Dagur - 22.04.1993, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. apríl 1993 - DAGUR - 9
Ása Sigurðardóttir:
Ummæli Halldors Laxness
um Jón Sveinsson. Nonna
fyrstu bók höfundar (,,Nonni“)
og eru fagur vitnisburður um þá
mætu konu. Franskur íslandsvin-
ur bauðst til að kosta tvo íslenzka
drengi til náms í Frakklandi, og
Jón Sveinsson varð annar þeirra.
En Laxness lætur hér ekki staðar
numið gagnvart móðurinni Sig-
ríði, enda hafi hún farið kona
ekki einsömul, er hún giftist
Sveini föður Jóns. Pá er því bætt
við, að frú Sigríður hafi flutzt „að
ensku. Paul Bourget, einn merk-
asti höfundur síns tíma og
félagi frönsku Akademíunnar,
sem er skipuð fremstu mönnum á
sviði bókmennta, lét svo um
mælt, að frásagnargáfa væri Jóni
Sveinssyni í blóð borin, „svo
fágæt, að mestu skáldsagna-
höfundar hafa ekki átt slíka, vald
stílsins, er fylgir hræringum lífs-
ins og knýr lesandann með ósigr-
andi mætti til þess að festa trúnað
Tilviljun réði því, er ég var stödd
á bókasafni, að ég fór að fletta
blöðum í riti eftir Halldór
Laxness, „í túninu heima“
(1975). Varð ég furðu lostin, þeg-
ar ég renndi augunum yfir kafla
með fyrirsögninni „Barnabóka-
höfundar mínir“. Par veitist
skáldið að Jóni Sveinssyni,
Nonna, með sleggjudómum og
getsökum. í rauninni er vaðall af
því tagi ekki svaraverður, en hins
vegar rangt að láta illmælgi
óátalda.
Laxness byrjar á því að segja,
að sjálfur hafi hann átt því láni að
fagna (sic) að lesa ekki barna-
bækur í bernsku sinni. Kann það
að geta skýrt að einhverju leyti,
að hann hafi ekki hrifizt af
Nonna-bókunum. Pað hafa hins
vegar börn um heim allan gert og
gera enn, reyndar fólk á öllum
aldri. Nonna-bækurnar hafa ver-
ið þýddar á yfir 40 tungumál og
hafa selzt í upplagi miklum mun
stærra en verk Laxness.
Skáldið kveðst hafa fengið
fyrstu Nonna-bókina í hendur
1921 og heldur svo áfram: „Þótti
mér bókin svo leiðinleg að ég
lagði hana frá mér að sinni. Mér
fannst þetta vera bók eftir tólf
ára dreing fremuren um tólf ára
dreing." Þessi bitru orð hans
benda til þess, að hann hafi þá
þegar séð ofjarl sinn í hinum nýja
höfundi.
Svo snýr Laxness sér að móður
Jóns Sveinssonar, Sigríði, og seg-
ir hana hafa sært son sinn til þess
að vera barn til æviloka, „þegar
hún kvaddi hann 12 ára gamlan
og seldi hann suðrí heim um eilíf
ár.“ Þetta er alrangur og illkvitt-
inn hugarburður Laxness. Kveðju-
orð móðurinnar er að finna í
Jón Sveinsson, Nonni.
bónda sínum látnum vestrum haf
og átt þar góðri giftingu að
fagna.“
Laxness notar hvert tækifæri í
bókarkaflanum til að varpa
hnjóðsyrðum að Jesúíta-regl-
unni. .Með þeim hætti þakkar
hann gistivináttuna og aðra fyrir-
greiðslu á hennar vegum í Frakk-
landi. Rek ég lastmæli skáldsins
og reiðilestur ekki frekar.
Jón Sveinsson var ekki aðeins
mikilhæfur rithöfundur, heldur
víðkunnur fyrirlesari, enda talaði
hann fjögur tungumál reiprenn-
andi: þýzku, dönsku, frönsku og
Halldór Kiljan Laxness.
á sannleiksgildi efnisins.“
Skömmu fyrir upphaf seinni
heimsstyrjaldar var samin
magisters-ritgerð við Washing-
ton-háskóla um áhrif verka Jóns
Sveinssonar á bókmenntir æsk-
unnar. Um svipað leyti var hann
orðaður við Nóbels-verðlaun,
sem styrjöldin sló á frest. Hann
lézt árið 1944.
Vaknar spurningin, hvort
köpuryrði Laxness eiga rætur að
rekja til einhvers konar afbrýði
eða öfundar.
Asa Sigurðardóttir.
Höfundur er húsmóöir í Reykjavík.
Tónlist
KOSHUN 1993
KÓSHÚN 1993 stendur fyrir
Kirkjukórasamband Húnavatns-
prófastsdæmis. Það samband
kórafólks hefur legið í nokkrum
dvala um sinn, en var endurvakið
17. apríl í tengslum við kóramót
kirkjukórasambandsins, sem
lauk með tónleikum í hinu nýja
íþróttahúsi Laugarbakkaskóla
sunnudaginn 18. apríl.
Til mótsins voru mættir tíu
kórar. Þeir voru Kirkjukórar
Hólmavíkurkirkju, Prestbakka-
kirkju, Staðarkirkju, Melstaðar-
og Staðarbakkakirkna, Hvamms-
tanga-, Vatnsness- og Vestur-
hópskirkna, Víðidalstungu-
kirkju, Þingeyrakirkju, Undir-
fellskirkju og sameinaður kór
Holtastaða-, Bólstaðar- og Berg-
staðakirkna. Alls voru söngmenn
um eitt hundrað og þrjátíu og
organistar og söngstjórar sjö:
Ólafía Jónsdóttir, Krisztina
Kallo Szklenár, Guðrún Krist-
jánsdóttir, Ólöf Pálsdóttir, Helgi
S. Ólafsson, Guðmundur St. Sig-
urðsson og Sigrún Grímsdóttir.
