Dagur - 16.02.1993, Blaðsíða 4
I - DAGUR - Þriðjudagur 16. febrúar 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Umhverfisvænn
landbúnaður
Á að færa klukkuna til baka um nokkra áratugi eða er verið
að horfa til þeirrar framtíðar sem nauðsynlegt verður að
skapa? Þessar spurningar vakna þegar litið er yfir efni
nýafstaðins ráðunautafundar Búnaðarfélags íslands. Á
fundinum var fjallað um umhverfisvænan landbúnað og
leiðir til að stunda búskap í aukinni sátt og samlyndi við
náttúruna. Þótt þessi umræða sé ný af nálinni hér á landi
hefur hún verið ofarlega á baugi erlendis á annan áratug.
Mörg dæmi eru um að aðilar sem tengjast landbúnaði og
náttúruvernd vegi og meti kosti og galla nútíma fram-
leiðsluhátta í landbúnaði með sérstöku tilliti til umhverfis-
mála. Hin nýju viðhorf endurspeglast að nokkru marki í
yfirlýsingu sem gefin var út að lokinni alþjóðaráðstefnu um
umhverfi og sjálfbæra þróun sem Alþjóðasamband búvöru-
framleiðenda stóð fyrir hér á landi haustið 1991. í framhaldi
af því hafa fagmenn í búvísindum hér á landi nú tekið þetta
efni til umræðu og umfjöllunar á árlegum fundi sínum.
Eitt af því sem einkennir umræðuna um umhverfisvænan
landbúnað er að framleiðsla fóðurs byggi í meira mæli á
orku sólar en verið hefur. Af þeim sökum er úthagabeit tal-
in æskilegri en framleiðsla korns til dýraeldis þar sem
nútíma kornframleiðsla byggir að hluta á orkufrekri rán-
yrkju jarðvegs sem ekki stenst þær kröfur sem gerðar eru
til sjálfbærra búskaparhátta. í venjubundnum kúabúskap
er tahð að ofnotkun kjarnfóðurs valdi meðal annars lifrar-
skemmdum og júgurbólgu, sem er eitt mesta vandamál
margra mjólkurframleiðenda.
Margt fleira en viðkemur ræktun fóðurs og dýra ber á
góma í umræðunni um umhverfisvænan landbúnað. Þar ber
varðveisla jarðvegs og gróðurs einnig hátt og þeirra
miða gætir meir en áður að bændur taki að sér störf við
landgræðslu og gróðurvernd.
íslenskir bændur standa mun nær þeim hugmyndum,
sem nú er verið að ræða, en bændur annarra vestrænna
þjóða. Hér hefur aldrei þróast sá verksmiðjubúskapur sem
umhverfisverndar- og hugsjónamenn framtíðarinnar berj-
ast gegn. íslenskur landbúnaður hefur ætíð byggt á hefð
fjölskyldubúskapar og hér hafa margvísleg aukaefni til
örvunar á vexti búfjár, sem algeng eru á meðal annarra
þjóða, lítið eða aldrei verið notuð. Nýting sólarorkunnar er
meiri í íslenskum landbúnaði en gerist og gengur meðal
annars vegna meiri úthagabeitar. Vandi okkar felst mun
fremur í gróðureyðingu vegna hinnar risjóttu og oft á tíðum
óblíðu veðráttu sem ríkir hér á landi en að við höfum horfið
af hinum náttúruvæna vegi búvöruframleiðslunnar.
Því ætti ekki að verða erfitt að laga íslenskan landbúnað
að þeim hugmyndum sem fagmenn landbúnaðarmála
ræddu á nýafstöðnum ráðunautafundi. Einkum er þessi
umræða vel fallin til og flýta framkvæmdum við land-
græðslu. Umhverfisvænn landbúnaður og gróðurvernd eiga
sér marga skjólstæðinga hér á landi. Trúlega meginþorra
landsmanna. Ef íslenskum bændum tekst með aðstoð leið-
beiningaþjónustunnar í landbúnaði að gera þau viðhorf,
sem rædd voru á ráðunautafundi að veruleika, munu þeir
uppskera árangur erfiðis síns. Með umhverfisvænum land-
búnaði geta bændur breytt ímynd atvinnugreinarinnar í
augum alþjóðar. Með þessum hugmyndum er því ekki verið
að færa klukkuna til baka - heldur horfa fram á veginn. ÞI
Og þá fór yfirvaldið á kreik
Röskleiki í vinnubrögðum birtist
í ýmsum myndum. Ónákvæmni í
orðalagi af minni hálfu varðandi
það hverjir hafa eftirlit með að
farið sé eftir settum reglum um
sjóðsvélar í verslun og viðskipt-
um, gaf yfirlögfræðingi sýslu-
mannsembættisins á Akureyri
tilefni til snaggaralegra við-
bragða. Hann bendir réttilega á
að það sé á könnu skattrannsókn-
arstjóra að fara á milli og kanna
hvort allt fari rétt fram. Þetta vita
auðvitað allir sem málið varðar
og því tel ég tíma embættis-
mannsins betur varið til þarfari
hluta en að eltast við ónákvæmni
í ummælum sem eru sett fram í
erli dagsins.
