Dagur - 20.03.1993, Blaðsíða 13

Dagur - 20.03.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 20. mars 1993 - DAGUR - 13 Ljóðasamkeppni um ástina Öldrunaráð íslands efnir til Ijóðasamkeppni aldraðra í tilefni af Ári aldraðra í Evrópu 1993. Yrkisefnið er „Ástin". Skilafrestur á efni er til 15. maí nk. og utanáskrift dómnefndar er: „Ljóðasamkeppni" Öldrunarráðs íslands, Kleppsvegi 54, Reykjavík. Reiknað er með, að þátttakendur séu 60 ára og eldri og að ort verði undir dulnefni, en rétt nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Formaður dómnefndar verður Benedikt Bragason, verkmenntaskólakennari á Akureyri, en aðrir í dómnefnd verða Jón Björnsson og Bjarni Friðþórsson. Eftir að val hefur farið fram verður allt efni endursent, en stefnt er að því að gefa úrval Ijóðanna út á þessu ári. Glæsileg verðlaun eru í boði: Ferð fyrir tvo til Dublin með Samvinnuferðum Landsýn. Helgarferð fyrir tvo til Akureyrar. Helgarferð fyrir tvo til ísafjarðar. Bændur í Mývatnssveit, sem vinna að uppgræðslu á „Féþúfu Iandgræðslunnar“, talið frá vinstri: Árni Halldórsson í Garði, Eysteinn Sigurðsson á Arnarvatni, Hjörleifur Sigurðarson frá Grænavatni, Eyþór Pétursson frá Baldurs- heimi og Kári Þorgrímsson í Garði. Fremst á myndinni er Sigurður dóttursonur Árna bónda í Garði. Mynd: Atli Vigfússon Mývatnssveit: ÁR ALDRAÐRA í EVRÓPU 1993 Unnið að uppgræðslu á sandöld unni syðst í Dinunuborgum Á leið inn að sandöldunni í Dimmuborgum. Að undanförnu hafa fimm bændur í Mývatnssveit flutt 140 heyrúllur inn á sandskafl syðst í Dimmuborgum og flutn- ingum verður haldið áfram ef veður leyfa. Ætlun fimmmenn- inganna er að græða upp örfoka land, þ.e. sandöldu sem mikið hefur verið rætt um í fréttum blaða, sjónvarps og útvarps. „í fyrra kom sú hugmynd upp hjá okkur bændum að fá þyril- vængju til að flytja ónýtar hey- rúllur inn á sandölduna. Af því varð ekki, en á hinn bóginn réðst Landgræðslan í að gera ýtuslóð þvert í gegnum gróið land í Dimmuborgum. Slóð þessi var lögð þvert á ráðleggingar bænda og bíður hættunni heim. Eftir slóðinni flutti Landgræðslan heyrúllur, sem komust aldrei á leiðarenda. Okkur bændum blöskraði vinnubrögðin og því réðumst við í að flytja heyrúll- urnar, sem voru á Hverfjalls- sandi, inn á sandskaflinn syðst í Dimmuborgum, Sandskaflinn köllum við „Féþúfu Landgræðsl- unnar“ og við erum nú búnir að fara nokkrar ferðir inneftir með heyrúllur frá bændum í Mývatns- sveit og í Reykjadal. Einnig ætl- um við að lagfæra önnur svæði, sem eru tekin að blása upp eftir 50 ára friðun," segir Eysteinn Sigurðsson, bóndi að Arnarvatni, og vill að skýrt komi fram að verkið er ekki unnið í samvinnu við Landgræðslu ríkisins, heldur aðeins með vitund stofnunarinn- ar. ój MERKISMENNHF

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.