Dagur


Dagur - 04.05.1993, Qupperneq 3

Dagur - 04.05.1993, Qupperneq 3
Þriðjudagur 4. maí 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Drangsnes: Frá Kaldrananeshreppi koma 10% allra grásleppuhrogna í landinu Hraðfrystihús Drangsness hf. á Drangsnesi er stærsti móttak- andi og vinnsluaðili grásleppu- hrogna á Iandinu. Vorið 1992 var framleiðslan 800 tunnur sem er nær 10% af landsfram- leiðslunni og í vor hafa um 30 bátar lagt net vegna grásleppu- veiðanna en til þessa hefur tíð- arfarið verið mjög leiðinlegt og veiðin treg enda hefur rauðmag- Tíðar landanir hjá ÚA: Sléttbakur með 275 tonn fryst Landanir togara hjá Útgerðar- félagi Akureyringa hf. hafa ver- ið tíðar að undanförnu. I síðustu viku landaði Haröbak- ur EA 187 tonnum, Svalbakur EA 142 tonnum og Arbakur EA 74 tonnum. Sléttbakur EA landaði á sunnudag 275 tonnum frystum að aflaverðmæti 53 milljónir króna. Uppistaða attans var grálúða, þ.e. 180 tonn fryst. Sléttbakur var að veiðum í rúman mánuð. Og Frosti ÞH, sem er í viðskiptum við Út- gerðarfélag Akureyringa hf., land- aði í gær 85 tonnum. Uppistaða aflans, rúm 50 tonn, var þorskur og ufsatonnin voru um 20. ój Árbakur EA landaði 74 tonnum í sl. VÍku. MynJ: Þ.B. