Dagur - 22.04.1993, Page 11

Dagur - 22.04.1993, Page 11
Fimmtudagur 22. apríl 1993 - DAGUR - 11 aðstoðar. Fyrsta aðstoðin barst í líki mótorhjólamanns, sem fús- lega flutti veiðimanninn til þorpsins. Vinur okkar æddi inn á bifreiðaverkstæðið næstum mál- laus af taugaæsingi og gat komið eigandanum í skilning um að hann hefði sett í lax, en kynni engin ráð til þess að ná honum á land. Eigandinn góðhjartaði greip samstundis ífæru, snaraðist upp í bifreið sína og ók á feikna hraða með vin okkar niður að ánni. Þegar þangað kom voru 20 mínútur liðnar frá því að „veiði- maðurinn“ lagði frá sér stöngina. Laxinn hafði gert sér það til afþreyingar að synda nokkrar hringferðir um hylinn. Dregið hafði hann út nokkra faðma af línunni, sem flækst höfðu í gróðri árbakkans og trjágreinum sem slúttu út yfir ána. Vinur okkar hafði frá þeirri stundu, er hann fann fyrir laxinum, verið dauð- hræddur um að hann myndi slíta. Þess vegna tók hann viðnáms- takkann á hjólinu úr sambandi, en sú ráðstöfun átti sinn þáttí því sem á eftir gerðist. Næsti stund- arfjórðungur fór í að losa línuna af þyrnum, runnum og greinum. Vissulega varð að gæta þess eins vandlega og unnt var, að laxinn yrði ekki á nokkurn hátt var við það sem fram fór. Svo vildi til að botn hylsins var sléttur, þar voru engar nybbur eða steinar, sem línan gat flækst um. Og þegar félagarnir höfðu undið inn á hjólið sem þurfti, kom í Ijós að laxinn var á. Tíu mínútur liðu og laxinn lá sprikl- andi á bakkanum. Við vorum í miðri máltíð þeg- ar vinurinn kom heim með laxinn. Nokkrir vantrúaðir veiði- menn voru kallaðir út til þess að sjá dýrðina með eigin augum. Ég held að við höfum allir þóst heppnir, að opinbera ekki „fá- visku“ okkar daginn áður, með því að segja vini okkar að énginn lax væri í ánni! Hann kenndi sýnilega í brjósti okkur aumingj- ana, sem ekkert höfðu fengið annað en urriðatitti. Þegar vinur okkar mætti hvorki í kaffi eða kvöldverð spurðum við, hvort hann hefði farið aftur niður að á til að veiða annan lax. Öllum til mikillar undrunar sagði hótelstjórinn, að hann hefði farið strax eftir hádeg- ið, afsalað sér herberginu og haldið rakleiðis heim til að sýna konu sinni laxinn, sem vegið hafði átta pund. Sagan er ekki öll. Árið eftir hafði vinur okkar viðkomu á bif- reiðaverkstæðinu til að kaupa bensín. Verkstæðiseigandinn spurði hann þá, hvernig laxinn frægi hefði smakkast. „Heldurðu að lax sem þessi hafi verið borð- aður? Nei, ég lét setja hann upp í glerskáp og hann hangir yfir arn- inum í stofunni hjá okkur“. Náttúran Ijóðar til veiðimanna Um enga skepnu hefur verið rit- að eins mikið og laxinn. Þegar Rómverjar sáu hann fyrst, annað hvort í Rín eða í ám á Englandi, gáfu þeir honum nafnið salmo, sem þýðir stökkvari. Friður vor- næturinnar er á næstu grösum, þegar laxinn leitar æskuslóðanna í stökkum um fossa og flúðir. Já, nú sem fyrr mun náttúran ljóða til veiðimanna og þá er að bregð- ast rétt við. Gleðilegt sumar og góða veiði. ój > Aðalfundur Ættfræðifélagsins: Útgáfa manntalsms 1910 í undirbúningi - á sjötta hundrað manns í félaginu Aðalfundur Ættfræðifélagsins 1993 var haldinn fyrir skömmu. Starfsemi félagsins er mjög góð, félagsfundir eru einu sinni í mán- uði yfir veturinn og þá haldnir fyrirlestrar um ýmis ættfræðileg efni. í félaginu eru á sjötta hundrað manns. Ættfræðifélagið er