórða áratug. Þó hann hefði
mikla ánægju af góðri veiðiferð,
skipti náttúrufegurðin við Laxá
hann ekki minna máli. Hann
taldi ferðir sínar í ána líkari píla-
grímsferð en veiðiferð, og þó
veiðin brygðist þá væri ferðin aldrei
farin til einskis. Slíkir eru töfr-
ar Laxár og aðdráttarafl, að sá
sem einu sinni hefur horft í bláar
öldur hennar og heyrt strengja-
spilið er ekki samur á eftir, er haft
eftir honum. Ég var þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá að vera veiðifé-
lagi hans síðustu árin í Laxá, og
einmitt í þeim ferðum kynntumst
við hvað best, og uppgötvaði ég
þá miklu mannkosti sem hann
var búinn. Þær samverustundir
munu aldrei gleymast.
Að aflokinni barnaskólagöngu
á Húsavík, gekk Jón til ýmissa
starfa til lands og sjávar, en hóf
síðan nám í rakaraiðn á Akureyri
um 1930, og lauk prófi í ársbyrj-
un 1935. Það sama ár hóf hann
störf við iðn sína á Siglufirði, og
þar sagðist hann hafa stigið sitt
mesta gæfuspor á lífsleiðinni, er
hann kynntist eiginkonu sinni,
Ingibjörgu Sigurðardóttur, en
þau gengu í hjónaband á Akur-
eyri 17. júní 1937. Sama ár hófu
þau búskap, og Jón opnaði sína
eigin rakarastofu að Hafnarstræti
93. Eigin rakarastofu rak Jón síð-
an á Akureyri, síðast að Strand-
götu 6, eða allt til ársloka 1985,
er hann lét af störfum þá sjötíu
og sjö ára gamall. Þeir eru orðnir
margir viðskiptavinirnir á tæp-
lega fimmtíu ára starfsferli sem
notið hafa þjónustu Jóns, og
marga góða vini eignaðist hann
úr hópi fastra viðskiptavina.
Þrátt fyrir annir atvinnu-
rekstrarins og hin mörgu áhuga-
mál, sem tóku verulegan hluta frí-
tímans, var Jón góður og
umhyggjusamur heimilisfaðir.
Þau Jón og Ingibjörg eignuðust
þrjú börn, Reyni, hárskurðar-
meistara, giftan Rósu Andersen,
mammmmm
Tónlist
Óperan Ástardrykkurinn eftir
Gaetano Donizetti er væntanlega
ein þeirra ópera, sem hvað tíðast
eru settar á svið. Verkið er létt og
skemmtilegt og virðist yfirleitt
eiga vísar góðar viðtökur áhorf-
enda, sem seint þreytast á efnis-
þræðinum. Hann er hinn sígildi
þríhyrningur tveggja karla og
einnar konu, vafinn léttu glensi
og gamalkunnum persónum.
Söngdeild Tónlistarskólans á
Akureyri frumsýndi Ástardrykk-
inn í Laugarborg í Eyjafirði
föstudaginn 22. janúar. Þýðend-
ur óperutextans eru Guðmundur
Sigurðsson og Már Magnússon.
Flytendur voru nemendur söng-
deildarinnar, sem nutu dyggilegr-
ar aðstoðar kennara sinna við
uppsetninguna.
Guðmundur Óli Gunnarsson,
skólastjóri tónlistarskólans hafði
meö höndum stjórn tónlistar og
Helga Bryndís Magnúsdóttir lék
píanóútsetningu hljómsveitarund-
irleiksins. Báðum fórust þessi
atriði uppsetningarinnar vel úr
hendi og af öryggi.
Leikmynd uppsetningarinnar,
sem er gerð af Erni Viðari
Erlendssyni, er einföld og smá í
sniðum, eins og verður ekki hjá
komist vegna kringumstæðna í
Laugarborg. Hún er samt sem
áður vel fullnægjandi. Lýsing
leikmyndarinnar er unnin af
Ingvari Björnssyni og Hjörleifi
Ólafssyni og er við hæfi.
