Dagur - 20.03.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 20. mars 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
(íþrótlir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR
(Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Spor í rétta átt
Atvinnulífið á Akureyri
varð vissulega fyrir þungu
áfalli í síðustu viku, þegar
niðursuðuverksmiðja K.
Jónssonar & Co. hf. var
úrskurðuð gjaldþrota. Þótt
fyrirtækið hefði um langt
skeið átt við rekstrarörðug-
leika að etja, áttu fáir von á
að það væri komið að fótum
fram. Fyrirvaralaust misstu
70 starfsmenn fyrirtækisins
atvinnu sína og horfur voru
á að þeir bættust á langan
lista atvinnulausra í
bænum. Á hinn bóginn hef-
ur framvinda málsins síðan
verið afar ánægjuleg.
Viðræður um stofnun nýs
hlutafélags um reksturinn
hófust daginn eftir að
úrskurður um gjaldþrot var
kveðinn upp. Þessar við-
ræður hafa nú borið tilætl-
aðan árangur. Vinnsla í
verksmiðjunni hófst að nýju
í gær undir merkjum rekstr-
arfélagsins Strýtu hf., sem
Samherji hf., Landsbanki
íslands og Kaupfélag Ey-
firðinga standa að. Atvinna
allflestra starfsmanna hinn-
ar gjaldþrota lagmetisverk-
smiðju er þar með tryggð,
um sinn að minnsta kosti.
Leigusamningur hins nýja
rekstrarfélags gildir að vísu
aðeins í fjóra mánuði en á
þeim tíma mun framtíð
fyrirtækisins væntanlega
ráðast. Óskandi er að rekst-
urinn gangi það vel að nýju
eigendurnir sjái ástæðu til
að halda honum áfram um
ókomna tíð.
Það skiptir atvinnulíf á
Eyjafjarðarsvæðinu mjög
miklu máli að hið nýja félag
um rekstur lagmetisverk-
smiðjunnar nái að halda
velli. í febrúarmánuði síð-
astliðnum voru 484 skráðir
atvinnulausir á Akureyri og
hafði þeim fækkað nokkuð
frá mánuðinum á undan.
Leiðin verður að liggja upp
á við hér eftir og Akureyr-
ingar verða því að afstýra
frekari áföllum í atvinnulífi
bæjarins með öllum tiltæk-
um ráðum. Áframhaldandi
rekstur lagmetisverksmiðj-
unnar er spor í rétta átt.
Sömuleiðis eru kaup Útgerð-
arfélags Akureyringa á
meirihlutanum í þýska
útgerðarfyrirtækinu
Mecklenburger Hochsee-
fisherei GMBH ánægjuleg
tíðindi, því kaupin eru lík-
leg til að treysta hag
Útgerðarfélagsins og þar
með atvinnulífs á Akureyri,
þegar til lengri tíma er litið.
Ennfremur eru fréttir af
góðri verkefnastöðu Slipp-
stöðvarinnar-Odda hf.
ánægjulegar, því þær gefa
til kynna að sameining
fyrirtækjanna tveggja,
Slippstöðvarinnar og Vél-
smiðjunnar Odda, hafi bor-
ið tilætlaðan árangur.
Sú endurreisn, sem þegar
er hafin á atvinnulífinu á
Akureyri, er ánægjuleg og
eykur mönnum bjartsýni.
Ekki veitir af eins og nú
árar í íslensku samfélagi.
BB.
A IÐAVELLI
Valdimar Andrésson.
Veraldlegur kveðskapur
Hallgríms Péturssonar
Sóra Hallgríms Péturssonar er
venjulega minnst sem trúar-
skálds og ekki að ófyrirsynju.
Sálmar hans og önnur trúarljóð
eru flest ort af mikilli íþrótt og
hugans sannfæringu, enda
vissa skáldsins um guðlega
forsjá og eilífa sælu hinna rótt-
trúuðu samofin l(fi hans og
starfi.
Hitt vita færri að Hailgrímur
orti margt veraldlegra vísna og
kveðlinga. Frá barns- og ungl-
ingsárum Haligríms hafa varð-
veist nokkrar lausavísur og
bera þær flestar höfundi sínum
gott vitni, bæði hvað varðar ytra
form og meðferð efnis. Vel gæti
eftirfarandi vísa verið ort af
ungmenni, hafandi vökul augu
og gott eyra fyrir brag. Vísan er
þannig til komin að köttur sat á
kláfi undir palli, en fjalirnar í
pallgólfinu voru svo gisnar
orðnar að rófan á kettinum kom
upp á milli þeirra. Á þá sveinn-
inn Hallgrímur að hafa ort:
i huganum var ég hikandi,
af hræðslu nærri fallinn,
er kattarrófan hvikandi
kom hér upp á pallinn.
