Dagur - 16.02.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. febrúar 1993 - DAGUR - 7
Körfubolti, 1. deild karla:
Þórsarar með yfirburði gegn Hetti
og sigruðu með 54 stiga mun
- Azuolas stigahæstur Þórsara
Þeir voru aðeins 6 leikmenn
Hattar frá Egilsstöðum sem
heimsóttu Þórsara í íþrótta-
höllina á Akureyri á laugadag-
inn þegar liðin áttust við í 1.
deildinni í körfubolta. Gestirn-
ir náðu að standa í Þórsurum í
fyrri hálfleik en í þeim síðari
brustu allar varnir, Þórsarar
gengu á lagið og sigruðu með
54 stiga mun, 136:82.
Leikurinn fór rólega af stað.
Þórsarar fengu dæmdar á sig
margar klaufalegar villur í byrjun
leiksins og eftir aðeins um 9 mín-
útna leik voru Hattarmenn
komnir með skotrétt við hvert
brot Þórsara. Um miðjan hálf-
leikinn fóru Þórsarar að síga
fram úr og í leikhléi var staðan
53:42.
Fljótlega í síðari hálfleik var
munurinn á liðunum orðinn 20
stig og greinilegt hvert stefndi.
Kristján Rafnsson, besti maður
Hattar, fór þá útaf og sat mest á
bekknum það sem eftir var.
Þreyta hjá leikmönnum liðsins
fór fljótlega að segja til sín á
meðan Þórsarar fóru á kostum.
Var á köflum um hreina sýningu
að ræða af þeirra hálfu enda mót-
spyrnan lítil. í lokin var munur-
inn orðinn 54 stig, 136:82, sem er
óvenju mikið skor í 1. deildar
leik.
Körfubolti, 1. deild karla:
UFA-menn heillum horfiiir
- og töpuðu fyrir Hetti
Leikmenn UFA máttu bíta í
það súra epli að tapa fyrir
Hetti þegar liðin mættust í 1.
deildinni á föstudagskvöldið.
Leikmenn UFA voru langt frá
sínu besta og tapið gerði vonir
liðsins um að komast úr botn-
sætinu að engu, að sinni í það
minnsta.
Höttur hafði eins stigs forystu í
leikhléi, 46:45 og góður kafli
UFA í upphafi síðari hálfleiks
dugði ekki til að vinna sigur.
Lokatölur urðu 76:88 fyrir Hött
og eflaust vilja leikmenn UFA
sem fyrst gleyma þessum leik.
Stig UFA: Ágúst Guðmundsson 20, Jó-
hann Sigurðsson 20, Matthías Jónasson
18, Guðmundur Björnsson 9, Þórður
Kárason 4, Nick Caraiglia 3 og Jón G.
'Guðlaugsson 2.
HM í norrænum greinum:
Haukur og Sigurgeir
famir til Falun
Skíðagöngumennirnir Haukur
Eiríksson og Sigurgeir Svavars-
son héldu á sunnudaginn til
Falun i Svíþjóð til að taka þátt
í HM í Norrænum greinum
sem þar fer fram. Fins og fram
hefur komið í Degi fara þeir á
vegum sinna félaga, þ.e. SRA
og Skíðadeildar Leifturs og
þurfa sjálfír að sjá um fæði og
uppihald. SKÍ borgar þátt-
tökugjald.
íslenski keppandinn, Daníel
Jakobsson frá ísafirði.
Haukur og Sigurgeir keppa
fyrst á laugardaginn, 20. febrúar,
en þá er 30 km gangan á dagskrá.
Á mánudaginn 22., er 10 km
ganga og þá verða allir íslensku
keppendurnir meðal þátttak-
enda, eins og miðvikudaginn 24.
febrúar þegar gengnir verða 15
km. Sunnudaginn 28. er keppt í
50 km göngu og þar verður
Haukur Eiríksson að öllum lík-
Azuolas Zeduikis lék sinn
fyrsta leik með Þór og stóð sig
vel. Hann fellur vel að leik
liðsins, er lipur og með gott auga
fyrir samspili. Konráð Oskarsson
naut sín einnig vel og skoraði
grimmt. Kristján Rafnsson var
yfirburðarmaður hjá Hetti í fyrri
hálfleik, en lék lítið með í þeim
síðari og Mike Nelson var
drjúgur.
Gangur leiksins: 2:3, 7:8, 18:16, 31:18,
41:34, 53:42, 56:44, 70:50, 85:54, 96:58,
104:60, 114:71, 124:76 og 136:82.
Stig Þórs: Azuolas Zeduikis 36, Konráð
Óskarsson 35, Örvar Erlendsson 17,
Arnsteinn Jóhannesson 16, Helgi
Jóhannesson 12, Einar Valbergsson 11,
Birgir Örn Birgisson 4 og Davíð Hreið-
arsson 3.
