Dagur - 19.02.1993, Side 5
Föstudagur 19. febrúar 1993 - DAGUR - 5
Leiklist
„Plógur og stjömur“ í Ýdölum
Föstudaginn 12. febrúar frum-
sýndi leikfélagið Búkolla í
Aðaldal leikritið „Plógur og
stjörnur“ eftir Sean O’Casey í
íslenskri þýðingu Sverris Hólm-
arssonar. Leikstjóri uppsetning-
arinnar er Sigurður Hallmarsson.
Leikritið „Plógur og stjörnur"
er látið gerast á tímum mikilla
atburða í sögu írlands, en bak-
svið þess er sjálf páskauppreisnin
árið 1916, sem margir lrar líta á
sem hápunktinn í sjálfstæðisbar-
áttu sinni gegn breskum yfirráð-
um. Þessir miklu atburðir, sem
mynda einn höfuðþráð verksins,
gefa því blæ harmleiksins, en stíll
O’Caseys í leikritun veldur því,
að í verkið blandast mikið af
spaugilegum atriðum jafnt í
atburðarás sem í persónum. Þessi
yfirborðsatriði gefa hinum bak-
læga harmleik aukna dýpt, svo að
þau verka enn dýpra á áhorfand-
ann og vekja hann enn frekar til
umhugsunar um ýmis þau stef,
sem tekin eru til yfirvegunar í
verkinu.
Sviðsmynd uppsetningar Bú-
kollu á „Plógi og stjörnum“ er
unnin af Gígju Þórarinsdóttur og
Sigurði Hallmarssyni. Hún er vel
af hendi leyst, virðist nokkuð
þægileg í meðförum í sviðsskipt-
ingum og skapar góða umgjörð
um verkið. Til hjálpar vel unnin
lýsing sviðsmyndarinnar, sem er
verk Ingvars Björnssonar, ljósa-
meistara Leikfélags Akureyrar.
Lýsingin skapar góða dýpt í
umgjörð verksins og er einnig
notuð á áhrifaríkan hátt til þess
að ná fram „effektum“ í samræmi
við gang verksins.
Búningar eru skemmtilega
valdir og falla vel að hinum ein-
stöku persónum verksins. í þeim
kemur allvel fram sá tími, sem
verkið gerist á og að verulegu
leyti þjóðfélagsstétt hverrar per-
sónu.
Leikstjórinn, Sigurður Hall-
marsson, hefur unnið gott verk
með uppfærslu „Plógs og stjarna“
í samvinnu við leikara leikfélags-
ins Búkollu. Verkið gengur lipur-
lega og hefur eðlileg ris og lægðir í
ferli sínum. Lítið er um dauða
punkta og eru leikarar yfirleitt í
góðu sambandi við það, sem ger-
ist í kringum þá. Þá eru hljóð-
effektar vel nýttir og skemmtileg
er notkun tónlistar til þess að
vekja og auka hughrif. Því miður
nýtur hljóð sín ekki sem skyldi og
þá ekki heldur raddir leikara, þar
sem hljómburður hússins á Ýdöl-
um er ekki sá, sem æskilegur er
til leikritaflutnings. í þessu verki
hefur Sigurður enn einu sinni
sýnt, hve vél honum lætur að
leikstýra áhugafólki þannig, að
hið besta náist fram.
Nora Clitheroe, eiginkona
Jack Clitheroe, múrara og for-
ingja í írska borgarhernum, er
leikin af Aðalbjörgu Sigurðar-
dóttur. Hún kemst í flestu vel frá
þessu erfiða hlutverki, ekki síst í
fyrsta atriði sínu, þegar hún er að
siða hina óstýrilátu karla, sem
eru á heimili hennar. Fleiri góða
hluta á Aðalbjörg, en hún missir
þó á stundum flugið nokkuð í
átakaatriðum, svo sem þegar hún
er orðin örvita undir lok leiksins.
Jack Clitheroe er í höndum Kol-
beins Kjartanssonar. Kolbeinn
kemst nokkuð vel frá hlutverk-
inu, einkum í seinni hluta
verksins, þegar hann á í baráttu
við það, hvar skylda hans liggur.
í fyrri hluta eru nokkrir talsvert
veikir hlekkir í leik Kolbeins, svo
sem þar sem reiðiviðbrögð hans
við Noru hafa ekki sannfærandi
aðdraganda.
Fluther Good, trésmiður er
leikinn af Ragnari Þorsteinssyni.
Hann er léttur í glensi sínu, en
nær einnig alvarlegri þáttum
persónunnar. Með natnislegri
samþættingu þessara atriða tekst
Ragnari vel að skapa persónu,
sem iðulega vekur léttan hlátur á
meðal áhorfenda, en snertir einn-
ig dýpri strengi.
