Dagur - 16.02.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. febrúar 1993 - DAGUR - 3
Fréttir
Starfsfólk hjá ísex hf. er hér að vinna við frágang ígulkerahrogna.
ígulkeravinnsla og veiðar:
Er ekki gullæði
- segir Þórarinn Sólmundarson hjá ísex hf.
Igulkeravinnsla hefur talsvert
verið tÚ umræðu í fjölmiðlum
undanfarið. Þórarinn Sólmund-
arson, einn þeirra sem standa
að hlutafélaginu ísex hf. á
Sauðárkróki, telur þessa
umræðu afar neikvæða og ekki
til þess fallna að auðvelda
mönnum stofnun fyrirtækja.
Hann er nú á förum til Banda-
ríkjanna til viðræðna við þá
aðila sem sjá um markaðssetn-
ingu hrognanna. Jafnframt
stendur til að fá verkstjóra frá
sömu aðilum, til að fara yfir og
þjálfa vinnubrögð.
ísex hf. hefur verið í samstarfi
við fyrirtækið Fisk hf. í Sand-
gerði, en þeir voru fyrstir til að
veiða og vinna ígulker hér við
land. Tilraunaveiðar á vegum
ísex hf. hafa staðið yfir frá því í
byrjun september. Við veiðarnar
er notaður plógur sem hannaður
var af Einari Jóhannessyni á
Blönduósi. Er plógurinn „töfra-
tæki“, að sögn Þórarins. Nokkrar
sendingar hrogna hafa þegar far-
ið til Japans, fyrst og fremst til
markaðskönnunar, og fengist fyr-
Húsavík:
Ölvun við
siglingu
Maður var kærður til Húsa-
víkurlögreglu vegna ölvunar
við siglingu sl. föstudag. Um
var að ræða stjórnun á lítilli
trillu og fær málið svipaða
afgreiðslu og ef um ölvun
við akstur hefði verið að
ræða, að sögn lögreglunnar.
Á föstudag fékk annar mað-
ur á Húsavík að gista fanga-
geymslu vegna ölvunar á
almannafæri.
Um helgina voru haldin
þorrablót í Kinn og í Reykja-
hverfi og árshátíð Kísiliðjunn-
ar. Fóru þessi samkvæmi vel
fram, að sögn lögreglu á Húsa-
ví k.
Á laugardag var kvartað
vegna skemmdarverks á Húsa-
vík, er rúður í gömlum bílum
voru brotnar, en bílarnir stóðu
við Málm sf.
Lögreglan á Húsavík hefur
frá áramótum klippt númer af
15-20 bílum sem láðst hefur að
færa til skoðunar. Lögreglan
var á ferð um sýsluna í gær og
aftur í dag, til að leita uppi
óskoðaðá bíla. Hún segir
ástandið frekar gott í þessum
efnum þar sem heilmikil rassía
hafi verið gerð í málunum í
haust. IM
ir þær gott verð.
Hér er um umtalsvert atvinnu-
tækifæri að ræða, nú eru 10-12
heilar stöður við vinnsluna og má
gera ráð fyrir allt að 20 störfum,
að sögn Þórarins. Hann segir það
niðurdrepandi fyrir nýjar
atvinnugreinar sem þessa, að tal-
að sé um „gullæði" og því líkt við
laxeldi, rækjuvinnslu og loðdýra-
rækt. Ekki sé hægt að jafna þessu
saman, þar sem hér er um að
ræða litlar einingar og lágan
stofnkostnað og með góða arð-
semi.
Menn frá ísex hf. eru nú á leið
til Bandaríkjanna til að hitta þá
aðila sem annast markaðsmál fyr-
ir þá. Frá þeim aðilum er væntan-
legur verkstjóri til Sauðárkróks.
„Hann er að vísu Kínverji, en
ekki Japani“, sagði Þórarinn. sþ
Skagaströnd:
Fiskmarkaðurinn tengist íslands-
markaði um næstu mánaðamót
Um 50 tonn voru seld á fisk-
markaðnum á Skagaströnd í
janúarmánuði sem er mjög
gott því færabátarnir eru nú
raunar í banni en heimabátarn-
ir á Skagaströnd hafa verið að
undanförnu á línu og aflað
þokkalega. Stærsti báturinn,
Hafrún, hefur sótt dýpra og
jafnframt haft meira af bjóð-
um um borð.
