Dagur - 04.03.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 4. mars 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Óhófleglr lúxusliðir
í skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrir árið 1991 kemur
fram að ríkið greiddi samtals 3,5 milljarða króna vegna
ferðalaga, risnu og bílakostnaðar starfsmanna sinna
og maka þeirra það ár. Þrír og hálfur milljarður króna
er með öðrum orðum þrjú þúsund og fimm hundruð
milljónir. Hér er því ekki um neina smáaura að ræða og
nærri lætur að ríkið hafi þurft að greiða tíu milljónir
króna á dag vegna þessara hluta, allan ársins hring,
árið 1991. Vafalaust hefur kostnaðurinn verið enn
meiri í fyrra, því risna, ferðalög og bílakostnaður eru
þættir sem lenda einhverra hluta vegna sjaldan eða
aldrei undir niðurskurðarhníf ráðherranna. Þær tölur,
sem þegar hafa verið birtar um risnu einstakra ráðu-
neyta á nýliðnu ári, benda því miður til þess að mörg
gömul íslandsmet hafi verið slegin í eyðslu og óráðsíu
á þeim bæjum í fyrra.
Á það hefur verið bent að árið 1991 greiddu allir
einstaklingar í landinu samtals 13,9 milljarða króna í
tekjuskatt. Þar með er ljóst að fjórða hver króna, sem
ríkið heimti með þeim hætti, fór í að greiða það sem
almennt er flokkað sem lúxus stjórnmálamanna og
æðstu embættismanna ríkisins - og fylgdarliðs þeirra.
Stjórnmálamenn og æðstu embættismenn njóta enn
dagpeninga- og risnugreiðslna, sem beinlínis eru
ferðahvetjandi. Þeir geta haft umtalsverðar tekjur af
ferðalögum sínum til útlanda, því þeir hljóta svo rífleg-
ar uppihaldsgreiðslur úr ríkissjóði meðan á ferðinni
stendur að ekki er nokkur leið að koma þeim í lóg með
eðlilegum hætti í ferðalaginu. Þeir sem ferðast oftast
til útlanda á vegum ríkisins og dvelja þar lengst, fá því
verulegan „bónus" frá ríkissjóði í formi dagpeninga.
Dagpeningarnir eru auk þess undanþegnir tekjuskatti
að vissu marki.
Gildandi reglur um greiðslu dagpeninga, risnu og
bílakostnaðar bjóða heim hættunni á misnotkun og
spillingu og geta seint leitt til sparnaðar. Almenningi
er ljóst að við svo búið má ekki standa en hins vegar
sýna stjórnmálamenn lítil merki þess að þeir hyggist
breyta fyrirkomulagi þessara mála. Krafan um að þeir
taki til hendinni og skeri niður lúxusliðina heyrist þó æ
oftar. Fullyrða má að hægt væri að lækka þessa
útgjaldaliði ríkissjóðs um allt að helming með því að
breyta gildandi reglum um greiðslu dagpeninga og
risnu, fækka þeim sem fá bílakostnað greiddan, fækka
ferðalögum stjórnmála- og opinberra embættismanna
til útlanda og gæta ítrustu hagkvæmni í samningum
um kaup á farseðlum.
Helmingslækkun þessara útgjaldaliða myndi spara
ríkissjóði 1.700 til 2.000 milljónir króna á ári og þá pen-
inga mætti nýta víða. Til dæmis mætti hækka skatt-
leysismörk hinna lægst launuðu eða hækka barnabæt-
ur eða veita fénu til atvinnuuppbyggingar, svo nokkur
dæmi séu nefnd. Vel mætti einnig hugsa sér að pen-
ingarnir yrðu notaðir til þess að minnka fjárlagahall-
ann - og væru þeir í sjálfu sér vel nýttir með þeim
hætti. En hvernig sem á málið er litið er ljóst að það er
með öllu óviðunandi að ríkissjóður skuli þurfa að
greiða 10 milljónir króna á dag vegna lúxusliðanna,
sem nefndir voru hér að ofan. BB.
„Stamp World Cup 1992“
Allt árið 1992 og cnn, fram á
þetta ár, stendur yfir keppni
meðal allra landa heims, sem eru
í Alþjóðapóstsambandinu, um
hvert sé fallcgasta frímerkið í
heiniinum.