Jóhannes Haraldsson er í hlut-
verki hins hörundsára Peters
Flynns, verkamanns og frænda
Noru. Þessi persóna er ein af hin-
um spaugilegri í verkinu, en hef-
ur þó alvarlegan undirtón.
Jóhannesi tekst vel að ná fram
þessum atriðum jafnt með fasi
sínu sem raddbeitingu.
Vinstri sinnann Covey, pípu-
lagningamann og frænda Jacks
Clitheros, leikur Baldur Kristj-
ánsson. Hann hefur skemmtileg
tök á þessu hlutverki og sker sig
vel úr sem fulltrúi hinna bók-
lærðu, sem hafa niðursoðnar
kenningar á hraðbergi og beita
þeim á allar kringumstæður. Sér-
lega skemmtilegur er iðulega
samleikur hans og Jóhannesar
Haraldssonar í hlutverki Peters
Flynns.
Ásdís Þórsdóttir leikur götu-
ávaxtasalann Bessí Burgess.
Ásdís á marga góða spretti í túlk-
un sinni. Fas hennar og talsmáti
eru langoftast í góðu samræmi
við grófgerða persónuna, sem þó
hefur gullhjarta. Á nokkrum
stöðum bregður þó fyrir stirð-
leika í framsögn, svo sem þegar
hún kallar út um glugga í seinni
hluta verksins.
Frú Gógan er leikin af Vil-
helmínu Ingimundardóttur. Hún
gerir á mörgum stöðum vel; sér-
lega í upphafsatriði verksins.
Smágallar eru í framsögn á stöku
stað, en í heild tekið hefur Vil-
helmína skapað sannferðuga
ímynd þessarar tungulipru og
iðulega hvassyrtu og fasmiklu
konu.
í smærri hlutverkum eru til
dæmis Auður Lilja Arnþórsdótt-
ir, sem tekst talsvert vel upp í
hlutverki gleðikonunnar Rósu
Redmond, Halldór Skarphéðins-
son, sem gerir barþjóninum all-
góð skil og íris Heíga Baldurs-
dóttir, sem fer með hlutverk
hinnar berklaveiku Mollíar og
nær persónunni vel.
Fleiri mætti fram tína, þó hér
verði látið staðar numið nema
hvað vert er að geta hermann-
anna tveggja Stoddarts og Tin-
ley, sem leiknir eru af Vilhjálmi
Jónassyni og Kristni Gunnlaugs-
syni. Lokaatriði verksins, þar
sem þeir fá sér tebolla mitt í
skarkala stríðsátakanna, er vel
unnið og sterkt.
„Plógur og stjörnur" er marg-
slungið verk, sem vekur upp
margar spurningar. í því er ekki
síst tekist á við það, hvar skyldur
manna liggja og hver mæti eru
þess verð að leggja allt í sölurnar
fyrir þau. Þetta og fleira leitar
á hugann þegar notið er vel unn-
innar, metnaðarfullrar og að
mestu feyrulausrar uppsetningar
Búkollu á „Plógi og stjörnum“.
Þannig er verkið hugsanavaki og
ekki síður góð skemmtun, þar
sem alvaran dýpkar skopið og
skopið alvöruna, sem að baki
liggur.
Haukur Ágústsson.
Benedikt Arnbjörnsson, Kolbeinn Kjartansson, Halldór Skarphéðinsson og
Sigurður Hálfdánarson í hlutverkum sínum í leikritinu. Mynd: Pétur jónasson.
(((( Endurmenntunarnefnd
%££££ Háskólans á Akureyri
A AKUREYHI 1
Kvöldnámskeið um
Eddukvæði fyrir almenning
Efni: Fjögur Eddukvæði rakin og skýrð.
Kennari: Haraldur Bessason, rektor.
Tími: 1., 8. og 15. mars, ki. 20-21.30 í H.A. v/Þing-
vallastræti.
Skráning: Til 23. febrúar á skrifstofu skólans, s.
11770, kl. 10-12.
Námskeiðsgjald: Kr. 2.500, greiðist við innganginn
fyrsta kvöldið.
K e stmiran t
staðurinn á toppnum
Tilbodsmatsedill
ITvítlauksristaður smolddiskur
með bönunum og pepperoni.
Hlóðargrilluð nauta T-beinsteik
með saltbakaðri kartöflu.
Kafíi og heimalagað konfekt.
Kr. 2.490,-
Athugið:
Fiðlarinn 4. hæð.
Fyrirtæki og félagasamtök.
Salir fyrir 10-200 manns.
Tryggið ykkur íundar- og/eða
samlwæmissal í tíma.
Borðapantariir í síma 27100
Fólk í gjafahugleiðingum.
Munið gjafakort Fiðlarans,
skemmtileg gjöf við öll tilefhi.