Mun rólegra hefur verið á
markaðnum í febrúar og er aðal-
skýringa þess að leita í því að
frystihús Hólaness hf. hefur aft-
ur hafið vinnslu og landa bátarnir
þá aflanum þar til vinnslu, m.a.
vegna kvótaskipta, en fiskmark-
aðurinn fær hins vegar undir-
málsfiskinn. Frystihúsið mun að
mestu byggja vinnsluna á vertíð-
arfiski sem keyptur verður af bát-
um sem landa í útgerðarstöðun-
um á Snæfellsnesi og verður hon-
um svo ekið norður á Skaga-
strönd. Allur fiskur sem seldur er
á markaðnum fer sem fyrr á
höfðurborgarsvæðið en innan
tíðar munu Skagstrendingarnir
tengjast íslandsmarkaði, en það
er samstarf milli Faxamarkaðar,
Fiskmarkaðar Hafnarfjarðar,
Vestmannaeyja, Þorlákshafnar
o.fl. og er stefnt að því að tölvu-
netið verði komið upp fyrir næstu
mánaðamót. Kaupendahópur-
inn mun væntanlega stækka og
ennfremur gefur það Norðlend-
ingum tækifæri til að kaupa fisk á
sunnlensku fiskmörkuðunum.
„Við gerum okkur vonir um að
heimaaðilar fari að sækja í sig
Bændaplastið:
Nauðsynlegt að safiia því
saman með skipulögðum hætti
- góðir möguleikar á að nýta plastið
í framleiðsluvörur
Talið er að bændur noti um
900 tonn af plastfilmu á hverju
ári við heygeymslu hér á landi
en sú heyskaparaðferð að
pakka rúlluðu heyi í plast hef-
ur mjög rutt sér til rúms á
undanförnum árum og er nú
talið ljóst að hún hafi fest sig í
sessi. Plastfilman hefur valdið
vanda að notkun Iokinni þar
sem ekki hefur verið unnt að
nýta hana eða eyða á viðun-
andi hátt. Að undanförnu hef-
ur verið unnið að athugunum á
möguleikum til eyðingar eða
endurvinnslu rúlluplastsins og
var fjallað um niðurstöður
þeirra athugana í erindi á ráðu-
nautafundi Búnaðarfélags
íslands í síðustu viku.
Meðal þeirra valkosta sem
vinnuhópur á vegum Stéttar-
sambands bænda, umhverfisráðu-
neytisins, Hollustuverndar ríkis-
ins og fleiri aðila hefur bent á, er
að plastfilman verði notuð í
framleiðsluvörur með blöndun
úrgangsefna. Má þar nefna fram-
leiðslu á bretta- og brennslu-
kubbum með blöndun pappírs og
plasts og fer athugun á slíkri
framleiðslu nú fram á vegum
Úrbótamanna á Akureyri. Þá
hefur vinnuhópurinn einnig bent
á eyðingu plastfilmunnar með
háhitabrennslu en þá er plastið
nýtt sem orkugjafi með öðrum
orkugjöfum. Talið er að brennslu-
ofn Sementsverksmiðju ríkisins
komi einkum til greina í því
sambandi. Einnig hefur verið
bent á útflutning þótt á þessu
stigi sé ekki vitað um neinn
erlendan aðila sem tilbúinn væri
til að taka við plastinu.
Þá gerir vinnuhópurinn einnig
ráð fyrir að unnt verði að geyma
plastið með skipulegum hætti þar
til fundnir verði möguleikar til
nýtingar þess og einnig hefur
þeim tilmælum verið beint til
sveitarfélaga að taka fastar á
meðhöndlun landbúnaðar- eða
rúlluplastsins sem framleiðslu-
úrgangs. Að sögn Grétars Ein-
arssonar, forstöðumanns
Bútæknideildar RALA á Hvann-
eyri, er talið að miðað við núver-
andi verðlag á hráefni sé endur-
vinnsla á rúlluplastinu ekki
arðbær. Þar sem sorpurðun og
sorpbrennsla sé háð starfsleyfi sé
urðun eða brennsla plastsins hjá
hverjum notanda óheimil og því
nauðsynlegt að koma á fót söfn-
unarkerfi og taka í framhaldi af
því ákvörðun um nýtingu plasts-
ins eða skipulagða geymslu. Ætl-
unin er að gera tilraunir með
háhitabrennslu þess hjá Sements-
verksmiðju ríkisins nú í vetur.