áhuga- mannafélag og er hlutverk þess að stuðla að auknum áhuga á ætt- fræði, ættfræðirannsóknum og útgáfu frumheimilda og hjálpar- gagna svo sem manntala, fyrir þá sem stunda þau þjóðlegu fræði sem ættfræðin er. Félagið hefur gefið út manntöl- in 1801, 1816 og 1845 og hefur þau til sölu. Nú vinnur það að undirbúningi á útgáfu manntals- ins 1910 í samvinnu við Erfða- fræðinefnd og Þjóðskjalasafn. Það er alltaf að aukast áhugi á ættfræði, bæði í vísindaskyni og meðal einstaklinga. Fólk er farið að hugsa meira um hvaðan það er komið, sést það best á því unga fólki, sem núna er að leita að uppruna sínum erlendis. Ættfræðifélagið gefur út frétta- bréf og eru þar birtir fyrirlestrar og aðsent efni frá félögum. Þeir sem áhuga hafa á ættfræði og vilja ganga í félagið, geta hringt í einhvern úr stjórninni, en hana skipa: Hólmfríður Gísladóttir, formaður, sími 91-74689; Guð- mar Magnússon, varaformaður, sími 91-625864; Klara Kristjáns- dóttir, gjaldkeri, sími 91-51138; Guðfinna Ragnarsdóttir, ritari, sími 91-681153; Kristín Guð- mundsdóttir, meðstjórnandi, sími 91-25287. í varastjórn eru: Kristín H. Pétursdóttir, sími 91-12937; Ólaf- ur G. Vigfússon, sími 91-34912. HÁSKÓUNN A AKUREYHI Fyrirlestur um fiskihagfræði Tími: Laugardaginn 24. apríl kl. 14.00. Staður: Háskólinn á Akureyri við Þingvallastræti, stofa 25. Efni: Markaðsbúskapurog sjávarútvegur. Flytjandi: Dr. Rögnvaldur Hannesson, prófessor í fiskihagfræði við Verslunarháskólann í Björgvin, Noregi. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Óska öllum viðskiptavinum mínum gleðilegs sumars og þakka viðskiptin undanfarin ár. Sérstakar þakkir til Stefnisbílstjóra sem og annars starfsfólks hjá bifreiðastöðinni Stefni. ÞÓRIR ÁSKELSSON, seglasaumari. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Aðstoðarlæknir a Geðdeild: Reyndur aðstoðarlæknir óskast til starfa á Geðdeild F.S.A. frá 1. júlí 1993 til 6 mánaða og frá 1. janúar 1994 til 6 mánaða. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar yfirlækni deildarinnar, sem gefur nánari uplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. maí 1993. Læknafulltrúi á Geðdeild: Læknafulltrúi óskast í 50-75% starf á Geðdeild frá 1. júlí 1993. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendaryfirlækni deildarinnar, sem ásamt læknafulltrúa gefur nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. maí 1993. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-30100. Kynningar Föstudaginn 23. apríl lcynnum við: Morgunkorn frá Gott fæði kl. 15 Trimmbrauð frá Brauðgerð KEA kl. 15 Barilla pasta frá Sláturfélagi Suðurlands kl. 15 Hreinan epla- og appelsinusafa og pastarétti frá Sól kl. 15 Laugardaginn 24. apríl kynnum við: Hreinan epla- og appelsínusafa og pastarétti frá Sól kl. 13 ísostar heilsudrykk og Wasa hafrarískökur frá Karli Karlssyni kl. 13 Nivea snyrtivörur frá J.S. Helgasyni kl. 13 AB mjólk frá Mjólkursamlagi KEA kl. 13 Allar vörur á kynningunum verða á kynningarverði Hjá okkur verður stödd í versluninni á föstudag frá kl. 16-18 og laugardag frá kl. 15-19 Júlía Linda Ómarsdóttir sem er hjúkrunarfræðingur að mennt og mun hún leiðbeina fólki um innkaup og matreiðslu með hollustu að leiðarljósi, einnig mun Júlía Linda kynna bókina „í toppformi" eftir Harvey og Marlyn Diamond

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.