Dagur - 01.04.1993, Page 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 1. apríl 1993
Óásættanlegt að leyfa innflutning
á mikið niðurgreiddum búvörum
sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson, alþingismaður, meðal annars í erindi á ráðstefnu um landbúnað í nýrri Evrópu
„Því er stundum haldið fram
að á síðustu öld hafi gull verið
gull, gull þessarar aldar sé olía
og gull næstu aldar muni verða
matur. Sé þetta rétt getur
Island átt eftir að eiga sína
„gullöld“ í útllutningsverslun.
Það byggist hins vegar mikið á
því að verðmyndun matvæla í
heiminum verði ekki eins
brengluð og hún er í dag og að
það takist að verðleggja
umhverfisáhrif og heilbrigði
framleiðslunnar. Við hljótum
því að taka fullan þátt í því á
alþjóðavettvangi að vinna að
eðlilegri viðskiptaháttum með
matvöru. Til lengri tíma litið
mun ekkert þjóna okkar hags-
munum betur á þessu sviði.
Við munum hinsvegar aldrei
fórna okkar hagsmunum hvað
þetta varðar á altari samninga
sem byggjast á verndun
þröngra sérhagsmuna öflugra
aðila eins og Evrópubanda-
lagsins eða Bandaríkjanna.“
Þetta voru niðurlagsorð
Jóhannesar Geirs Sigurgeirs-
sonar, alþingsimanns og
bónda, á ráðstefnu um framtíð
landbúnaðar í nýrri Evrópu,
sem efnt var til hér á landi fyrir
skömmu.
í upphafi máls síns rakti
Jóhannes Geir þjóðfélagsþróun-
ina á þessari öld. Hann gerði
miklar breytingar þjóðfélags-
hátta að umtalsefni og minnti sér-
staklega á hversu skammur tími
væri í raun liðinn síðan lífsbar-
átta okkar hefði byggst upp af
sjálfsþurftarbúskap. Eiginlegar
afurðastöðvar í landbúnaði hefðu
ekki farið að rísa fyrr en um og
eftir 1930. Af því megi sjá hvað
ógnarstutt í tíma sé á milli þess
að við vorum sjálfsþurftarbændur
sem nutum fullkominnar fjar-
lægðarverndar til þess að þurfa
að horfast í augu við kröfur um
sem frjálsust viðskipti með land-
búnaðarvörur.
Gjörbylting á örfáum
áratugum
Jóhannes Geir gerði ástæður ört
vaxandi landbúnaðarframleiðslu
síðan að umtalsefni og sagði þá
meðal annars. „Þörfin fyrir
búvörur í ört stækkandi þéttbýli
um miðja öldina gerði það að
verkum að gripið var til margs
konar örvandi aðgerða til þess að
auka búvöruframleiðsluna. Sett
voru sérstök lög um jarðræktar-
styrki, um stofnun nýbýla og
verðlagningu og sölumál. Um
1960 eru síðan, til þess að tryggja
ætíð nægjanlegt framboð, sett lög
þess efnis að sem nemur 10% af
andvirði allrar búvöruframleiðslu
í landinu mætti renna af opinberu
fé til þess að verðbæta útflutn-
ing.“
Jóhannes Geir sagði að á þess-
um grunni hafi landbúnaði á ís-
landi verið gjörbylt á örfáum ára-
tugum. Ekki einvörðungu með
tæknibyltingu heldur einnig með
því að aðlaga ræktunarhefðir
nágrannalandanna að loftslagi
okkar og bæta verkun og fóðrun
þannig að stæðist nútímakröfur
um afurðir. Hann sagði að í dag
værum við komnir það langt að
®Einingarfélagar
athugið
Útleiga orlofshúsa félagsins
sumarið 1993
Sækja þarf skriflega um á þar til gerðum eyðublöð-
um, sem eru fáanleg hjá trúnaðarmönnum félagsins
og einnig á skrifstofum þess
á Akureyri, Skipagötu 14, sími 23503
á Dalvík, Ráðhúsinu, sími 61340
á Ólafsfirði, Múlavegi 1, sími 62318
í Hrísey, hjá Matthildi Sigurjónsdóttur,
Hólabraut 21, sími 61757
á Grenivík, hjá Ólöfu Guðmundsdóttur,
Hvammi, sími 33204.
Umsóknarfrestur er til kl. 17.00 16. apríl 1993 og
ber að skila umsókn til skrifstofa félagsins.