Það væri að mínu mati mun
nærtækara viðfangsefni fyrir
embættismenn sem veita leyfi „á
grundvelli gildandi laga- og
reglugerðaákvæða" (nema
hvað?) að eyða tíma sínum í að
kanna, í samvinnu við aðra em-
bættismenn, hvort slík leyfi séu
allsstaðar fyrir hendi þegar um
viðskipti er að ræða. Mér er
kunnugt um að tilteknir sýslu-
menn láta sig þetta mál varða og
kanna sjálfir hvort t.d. farandsal-
ar sem koma á þeirra svæði upp-
Ragnar Sverrisson.
fylli ákvæði laga og reglna um
sjóðsvélar o.fl. Komist þeir að
því að eitthvað vanti upp á að allt
sé í lagi, þá nenna þeir ekki að
bíða eftir því, að einhver úr
skattaapparatinu bendi þeim á
hluti sem allir hafa fyrir augunum
og óski formlega „eftir aðstoð
lögreglu“ til að stöðva slíka
ósvinnu. Nei, þeir hafa meiri
áhuga á að lög og reglur séu virt-
ar í raun heldur en hver sé hin
hárnákvæma verkaskipting milli
einstakra embætta. Frásögn af
viðbrögðum af þessu tagi birtist
m.a. í Degi fyrir helgina.
Við sem rekum verslun hér í
bæ og greiðum okkar skatta og
skyldur, eins og lög gera ráð
fyrir, höfum oft hugsað til þeirra
sýslumanna sem láta sér ekki
nægja að horfa út á torgið fyrir
framan skrifstofuna sína og virða
fyrir sér farandsalana sem þar
bjóða vöru sína, heldur ganga út
án frekari tafa og kanna hvort
þeir séu með allt á hreinu. Slíkir
sýslumenn eru sem betur fer til
og sannarlega yrði tilbreyting að
fá yfirvald í bæinn okkar til að
ganga í hlutina, enda þótt form-
legar óskir samkvæmt tilteknum
paragröfum hafi ekki alltaf borist.
Það væri meiri völlur á slíkum
sýslumönnum en þeim sem láta
sér nægja að eltast við þá miklu
syndara sem fara ekki nákvæm-
lega rétt með verkaskiptingu
embættismanna.
Ragnar Sverrisson.
Höfundur er formaður Kaupmannafélags
Akureyrar.
Tónleikar Ingibjargar Guðjóns-
dóttur og Jónasar Ingimundarsonar
Sópransöngkonan Ingibjörg
Guðjónsdóttir og Jónas Ingi-
mundarson, píanóleikari, efndu
til tónleika í sal Tónlistarskólans
á Sauðárkróki laugardaginn 13.
febrúar.
Söngskrá Ingibjargar hófst á
lögum eftir Sigvalda Kaldalóns,
Eyþór Stefánsson og Karl O.
Runólfsson. Ingibjörg fór reynd-
ar lítils háttar stirðlega af stað í
fyrsta laginu, sem var Þú eina
hjartans yndið mitt eftir Kalda-
lóns. Svo var sem röddin væri
ekki alveg komin í samband; tón-
takið var lítils háttar óöruggt og
hikandi. Þessi blær hvarf fljótlega
og hann var ekki að finna í fal-
legri túlkun Ingibjargar á Lind-
inni eftir Eyþór, sem var annað
lagið á efnisskránni. Nokkuð
skorti á snerpu í laginu Viltu fá
minn vin að sjá eftir Karl O.
Runólfsson en söngkonan naut
sín aftur prýðilega í leikrænni
túlkun sinni á laginu Síðasti dans-
inn eftir sama höfund.
