Dagur - 16.02.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 16.02.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 16. febrúar 1993 IÞRÓTTIR Blak, 1. deild karla: KA-menn lagðir í tvígang Karlalið KA í blaki lék tvívegis um helgina. Báðir leikirnir voru fyrir sunnan, sá fyrri gegn HK og á sunnudaginn var leik- ið gegn Þrótti. Ekki náði KA að vinna sigur en 3 stig bættust þó í safnið. Fyrri leikurinn fór 1:3 og sá síðari 2:3. Enn einu- Fjórir sendir í lyfjapróf - flugvélin tafðist Eftir leik KA og Þróttar á sunnudaginn voru 2 úr hvoru liði skikkaðir í lyfja- próf. Úr KA-liðinu voru það þeir Magnús Aðalsteinsson og Stefán Magnússon. Af þessum sökum varð 2 tíma seinkun á flugi KA-manna norður. Magnús Aðalsteinsson neit- aði því alfarið í samtali við Dag að vera svona „steraleg- ur“ útlits, enda voru fyrirliðar liðanna látnir draga nöfn tvegga manna úr sínu liði. Nokkuð treglega gekk hjá þeim félögum að skila sínu hlutverki og voru margir pilsn- erar búnir áður en það loks tókst. því KA leik í sinni tapaöi oddahrinu. KA lék betur gegn Þrótti en þegar sömu lið áttust við í bikar- keppninni fyrir skömmu og hlutir sem þá fóru úrskeiðis gengu bet- ur á sunnudaginn. Fyrsta lotan var jöfn framanaf en KA þó alltaf með frumkvæðið enda fór svo að sigur vannst 15:10. KA-liðið lék vel og uppspilið gekk betur en í bikarleiknum. í næstu hrinu var allt annað upp á teningnum. KA var ekki með í byrjun og Þróttur komst í 7:0. KA náði að minnka muninn í 5:7 en þá skoruðu Þróttarar 6 stig og breyttu stöð- unni í 13:5. Aftur náði KA að klóra í bakkann og skoraði næstu 5 stig. Mest munaði um góðan leik Stefáns Magnússonar og Hafsteins Jakobssonar. Pá skoruðu Þróttarar 2 stig og unnu hrinuna. Allt of miklar sveiflur einkenndu leik KA og liðið fékk þarna á sig mörg stig í röð án þess að svara. í 3. lotu kom aftur sigur hjá KA. KA hafði yfirburði framanaf og komst í 14:4 en 15. stigið lét á sér standa. Það kom þó að lokum eftir að Þróttarar hofðu náð að minnka muninn í 9:14. Bjarni Þórhallsson, fyrirliði KA, átti mjög góðan leik í þessari hrinu og munaði það miklu. Fjórða hrinan var jafnari en hinar og greinilegt ao Þróttarar ætiuðu ekki að gefast upp. Þeir komust í 13:12, skoruðu síðan 2 mjög ódýr stig og unnu hrinuna. Oddahrin- an var spennandi og skemmtileg. Jafnt var framanaf en Þróttárar voru ákveðnari undir lokin og unnu 15:10. Þar með kræktu þeir í 3 stig en KA bætti tveimur í safnið. Eftir leikinn sagði Bjarni Þór- hallsson að liðið hefði leikið svip- að og undanfarið. „Okkur virðist vanta trúna á að við getur þetta. Við höfum alltaf tapað oddahrin- um í vetur og ég fer að halda að þetta sé eitthvað sálrænt." Greinilegt er að ýmislegt býr í liðinu og leikir þess upp á síð- kastið gefa góðar vonir um fram- haldið. HK með yfirburði HK er með besta lið deildarinn- ar. Um það eru flestir sammálp sem fylgjast með blakinu. A laugardaginn heimsóttu KA- menn þá í Digranesið og heima- menn sýndu styrk sinn og sigruðu 3:1. HK vann fyrstu hrinuna 15:5 og þá næstu 15:3. Þá tóku KA- menn sig á og unnu sigur 16:14 eftir æsispennandi leik. í næstu hrinu gerðu HK-menn síðan út um leikinn og unnu 15:8. SV Meistaramótið í frjálsum íþróttum innanhúss: Jón Amar maður mótsins - sló íslandsmetið í langstökki eftir