Kór óperunnar er nokkuð
misjafn. Hann átti það til að vera
einicennilega ósamtaka, rétt eins
og flytjendur sæju ekki allir til
stjórnandans, Guðmundar Óla
Gunnarssonar, sem gaf góðar
Ástardrykkuriim í Laugarborg
bendingar um innkomur, eða
heyrðu ekki almennilega undir-
leikinn. Þetta var til dæmis nokk-
uð áberandi í upphafskór óper-
unnar en kom fyrir víðar einkum
þegar kórinn var blandaður. Kór-
inn allur átti þó glæsilega hluta.
Þar á meðal má nefna lokakór
verksins, sem kórinn söng af
þrótti og öryggi.
Kvennakór í atriðinu um arf
Nemorinos bar af í kóratriðum
óperunnar. Konurnar sungu fal-
lega og af léttleika, sem átti vel
við þetta atriði.
Belcore, liðsforingi, er sunginn
af Michael Jóni Clarke. Michael
Jón virtist ekki í essinu sínu í
þessu hlutverki, eða var það að
minnsta kosti ekki á frumsýning-
unni. Röddin virtist honum eitt-
hvað óþjál og fas hans á sviðinu
var yfirleitt heldur stirt og vand-
ræðalegt. Af bráði þó á stundum,
en í heild tekið virtist söngvarinn
ekki ná sér á strik.
Hólmfríður Benediktsdóttir
syngur hlutverk Adinu hótel-
stýru. Hólmfríður átti góða hluta
í flutningi sínum á frumsýning-
unni í Laugarborg. Söngur henn-
ar var glaðlegur og léttur, en fyrir
kom, að tónar voru ekki alveg
réttir einkum í tónbilum niður
eftir tónstiganum. Fas Hólmfríð-
ar bar þess vitni, að hún naut
þess að taka þátt í uppsetning-
unni og var að jafnaði vel við
hæfi. Þó voru sumar handahreyf-
ingar heldur einhæfar.
Dagný Pétursdóttir söng
Gianettu, móttökustúlku á hóteli
Adinu. Hlutverkið var ekki stórt
og komst Dagný allvel frá því.
Nemorino, þjónn, sem leitar
ásta Adinu, er sunginn af Erni
Viðari Birgissyni. Örn Viðar
kemst almennt vel frá hlutverki
sínu. Hann hefur þróttmikla
rödd, sem skilar vel texta og tóni.
Reyndar á hún það til að vera
svolítið móskuð og því á stund-
um ekki svo björt og tær, sem
æskilegt hefði mátt kalla. Flutn-
ingur Arnar Viðars var yfirleitt í
góðu samræmi við kringumstæð-
ur í verkinu. Nokkuð einkenni-
legt er það í fasi Arnars Viðars í
hlutverki Nemorinos, að hann er
jafnan með hendur í vösum. Ef
til vill er þetta til þess að undir-
strika vandræði og umkomuleysi
þessa vonbiðils, en verður nokk-
uð einhæft.
Dulcamara, farandsala og lyfja-
loddara, syngur Baldvin Bald-
vinsson. Baldvin hefur þrótt-
mikla og blæbrigðaríka rödd,
sem hann beitti af natni og fjöl-
breyttni á frumsýningu Ástar-
drykksins. Hann vék að áhorf-
endum á nokkrum stöðum og
tengdi þannig flutninginn fram í
salinn. Fas Baldvins á sviði var
létt og skemmtilegt. Hann virtist
njóta sín hið besta í hlutverki
sínu og hlýtur að teljast ein höfuð-
stjarna uppsetningarinnar.
Gordon Jack, sem fór með
hlutverk eins í fylgdarliði Dulca-
mara. Hann lék nokkrar strófur á
trompet og lífgaði sýninguna
verulega
sínum.
í heild
hópatriða
um það,
með hljóðfæraleik
tekið var uppsetning
lífleg. Afar lítið var
að dauðir punktar
mynduðust, heldur höfðu leik-
stjórarnir Már Magnússon og
Aðalsteinn Bergdal greinilega
lagt mikið upp úr því, að allir
fylgdust með og tækju virkan þátt
í því, sem var að gerast í fram-
vindu óperunnar.
Einstakir kórfélagar og aðrir
höfðu ýmiss smáatriði með
höndum, svo sem Gordon Jack,
gleðikonurnar tvær og fleiri.
Þessi atriði voru yfirleitt vel
útfærð og vöktu iðulega verulega
kátínu. Stundum var jafnvel allt
að því heldur mikið að gert, svo
að þessar innfellingar nálega
stálu senunni. Ljóst er samt, hver
tilgangurinn hefur verið, það er
að segja sá, að skapa glaðlega og
fjörlega stemmningu og það tókst
vissulega.