Keppt var í undanriðlum í hin-
um ýmsu álfum heimsins. Tók
ísland þar þátt í einum Evrópu-
riðlinum og sigraði í honum.
Með því lenti landið í svokölluð-
um fjórðungs úrslitum í nóvem-
ber síðastliðnum. Þar tókst okk-
ur aftur að sigra. Með þeim sigri
komst svo ísland í undanúrslit,
en þar er keppt í tveim riðlum. í
öðrum þeirra keppa: Suður-
Afríka, Gabon, Svíþjóð,
Frakkland, Ástralía og Franska
Polynesía. I hinum riðlinuni
keppa svo: Monaco, ísland,
Canada, Saint Pierre & Miquelon,
Noröur-Kórea og Kína. Atkvæða-
greiðslu um röðun landanna lauk
svo þann 15. janúar síðastliöinn
og enn heldur Island áfram. í
fyrri riölinum fengu eftirtalin
lönd nægan atkvæöafjölda til að
halda áfram í lokakeppni: Sví-
þjóð, Frakkland og Ástralía. í
seinni riðlinum voru þessi sigur-
vegarar: Monaco, ísland og
Canada. Pví stendur nú keppnin
mijli þessara sex landa.
I keppninni um fallegustu
merki í heiminum til þessa, hafa
fjögur íslensk frímerki komist á
blað. Hins vegar á íslenskur frt-
merkjateiknari fimm þeirra
rnerkja sem þar eru á skrá. Er
það Pröstur Magnússon, sem
•svona vel hefir unnið. Frímerkin
hans sem þarna hafa borið hróð-
ur hans og landanna sem hann
teiknaði þau fyrir eru þessi: Leifs
Eiríkssonar frímerkið sem Fær-
eyjar gáfu út á síðastliðnu ári.
Frímerkið með mynd Súlu, sem
ísland gaf út. Frímerkið með
mynd Rauðhöfðaandar, sem ís-
land gaf út og svo loks blokkin
með myndefninu „Fundur
Ameríku”, sem ísland gaf einnig
út. Hefir hann þannig teiknað öll
frímerkin, sem hafa borið uppi
hróður íslands í þessari keppni.
auk frímerkisins t'rá Færeyjum.
Mun það vera einsdæmi í þessari
keppni, að einn frímerkjateikn-
ari nái sltkum árangri.
Árið 1990 sigrúðu frændur
IMerkin, sem lent hafa í úrtaki...
Blokkin með merkjunum tveimur,
sem teiknuð eru af Þresti Magnús-
syni.
okkar Norðmenn í svona keppni.
Telja þeir tvímælalaust að þaö
hafi verið mjög góð landkynning.
auk sem það jók stórlega sölu
norskra frímerkja vítt um veröld.
Það fer ekki milli mála að til
rnikils er að vinna að sigra í svona
keppni, þótt ekki séu fjármunir í
boði fyrir þann sem sigrar. Land-
kynningin er geysileg og svo auk
þess auglýsingin sem fæst meö
myndbirtingum allra þessara frt-
merkja.
Það er tímaritið Timbroloisirs,
sem stendur fyrir keppninni.
ásamt fyrirtækjunum Davo, sem
m.a. gefur út frímerkjaalbúm og
fyrirtækinu Phila-Mail. Eru það
tugþúsundir lesenda tímaritsins,
sem meðal annars standa að baki
valsins á fallegustu frímerkjunum
hverju sinni. Af þeirti frímerkj-
um, sem þegar liafa lent í úrtaki
sem 30 fallegustu frímerki í
hejmi, á ísland sem sagt 4 frí-
tnerki, eða 13,3% Hins vegar á
Þröstur Magnússon þarna 5 frí-
merki, eða 16,6%. Geri aðrir
betur.
í litmyndaupptalningu tíma-
ritsins af þeim frímerkjum sem
þegar eru kotnin í úrslitin. eru
merki Þrastar nútner 9, 10, 11 og
svo blokkin með merkjunum
tveim númer 20.
Frímerkjaþátturinn óskar við-
komandi aðilum til hamingju
tneö þann árangur. sem þegar
het'ir náðst, svo bíðutn við aðeins
úrslitanna.
Sigurður H. Þorsteinsson.
...sem 30 fallegustu frímerki í heimi. Þröstur Magnússon á alls 5 frímerki í þessum hópi.