Dagur - 19.02.1993, Side 4

Dagur - 19.02.1993, Side 4
4 - DAGUR - Föstudagur 19. febrúar 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMAStMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Vandasamt verk Ef fram heldur sem horfir stefnir í alvarleg átök á vinnumarkaði áður en langt um líður. Fjölmörg félög hafa sagt kjarasamningum lausum og sum eru farin að íhuga að boða til verkfalls. Því miður bendir fátt til þess að forsvarsmenn launþega og viðsemjendur þeirra nái sáttum átakalaust; til þess ber allt of mikið á milli. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að hugleiða vandlega hver framvinda mála verður næstu vikur, að óbreyttu. Sem fyrr segir er engin von til þess að samkomulag takist eins og staðan er nú. Jafnframt er ljóst að einstakl- ingar, fyrirtæki og þjóðarbúið í heild sinni hafa ekki nokkra burði til að taka á sig þann efnahagslega skell sem verkföll myndu óhjá- kvæmilega valda. Því þarf að leita skynsam- legra lausna áður en í óefni er komið. í komandi kjarasamningaviðræðum hljóta þrjú atriði að hafa algeran forgang. í fyrsta lagi þarf að leita allra leiða til að draga úr atvinnuleysi og tryggja atvinnuöryggi á vinnumarkaði. í öðru lagi þarf að knýja fram umtalsverða vaxtalækkun. Síðast en ekki síst þarf að tryggja að lægstu laun séu yfir fátækramörkum, en það eru þau ekki í dag. Aðilar vinnumarkaðarins ættu að geta náð fullkominni samstöðu um þessi þrjú atriði. Hins vegar er stóra spurningin sú hver af- staða stjórnvalda verður. Þau þrjú atriði, sem nefnd eru hér að framan, hljóta að hafa algeran forgang í kom- andi kjarasamningaviðræðum. Næst á eftir kemur krafan um aukinn kaupmátt ráðstöf- unartekna, eða í versta falli krafan um að kaupmáttur minnki ekki frekar en þegar er raunin. Ennfremur má nefna að æskilegt væri að aðilar vinnumarkaðarins ræddu af hrein- skilni leiðir til að minnka launabilið í þjóð- félaginu, þ.e. muninn á hæstu og lægstu tekjum. Sá munur er allt of mikill; allt að fimmtánfaldur ef marka má niðurstöður kjararannsókna. Slíkan mun er ekki á nokkurn hátt hægt að réttlæta. Aðilum vinnumarkaðarins er mikill vandi á höndum. Þeir þurfa á næstu vikum að finna raunhæfar lausnir á þeim vanda sem við blas- ir og komast að samkomulagi um einhver við- kvæmustu mál sem um getur, kjaramálin. Ljóst er að mikilla breytinga er þörf, ef takast á að skipta þjóðarkökunni í fleiri og jafnari sneiðar en nú er. Það mun aldrei takast nema allir leggist á eitt í þeim efnum. BB. Hestar - útivist - Aðalfundur Hestamannafélags- ins Léttis var haldinn í félags- heimilinu „Skeifunni" sunnudag- inn 14. febrúar. Á fundinum voru venjuleg aðalfundarstörf af- greidd, þar á meðal stjórnarkjör. Kjósa þurfti um varformann og tvo meðstjórnendur til tveggja ára. Varaformaður var kjörinn Stefán Erlingsson. Vignir Sig- urðsson og Sigurður Sveinn Ing- ólfsson voru kjörnir meðstjórn- endur. Þessir valinkunnu menn skipa því stjórn Léttis ásamt Áslaugu Kristjánsdóttur og undirritaðri, auk varamannanna Hansínu Maríu Haraldsdóttur, Birgis Árnasonar og Jóns Geirs Jónatanssonar. í skýrslu stjórnar var farið yfir helstu viðburði síðasta árs. Starf- ið hefur verið blómlegt og félags- menn duglegir til starfa. Ýmis konar uppbygging átti sér stað, brýr á bökkum Eyjafjarðarár voru endurbyggðar og réttin á Hestamennska er mjög vinsæl almenningsíþrótt. Kaupvangsbökkum var einnig endurbyggð. Mikið viðhald var á Sörlastöðum í Fnjóskadal, en Léttisfélagar hafa þá til afnota á sumrin. Unglingahesthúsið „Fjöðrin“ var endurbætt og nýtt reiðgerði var reist. Rafveita Akureyrar lýsti upp kafla af aðalreiðvegi okkar suður úr Breiðholtshverfi. Þessi raflýs- Sigurborg Daðadóttir. ing nýtist mjög vel, þó stutt sé, og gerir okkur kleift að aðskilja ríð- andi og akandi umferð betur en áður. Því eins og aðrir íþrótta- iðkendur, iðka hestamenn sína íþrótt og ríða út eftir að vinnu- tíma lýkur og skyggja tekur. Léttir færir Rafveitu Ákureyrar bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Fjölmargt annað var unnið sem of langt mál væri að telja upp hér, en vil þess í stað hvetja bæjarbúa til að kynna sér það víðtæka og fjölbreytta félagslíf sem stundað er innan hesta- mannafélagsins með því að heimsækja okkur á góðum degi. Aðalþema fundarins var frek- ari uppbygging keppnissvæðisins í Hlíðarholti (Lögmannshlíðar- svæði). Á sl. sumri fór fram mikil uppbygging á keppnissvæði okk- ar í