Gísli Konráðsson tíndi sam-
an margar sögur af Hallgrími og
birti þær í Gesti Vestfirðingi V.
ári. Þar segir á einum stað frá
tilefni þess að Hallgrímur fór að
Hólum í Hjaltadal. Sagan segir
að Guðbrandur biskup Þorláks-
son hafi eitt sinn verið á ferð út
Höfðaströnd og sá nokkur börn
að leikum. Biskup spurði:
„Hvað eruð þið að gera, börnin
góð?“ Hallgrímur var einn í
hópnum, átta ára að aldri og
enn ólæs, og svaraði biskupi
samstundis:
„Ég er að tína þúfnahnot í
þrætukot,
mylur málakvörn muðlings-
hnöttinn hvörn."
Þúfnahnot er ber en þrætu-
kotið ílátið, af því að börnin
höfðu verið að deila um það.
Málakvörnin er þá líklega
munnurinn sem mylur berin eða
muðlingana.
Á yngri árum þótti Hallgrímur
nokkuð níðskældinn og fengu
ýmsir að kenna á því jafnt háir
sem lágir. Frá þeim árum er
Hallgrímur sat á skólabekk að
Hólum í Hjaltadal er nokkuð
varðveitt af kveðskap eftir
hann. Tilefni eftirfarandi vísu
mætti hugsa sér það að Hall-
grímur hafi sofið í sama her-
bergi og Arngrímur lærði, offici-
alis á Hólum, e.t.v. vegna þess
að frændskapur var með Hall-
grími og Guðbrandi biskup.
Hallgrímur tekur greinilega vel
eftir öllu þegar Arngrímur er
vakinn á morgnana og honum
færður matarbiti og vökvun á
sængina:
Sefur, vaknar, sér við snýr,
sest upp, etur, vætir kvið,
hóstar, ræskir, hnerrar, spýr,
hikstar, geispar, rekur við.
Hallgrímur var af ýmsum tal-
inn vera ákvæðaskáld eða
kraftaskáld og á mörgum að
hafa staðið ótti af honum vegna
þessa.
Þessarar náttúru er vísa ein
er Hallgrímur á að hafa skellt á
einhvern fyrirmann er þótti Hall-
grímur luralegur og sagði hann
mundu vera ágætt böðulsefni:
Þegar ég böðuls þjóna stétt,
þá verðurðu þjófur,
min skal hríslan þung og þétt
þinn um skrokkinn ganga slétt.
Sögur fara af því að Hall-
grími hafi lent saman við
Torfa sýslumann Erlendsson.
Sýslumaður dæmdi eitt sinn
Grím Bergsson, velgerðar-
mann Hallgríms, og er ekki
ósennilegt að Hallgrímur hafi
sagt eitthvað út af því. Hall-
grímur hefur líklega reiðst iila
Hallgrímur Pétursson. Trérista eft-
ir málverki séra Hjalta Þorsteins-
sonar i Vatnsfirði í Norður-lsa-
fjarðarsýslu sem varðveitt er í
Þjóðminjasafni (slands.
því að vísan er Ijót. Torfi á að
hafa kallað Hallgrím „liðlegan
slordóna". Vísan hefur e.t.v.
geymst vegna þess að menn
hafa greint í henni áhrínsorð er
Torfi var dæmdur frá embætti,
æru og eignum.
Áður en dauður drepst úr hor
drengur á rauðum kjóli,
feginn verður að sleikja slor
slepjaður húsgangs drjóli.
Hallgrími Péturssyni var
margt annað betur gefið en
yrkja níð um menn, þótt að
stundum hafi skap hans mein-
að honum að sitja á strák
sínum. f mansöng að Króka-
Refs rímum mælir hann bein-
línis gegn níðskáldskap en seg-
ir þó:
Þó litla hafi eg Ijóðamennt,
lofsé Guði, segi eg það enn,
aldrei skal ég óforþént
yrkja vont um neina menn.
Að endingu skrifast hór vísa
ein eftir Hallgrím þar sem hann
lýsir sjálfum sér svo:
Sá, sem orti rímur af Ref,
reiknast ætíð glaður,
með svartar brýr og sívalt nef,
svo er hann uppmálaður.