Dagur


Dagur - 19.02.1993, Qupperneq 11

Dagur - 19.02.1993, Qupperneq 11
Föstudagur 19. febrúar 1993 - DAGUR - 11 Halldór Arinbjarnarson IÞRÓTTIR íþróttir norðanlands um helgina: Komast KA-stelpur í undanúrsKt í blaki? - Tindastóll fær KR í heimsókn á sunnudaginn Það verður mikið um að vera í íþróttalífi Norðurlands um helgina. Yngri flokkar verða á ferð og flugi í mörgum grein- um og ekki verður síður mikið um að vera hjá þeim fullorðnu. KA-stelpur leika 2 leiki við stöllur sínar í HK og er vert að vekja athygli á því að báðir Ieikirnir verða í Iþróttahöllinni en ekki KA-húsinu eins og venja er. Fyrri leikurinn er í kvöld og með honum ræðst hvort liðið kemst í undanúrslit í bikarkeppn- inni. Á morgun eigast liðin síðan við að nýju og þá í 1. deildinni. Þetta er ekki það eina sem er um að vera á blaksviðinu um þessa helgi því á Húsavík verður 2. og 3. flokkur karla og kvenna að keppa. Liðunum hefur fækkað nokkuð frá síðustu keppni og því stefna Húsvíkingar á að klára mótið á laugardaginn. Ástæða þess að blakstelpurnar geta ekki leikið í KA-húsinu er sú að um helgina verður þar keppt í íslandsmóti 4. flokks karla og kvenna. Keppni stendur yfir alla helgina og hefst í kvöld. Þá er einnig vert að minna á íslands- mót yngri flokka í íshokkí sem fjallað er um annars staðar á síð- unni. Tindastólsstrákar eru komnir á gott skrið í úrvalsdeildinni. í vik- unni unnu þeir Valsmenn nokk- uð auðveldlega og á sunnudaginn jmætir annað Reykjavíkurstór- veldi í Síkið á Sauðárkróki, en það eru KR-ingar. Gengi liðanna hefur verið mjög svipað það sem af er í vetur og eru liðin með jafn mörg stig. Hér ætti því að verða |um hörkuleik að ræða. Víst er að Tindastólsmenn ætla ekki að gefa neitt eftir á heimavelli sínum og |eru staðráðnir í að sýna tryggum aðdáendum sínum sitt rétta Gönguátak: Gönguhópur á Brekkunní Eins og greint var frá á íþrótta- síðu Dags í gær hefur þegar verið settur af stað gönguhóp- Körfubolti, 1. deild: Erflð helgi hjáUFA Leikmenn 1. deildar liðs UFA í körfuknattleik eiga erfiða helgi fyrir höndum. Þeir halda suður yfír heiðar og leika þar 3 leiki á jafn mörgum dögum. í kvöld leika þeir gegn Reyni, toppliði A-riðils, í Sandgerði, á morgun gegn Stúdentum og gegn ÍR á sunnudag. Það er því ljóst að menn verða að leggja sig alla fram. ur í Glerárhverfí. Á þriðjudög- um verður einnig boðið upp á gönguhóp á Brekkunni. Sá hópur mun leggja af stað frá íþróttahöllinni kl. 18. Þetta er á vegum trimmnefndar ÍBA og mun einhver frá nefndinni leiða gönguna. Þetta framtak er í framhaldi af gönguári sem nú stendur yfir og er sjálfsagt að hvetja fólk til að taka þátt í þessari skemmtilegu og ódýru líkamsrækt. Á eftir göngunni er síðan upplagt að bregða sér í sund og í því sam- bandi vert að minna á kortin sem hægt er að kaupa í sundlaugarnar og er ódýr kostur. Gangan í Glerárhverfi er sem sagt frá Hamri kl. 20.30 á fimmtudögum og á Brekkunni frá íþróttahöll- inni kl. 18.00 á þriðjudögum. Skíði, Húsavík: Tækniþjónustan sigraði í firmakeppni skíðamanna Gunnar Sævarsson sigraði á fírmamóti Skíðaráðs Völsungs og Foreldrafélags skíðabarna sem haldið var í Stöllum 6. feb. sl. Gunnar keppti fyrir Tækni- þjónustuna hf. en alls tóku 59 fyrirtæki þátt í mótinu. Egill Olgeirsson frá Tækni- þjónustunni tók við farandbikar og grip til eignar sl. þriðjudags- kvöld. Bikarinn var gefinn af Birni Sigurðssyni sérleyfishafa, og er þetta í þriðja sinn sem keppt er um hann á allmörgum árum, en mótin hafa fallið niður á snjóléttum vetrum. Um síðustu helgi fóru ungling- ar frá Húsavík á skíðamót á Dal- vík og gekk