Dagur - 22.04.1993, Side 7

Dagur - 22.04.1993, Side 7
lagi allur skóli í Reykjahlíð, í fjórða Iagi allur skóli að Skútu- stöðum og í fimmta lagi heild- stæður skóli bæði að Skútustöðum og Reykjahlíð. Nú er í byggingu skólahúsnæði í Reykjahlíð sem fullbúið mun bjóða upp á kennslu- aðstöðu sem rúmað getur alla nemendur Skútustaðahrepps í al- mennri kennslu og list- og verk- greinum nema leikfimi. Auðvelt verður að hafa mötuneyti fyrir 30 til 50 nemendur í húsinu og bið- gæslu fyrir yngstu nemenduma. Ef allir nemendur Skútustaða- hrepps yrðu í Reykjahlíð skólaárið 1993-1994 og aksturfyrirkomulag það sama og er í dag þá þyrftu 43% þeirra að vera í skólaakstri en endurskipuleggja þyrfti akst- ursfyrirkomulagið til að koma í veg fyrir óþarfa þvæling með nemendur en enginn bær í Mý- vatnssveit er í meira en 30 km fjarlægð frá Reykjahlíðarhverfi. Ef allir nemendur Skútustaða- hrepps yrðu að Skútustöðum skólaárið 1993 - 1994 og aksturs- fyrirkomulag það sama og nú er í gildi, þá þyrftu 90% þeirra að njóta skólaaksturs. Ljóst er að í Reykjahlíð er að komast í gagnið skólahúsnæði sem gæti sinnt því hlutverki að sameina skólann undir eitt þak að undanskilinni íþróttakennslu. Að Skútustöðum þyrfti að auka skóla- húsnæðið um nálega helming og gera verulegar endurbætur á því sem fyrir er til þess að þar væri kominn skóli sem rúmaði alla skóla. Það er alkunn sannindi að „svo læra bömin málið sem fyrir þeim er haft“ og afstaða umhverf- isins og umræður manna á meðal hafa gífurleg áhrif á afstöðu bam- anna. Það má færa að því rök að deilur um fyrirkomulag skólahalds og almennt ósætti um skólamál geti orðið til þess að nemendur nái ekki þeim tökum á náminu sem þeir hefðu eðli og burði til, og þar með hugsanlega heft framtíðar- möguleika þeirra. Steinþór Þráins- son spyr í dreifibréfi til sveitunga sinna í maímánuði 1991 hvert við- horf Mývetninga sé til skólans og hvað móti það. „Hvort það gæti verið gamall sveitarrígur en ekki hugsunin um velferð bamanna?“ Þetta sé grundvallarspuming sem hver og einn sem skoðun hafi á skólamálum Skútustaðahrepps verði að gera upp við sig þannig að bömin verði ekki leiksoppur annarra gilda en þeirra sem lúta að hagsmunum þeirra. „Skólinn má ekki vera vettvangur haturs og átaka, hinn félagslegi vígvöllur er bömunum litlu betri en sá her- væddi og á því ekkert frekar rétt á sér,“ segir Steinþór Þráinsson. Endanleg ákvörðun um skóla- fyrirkomulag er í höndum sveitar- stjómar innan þess ramma sem lög og reglugerðir ákveða. Henni er mikill vandi á höndum að velja leið sem í fyrsta lagi er hagstæð- ust nemendum og í öðru lagi flest- ir geta sætt sig við. Það er ekki nýtt af nálinni að sveitarstjóm Skútustaðahrepps ára eða 9. bekkjar. Þar sem kennsluaðstaða fullnægir ekki ákvæðum grunnskólalaganna og reglugerða þar um eru hafnar byggingaframkvæmdir til úrbóta. Þegar ákvörðun um skólabygg- ingu var tekin, var samhliða mörkuð ný stefna um kennslufyr- irkomulag í hreppnum. Fræðslu- skrifstofa og nenntamálaráðu- neyti, ásamt heimamönnum ákváðu þessa stefnu. Hún er að 0 til 6. bekkur úr nyrðri hluta sveit- arinnar fengju kennslu í Reykja- hlíð en 0 til 6. bekkur syðri hluta sveitarinnar á Skútustöðum, ásamst 7. til 8. bekk úr allri sveit- inni. (0 bekkur heitir nú 1. bekkur, 6. bekkur 7. bekkur og aðrir bekk- ir samsvarandi, innsk. blm.) Þetta þýðir þegar á heildina er litið að 60% nemenda skólans verður kennt í Reykjahlíð en 40% á Skútustöðum. A þessum grunni er ákvörðun um 1066 fermetra skólabyggingu í Reykjahlíð tekin, en það er talin hæfileg stærð fyrir 60 nemendur samkvæmt viðmið- unarreglum sem menntamálaráðu- neytið vinnur eftir“. „Það er því ljóst að ekki er flugufótur fyrir þeirri skoðun að með byggingu nýs skólahúss í Reykjahlíðarhverfi hafi átt að færa allt skólahald í Reykjahlíð,“ segir Sigurður Rúnar Ragnarsson sveit- arstjóri. „Skýrsla starfsmanna Fræðsluskrifstofu Norðurlands- umdæmis eystra á Akureyri fjall- aði eingöngu um allt er lýtur að kennslufyrirkomulagi, þ.e. í hvaða Framkvæmdir við byggingu nýja