Hlíðarholti, þar sem tvö mót í hestaíþróttum voru framundan. Annað þeirra, Bikarmót Norður- lands, var haldið sl. sumar en hitt, íslandsmót í hestaíþróttum, verður haldið síðustu helgina í - íþrótt júlí á þessu ári. Léttisfélagar og aðrir velunnarar lögðu fram mikla sjálfboðavinnu og gerðu stórátak í vallargerð og þöku- lagningu áhorfendasvæðis. Bæjaryfirvöld höfðu trú á getu hestafólks, og úthlutuðu okkur styrk úr Vélasjóði. Auk þess að hafa trú á getu hestafólks, gerðu bæjaryfirvöld sér grein fyrir að hvers kyns mót haldin innan bæjarins skila sér í sölu á vöru og þjónustu í bænum. Við kunnum vel að meta suðning bæjarins við uppbyggingu íþróttamannvirkja og því var eftirfarandi ályktun aðalfundar samþykkt einróma: „Aðalfundur Hestamannafé- lagsins Léttis, haldinn í Skeifunni 14. febrúar 1993, vill þakka bæjarstjórn Akureyrar fyrir veitt- an stuðning á síðasta ári og lýsir yfir ánægju með ákvörðun um byggingu brúar yfir Glerá. Aðal- fundurinn skorar á bæjarstjórn Akureyrar að veita Hestamanna- félaginu Létti styrk vegna áfram- haldandi uppbyggingar keppnis- svæðisins í Hlíðarholti, svo hægt verði að halda þar íslandsmót í hestaíþróttum 1993.“ Eins og fram kemur í ályktun- inni hefur bæjarráð Akureyrar ákveðið að brú yfir Glerá fyrir umferð ríðandi fólks verði byggð í ár. Margra ára baráttumál Létt- is er í höfn, því daglegri slysa- hættu verður með byggingu brú- arinnar bægt frá. Umferð akandi og ríðandi fólks fer ekki saman og því ber að stefna að því að aðskilja hana hvar sem því verð- ur við komið. Slys eru alltaf slys og þau verða í flestum tilfellum ekki bætt með peningum. Þess vegna er rétt að vinna að fyrir- byggjandi aðgerðum. Hestamennska er mjög vinsæl almenningsíþrótt. Á Akureyri eru u.þ.b. 120 hesthús og varlega áætlað eru a.m.k. þrjár mann- eskjur sem sinna hverju húsi, sem þýðir að daglega fara tæp- lega 400 manns í hesthúsin til gegninga og útreiða. Mér er til efs að slíkur fjöldi stundi útivist eða sína íþrótt daglega innan annarra útivista- eða íþrótta- hópa. Fólk sem stundar hesta- mennsku verðskuldar athygli og stuðning yfirvalda ekki síður en þeir sem stunda aðrar íþrótti, þar sem hestamennska er holl útivera og ekki síður holl fyrir sálina. Hestamannafélagið Léttir ósk- ar Eyfirðingum og öðrum lands- mönnum bjartra daga! Sigurborg Daðadóttir. Höfundur er dýralæknir og formaður Hestamannafélagsins Léttis. „Aðalþema fundarins var frekari uppbygging keppnissvæðisins í Hlíðarholti (Lögmannshlíðarsvæði),“ segir Sigurborg m.a. í grein sinni. MENOR fréttir í febrúar I TÓNLEIKAR Laugardagur 20. febrúar. Tónleikar á sal Tónlistarskóla Húsavíkur. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskóla á Norðurlandi flyt- ur 2 Gymnopedíur eftir Erik Satie, píanókonsert í C dúr K 415 fyrir píanó og hljómsveit eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Sinfóníu nr. 8, Ófullgerða hljóm- kviðan eftir Franz Schubert. Ein- leikari: Bima Helgadóttir. Stjóm- andi: Guðmundur Óli Gunnars- son. Sunnudaginn 21. febrúar verða þessir sömu tónleikar í Glerár- kirkju, Akureyri. Miðvikudagur 24. febrúar kl. 21:00. Tónleikar á vegum Tónlistarfé- lags V-Hún. Staður: Kaffi kons- ert, Félagsheimilinu Ásbyrgi, Miðfirði. Flytjendur: Símon ív- arsson, gítar og Hlíf Sigurjóns- dóttir, fiðla. Heimamenn að- stoða. 27. febrúar kl 14:00 Gítartónleikar Tónlistarskólans á Akureyri í Dalvíkurkirkju LEIKSÝNINGAR Miðvikudagur 24. febrúar kl. 21:00. Hreppstjórinn á Hraunhamri. Fé- lagsheimilið Hvammstanga. Frumsýning. Leikflokkurinn Hvammstanga. Höfundur: Loft- ur Guðmundsson. Leikstjóri: Hörður Torfason. Upplýsinga- sími: 95-12386. Miðasala: 95- 12376. Önnur sýning er sunnu- daginn 28. febrúar kl. 16:00. Föstudagur 26. febrúar. Söngleikurinn EVITA. Fmmsýn- ing í Sjallanum, Akureyri. Útlendingurinn. Leikfélag Akur- eyrar. Sýningar í Samkomuhús- inu á Akureyri. Miðasala opin alla daga frá kl. 14:00 nema mánudaga. Sími: 96-24073. Ronja ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren. Leikfélag Húsavíkur. Sýningar í Samkomuhúsinu Húsavík. Sími: 96-41129 Plógur og stjömur eftir Sean O’Casey. Leikfélagið Búkolla, Aðaldal, S-Þing. Sýningar í Ýdölum, Aðaldal. Upplýsinga- sími: 96-43592. Deleríum Búbónis eftir Jónas og Jón Múla Ámasyni. Leikdeild Ungmennafélagsins Eflingar. Sýningar á Breiðumýri, Reykja- dal, S-Þing. Upplýsingasími: 96- 43121.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.