ljómandi vel. Um næstu helgi verður haldið skíða- mót fyrir 12 ára og yngri á Húsa- vík og hefst það í Stöllum kl. 11 á laugardag. Um 100 krakkar munu taka þátt í mótinu, þar af nær helmingur frá Dalvík. IM Egill Olgeirsson frá Tækniþjónustunni, til hægri, fær afhentan farandbikar af Gunnari Sævarssyni sem sigraði í firmakeppninni. Mynd: im andlit. Af skíðasviðinu ber hæst bikarmót á ísafirði. Þar verður bæði keppt í fullorðinsflokki og flokki 15-16 ára. Síðan er að vona að veðurguðirnir verði landsmönnum hliðhollir, en setji ekki alla keppni úr skorðum eins og svo oft hefur gerst í vetur. Björgvin Reynisson er einn af ungu strákunum hjá Tindastóli og á svo sann- arlega framtíðina fyrir sér. Mynd: pib HM í Falun: Ólafur Bjömsson bætist í hópinn - 30 km ganga á morgun I gær hófst keppi á HM í Norrænum greinum í Falun. íslendingarnir keppa fyrst á morgun þegar Haukur Eiríks- son og Sigurgeir Svavarsson taka þátt í 30 km göngu með hefðbundinni aðferð. Nú hefur ein keppnisgrein enn bæst við hjá íslendingunum, en það er 4x10 km boðganga. Fjórði maður í sveitinni verður Ólafsfirðingurinn Ólafur Björns- son sem nú býr í Lillehammer í Noregi og mun hann aðeins keppa í boðgöngunni sem fer fram 26. febrúar. Alls munu því keppendur frá íslandi taka þátt í 5 greinum á mótinu. Auk þeirra sem hér hafa verið nefndar eru það 10 km með hefðbundinni aðferð mánudaginn 22. febrúar og 15 km frjáls aðferð 24. febrúar með svokölluðu „jaktstarti", þar sem menn taka í raun með sér tímann úr 10 km göngunni. Sá sem er fljótastur í 10 km göng- unni fer þá fyrstur af stað og hef- ur forskot sem nemur því sem munar á tíma hans og þess sem var í 2. sæti. Þannig gengur þetta koll af kolli og allir reyna að elta juppi fyrsta mann. í þessum 2 grein- um verða Haukur, Sigurgeir og Daníel Jakobsson. Síðan mun Haukur taka þátt í 50 km göngu jþann 28. og jafnvel einnig Sig- urgeir. Íshokkí: íslandsmót hjá yngri flokkum haldið á Akureyri um helgina - einnig leikið í fullorðinsflokki Það verður líf og fjör á félags- svæði Skautafélags Akureyrar um helgina en þá fer þar fram íslandsmót yngri flokka í íshokkí. Keppt verður í fjórum aldurshópum. Þátttakendur verða um 100 talsins frá þrem- ur félögum, samtals 11 Iið. Einnig fer fram leikur í íslandsmótinu hjá fullorðins- flokki milli SA og Bjarnarins kl. 13.00 á laugardag. Mótið hefst kl. 9 á morgun laugardag og verður spilað til hádegis. Þá fer fram leikur milli SA og Bjarnarins í fullorðins- flokki, þ.e. Bauerdeildinni. Mót- ið heldur síðan áfram að þeim leik loknum og til kvölds en kl. 20.30-23.00 verður diskótek á svellinu sem er öllum opið. Á sunnudaginn verður þráðurinn tekinn upp að nýju kl. 10 og mót- inu lýkur með úrslitaleikjum eftir hádegi á sunnudag. Þessar upprennandi skautastjörnur voru á listhlaupsnámskeiði hjá Liisu Johanson um síðustu helgi. Þær verða væntanlega meðal áhorfenda á leik SA og Bjarnarins á morgun kl. 13.00. Mynd: ha íþróttir helgarinnar BLAK: 1. deild kvenna Fösludagur: KA-HK kl. 20.30 f íþróttahöllinni. Laugardagur: KA-HK kl. 13.30 í íþróttahöllinni. 2. og 3. flokkur karla og kvenna á Húsavík. HANDKNATTLEIKUR: íslandsmót 4. flokks karla og kvenna: Keppni hefst f KA-húsinu í kvöid kl. 18 og lýkur á sunnudag. ÍSHOKKÍ: Laugardagur: SA-Björninn kl. 13.00 Laugard.-sunnud. fslandsmót yngri flokka. KÖRFUBOLTI: Föstudagur: 1. deild karla: Reynir-UFA kl. 20.00 Laugardagur: 1. deild karla: UMFB-Þór kl. 14.00 ÍS-UFA kl, 17.00 Sunnudagur: Úrvalsdeild: Tindastóll-KR kí. 20.00 1. deild karla: ÍR-UFA kl. 17.00

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.