Dagskrá mótsins var tvískipt. í
fyrri hluta sungu kórarnir hver
um sig tvö til þrjú lög, en í hinum
síðari sameinuðust þeir í flutn-
ingi Þýskrar messu eftir Franz
Schubert. í fyrri hlutanum stýrði
hver söngstjóri sínum kór eða
kórum og naut aðstoðar starfsfé-
laga við undirleik á píanó eða
orgel. í hinum síðari skiptust
söngstjórar á að stjórna og leika
undir í átta köflum Þýsku mess-
unnar.
Frammistaða kirkjukóranna
var, eins og vænta mátti, nokkuð
misjöfn, en flestir skiluðu þó efn-
isskrá sinni gallalítið. Nokkur
atriði báru af. Kirkjukór Hólma-
víkurkirkju tókst vel að flytja
undirleikslaust Vögguvísu eftir
ísólf Pálsson við ljóð Freysteins
Gunnarssonar og einnig pólskt
þjóðlag, Kuku vetshka við undir-
leik á harmoniku. Kirkjukór
Melstaðar- og Staðarbakkakirkju
gerði að mestu vel í laginu Rósin
eftir Friðrik Jónsson við ljóð eftir
Guðmund Halldórsson. í þessu
lagi náði kórinn góðum bakrödd-
um við afar snyrtilegan einsöng
Gerðar Geirsdóttur, en mistókst
í stuttum bút lagsins, sem kórinn
söng einn. Kórar Tjarnar-, Vest-
urhópshóla- og Hvammstanga-
kirkju sameinaðir náðu talsvert
góðum flutningi í Undir útdeil-
ingu, sem er samið af Camil
Saint-San við Biblíutexta og
einnig á Faðir vor eftir F. Schu-
bert við Ijóð eftir Sverri Pálsson.
í hinu síðara, sem flutt var án
undirleiks, kom reyndar fram
galli í kvennaröddum á sama stað
aftarlega í hverju versi. Samein-
aðir kórar Víðidalstungu- og
Breiðabólsstaðarkirkna fluttu
snyrtilega raddsetningu J. S.
Bachs á Vér lyftum hjörtum vor-
um við ljóð Böðvars Guðmunds-
sonar. Félagar úr kirkjukórum í
Austur-Húnavatnssýslu fluttu
Frið á jörðu eftir Árna Thor-
steinsson ljúflega, en því miður
var einsöngur Halldóru Gests-
dóttur í þessu lagi ekki sem
skyldi, heldur lafði um of neðan í
tónhæð.
Flutningur kóranna samein-
aðra á Þýskri messu eftir Franz
Schubert tókst að flestu leyti vel.
Hljómur var jafnan þéttur og
fullur og túlkunarleg atriði í all-
góðu lagi. Víða varð flutningur
glæsilegur og máttugur, svo að
gaman var á að hlýða.
Haukur Guðlaugsson, söng-
málastjóri þjóðkirkjunnar, var
heiðursgestur kirkjukóramótsins
og tók þátt í flutningi nokkurra
atriða með undirleik.
Hið nýja íþróttahús Laugar-
bakkaskóla reyndist vera vel not-
hæft sem tónleikahús. Söngur og
orgelsláttur skilar sér að minnsta
kosti vel, en svo virtist, sem
píanó nyti sín heldur lakar. Þó er
ekki unnt að fullyrða nokkuð um
þessi atriði eftir einungis þessa
einu tónleika, þar sem ekki var
kostur á að fara um áheyrenda-
palla og hlusta húsið á ýmsum
stöðum.
Fjöldi áheyrenda var á loka-
tónleikum kirkjukóramótsins og
ljóst að lifandi áhugi er á meðal
byggðarmanna á þessu framtaki.
Þetta voru líka kirkjukórar þess-
ara byggða, eins og Karl Sigur-
geirsson, formaður undirbún-
ingsnefndar kallaði kórana í orð-
um sínum í tónleikalok, heima-
menn og félagar. Framtakið er
líka gott og án vafa upphafsspor-
ið í frekara samstarfi þessa tón-
listarfólks byggðum sínum og
íbúum þeirra til ánægju- og
menningarauka um langa fram-
tíð.
Haukur Agústsson.
Nýkomið!
Fyrir fullorðna:
Cosmo-í þróttaskór
með frönskum lás.
Stærðir 36-45. Verð aðeins kr. 1.290.
Fyrir börn:
Cosmo-íþróttaskór
með frönskum lás.
Stærðir 22-35. Verð aðeins 990.
IIJ EYFJÖRÐ
Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275
Konur
athugið!
LETTIH
Haldið verður 10 tíma reiðnámskeið frá 5.
maí á vegum kvennadeildar Léttis.
Kennari verður Kolbrún Kristjánsdóttir.
Þátttaka tilkynnist til:
Kolbrúnar Kristjánsdóttur, sími 96-61610,
Maríu Egilsdóttur, sími 96-23336,
Júlíu Sigurjónsdóttur, sími 96-21668.
K.D.L.
Matvöru-
markaðurinn
í sumarskapi
um, leið og við þökkum fyrir
viðskiptin á liðnum vetri, óskum
við viðskiptavinum okkar
gleði- og gæfuríks sumars
Fullt kjötborð
alla daga
Virka daga:
Grillaðir kjúklingar
Djúpsteiktar franskar
Matvöru-
markaðurinn
Kaupangi
Opið virka daga kl. 9-22
Laugardaga og
sunnudaga kl. 10-22