Dagur - 20.03.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. mars 1993 - DAGUR - 5
Fréttir
Suður-Pingeyjarsýsla:
Tvö sveitarfélög fá styrkveitingu
Stjórn Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs hefur samþykkt umsókn-
ir um styrki úr tveimur sveitar-
félögum í Suður-Þingeyjar-
sýslu, Reykjahverfi og Mý-
vatnssveit. Ráðherra á þó eftir
að staðfesta styrkveitingarnar.
Um er að ræða umsókn um
styrk til minjagripaframleiðslu í
Mývatnssveit. Það eru fimm störf
samtals í fimm mánuði, eða í tvo
og hálfan mánuð í vor og tvo og
hálfan mánuð í haust. Átaks-
verkefnið í Mývatnssveit hefur
unnið að undirbúningi þessa
verkefnis, húsnæði er fengið en
eftir er að kaupa verkfæri og
fleira. Minjagripirnir verða úr
margskonar efnum og af ýmsum
gerðum. Verkefnið ætti að geta
hafist fljótlega eftir að ráðherra
staðfestir styrkveitinguna.
Reykhverfingar sóttu um styrk
til framleiðslu á gæludýrafóðri í
nýbyggingu Stöpla hf. á Skarða-
hálsi. Um er að ræða tvö störf í
fjóra mánuði við framleiðslu á
fóðri úr fiskúrgangi, sem m.a.
mun falla til við fyrirhugaða
harðfiskvinnslu. Vonast er til að
vinnslan geti byrjað í júní, ef ráð-
herra staðfestir styrkveitinguna.
IM
Framtíð landbúnaðar í nýrri Evrópu
- ráðstefna á Hótel Sögu í Reykjavík á þriðjudag
Evrópubandalagið hefur
ákveðið að halda ráðstefnu í
Reykjavík á þriðjudaginn
kemur í samvinnu við Búnað-
arbanka íslands og Stofnlána-
deild landbúnaðarins. Ráð-
stefnan ber yfirskriftina:
„Framtíð landbúnaðar í nýrri
Evrópu.“ Ráðstefnan verður
haldin á Hótel Sögu og hefst á
hádegi og lýkur kl. 17.00.
Ræðumenn verða bæði full-
trúar íslenskra hagsmunaaðila og
fulltrúar EB. Halldór Blöndal,
landbúnaðarráðherra og Aneurin
Rhys Hughes, sendiherra EB á
íslandi og í Noregi flytja ávörp.
Haukur Halldórsson, formaður
Stéttarsambands bænda, talar um
„íslenskan landbúnað í nýrri
Evrópu“ og Jóhannes Geir Sig-
urgeirsson, alþingismaður og
bóndi, fjallar um „Stöðu land-
1 gær hófust á veitingastaðnum Bautanum á Akureyri svokallaðir Amerískir
fjölskyldudagar, sem standa til 28. mars nk. Á þeim tíma verður boðið upp
á amcrískan mat eins og hann gerist bestur, bæði smárétti, aðalrétti og eftir-
rétti. Má þar nefna súpur, samlokur, hainborgara, fiskrétti, lainbasteik,
kjúklingasteik, roast beef og T-bein steik. Á myndinni eru kokkar Bautans
við hluta af þeim kræsingum sem boðið er upp á. Mynd: Robyn
Halldórsmót Bridgefélags Akureyrar:
Sigurbjörn með forystu
Alls mættu 12 sveitir í Hall-
dórsmótið í bridds, sem hófst í
Hamri sl. þriðjudag á vegum
Bridgefélags Akureyrar. Spii-
aðar voru 4 fyrstu umferðirn-
ar, 8 spil milli sveita eftir
Board-O-mats fyrirkomulagi.
Sveit Sigurbjörns Þorgeirsson-
ar tók forystuna eftir þessar
fjórar fyrstu umferðir með 86
stig. Sveit Stefáns Vilhjálmssonar
er í 2. sæti með 73 stig, sveit Arn-
ar Einarssonar í þriðja sæti með
66 stig og jafnar í 4.-5. sæti eru
sveitir Unu Sveinsdóttur og
Kristjáns Guðjónssonar með 65
stig.
Næstu 4 umferðir verða spilað-
ar í Hamri nk. þriðjudagskvöld
og hefst spilamennskan kl. 19.30.
