Dagur - 04.03.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 04.03.1993, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. mars 1993 - DAGUR - 11 Liðið sem var viðstatt æfíngu á Evitu á dögunum. Þessi uppfærsla er mun viðameiri en hefðbundnar skemmti- dagskrár á veitingahúsum þótt söngleikurinn sé reyndar skorinn dálítið niður til að hann rúmist í Sjallanum og verði hæfilega langur. Mynd: Robyn Skemmtanalíf Akureyrar tekur kipp: Söngleikurimi Evita í SjaJlanum - mikil eftirvænting og uppselt á fyrstu sýningarnar Söngleikurinn sívinsæli Evita verður frumsýndur í Sjallanum næstkomandi föstudagskvöld 5. tnars. Mikill áhugi er fyrir söngleiknum sem sést best á því að uppselt er á fyrstu sýn- ingarnar, á föstudags- og laug- ardagskvöld, og mikið er spurst fyrir um Evitu. Eftir því sem Dagur kemst næst er þetta fyrsta uppfærsla Evitu hér á landi í íslenskri þýðingu. Jónas Friðrik var fenginn til að þýða söngleikinn. Leikstjóri er Gestur Einar Jónasson og tónlist- arstjóri Jón Ólafsson. Helstu söngvarar eru Rut Reginalds sem syngur hlutverk Evitu. Baldvin Kr. Baldvinsson í hlutverki Per- ons og Pálmi Gunnarsson í hlut- verki Che Guevara. Af öðrum söngvurum má nefna Huldu Garðarsdóttur og Þórhildi Örvarsdóttur. síðan eru -fjölmargir í hópatriðum og átta dansarar og hljómsveit. Jón Ólafsson er tónlistarst jóri en hljómsveitina skipa Kristján Edelstein. Karl Olgeirsson. Jón Haukur Brynjólfsson. Sigfús Ótt- arsson og Geir Gunnarsson. Ólöt' Matthíasdóttir sér um búninga og Jóhann Arnarson hefur umsjón með dansatriðum. „Umfangsmeira en ég átti von á“ Eins og sjá rná á þessari upptaln- ingu er Evita viðamikil uppsetn- ing og Gestur Einar Jónasson leikstjóri var spurður að því hvort ekki væri í of mikið ráðist. ..Þetta er eflaust með því stærra sem hefur verið æft og sett upp í veitingahúsum hér um slóð- ir og reyndar umfangsmeira en ég átti sjálfur von á. Ég hef séð Evitu á tveimur stöðum. í Eng- landi og Ameríku. og þar voru auðvitað tugir aukaleikara. dans- ara og söngvara sem ekki er hægt að hafa hér og stór hljómsveit í gryfju. En leikmyndin sjálf er alls ekki stór í sniðum og af þeirn sökum ekkert sérstakt vandantál \ið uppsetninguna. Hún byggist mest á þeim sem eru á sviðinu. hreyfingunt þeirra. og tónlistin stendur svo vel fyrir sínu. Ég hef alla tíð haldið ntikið upp á tón- listina í Evitu." sagði Gestur Ein- ar. Andrew Lloyd Webber samdi Evitu eins og marga aðra söng- leiki. s.s. Jesus Christ Superstar sem Freyvangsleikhúsið setti upp í fyrra. Cats og Phantom of the Opera. Af þekktum lögum úr Evitu má nefna Don't cry for nte Leikarinn og útvarpsmaðurinn vin- sæli Gestur Einar Jónasson er leik- stjóri og hann hefur haft í mörg horn að líta að undanförnu, enda umfang sýningarinnar meira en hann átti von á. Argentina. sem fjölmargir söngv- arar af báðum kynjunt hafa spreytt sig á. Eva Perón vinsæl meðal alþýðunnar Gestur Einar sagði að það væri bvsna strembið að setja svona viðamikið stykki upp í húsi eins og Sjallanum. Þó er verkið ekki tekið í heild sinni. vissum atrið- um er sleppt úr eins og tóndæm- um sem eru lítt aðlaðandi. að sögn leikstjórans. ..Við megum heldur ekki líta á þetta sem leikhús. en uppfærslan á Evitu er þó mun viðameiri en eitthvert lítið skemmtiprógramm sem oft er sett upp á veitinga- stöðum. Fvrir mig er þetta mjög áhugavert verkefni." sagði Gest- ur Einar. Söguþráðurinn í E\itu er brot úr æ\ i Evu Perón. sem einnig var kölluð Evita. Eva (1919-52) var argentísk leikkona og síðar stjórnmálamaður. eiginkona