harða keppni Jón Arnar Magnússon, tug- þrautarmaður sem nú keppir fyrir Tindastól, var tvímæla- laust maður mótsins á meist- aramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fór um helgina. Hann bætti eigið met í langstökki, stökk 7,68 m, og vann einnig sigur í 50 m grinda- hlaupi. Þá varð hann annar í stangarstökki. Snjólaug Vilhelmsdóttir UMSE vann sigur í langstökki kvenna, stökk 5,48 m. Sunna Gestsdóttir USAH varð önnur í 50 m hlaupi á tímanum 6,6 sek- úndum. Sigurbjörn Arngrímsson HSÞ varð 3. í 800 m hlaupi á tímanum 2:01,6 og var aðeins 2 sekúndum á eftir sigurvegaran- Staðan Körfubolti, 1. deild A-riðiil: Reynir 18 13 5 1518:1491 26 Þór 15 11 4 1335:1259 22 Höttur 19 5 14 1331:1476 10 UFA 14 3 11 1025:1192 6 B-riðill: Akranes 16 15 1 1385:1069 30 ÍR 15 9 6 1198:111418 ÍS 16 7 9 1033:1116 14 UMFB 14 1 13 969:1245 2 Blak, 1. deild karla HK 16 13 3 44:19 44 Þróttur R 1610 6 37:28 37 ÍS 14 11 3 36:21 36 KA 15 5 10 31:31 31 Stjarnan 15 6 9 23:31 23 Þróttur N 16 1 15 6:47 6 Blak, 1. deild kvenna j Víkingur 12 10 2 33:14 33 i ÍS 10 9 1 28:11 28 KA 936 17:18 17 HK 11 2 9 15:28 15 Þróttur N 12 2 10 14:3314 Theodór Karlsson hástökki, stökk um. Þá varð Tindastóli 3. 1,85. Jóni Arnari boðið til Berlínar Um næstu helgi mun Jón Arnar taka þátt í alþjóðlegu móti í sjö- þraut sem fram fer í Berlín. Verður spennandi að sjá hvernig honum gengur þar, en hann virð- ist nú á góðri leið með að komast í sitt besta form. KA-menn kræktu í 3 stig í leikjum helgarinnar og mega nú heita öruggir í úrslitakeppnina. Skíði, 7-12 ára: Akureyrarmót í svigi og stórsvigi A laugardag og sunnudag sl. fór fram í Hlíðarfjalli Akureyr- armót yngri flokka í svigi og stórsvigi. Keppt var í flokkum 7-12 ára hjá báðum kynjum. Keppendur voru fjölmargir og tókst mótið hið besta. Efstu keppendur í hverjum flokki urðu þessir: SVIG: Stúlkur 7 ára: 1. Guðrún H. Heiðarsdóttir, KA 2:27,76 2. Ásta B. Ingadóttir, KA 2:28,23 Drengir 7 ára: 1. Almar Erlingsson, KA 1:54,63 2. Svavar Á. Halldórsson, Þór 2:00,57 3. Karl Ó. Hinriksson, Þór 2:03,23 Stúlkur 8 ára: 1. Barbara S. Jónsdóttir, Þór 1:54,49 2. Harpa Friðriksdóttir, Þór 2:00,89 3. Eva D. Ólafsdóttir, KA 2:00,96 Drengir 8 ára: 1. Hlynur Ingólfsson, KA 2:01,67 Stúlkur 9 ára: 1. Arna Arnardóttir, Þór 1:45,47 Listhlaup á skautum: Áhuginn fer sífellt vaxandi - yfirbygging svellsins brýnt úrlausnarefni í síðustu viku var stödd hjá Skautafélagi Akureyrar Liisa Johanson. Hún kennir list- hlaup hjá Skautafélagi Reykja- víkur og kom norður á vegum SA til að miðla Akureyringum af þekkingu sinni. Listhlaup hefur verið stundað hér á landi í þó nokkur ár og í fyrra var í fyrsta skipti haldið íslandsmót í greininni. Það er Marjo Kristinsson sem sér alla jafna um æfingar hjá SA og kvað hún mikinn feng í komu Liisu hingað. Liisa væri með kerfis- bundnar áætlanir varðandi æfing- ar sem væru mjög góðar fyrir krakkana og mundu nýtast þeim sem sjá um þjálfunina hér fyrir norðan. Áhugi fyrir listhlaupi Liisa er hér að útskýra fyrir nemendum sínum hvernig hlutirnir skulu gerðir. hefur farið vaxandi að undan- förnu og nú eru u.