Dagur - 22.04.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 22. apríl 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Harðindavetur á enda
Nú er sumarið komið eftir langan og strangan
vetur. Mikil harðindi settu svip sinn á nýliðinn
vetur, þó ekki í veðurfarslegu tilliti. Reyndar var
snjóþungt á tímabili og óveðurskaflar hrelldu menn
og málleysingja, en þessar aðstæður eru ekkert
öðruvísi en íslendingar eiga að venjast. Mestu
frosthörkurnar og erfiðustu áhlaupin urðu í efna-
hags- og atvinnumálum þjóðarinnar og þar urðu
meiri harðindi en fólk hefur upplifað í áratugi.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um ótíðina sem
launafólk hefur þurft að búa við. Á nýliðnum vetri
náði tilfinnanlegt atvinnuleysi að festa sig í sessi
hér á landi og það virðist komið til að vera næstu
árin. íslandsmet í atvinnuleysi var sett í marsmán-
uði og spakir menn hafa jafnvel kinkað kolli og sagt
að visst atvinnuleysisstig sé þjóðhagslega
hagkvæmt. Þá eru menn greinilega ekki að hugsa
um fólkið sem þessar tölur standa fyrir, fólkið sem
sér síst af öllu eitthvað hagkvæmt við það að eigra
um án atvinnu.
Þeir sem enn halda atvinnu hafa þurft að þola
skattpíningu, nýjar og auknar álögur, lækkun skatt-
leysismarka, minnkandi vinnu og þar af leiðandi
minni ráðstöfunartekjur. Veturinn hefur sett mark
sitt á þetta fólk. Það horfir frostbitnum augum mót
hækkandi sól og vonar að geislar hennar nái að
bræða klakann. En það getur reynst erfitt að halda
í vonina þegar fjölskyldan getur ekki brauðfætt sig,
atvinnuöryggið er ekkert og heimilið á leið undir
hamarinn.
Talsmenn launþega höfðu hátt síðastliðið haust
og sumir þeirra eru orðnir hásir eftir veturinn.
Árangurinn er hins vegar enginn, enn sem komið
er. Ætlunin var að semja fljótt og vel, sækja aftur
það sem af hafði verið tekið. Margir höfðu trú á því
að verkalýðsforystunni tækist að standa uppi í hár-
inu á ríkisstjórninni en hvað blasir við? Langar og
strangar samningalotur hafa reynst gagnslausar og
það eina sem verkalýðsforystan annars vegar og
ríkisstjórnin og vinnuveitendur hins vegar virðast
sammála um er að friður og stöðugleiki megi áfram
ríkja. Víst eru þetta falleg hugtök en það hlýtur að
mega bæta kjör þeirra sem verst eru settir án þess
að friðurinn fari út um þúfur.
Þótt ef til vill sé réttmætt að gagnrýna verkalýðs-
forystuna dylst þó varla nokkrum að ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar ber mesta á ábyrgð á því hvernig
komið er. Þaðan eru helstu fárviðri vetrarins komin.
Þaðan eru harðindin sprottin, að minnsta kosti í
augum launafólks. Fjármagnseigendur og þeir sem
hæstu tekjurnar hafa lofa sennilega einstaklega
mildan vetur.
Meðan fjölmargir endar eru lausir í þjóðfélaginu
er rifist á Alþingi um ráðningu starfsmanns hjá
opinberri stofnun. Það mál, þótt rotið sé, er varla
tímans virði, nema það verði til þess að stjórnin
klofni og fari frá. Þá fengi almenningur góða sumar-
gjöf.
Dagur óskar lesendum sínum og landsmönnum
öllum gleðilegs sumars með von um að „bráðum
komi betri tíð með blóm í haga“. SS
Skólaselið í Reykjahlíð er fyrir löngu orðið of lítið til að hýsa þá starfsemi sem því er ætlað.
Skýrsla Fræðsluskrifstofunnar um skólafyrirkomulag í Skútustaðahreppi:
Fá kennslufræðileg rök f\TÍr kennslu
í einum skóla á tveimur stöðum
Á fundi skólanefndar Skútustaða-
hrepps þann 5. maí 1992 var
ákveðið að fara þess á leit við
Fræðsluskrifstofu Norðurlands-
umdæmis eystra að á vegum skrif-
stofunnar yrði gerð úttekt á skóla-
fyrirkomulagi í Skútustaðahreppi
og á fundi sveitarstjómar Skútu-
staðahrepps þann 14. maí s.á. var
tekið undir þá ákvörðun. Formleg
beiðni barst Fræðsluskrifstofunni
síðan ekki fyrr en með símbréfí
20. október 1992 þar sem farið var
fram á að fræðsluskrifstofan ann-
aðist faglega úttekt á skólamálum
í Skútustaðahreppi og gerði tillög-
ur um framtíðarskipan þeirra.
í dag háttar svo til í Skútu-
staðahreppi að þá er aðalskóli
skilgreindur að Skútustöðum en
útibú (skólasel) í Reykjahlíð. 10.