Stig Hattar: Mike Nelson 31, Kristján
Rafnsson 22, Birkir Björnsson 12, Magn-
ús Jónasson 9, Sigurbjörn Björnsson 4 og
Birgir Bragason 4.
Dómarar:Erlingur Arnarson og Jón
Hreinsson. Höfðu nokkuð góð tök á
leiknum.
Helgi Jóhannesson átti ágæta spretti í leiknum gegn Hetti og átti sinn þátt í
stórsigri liðsins.
Knattspyrna, 3. deild:
Bjöm Rafhsson til Dalvíkur
miklar breytingar fyrirsjáanlegar á liðinu
Dalvíkingum hefur bæst góður
liðsstyrkur fyrir baráttuna í 3.
deild knattspyrnunnar næsta
sumar. Björn Rafnsson, sem
lengst af hefur leikið með KR,
hefur nú ákveðið að flytja til
Dalvíkur og leika með liðinu
næsta sumar. Miklar manna-
breytingar eru fyrirsjáanlegar
á Dalvíkurliðinu og a.m.k. 4 úr
byrjunarliðinu verða ekki með
næsta sumar.
Dalvíkingum er mikill fengur
í Birni Rafnssyni. Hann þjálf-
aði lið Snæfells í 4. deild á síðasta
sumri en hafði leikið með KR
mörg ár þar á undan. Alls hefur
hann leikið 131 leik í 1. deild
Björn Rafnsson í leik með KR.
með KR og skorað 35 mörk, er 4.
markahæsti maður liðsins frá
upphafi og einnig í hópi þeirra
leikjahæstu. Björn er smiður að
atvinnu en mun auk þess þjálfa 5.
og 6. flokk Dalvíkinga.
Fyrirsjáanlegt er að þó nokkuð
miklar breytingar verða á leik-
mannahópi Dalvíkinga. Guðjón
Guðmundsson þjálfri liðsins f
fyrra er farinn og sömuleiðis
Valdimar Pálsson. Þá hafa Bjarni
Gunnarsson og Gísli Davíðsson
ákveðið að leggja skóna á hill-
una. Allt eru þetta sterkir leik-
menn. Því er ekki óeðlilegt að
Dalvíkingar vilji styrkja hóp sinn
og ekki loku fyrir það skotið að
fleiri eigi eftir að bætast við.
Framhaldsskólamót í innanhússknattspyrnu:
Laugastrákar skákuðu stóru skólunum
Mótið verður sett nk. fimmtu-
dag en tímann þangað til munu
þeir félagar nota til að kynna sér
aðstæður. Fyrir á staðnum er 3.
Haukur Eiríksson.
indum og jafnvel einnig Sigurgeir
Svavarsson. Dagur mun að sjálf-
sögðu fylgjast með framgöngu
íslendinganna.
Sigurgeir Svavarsson.
Framhaldsskólinn á Laugum
er Framhaldsskólameistari í
innanhússknattspyrnu 1993 í
karlaflokki. Mótið var haldið
um helgina í íþróttahúsi FB við
Austurberg og Laugamenn
sigruðu MR í úrslitaleik 3:2.
Þetta er glæsilegur árangur,
ekki síst þar sem hér er aðeins
um 120 nemenda skóla að
ræða.
Laugamenn unnu sigur í sínum
riðli í undankeppninni þar sem
þeir lögðu Flensborg 8:1 og Fjöl-
brautaskólann á Sauðárkróki
11:1, en gerðu jafntefli við
heimamenn í FB, 3:3. í undan-
úrslitum voru menntskælingar frá
Egilsstöðum lagðir að velli og þar
með var ljóst að Laugaskóli léki
til úrslita.
Þar voru MR-ingar andstæð-
ingarnir. Þórir Þórisson skoraði
fyrsta mark leiksins úr víti fyrir
Framhaldsskólann á Laugum og
Þröstur Sigurðsson kom liðinu í
2:0 með góðu marki áður en MR-
ingar náðu að minnka muninn.
Þá kom annað mark frá Þresti og
staðan í leikhléi var 3:1. í síðari
hálfleik léku Laugamenn sterka
vörn og freistuðu þess að halda
fengum hlut. Það tókst og titilinn
var í höfn.
Liðið skipuðu: Þórir Þórisson
(kosinn besti maður mótsins),
Sævar Pétursson, Þröstur Sig-
urðsson, Garðar Geirfinnsson,
Elmar Viðarsson, Friðrik Jóns-
son, Einar Bragason, Bergmann
Guðmundsson, Ragnar Hauks-
son og Guðmundur Sigmarsson.