Það hefur verið mikið verk og
tímafrekt að koma saman þeirri
miklu sýningu, sem Ástardrykk-
' urinn er. Margir aðilar hafa kom-
sjúkraliða, Sigurð Heiðar, skrif-
stofumann, en eiginkona hans
Friðgerður Frímannsdóttir lést
fyrir nokkrum árum og Aðal-
björgu, verslunarkonu, gifta
undirrituðum. Fyrir hjónaband
eignaðist Jón einn son, Eðvarð,
sem rekur prjónastofu hér í bæ,
en eiginkona hans Gunnþórunn
Rútsdóttir lést fyrir fáum árum.
Uppeldi barnanna mótaðist
mjög af lífsviðhorfum foreldr-
anna, og þar spilaði músíkin stórt
hlutverk, en Ingibjörg var einnig
mjög músíkelsk. Það var alltaf
ánægjulegt að koma í Lögbergs-
götuna til þeirra Jóns og Ingi-
bjargar og þiggja rausnarlegar
veitingar, og sjaldan brást að Jón
settist við píanóið til að miðla af
góðu tónverki, eða setti plötu á
fóninn með einhverju af upp-
áhalds tónverkum sínum. Þá
nutu barnabörnin og barna-
barnabörnin mikillar umhyggju
og ástúðar þeirra hjóna, en Jón
var einstaklega barngóður, enda
sjálfur opinn og einlægur í öllum
sínum gerðum.
í dag kveðjum við mikilhæfan
mann, sem ræktaði með sér þá
hæfileika sem honum voru gefnir
svo ríkulega í vöggugjöf. Enginn
veit á hvern veg ævi hans hefði
orðið, ef hann hefði alist upp við
þau skilyrði til mennta sem nú
bjóðast, því mikill var efniviður-
inn, en aðstæður hans tíma gáfu
ekki mikið svigrúm fátækum
dreng frá Húsavík. Hann sá þó
ekki eftir neinu og öfundaði
engan, en gladdist innilega í
hjarta sínu yfir þeim möguleikum
sem ungu kynslóðinni bjóðast í
dag til menntunar.
Þó hann sé nú horfinn á vit
hins óþekkta, trúum við því að
hann sé okkur nærri, og minning-
in um hann mun lifa í hjörtum
okkar sem hann unni og honum
unnu.
Tryggvi Pálsson.
ið að undirbúningi, eins og fram
kemur í leikskrá, og hafa ugglaust
ekki allir þegið há laun fyrir
framlag sitt. Slíkt rýrir hvorki
verkið né ætti að spilla ánægju
þeirra, sem að því unnu, eða
þeirra sem koma til þess að njóta
þess. Þvert hið gagnstæða. Þó að
ýmsu megi finna, eins og hér hef-
ur verið gert, er uppsetningin
glæsilegur vitnisburður þess, hve
góðurn árangri er unnt að ná,
þegar hugsjónin og starfsgleðin
fá að njóta sín.
í aðfararorðum leikskrárinnar
rekur Guðmundur Óli Gunnars-
son, skólastjóri tónlistarskólans,
í stuttu máli vöxt og viðgang
söngdeildarinnar við skólann og
segir uppsetninguna á Ástar-
drykknum hápunkt starfs
hennar. Vissulega er svo en von-
andi munu margir aðrir jafnháir
og hærri fylgja á komandi árum.
Getan er til og væntanlega vex og
sá þroski, sem nemendur hafa af
starfi að uppsetningu af þessu
tagi, er ómetanlegur.
Guðmundur Oli segir líka í
leikskrá, að tónlistarskólanum sé
„ætlað að vera aflvaki alls tónlist-
arlífs í bænurn". Hann er það,
hefur verið það og verður það um
ókomna tíð. í því ljósi ber að
skoða uppsetningu og framtak
söngdeildar skólans. Með því
„gefst Akureyringum og nær-
sveitungum tækifæri til að gera
sér glaða kvöldstund í skamm-
deginu, njóta góðrar tónlistar og
skemmtilegrar sýningar í Laugar-
borg“. Sem flestir ættu að nýta
sér það - þeir verða tæpast fyrir
vonbrigðum.
Haukur Ágústsson.