Grétar Einarssonar sagði í erindi
á ráðunautafundinum að góðir
möguleikar virtust þó vera í að
nýta plastfilmuna í ýmsar fram-
leiðsluvörur með íblöndum ann-
arra efna, sem nú sé í athugun á
Akureyri. ÞI
veðrið og ég á von á því að
eitthvað verði um það í vetur að
fiskur verði keyptur fyrir sunnan
og fluttur norður. í vetur verða
hengdir upp þorskhausar hér á
Skagaströnd fyrir Nígeríumark-
aðinn og ég á von á því að þeir
sem hugsa til skreiðarverkunar,
sem aðallega eru þó aðilar hér
austan við okkur, muni skoða þá
möguleika sem gefast til að
kaupa hráefni gegnum fiskmark-
aðinn hér,“ sagði Óskar Þórðar-
son hjá útgerðarfyrirtækinu
Skagstrendingi, en fiskmarkaður-
inn er á þess vegum. GG
Allt í óvissu með lóran-
kerfið eftir árið 1994
- unnið að uppbyggingu gervihnatta-
kerfis (GPS) við landið
Ekki liggur enn fyrir ákvörðun
af hálfu samgöngu-, fjármála-,
og utanríkisráðuneyti um
hvort svokallað lórankerfl
verði lagt niður um áramótin
1994-1995 þegar Bandaríkja-
menn hætta að greiða fyrir
rekstur kerfisins.
Umræða hefur verið uppi um
að halda áfram rekstri lórankerf-
isins jafnframt því sem svonefnt
GPS-kerfi (Global Positioning
System), sem er gervihnattkerfi í
eigu Bandaríkjamanna, verði
byggt upp. En um þetta mál hef-
ur ekki verið tekin ákvörðun, en
hennar er að vænta áður en langt
um líður, að sögn Ragnhildar
Hjaltadóttur, lögfræðings í sam-
gönguráðuneytinu.
„Ríki, sem eiga land að Norð-
ur-Atlantshafi, hafa gert með sér
samning um rekstur lórankerfis-
ins eftir árið 1994 og við getum
gengið inn í þann samning ef við
kjósum það. En ákvörðun um
það er fyrst og fremst spurning
um peninga.
Hins vegar er ljóst að notkun á
GPS verður mjög almenn hér við
land og við erum að undirbúa
byggingu leiðréttingarstöðvar sem
eykur á nákvæmni við það kerfi.
Óháð því hver verður niðurstað-
an með lórankerfið, þá undirbú-
um við notkun á GPS. Menn eru
ekki að velja á milli lóran og
GPS,“ sagði Ragnhildur.
Hún sagði að á tímabili hafi
enginn mælt með því að halda
áfram rekstri lórankerfisins, en
nú vildu sjófarendur og útgerðar-
menn halda í lórankerfið. „í
hnotskurn má segja að þetta
mál snúist um hvort menn telji að
varakerfi sé nauðsynlegt. Það
kemur síðar í ljós hvaða ákvörð-
un verður tekin í þessu,“ sagði
Ragnhildur. óþh
Nóg að gera í
Staðarskála
- menn biðu af sér veðrið
Mikið hvassviðri gekk yfir
landið á föstudagskvöld. Þeir
sem voru á ferð á vegum úti
fóru ekki varhluta af veðrinu.
Jeppi og rúta fuku útaf vegi á
Holtavörðuheiði og margt fólk
beið af sér veðrið ■ Staðar-
skála, að sögn Báru Guð-
mundsdóttur á Stað.
Að sögn Báru voru tvær rútur í
samfloti frá Akureyri og höfðu
viðdvöl í Staðarskála til að bíða
af sér rokið. í minni rútunni voru
krakkar frá Verkmenntaskólan-
um, en hún fauk útaf þegar lagt
var á heiðina. Einnig fauk jeppi
með þremur mönnum útaf og
þeir gistu í Staðarskála. Hún
kvaðst einnig hafa fengið fregnir
af bíl sem velti á heiðinni. Bára
sagði mikið hafa verið að gera
um helgina, bæði í tengslum við
veðrið á föstudagskvöld og einnig
sagði hún helgarumferðina vera
að glæðast. sþ
Einhell - Einhell
Einhell dagar
Tilbo5sverÖ
Loftpressur, suðuvélar, borvélar,
smergel, hleðslutæki og margt fleira.
Einhell verkfæratilboðið
stendur til mánaðamóta.
Bensínstöðvar Skeljungs hf.,
verslunin Hjalteyrargötu 8,
Skeljungur hf.