í tveim lögum eftir Mozart,
Ridente la calma og Als Luise die
Briefe, kom fram skemmtileg
næmni Ingibjargar á meðferð
flúrnótna í fyrra laginu. í hinu
síðara sýndi hún enn betur þá
leikrænu hlið túlkunargetu
sinnar. Hún virðist vera hennar
sterkasta hlið og fellur vel að
örlítið mattri raddáferð hennar.
Þessi leikræna hlið naut sín
sérlega í kátlegum lagaflokki eft-
ir Leonard Bernstein, sem ber
heitið I Hate Music. í þeim fimm
lögum, sem mynda flokkinn, fór
söngkonan allt að því á kostum
og gaf hverjum hluta sín sér-
kenni, svo að ánægjulegt var á að
hlýða.
Flokkurinn Poema en forma
de canciones eftir Joaquin Turina
hefst á forleik á píanó, sem Jónas
Ingimundarson lék af snilld og
næmni. Ingibjörg lét ekki sitt eft-
ir liggja, heldur náði góðum tök-
um á hinum fjórum sönghlutum
flokksins. Sérlega fallega túlkaði
hún fyrsta sönghlutann, Nunca
olvida og þann síðasta Las locas
por amor.
Fjögur smálög eftir Giacomo
Puccini voru næst á efnisskrá: E
l’uccellino, Casa mia, Casa mia,
Sole e amore og O mio babbino
caro úr Gianni Schicchi. Flutn-
ingur þessara smálaga fórst Inei-
björgu snoturlega úr hendi.
Flutningur Sole e amore skar sig
úr, en þar naut léttleiki í flutningi
sín vel.
Næstsíðast fluttu listamennirn-
ir lagið La Diva de l’Empire eftir
Erik Satie. í þessu verki naut sín
enn leikræn tjáningargeta söng-
konunnar, sem fór prýðilega með
lag og texta.
Lokaverk tónleikanna var svo
Gimsteinaarían úr Faust eftir
Charles Gounod. Flutningur
söngkonunnar var góður, en náði
þó ekki alveg þeim þrótti og fyll-
ingu, sem æskilegt hefði verið.
Tónleikagestir tóku lista-
mönnunum vel og fluttu þeir þrjú
aukalög. Hið síðasta var Jeg
elsker dig eftir Grieg, sem Ingi-
björg flutti fallega og af miklum
innileik.
Undirleikur Jónasar Ingi-
mundarsonar einkenndist af
þeirri mýkt og næmni, sem ætíð
má búast við af þeim ágæta
píanóleikara. Hann var ekki lítill
þáttur í því, hve ánægjulegir tón-
leikar Ingibjargar og hans voru í
Tónlistarskólanum á Sauðár-
króki, en þeir voru vel stundar-
innar virði.
Haukur Ágústsson.
Vetrarfjallamennska og háQallaklifur:
Fyrirlestrar og mynda-
sýningar í Lundi
Vetrarfjallamennska á íslandi
og háfjallaklifur erlendis eru
krefjandi og spennandi íþrótt-
ir. Tveir reyndir fjallamenn,
þeir Hreinn Magnússon og Ari
Trausti Guðmundsson efna til
tveggja fyrirlestra og mynda-
sýninga á Akureyri í vikunni, í
samvinnu við hjálparsveit
Skáta Akureyri og Ferða-
klúbbinn 4x4.
Fyrri fyrirlesturinn/myndasýn-
ingin verður miðvikudaginn 17.
febrúar nk. kl. 20.30 í Lundi við
Viðjulund. Þar verða sýndar
myndir af vetrarferðum, einkum
úr ferðum sérútbúinna jeppa um
hálendi íslands og fjallað sérstak-
lega um veðurlag á hálendi og
snjóflóð og sagt frá ýmiss konar
fróðleik um jökla.
Seinni fyrirlesturinn/mynda-
sýningin verður fimmtudaginn
18. febrúar nk. á sama tíma og
sama stað. Þar fjalla Hreinn og
Ari Trausti um ísfossaklifur og
ýmiss konar vetrarferðir á íslandi,
m.a. uppgöngu á áður óklifna
tinda hérlendis, s.s. Snók, Snæ-
fell og Stöng. Einnig segja þeir
frá ferðum á 5000-7400 metra há
fjöll í Alaska, Bólivíu og Pakist-
an.
Fyrirlestrarnir eru öllum opnir
á meðan húsrúm leyfir en
aðgangseyrir er kr. 200.-.