-KK
Bridgefélag V.-Húnvetninga á Hvammstanga:
Elías siffursæll
Elías Ingimarsson náði bestum
árangri í firmakeppni Bridge-
félags Vestur-Húnvetninga
sem lauk fyrir skömmu. Hann
spilaði fyrir Vertshúsið og
hlaut samtals 113 stig. Elías
sigraði einnig í aðaleinmenn-
ingskeppni félagsins sem stóð
yfir í þrjú kvöld og lauk nýlega
og hlaut 306 stig.
í firmakeppninni varð Skelj-
ungur í 2. sæti með 109 stig en
spilari var Sigurður Þorvaldsson,
í 3. sæti varð Höfðaverk með 108
stig, spilari Unnar Atli Guð-
mundsson, í 4. sæti Esso með
107, spilari Bragi Arason og í 5.
sæti Söluskálinn með 104 stig,
spilari Þórður Jónsson.
Elías Ingimarsson hlaut flest
stig á fyrsta spilakvöldinu í aðal-
einmenningskeppninni, Unnar
Atli Guðmundsson á öðru spila-
kvöldinu og Sigurður Þorvalds-
son á því þriðja. Það var hins
vegar Elías sem náði flestum stig-
um alls og sigraði í keppninni
með 306 stig. Unnar Atli varð í 2.
sæti með 300 stig og Eggert Ó.
Levý í 3. sæti með 280 stig.
Pálmi Sigurðsson varð í 4. sæti
með 279 stig, Sigurður Þorvalds-
son í 5. sæti með 276 stig, Þórður
Jónsson í 6. sæti með 257 stig,
Eggert Karlsson í 7. sæti með 256
stig og Konráð Einarsson í 8. sæti
með 255 stig. -KK
búnaðar í alþjóðlegu viðskipta-
umhverfi". Gerald Bruderer, yfir-
maður samskipta EB og EFTA í
landbúnaðarmálum hjá landbún-
aðardeild EB í Brússel, flytur
erindi sem heitir „Endurbætur á
sameiginlegri landbúnaðarstefnu
EB“.
Ráðstefnan er ætluð öllum
þeim aðilum sem starfa við land-
búnað, framleiðslu á landbúnað-
arafurðum eða vinna með einum
eða öðrum hætti að hagsmunum
og framförum í greininni. Þá er
ráðstefnan ekki síður ætluð
áhugafólki um málefnið.
Þrefaldur
pottur í Lottó
í kvöld verður Lottópotturinn
þrefaldur og því til mikils að
vinna.
Samkvæmt upplýsingum frá
íslenskri Getspá má reikna með
að Lottó-potturinn í kvöld verði
nær tíu milljónir. Síðastliðinn
laugardag var potturinn 5,7 millj-
ónir og gekk þá ekki út jafnt sem
helgina þar á undan, en þá var
hann 2,3 milljónir. ój
AKUREYRARBÁER
Sumarstörf 1993
Laus eru til umsóknar sumarstörf hjá deildum
og stofnunum Akureyrarbæjar sumarið 1993.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur-
eyrarbæjar Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til 31. mars nk.
Umhverfisdeild
Akureyrarbæjar
Forstaða unglingavinnu og skólagarða.
Laus er til umsóknar forstaða unglingavinnu
og skólagarða Akureyrarbæjar.
Umsækjandi þarf að vera garðyrkjufræðingur,
hafa reynslu af garðyrkjustörfum, verkstjórn og
stjórnunarstörfum.
Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur-
eyrarbæjar.
Upplýsingar um starfið gefa fulltrúi umhverfis-
stjóra í síma 25600 og starfsmannastjóri í síma
21000.
Umsóknarfrestur er til 31. mars nk.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur-
eyrarbæjar Geislagötu 9.
Unglingavinna
Skólagarðar
Flokkstjórar óskast til starfa við Unglinga-
vinnu og Skólagarða í sumar.
Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 20 ára aldri
og hafi reynslu af flokkstjórn og garðyrkjustörfum.
Upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu
umhverfisdeildar í síma 25600 og hjá starfs-
mannastjóra í síma 21000.
Umsóknarfrestur er til 31. mars nk.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur-
eyrarbæjar Geislagötu 9.
Starfsmannastjóri.
FORD
#RANGER
Kyming og reynslualcstur
laugardaginn 20. mars frá kl. 13-15
og síðan mánud. 22. mars - fimmtud. 25. mars frá kl. 9-18.
G/obus?
Lágmúli 5
BSAM.
sýningarsalur
Laufásgötu 9, Akureyri, sími 26300.