þ.b. 20 krakkar sem sækja æfingar hjá SA, allt niður í þriggja ára. Eins og með íshokkíið háir aðstöðuleysi starfseminni mjög. Yfirbyggt skautasvell er forsenda þess að hægt verði að byggja upp skautaíþróttir hér norðanlands. Með tilkomu vélfrysta skauta- svellsins varð mikil uppsveifla í skautaíþróttum og nú er lag að fylgja því eftir með því að byggja yfir svellið. Undirbúningur er þegar hafinn að gerð yfirbyggðs skautasvells í Reykjavík og er hætt við að forysta Akureyringa í þessum málum verði fljót að fjara út takist ekki að skapa hér sambærilega aðstöðu. Sú aðstaða mundi geta nýst mjög vel fyrir allan almenning því að fara á skauta er eitt af því sem öll fjöl- skyldan getur gert saman. í vetur hefur stelpa frá Akur- eyri, Jóhanna S. Kristjánsdóttir, dvalið við nám í íþróttamennta- skóla í Lahti í Finnlandi. Þar hef- ur hún verið að læra hvernig þjálfa á listhlaupara. Hefur hún notið styrks bæði frá SA og ÍSÍ. Hún mun koma aftur til landsins í sumar og sjá um þjálfun hjá SA næsta vetur. Þá verður einnig tekin upp stigagjöf, ekki ósvipuð og þekkist t.d. í sundi, þar sem krakkarnir geta tekið haprra og hærra stig eftir því sem þeim fer fram. 2. Sif Erlingsdóttir, Þór 1:48,50 3. Erla Ormarsdóttir, KA 1:49,18 Drengir 9 ára: 1. Jón V. Þorsteinsson, KA 1:38,53 2. Baldvin Þorsteinsson, KA 1:43,86 3. Birkir Baldvinsson, KA 1:44,29 Stúlkur 10 ára: 1. Ragnheiður T. Tómasdóttir, KA 1:21,47 2. Þóra Pétursdóttir, Þór 1:36,60 3. Lilja Valþórsdóttir, Þór 1:37,35 Drengir 10 ára: 1. Gunnar V. Gunnarsson, Þór 1:28,51 2. Eiríkur Helgason, Þór 1:38,41 3. Örvar D. Þorvaldsson, Þór 2:02,93 Stúlkur 11 ára: 1. María Stefánsdóttir, KA 1:20,61 2. Brynja Kristjánsdóttir, KA 1:33,92 Drengir 11 ára: 1. Eðvarð Eðvarðsson, Þór 1:35,45 2. Páll R. Karlsson, Þór 1:40,41 3. Kristinn Magnússon, KA 1:51,51 Stúlkur 12 ára: 1. Rannveig Jóhannsdóttir, KA 1:18,64 2. Dagný L. Kristrjánsdóttir, KA 1:20,11 3. Halla B. Hilmarsdóttir, Þór 1:21,76 STÓRSVIG: Stúlkur 7 ára: 1. Bryndís R. Magnúsdóttir, KA 1:58,88 2. Guðrún Heiðarsdóttir, KA 2:04,06 Drengir 7 ára: 1. Almar Erlingsson, KA 1:39,54 2. Svavar Halldórsson, Þór 1:47,73 3. Karl Ó. Hinriksson, Þór 1:55,61 Stúlkur 8 ára: 1. Barbara S. Jónsdóttir, Þór 1:40,01 2. Eva Dögg Ólafsdóttir, KA 1:47,99 3. Harpa Friðriksdóttir, Þór 1:49,94 Drengir 8 ára: 1. Hlynur Ingólfsson, KA 1:49,52 2. Einar Þorsteinsson, Þór 2:46,45 Stúlkur 9 ára: 1. Helen Auðunsdóttir, KA 1:26,44 2. Arna Arnardóttir, Þór 1:26,67 3. Guðrún S. Þorsteinsdóttir, Þór 1:37,77 Drengir 9 ára: 1. Jón V. Þorsteinsson, KA 1:28,66 2. Birkir Baldvinsson, KA 1:30,15 3. Almar F. Valdimarsson, Þór 1:37,50 Stúlkur 10 ára: 1. RagnheiðurT. Tómasdóttir, KA 1:28,92 2. Hildur J. Júlíusdóttir, KA 1:34,82 3. Arna Rut Gunnarsdóttir, KA 1:38,82 Drengir 10 ára: 1. Gunnar V. Gunnarsson, Þór 1:37,25 2. Eiríkur Helgason, Þór 1:38,40 3. Örvar D. Þorvaldsson, Þór 2:00,74 Stúlkur 11 ára: 1. María Stefánsdóttir, KA 1:28,29 2. Ása K. Gunnlaugsdóttir, KA 1:30,49 3. Brynja B. Guðmundsdóttir, KA 1:32,50 Drengir 11 ára: 1. Kristinn Magnússon, KA 1:25,65 2. Eðvarð Eðvarðsson, Þór 1:44,05 3. Páll R. Karlsson, Þór 1:45,54 Stúlkur 12 ára: 1. Rannveig Jóhannsdóttir, KA 1:26,95 2. Halla Hilmarsdóttir, Þór 1:27,03 3. Dagný L. Kristjánsdóttir, KA 1:27,31 Drengir 12 ára: 1. Jóhann Þórhallsson, Þór 1:16,70 2. Hjörtur Jónsson, KA 1:29,31 3. Erlingur Óðinsson, KA 1:31,23

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.