Dagur - 20.03.1993, Blaðsíða 22

Dagur - 20.03.1993, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 20. mars 1993 Popp Mcignús Geir Guðmundsson Rage Against The Machine kveöur sér hljóðs: Mótmælt í bræði Blökkumannaleiðtogamir Martin Luther King og Malcolm X, óeirð- irnar í Los Angeles vegna máls Rodneys King (sem nú hefur aft- ur verið tekið upp), vandræðin með lce-T og Bocy Count vegna lagsins Cop Killer, stuðningur Bandaríkjastjórnar á sínum tíma við Contraskæruliða í Nicaragua, hatur, græðgi grimmd, eru meðal annars sem orðið hefur hljóm- sveitinni Rage Against The Machine að yrkisefni á hennar fyrstu samnefndu plötu. Rage Against The Machine kem- urfrá Los Angeles vel að merkja, er skipuð fjórum ungum mönnum og hefur starfað í um eitt og hálft ár. Hefur hljómsveitin vakið mikla athygli með þessari fyrstu plötu sinni og hún fallið vel í kramið hjá plötukaupendum, ekki hvað síst hér á landi eftir fregnum að dæma. Er tónlistin bræðingur kraftmikils rokks, fönks og hip hopps/rapps, sem þykir mjög árásargjörn með sínum áleitnu og rammpólitísku textum. Hafa sumir verið að líkja RATM við hljómsveitir á borð við Red Hot Chili Peppers og fleiri slíkar og er sá samanburður sjálfsagt eitt- hvað réttlætanlegur að sumu leyti. Þó er bakgrunnur félaganna í Rage... gerólíkur t.d. Red Hot Chili Peppers meðlima, sem eru upprunnir úr fátækrahverfum Los Angeles m.a. Þeir Tom Morello gítarleikari, Zack de la Rocha söngvari, Timmy C bassaleikari og Brad Wilk trommuleikari koma nefnilega frá nokkuð velstæðum millistéttarheimilum þar sem örbirgð og vesöld er víðs fjarri. Sú staðreynd hefur þó greinilega ekki lokað augum þeirra fyrir vandamálum smærri samborg- ara sinna nema síður væri, því Heilsugæslusamlag Hvammstangaumdæmis Útboð 2 Endurinnrétting Sjúkrahúss Hvammstanga Forval verktaka. Heilsugæslusamlag Hvammstangaumdæmis auglýsir hér með forval verktaka til að bjóða í endurinnréttingu Sjúkra- húss Hvammstanga, sem er tveggja hæða hús, samtals 709 m2. Lýsing: Vegna skipulagsbreytinga er nánast allt tréverk fjarlægt úr byggingunni, söguð ný göt í steypta eða hlaðna veggi, þar sem þess þarf með, en hlaðið upp í óþörf eldri göt og síöan innréttað upp á nýtt. Raflögn og lágspennulagnir eru mikið til endurnýjaðar, svo og frárennslislagnir, hita- kerfi er lagfært og nýtt loftræstikerfi er sett í húsið. Húsið er allt málað upp á nýtt, öll gólfefni endurnýjuð svo og innréttingar og innihurðir. Tillit skal tekiö til þess við framkvæmd verksins að húsið verður í fullum rekstri og skal verkið unnið á virkum dög- um á tímabilinu frá kl. 8.00 til 19.00. Fjöldi bjóðenda. Fjöldi bjóðenda verður takmarkaður við flóra. Greiöslur. Þeir verktakar sem valdir verða til að taka þátt í útboðinu eftirforval, en hljóta ekki verkið, fá greitt fýrirtilboðsgerð sína kr. 50.000,-. Eftirfarandi upplýsinga er óskað um væntanlega bjóðendur. 1. Nafn, heimilisfang og kennitala verktaka. 2. Nafn, heimilisfang og kennitala undirverktaka. 3. Lýsing starfsferils verktaka og undirverktaka. 4. Ársuppgjör fyrir starfsemi verktaka og undirverktaka sl. þrjú ár. 5. Aðrar upplýsingar sem verktaki telur að gagni koma við val á verktaka. Frestur til að skila forvalsgögnum. Forvalsgögnum skal skila á skrifstofu framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Hvammstanga, Spitalastíg 2, 530 Hvamms- tanga, fyrir kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 24. mars 1993. Á sama stað eru allar nánari upplýsingar veittar í síma (95) 12348, en á kvöldin hjá Guðmundi H. Sigurðssyni í síma (95) 12393. Hvammstanga 15. mars 1993. F.h. framkvæmdanefndar, Guðmundur H. Sigurðsson. Bræöinnar postular. Rage Against The Machine. bræðin og ádeilan sém birtist í textum sveitarinnar er engu minni en hjá þeim sem þolað