Dagur


Dagur - 22.04.1993, Qupperneq 17

Dagur - 22.04.1993, Qupperneq 17
Fimmtudagur 22. apríl 1993 - DAGUR - 17 IÞRÓTTIR Halldór Arinbjarnarson DagskráAndrésar Andar leikanna í dag hefst keppni á 18. Andrésar Andar leikunum í Hlíðarfjalli. Þetta eru fjöl- mennustu leikarnir frá upp- hafi og stærsta íþróttahátíð barnanna hérlendis. Keppni lýkur á laugardag og þá hafa alls 742 þátttakendur rennt sér niður brekkurnar eða sprett úr spori á göngu- skíðum. Tímatökur verða um 3000 talsins. Greint verður ítarlega frá mötinu í máli og myndum í þriðjudagsblaði Dags. Að lokum fylgir dag- skráin. Fimmtudagur 22. apríl: Kl. 10.00 Stórsvig 7-8 ára. Kl. 10.00 Stórsvig 10 ára. Kl. 10.00 Svig 12 ára. Kl. 11.00 Ganga allir flokkar (H). Kl. 13.30 " Stórsvig 9 ára. Kl. 14.00 Stórsvig 11 ára. Kl. 19.00 Fararstjórafundur. Kl. 20.00 Verðlaunaafhending í Höllinni. Fiistudagur 23 apríl: Kl. 10.00 Svig 7-8 ára. Kl. 10.00 Svig 10 ára. Kl. 13.00 Stökk allir flokkar. Kl. 20.00 Verðlaunaafhending í Höllinni. Laugardagur 24. apríl: Kl. 10.00 Svig 9 ára. Kl. 10.00 Svigllára. Kl. 10.00 Stórsvig 12 ára. Kl. 10.00 Ganga allir flokkar (F). Kl. 15.00 Verðlaunaafhending í Höllinni. Körfubolti, 2. deild: LiðUSVH í 4. sæti Úrslitakeppni 2. deildar karla í körfubolta fór fram um síðustu helgi og þar var lið USVH meðal þátttakenda. Húnvetn- ingar kepptu um 3. sæti deild- arinnar við Létti og töpuðu 62:64. USVH lagði Austra í fyrsta leik 78:58, Hörð 75:63 en tapaði 56:65 fyrir Leikni. Lið íþrótta- kennaraskóla íslands vann alla sína leiki í úrslitum og mun því leika í 1. deild að ári. íslandsmótið í vélsleðaakstri: Miklir yfirburðir norðanmanna Annað mót af 4 á Islandsmót- inu í vélsleðaakstri var haldið í Bláfjöllum um síðustu helgi. Eins og venja er voru Norð- lendingar sigursælir, hirtu nær öll gullverðlaun og mikinn meirihluta allra verðlauna. Að öllum líkindum er vélsleða- akstur sú íþróttagrein sem Norðlendingar hafa mesta yfír- burði í. Polarissleðar fengu flest gullverðlaun, 10 talsins, Aritc Cat og Ski-doo þrenn hvor og Yamaha ein. Fjallarallið er einhver erfiðasta ‘grein mótsins og þar var norð- lenskur sigur. Arnar Valsteins- son, Finnur Aðalbjörnsson og Gunnar Hákonarson skipuðu sig- ursveit Hjólbarðaþjónustunnar Gunnar Hákonarson ók Polaris XCR 440 sleða sínum af miklu öryggi og nældi í þrenn gullverðlaun. líkt og í Mývatnsveit og fengu Finnur og Arnar bestu tímana. Þeir óku allir Polaris XCR Knattspyrna: Annað JMJ-mót Á morgun hefst JMJ-mótið í knattspyrnu. I því taka þátt 3. deildar liðin á Norðurlandi, Völsungur, Magni og Dalvík auk liða frá Þór og KA. Þórs- liðið verður byggt á 2. flokki félagsins og hjá KA verður um blöndu leikmanna að ræða úr meistaraflokki og 2. flokki. Þær reglur gilda að 8 leikja- hæstu menn úr JMJ-móti 1. og 2. deildar liða eru ekki gjaldgengir og því geta Þór og KA ekki teflt fram sama liði