bekkur grunnskóla hefur ekki ver-
ið starfræktur í sveitinni undanfar-
in ár og því hafa nemendur þurft
að sækja nám í síðasta bekk
grunnskóla burtu úr hreppnum og
hafa flestir þeirra sótt nám í
Laugaskóla í Reykjadal. En nú
hefur sveitarstjóm samþykkt að á
næsta skólaári skuli starfræktur
10. bekkur og þannig komið til
móts við óskir fjölda nemenda og
foreldra að nemendur fái tækifæri
til að ljúka grunnskólanámi í
sveitinni og vera sem lengst í for-
eldrahúsum. Á komandi skólaári
munu nemendur 10. bekkjar verða
12 talsins. í ár er nemendadreifing
1. til 10. bekkjar í Skútustaðahr-
eppi sú að í norðurhluta sveitar-
innar, þ.e. á svæðinu frá og með
Vogum að og með Vindbelg, er
nemendafjöldi 62 en í suðurhluta
sveitarinnar, þ.e. sunnan áður-
nefnds svæðis, er nemendafjöld-
inn 29. í spá um nemendafjölda
allt fram til aldamóta er gert ráð
fyrir svipaðri skiptingu nemenda,
þ.e. að um 65% þeirra komi frá
norðursvæðinu en 35% frá suður-
svæðinu. í skýrslu Fræðsluskrif-
stofunnar er reynt að bera saman á
hlutlægan hátt kosti og galla þess
að hafa fámennan skóla tvískiptan
eða ekki og þar segir m.a. um
samvinnu kennara og sérþekk-
ingu:
„Margir kennarar í fámennum
skólum kvarta undan faglegri ein-
angrun og hversu krefjandi það er
að þurfa að kenna svo margar
greinar sem raun ber vitni. Einnig
er það ótvíræður kostur fyrir
skólastarfið ef kennarar og annað
starfsfólk vinnur mikið og náið
saman. Við sameiningu kennslu-
staða eru skapaðar forsendur fyrir
aukna samvinnu og það að sér-
þekking kennara nýtist betur fyrir
skólastarfið í heild. Kennarar virð-
ast sjá marga kosti við fámennið
en vilja ekki samkennslu. Það má
því fullyrða að fjölmargir kennar-
ar fámennisskóla vilja hafa fá-
mennan árgangaskipta skóla sem
er eins og „lítill stór skóli“ en lúti
ekki eigin skipulagsmálum út frá
innri og ytri aðstæðum".
Kennslustundakvóti
Samkvæmt 74. grein laga urn
grunnskóla skal miða fjölda
kennslustunda sem ríkissjóður
greiðir við heildarfjölda nemenda
er stunda nám samtímis í grunn-
skólum hvers skólahverfis. Á
þeim forsendum að ekki væri til í
Skútustaðahreppi skólahúsnæði
sem rúmaði alla nemendur á sama
stað hefur fram til þessa verið
heimilað, með samþykki mennta-
málaráðuneytisins, frávik frá þess-
ari meginreglu og kennslumagni
úthlutað eins og um tvo skóla væri
að ræða. Með tilkomu skólahúss-
ins í Reykjahlíð eru ofangreindar
forsendur ekki lengur til staðar og
má því reikna með að framvegis
verði tímamagni til skólahverfis-
ins úthlutað samkvæmt megin-
reglunni, enda muni kvótinn nýt-
ast betur miðað við einn kennslu-
stað og það opnar einnig fleiri
möguleika varðandi stærð og
skipan námshópa og fjölbreytni í
kennsluháttum.
f niðurstöðum segir að fá
kennslufræðileg rök styðji það að
halda uppi kennslu á tveimur stöð-
um í einum skóla, en hins vegar
geti annars konar rök hugsanlega
mælt með því. Rekstur tveggja
skólahúsa er einnig talinn líklegri
til að valda því að hvorugt skóla-
húsið verði vel búið eða annað líði
fyrir hitt. Hins vegar benda flest
rök til þess að sameining á einn
kennslustað muni skapa þær að-
stæður sem þarf og þess vegna er
mælt með því í skýrslunni að ár-
göngum verði ekki skipt á tvo
kennslustaði.
Einn skóli í
Reykjahlíð eða...?
I fljótu bragði virðist vera hægt að
sjá fimm líkön af skólastarfi í
Skútustaðahreppi og má jafnvel
vera að þau séu fleiri. Þau eru í
fyrsta lagi óbreytt fyrirkomulag; í
öðru lagi aðalskóli í Reykjahlíð,
skólasel að Skútustöðum; í þriðja
Lesendahornið
Óþolandi tillitsleysi á rúntimim
Haraldur hringdi og vildi kvarta
undan því sem hann nefnir
„óþolandi tillitsleysi ökumanna,
aðallega hinna yngri, sem keyra
„rúntinn" í miðbæ Akureyrar“.
„Það virðist einhver tíska
meðal ungra ökumanna að
stoppa bílinn á miðri götu og
spjalla í rólegheituin við öku-
mann bifreiðar sem er að fara í
gagnstæða átt. Á meðan er öll
umferð um miðbæinn stopp og
maður kemst ekki leiðar sinnar,
þótt lífið liggi við, fyrr en hinum
kjaftaglöðu og tillitslausu öku-
mönnum hentar!
Mér finnst að lögreglan eigi að
herða eftirlit í miðbænum og
uppræta þessa ósvífni.“
Samkomuhúsið:
Starfsfólkið leggur í bestu bflastæðin
Leikluisáhorfandi hringdi:
„Ég fór nýlega með eldra fólk
á sýningu á Ledurblökunni hjá
Leikfélagi Akureyrar. Þetta
gamla fólk getur ekki gengið
langt og engin bflastæði að fá fyr-
ír íram Samkomuhúsið vegna
þess að starfsfólk og leikarar LA,
sem er fólk á besta aldri, tekur
upp öll bílastæðin þar. Það skap-
ar hreinasta vandræðaástand
þegar um gamalt fólk er að ræða
og væri mjög miður og til vansa
fyrir starfsfólkið ef gamla fólkið
veigrar sér við að sækja sýningar
vegna ótta við að þurfa að ganga
langar leiðir sem það hefur jafn-
vel ekki þrek til. Mér þætti vænt
um ef starfsfólk LA tæki þetta til
gaumgæfilegrar athugunar."