Þau orlofshús sem í boði eru, eru á eftirtöldum
stöðum:
lllugastöðum, Fnjóskadal
Ölfusborgum við Hveragerði
Vatnsfirði, Barðaströnd
Einarsstöðum á Héraði
2 íbúðir í Reykjavík
íbúðarhús að Dölum II, Hjaltastaðaþinghá,
N.-Múlasýslu
Flúðum, Hrunamannahreppi 2. júlí til 27.
ágúst
Munaðarnesi, Borgarfirði
Hjólhýsi, Ærlæk Öxarfirði 18. júní til 27.
ágúst
Tjarnargerði, Eyjafirði.
Eitt orlofshúsið á lllugastöðum er ætlað fyrir fatlaða.
Áætluð vikuleiga í orlofshúsi er kr. 8.000,-, kr.
9.000,- í íbúðunum í Reykjavík og kr. 7.000,- í hjól-
hýsinu.
Gleðilegt sumar.
Orlofsnefnd Einingar.
okkar fremstu bændur nái topp-
afurðum með því að nota nánast
eingöngu innlent fóður og hafi
þessir bændur í raun skapað
grundvöll fyrir nýtt tímabil fram-
leiðniaukningar í íslenskum land-
búnaði.
Framfærsluvísitalan
hækkað um 20% frá 1989
en mjólkin um 8,5%
Jóhannes Geir vék síðan orðunt
sínum að framtíðinni og sagði.
„En þrátt fyrir þetta tel ég að það
sé skoðun flestra bænda og ann-
arra sem koma að atvinnugrein-
inni að við þurfum enn nokkurn
tíma til þess að vera í stakk búnir
til þess að takast á við verulega
aukna samkeppni við innflutn-
ing. Þann tíma sem til þess þarf
hafa bændur álitið að þeir hafi
verið að kaupa með samningum
um verðlækkun nú síðustu árin.
Til þess að nefna dæmi um verð-
þróun á síðustu árum get ég nefnt
að frá árinu 1989 hefur fram-
færsluvísitalan hækkað um 20%.
verð á mjólk til bænda um 8,5%
og vinnslu og dreifingarkostnað-
ur um 5,3%.“
EES og GATT
- aðeins fjallað um
landbúnað frá þröngu
viðskiptasjónarmiði
Þá ræddi Jóhannes Geir um þá
aðþjóðasamninga sem við erum
aðilar að; samningana um EES
og GATT. Hann sagði að í við-
ræðum um landbúnaðarmál í
tengslum við þessa samninga
virðist eingöngu fjallað um land-
búnaðinn á mjög þröngan við-
skiptalegan hátt. Horft sé
framhjá því að hvarvetna gegni
hann mjög fjölþættu hlutverki í
þjóðlífinu og það virðist gleymast
að hann gegni lykilhlutverki í
umhverfismálum, í félagslegu til-
liti og tengist atvinnumálum auk
þess beint og óbeint á margvís-
legan hátt.
Jóhannes Geir kvað dökku hlið-
ina á þessu máli vera þá að til að
Jóhannes Geir Sigurgeirsson.
landbúnaðurinn geti uppfyllt
ofangreint hlutverk sitt í alþjóð-
legu viðskiptaumhverfi hafi
margar þjóðir gripið til mjög
flókins kerfis styrkja og útflutn-
ingsbóta því menn hafi ekki
treyst sér að láta verðlagningu til
neytenda standa undir þeim
margþættu kröfum sem til land-
búnaðarins séu gerðar. „Það er
því að mínu mati afar brýnt að
samhliða samningum um alþjóð-
leg viðskipti með búvörur verði
gerður sáttmáli um þær skyldur
sem búvöruframleiðslan hefur
gagnvart umhverfi sínu. Það
verði viðurkennt að lágt mat-
vælaverð megi ekki skuldfæra á
framtíðina með því að ganga á
náttúruna. Með öðrum orðunt
sjálfbær þróun í búvörufram-
leiðslu fái markaðslegt gildi í
þeim viðskiptasamningum sem í
gangi eru. Við verðum á næstu
árum að vinna hugtakinu „um-
hverfisvæn markaðshyggja," sess
í viðskiptasamningum."
í sambandi við stöðu íslands
gagnvart Evrópu sagði Jóhannes
Geir meðal annars að við íslend-
ingar séum búnir að veita iðn-
varningi frá Evrópu nánast ótak-
markaðan aðgang að markaði
okkar. Á sama tíma sé sam-
keppnisstaða okkar gagnvart
þessurn ríkjum með tilliti til
fiskafurða stórlega bjöguð með
styrkjum og innflutningstollum.
Það leiði hugann að því að fáar
þjóðir í heiminum eru eins háðar
milliríkjaviðskiptum og við
Islendingar. Óvíða sé eins stórt
hlutfall matvæla háð innflutningi
og hér á landi. Því liggi í augum
uppi að fáum þjóðum sé eins
mikilvægt og okkur að það séu
sem einfaldastar og skilvirkastar
reglur er gildi um milliríkjavið-
skipti með matvörur. Reglur sem
byggi í grundvallaratriðum á frí-
verslun en taki einnig mið af
umhverfis- og félagslegum
þáttum.
Óásættanlegt að leyfa
innflutning á mikið
niðurgreiddum búvörum
Jóhannes Geir kvað algjörlega
óásættanlegt fyrir okkur að ganga
frá samningum er leyfi innflutn-
ing á mikið niðurgreiddum
búvörum þó í litlu magni sé eins
og við stöndum nú frammi fyrir
varðandi GATT-samningana
hvað þá ef leyfður yrði óheftur
innflutningur eins og einstakir
aðilar í þjóðfélaginu geri kröfu
um. Slíkir samningar myndu ríða
íslenskum landbúnaði að fullu á
skömmum tíma. Sé umhvefis-
þátturinn hins vegar verðlagður í
búvöruframleiðslunni og auknar
kröfur gerðar til ómengaðrar og
heilbrigðrar framleiðslu þá muni
það bæta samkeppnisstöðu okkar
Islendinga.
Af þeim sökum kvað Jóhannes
Geir víst að við hljótum að fara
fram á að fá umþóttunartíma enn
um sinn varðandi aðlögun
búvöruframleiðslu okkar að opn-
ari viðskiptaháttum. í því sam-
bandi höfum við nokkurt forskot
upp að vinna. Það ætti ekki síst
að njóta skilnings á meðal Evr-
ópuþjóða er halda uppi margvís-
legum varnaðaraðgerðum gagn-
vart okkar aðal útflutningsafurð
á sama tíma og þeir hafa óheftan
aðgang að okkar markaði. ÞI
Lesendahornið
Nokkur orð um hönnun dag
vistarstofnana á Akure
Klappir, nýjasta dagvistin í eigu Akureyrarbæjar. í bréfi sínu spyr Pétur
Jósefsson m.a. hvort rétt sé að í fórum dagvistarstofnana bæjarins sé til full-
hönnuð dagvist með öllum teikningum - og þær teikningar hafi legið þar í
tæpan áratug.
frétt þess efnis að leitað hefði
verið til nokkurra arkitekta á
Akureyri og þeir beðnir um að
leggja fram verðhugmyndir að
hönnun á fjögurra deilda dagvist-
arstofnun, um 650 fm, sem ætlað
er að rísi í bænum á næsta ári. -
Ekki þykir undirrituðum slæmt
að ráðamenn í dagvistarmálum
vilji kanna hugsanlegan hönnun-
arkostnað þeirra mannvirkja er
þeir láta reisa, en eiga ekki
hönnuðir einhverja taxta? Er
þetta ekki í rauninni aðeins
spurningin um hvort hönnuðir
eru tilleiðanlegir til þess að slá af
töxtum sínum? Er ekki vönduð
hönnun forsenda þess að kostn-
aðaráætlanir standist svo fremi
sem ekki sé sífellt verið að breyta
einhverju í miðjum klíðum?
Að lokum ein spurning: - Er
það rétt að í fórum dagvistar-
stofnana bæjarins sé til fullhönn-
uð dagvist með öllum teikningum
að núvirði 5-7 milljónir króna?
Undirritaður hefur það fyrir satt
að dagvist þessi hafi verið hönn-
uð af Valdísi Bjarnadóttur arki-
tekt og Gunnari Inga Ragnars-
syni verkfræðingi, um eða fyrir
miðjan síðasta áratug. Ef svo er,
hvers vegna hefur þesi hönnun
aldrei verið notuð og hver ber
ábyrgð á því að láta vinna viða-
mikið verk sem þetta fyrir ærið fé
og nota ekki?
Pétur Jósefsson.