og þar. Mótshald- arar eru Knattspyrnudómara- Körfubolti: Landsleikur á Sauðárkróki Þann 12. maí næstkomandi verður landsleikur í körfubolta í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þar eigast við íslendingar og Eistlendingar. Leikurinn er liður í undirbúningi landsliðs- ins fyrir Ólympíuleika smá- þjóða sem fram fara á Möltu í lok maí. Torfi Magnússon hefur nú val- ið bæði karla- og kvennalandsliðið og er Páll Kolbeinsson úr Tinda- stóli þar á meðal, sem og Valur Ingimundarson. Enginn Norð- lendingur er í kvennalandsliðinu. Mikil leikjahrina verður hér á landi í byrjun mánaðarins, alls 6 leikir á bilinu 7. til 13. maí. félag Akureyrar og verðlaunin gefur Herradeild JMJ, sem einnig styrkir annað mót með sama nafni þar sem 1. og 2. deild- ar félögin af Norðurlandi taka þátt. Leikjaniðurröðun verður sem hér segir: Föstudagur 23.4. kl. 19.00 Sanavöllur Völsungur-Dalvík Mánudagur 26.4. kl. 19.00 Þórsvöllur Þór-Magni KA-völlur KA-Dalvík Miðvikudagur 28.4. kl. 19.00 Þórsvöllur Þór-Dalvík KA-völlur KA-Magni Föstudagur 30.4. kl 19.00 Þórsvöllur Þór-Magni Sunnudagur 2.5. kl. 14.00 Þórsvöllur Völsungur-Magni Föstudagur 7.5. kl. 19.00 Þórsvöllur Dalvík-Magni KA-völlur KA-Völsungur Sunnudagur 9.5. kl. 14.00 KA-völlur Þór-KA Leiðrétting: íþróttamót á Laugum Ein villa slæddist inn í frétt af úrslitum úr skólamóti í íþróttum sem haldið var á Laugum fyrir skömmu. Þar var sagt að Hafra- lækjarskóli hefði borið sigur úr býtum í körfubolta kvenna. Hið rétta er að Stórutjarnir og Skútu- staðaskóli kepptu til úrslita og Stórutjarnaskóli vann 8:4. Sl. föstudag var haldiö lokahóf blakdeildar KA þar sem ýmsar viðurkenningar voru veittar. Á myndinni eru frá vinstri: Bergljót Borg, efnilegust í meistarafl., Birgitta Guðjónsdóttir, best í meistarafl., Hafsteinn Jakobsson, best- ur í meistarafl., Gunnar Már Sigurdsson, bestur í 3. flokki, Áki Thoroddsen, bestur í 2. fl. og efnilegastur í ineist- araflokki, Karlotta Steinþórsdóttir, best í 3. fl., Gunnþór Jónsson, efnilegastur í 3. fl., Anna Soffía Bragadóttir, efnilegust í 3. fl. og Andri Magnússon efnilegastur í 4. fl. Á myndina vantar Friðmund Guðmundsson sem var valinn efnilegastur í 2. flokki og Anton Inga Þórarinsson besta mann 4. flokks, sem var að vinna Islandsmeistaratitil í hand- bolta þegar myndin var tekin. Hrefna Brynjólfsdóttir fékk sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa leikið 200 leiki með meistaraflokki kvenna. Mynd: ha sleðum, HK-sveitin varð í 2. sæti, einnig á Polaris og Ski-doo sveit- in varð í 3. sæti. Spyrnukeppnin dróst nokkuð á langinn, tímatökubúnaður bilaði og voru keppendur ræstir með „tóbaksklútsaðferðinni" eins og einn keppenda orðaði það. Þórir Ófeigsson vann 2 flokka í spyrn- unni á Ski-doo Formula Mac 1 og Plus X sleðum. Arnar Valsteins- son bætti öðru gulli í safnið með því að vinna minnsta flokkinn og