hafa mátt fátækt og kúgun. [ viðtali nýlega við þá Tom og Zack kom fram hjá þeim að e.t.v. væri þessi reiði þeirra út í sam- félagið að hluta til sprottin vegna þeirrar verndar sem þeir sjálfir hafa notið. Það að horfa upp á meðferðina á Rodney King t.d. hafi vakið upp spurningar hjá þeim eins og fyrir hverja er lýð- ræðið? Bara fyrir þá hvítu?, eða þá ríku? Væri tal um að lýðræði þýddi jafnan rétt þegnanna því ekki bara tómt rugl? Það væri með öðrum orðum blekking. Segja þeir félagar þessar spurningar og aðrar fleiri leita sífellt á þá og tónlistin sé besti kosturinn til að fá útrás frá þeim. „Vissulega erum við nokkuð harkalegir í tónlist okkar, en hún er heiðarleg, vel ígrunduð og góð, nákvæmlega eins og við viljum hafa hana. Með henni í samspili við textana tjáum við alla okkar reiði og andúð á þjóð- félagi okkar á rammpólitískan hátt,“ segir gítarleikarinn Tom, sem er hálfur Kenyabúi og . menntaður í einum frægasta háskóla Bandaríkjanna, Harvard. En þótt þeir Tom og Zack séu vel meðvitaðir um kynjamisrétti og fleira sem miður fer i heima- högunum í LA, þá sjá þeir líka dökkar hliðar á baráttunni fyrir réttlætinu. Til dæmis finnst Zack rappið vera að tapa tilgangi sínum. í stað þess að tjá aðstæður svartra á raunsæjan og gagnrýninn hátt sé rappið nú allt um dauða og dráp. Það kunni ekki góðri lukku að stýra eins og lce-T/Body Count dæmið sann- aði glöggt. Eins og áður segir hefur Rage Against The Machine vakið verð- skuldaða athygli með þessari beinskeytni á frumburði sínum. hiafa menn að vísu sumir Rverjir misjafnar skoðanir á gæðum tónlistarinnar, en erú þó almennt sammála um að hljómsveitin sé athyglisverð. Spursmálið sé hvort hún muni geta fylgt góðri byrjun eftir í framtíðinni. Dickinson söngvari Iron Maiden hættir Nú þegartónleikaplöturnartvær, A Real Live One og A Real Dead One, eru rétt að líta dagsins Ijós með Iron Maiden og hljómsveitin á leið í enn eitt tónleikaferðalag- ið, berast þær mjög svo óvæntu fréttir að söngvarinn, Bruce Dick- inson, ætli að hætta í hljómsveit- inni eftir að tónleikaferðinni lýkur. Tilkynnti Dickinson félögum sín- um í Iron Maiden ákvörðun sína um að hætta í síðasta mánuði og kom þeim það jafn mikið á óvart og öðrum. Segist Dickinson hafa hugsað sig vel og vandlega um áður en hann tók þessa ákvörð- un. Sú staðreynd að hann hafi sífellt verið að færast meira í fang auk söngsins með Iron Maiden, m.a. að gera sólóplötu, skrifa bækur og fleira, á seinni árum, eigi stór- an þátt í niðurstöðunni og að hann vilji nú alfarið einbeita sér að eigin verkum. Til að vera söngvari í Iron Maiden áfram þýddi ekkert annað en að gefa sig allan í það. Nú væri hann hins vegar ekki tilbúinn til þess lengur. Ákvað Dickinson að segja félögum sínum í Iron Maiden að hann ætlaði að hætta áður en tónleikaferðin hæfist, þannig að þeir hefðu tíma til að finna eftirmann í ró og næði, jafn- framt sem ferðin yrði notuð sem góður endapunktur á samstarf- inu. Hafa Steve Harris og hinir félag- arnir í Iron Maiden tekið þessum rökum Dickinsons vel og með skilningi að sögn, þannig að ekki er um nein leiðindi að ræða. Seg- ist Steve Harris reyndar hafa búist við því að söngvarinn myndi hætta um síðir til að sinna eigin hugðarefnum, en hann hefði ekki búist við því svo skjótt. Bruce Dickinson var söngvari Iron Maiden í um 11 ár. Hafa nú þegar þrír menn verið nefndir sem hugsanlegir eftirmenn Dick- inson, en þeir eru hinn þýski Michael Kiske í Helloween, Blaze Bayley í Wolfsbane og svo sá sem Dickinson leysti sjálfur af hólmi fyrir 11 árum, Paul Di’Anno. Það er hins vegar alveg óráðið ennþá hvort einhver þeirra eða aðrir verða fyrir valinu. Bruce Dickinson söngvari Iron Maiden hættir að tónleikaferðinni lokinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.