skólahúsnæðisins hófust síðastliðið haust. Myndir: G( nemendur. Af þessum sökum hníga flest rök að því að skólinn verði sameinaður í Reykjahlíð. Grundvallarágreiningur um skólamál Innan Skútustaðahrepps hefur um alllangt skeið ríkt grundvallar- ágreiningur um skólamál, einkum hvað varðar uppbyggingu nýs leiti til Fræðsluskrifstofu Norður- landsumdæmis eysta vegna fram- tíðaráforma í skólamálum. Á fundi skólanefndar með fræðslu- stjóra 26. janúar 1989 var sam- þykkt tillaga þar sem m.a. segir: „Skólastefna sem unnið er eftir í Skútustaðahreppi er að uppfylla ákvæði grunnskólalaganna um kennslu bama og aðstöðu til kennslu frá 6 ára eða 0 bekk til 14 skólahúsum á að kenna en ekki um faglega úttekt á innra starfi grunnskóla Skútustaðahrepps.“ Augljóst er því að erfitt og vandasamt verk bíður sveitar- stjómar Skútustaðahrepps vegna ákvörðunartöku um framtíðarskip- an skólamála í sveitarfélaginu en hætt er við að niðurstaðan, hver svo sem hún verður, muni ekki falla öllum í geð. GG Hvetjum bömin til að nota öryggishjálma! Áhyggjufull amma hringdi: Rekinn hefur verið markviss áróður fyrir því undanfarin ár að börn noti undantekningarlaust reiðhjólahjálma þegar þau eru úti á götu á hjólinu sínu sem oft á tíðum er of stórt og þau hafa því litla stjórn á því. Nú bregður svo við þegar vorar og börnunum er að fjölga í umferðinni að sárafá þeirra eru með hjálma. En hvað veldur? „Það þykir einfaldlega ekki fínt léngur að vera með hjálma Öryggishjálmurinn á sínum stað. Þannig á það að vera! þótt þörfin sé söm og jöfn og þeg- ar þeim sem þá nota er strítt á því af jafnöldrum sínum er ekki hægt að búast við því að þeir séu not- aðir. Mér finnst að skólarnir og lögreglan eigi í sameiningu að bregðast skjótt við og minna börnin á hversu mikilvægt örygg- isatriði það er að nota hjálmana og kveða þessa fordóma í kútinn í eitt skipti fyrir öll. Börnin vita t.d. ekki að slæmt höfuðhögg get- ur síðar á lífsleiðinni orsakað flogaveiki og kannski fleiri kvilla.“ Fimmtudagur 22. apríl 1993 - DAGUR - ' Eftirfarandi útboð eru til afhendingar á skrifstofu okk- ar Borgartúni 7, Reykjavík. 1. Þjóðarbókhlaða, lagning á korki o.fl., alls 5.220 m2. Opnun 27. apríl 1993 kl. 11.00. Gögn seld á 12.450 m/vsk. 2. Gagnvarið timbur fyrir Vegagerð ríkisins. Opnun 29. apríl 1993 kl. 11.00. Gögn seld á 1.000 m/vsk. 3. Stál v/brúargerðar fyrir Vegagerð ríkisins. Opnun 29. apríl 1993 kl. 11.30. Gögn seld á 1.000 m/vsk. 4. Kópavogshæli, klæðning utanhúss. Opnun 4. maí 1993 kl. 11.00. Gögn seld á 12.450 m/vsk. 5. Lóðarlögun á Landspítalalóð. Opnun 6. maí 1993 kl. 11.00. Gögn seld á 6.225 m/vsk. 6. Hænuegg. Opnun 11. maí 1993 kl. 11.00. Gögn seld á 1.000 m/vsk. 7. Unnið dilkakjöt. Opnun 11. maí 1993 kl. 11.00. Gögn seld á 1.000 m/vsk. 8. Unnið nautakjöt. Opnun 11. maí 1993 kl. 11.00. Gögn seld á 1.000 m/vsk. 9. Unniö svínakjöt. Opnun 11. maí 1993 kl. 11.00. Gögn seld á 1.000 m/vsk. 10. Kjúklingar. Opnun 11. maí 1993 kl. 11.00. Gögn seld á 1.000 m/vsk. 11. Álegg. Opnun 11. maí 1993 kl. 11.00. Gögn seld á 1.000 m/vsk. 12. Slátur. Opnun 11. maí 1993 kl. 11.00. Gögn seld á 1.000 m/vsk. 13. Farsvörur. Opnun 11. maí 1993 kl. 11.00. Gögn seld á 1.000 m/vsk. 14. Soðið kjöt í álegg. Opnun 11. maí 1993 kl. 11.00. Gögn seld á 1.000 m/vsk. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SIMI 26844 Klæðningar og viðgerðir Áklæði nýjar gerðir, ódýr, verð frá kr. 390,- Tilvalið í húsbílinn, hjólhýsið eða sumar- bústaðinn. Áklæði á sófasettið, húsbóndastólinn, borðstofustólinn eða eldhússtólinn. Fagmaður vinnur verkið. Visa þjónusta, raðgreiðslur. Bólstrun Björns Sveinssonar, Geislagötu 1, sími 25322. Gleðilegt sumar ROKKBANDIÐ í rífandi stuði á fyrsta dansleik sumarsins á Hótel KEA nk. laugardagskvöld. ★ Glæsilegur matseðill. Örfá borð laus fyrir matargesti. ★ Sunnudagsveisla á Súlnabergi Prinsessusúpa Tveir kjötréttir ásamt salatbar og desserthlaðborði. Verð aðeins kr. 1.050. Frítt fyrir börn 0-6 ára Vi gjald fyrir 7-12 ára. Hótel KEA, sími 22200.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.