Juans Peróns frá 1945. Juan Per- ón varð forseti Argentínu 1946 og hafði kona hans mikil áhrif á stjórn landsins. einkum á sviði mennta- og félagsmáia. Eva naut ntikilla vinsælda meðal alþýðunn- ar en hún dó aðeins 33 ára gömul og eftir dauða hennar dró rnjög úr stuðningi við stjórn Peróns. Hann var hrakinn í útlegð 1955. sneri til baka 1972. varð aftur forseti 1973 en dó ári síðar. Stórpopparinn nýdanski og bítlavin- urinn Jón Ólafsson er tónlistar- stjóri. Hann er ekki ókunnur söng- leikjum Lloyd-Webbers því hann var tónlistarstjóri í uppfærslu Frey- vangsleikhússins á Jesus Christ Superstar. Tónlistin í öndvegi „Eva var bara sveitastelpa sem átti þann draum að verða leik- kona. Hún fór til Buenos Aires og lét drauminn rætast. varð fræg útvarpsleikkona. Mikil ringulreið var í stjórnmálunum á þessum tíma og hver einræðisherrann steypti öðrum af stóli. Eva kynnt- ist Perón og hún mótaði ímynd hans eftir að hann komst til valda. Þarna voru eiginlega þrjár stéttir. alþýðan. aðallinn og herinn. Alþýðan var auðvitað á móti einræði hersins en hún dáði Evu og studdi hana en aðallinn og herinn voru alltaf á móti henni. Staða Argentínu út á við var ekki mjög glæsileg þannig að forsetahjónin efndu til ferðar til Evrópu til að reyna að bæta hana. en ferðin varð hálf enda- slepp. Á þessum tíma var Eva orðin veik og hún dó skömmu seinna. Hún var alþýðunni mikill harntdauði." sagði Gestur Einar. En sagan skiptir kannski ekki meginmáli. enda frjálslega farið nteð staðrevndir. Til dæmis er þáttur suður-ameríska bvltingar- mannsins Che Guevara í Evitu spunninn upp að mestu. En verk- ið sjálft og umfram allt tónlistin er í öndvegi. Hljómsveitin er afar traust og söngvararnir góðir og sagðist öestur Einar hafa orðið var við mikla tilhlökkun hjá fólki og Evita myndi vonandi ganga fram á vor. SS Háskólinn Akureyri Fyrirlestur Tími: Laugardagurinn 6. mars kl. 14.00. Staður: Háskólinn á Akureyri við Þingvallastræti, , stofa 24. Efni: Fullkomnun. Flytjandi: Prófessor Nina L. Colwill, Rekstrar- og viðskiptadeild Manitobaháskóla, Kanada. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangur eins lengi og húsrúm leyfir. Kennarasamband íslands Uppeldismálaþing Kennarasambands íslands 1993 í Verkmenntaskólanum á Akureyri 6. mars kl. 9.30-16.00. ALHLIÐA MENNTUN í DREIFBÝLU LANDI Er skólinn á tímamótum? Dagskrá: Setning: Svanhildur Kaaber, forrpaður Kennarasambands íslands. FLUTNINGUR GRUNNSKÓLA TIL SVEITARFÉLAGA. Auðnuspor eða öfugþróun. Rúnar Sigþórsson, skólastjóri. Hlutverk menntamálaráðuneytis. Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri. Viðhorf sveitarfélagsmanna. Jóhannes Sigfússon, oddviti í Svalbarðshreppi. Birgir Þórðarson, oddviti í Eyjafjarðarsveit. Áhrif á skólastarf. Garðar Karlsson, skólastjóri. Matarhlé kl. 12.30-13.30. ÞRÓUN í SKÓLASTARFI. Mat sem fastur þáttur í skólastarfi. Börkur Hansen, lektor við Kennaraháskóla (slands. Listuppeldi og verkþekking í grunnskóla. Þórleif Drífa Jónsdóttir, kennsluráðgjafi. Starfsmenntun - framtíðarskipulag. Brynjar Skaptason, kennslustjóri. Námsferill í framhaldsskóla. Tækifæri til fjölbreyttrar framhaldsmenntunar. Jón Torfi Jónasson, dósent við Háskóla íslands. Þinggestum gefst kostur á að kaupa léttan málsverð I hádeginu. Þingforsetar: Pétur Garðarsson og Hólmfríður Sigurðardóttir. Hestamenn! Látum ekki aka á okkur í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI HESTAMANNAF6LAGIÐ LÉTTIR St0ln»ö S no* 1928 o o Bo« 348 • 602 Ak„»ey'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.