Guðbergur Guðbergsson vann stærsta flokk óbreyttra sleða á Yamaha V-max, þeim sama og Finnur Aðalbjörnsson keppti á síðastliðið ár. Jóhannes Reykjalín frá Akri í Eyjafjarðarsveit endurtók leik- inn frá síðustu keppni og vann sinn flokk í brautarkeppninni með miklum yfirburðum á Artic Cat ZR 580 sleða sínum. Hann keppti síðan í flokki stærri sleða í snjókrossi og náði 2. sæti þrátt fyrir að vera á talsvert kraftminni sleða en keppinautarnir. Finnur Aðalbjörnnson vann stærri flokk- inn í snjókrossi og félagi hans úr fjallarallinu Gunnar Hákonarson þann minni. Gunnar vann einnig B-flokk í brautarkeppni. Þar nældi Arnar Valsteinsson sér einnig í gull og sigruðu þeir félag- ar því þrefalt en Finnur mátti játa sig sigraðan í brautarkeppninni fyrir Sigurði Gylfasyni á Ski-doo Mac 1 Z. Þá vann Guðlaugur Halldórsson bæði braut og spymu á Polaris XLT. Keppendur virtust nokkuð sammála um að spyrnukeppnin með núverandi fyrirkomulagi sé ekki líkleg til vinsælda en snjó- krossið, sem er ný grein, sé hins vegar kærkomin tilbreyting og ekki síst fyrir áhorfendur. Aætl- að er að halda næsta mót á Akur- eyri. E 16. -fyrír þig og þina fjölskyldu! IgÍkví kd Aftur sprengivika - Gunni átti góðan leik Ingólfur Arnar Stefánsson, Liverpoolaðdáandi frá Dalvík, vann öruggan sigur í getraunaleik Dags í síðustu viku. Hann mætir því aftur í slaginn og skorar á Guðmund Jónsson sjúkraþjálfara. „Það er best að halda áfram að vinna þessa Leedsara," en Ingólf- ur vann einmitt Guðjón Stefánsson, harðan stuðningsmann Leeds Utd., í síðustu viku. Islendingaliðunum í Svíþjóð gekk vel um síðustu helgi. Gunn- ar Gíslason átti góðan leik þegar Hácken lagði Norköpping 3:2. Arnór Guðjónsson var að leika með landsliðinu í Bandaríkjunum á sama tíma og sömuleiðis Hlynur Stefánsson hjá Örebro. Einar Páll Tómasson lék ekki með Degerfoss, en hann á við meiðsl að stríða. í síðustu viku keyptu íslendingar getraunaseðla fyrir 7,5 millj- ónir en þá var sprengipottur. Svo er einnig í þessari viku. Þetta þýðir að sú upphæð sem safnast í svokailaðan aurapott, bæði hér og í Svíþjóð, er bætt í pottinn. Að þessu sinni bætast um 25 milljónir við sem skiptast niður á alla vinningsflokka. Athygli er vakin á því að lokað verður fyrir getraunasölu með fyrra móti að þessu sinni, eða kl. 11 á laugardag. Ingólfur É *o ZJ '03 Q. to C jQ. 1. Brage-Halmstad 2 X2 2. Deqerfors-AIK 2 2 3. Hácken-Trelleborqs X2 1X 4. Malmö FF-IFK Göteborq 1X 1X 5. Norrköpinq-V. Frölunda 1 1 6. Örqryte-Helsinqborq 1X 1X 7. Öster-Örebro 1 1 8. Birminqham-Tranmere X2 2 9. Bristol City-Cambridqe 1 1 10. Millwall-Charlton 1X 1 11. Notts County-Swindon 2 X2 12. Peterboro-Leicester X X2 13. Portsmouth-Wolves 1X 1 Upplýsingar um rétta röð og vinningsupphæðir: Lukkulínan 99-1000 • Textavarpið síða 455 Símsvari 91-814590 • Grænt númer 99-6888

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.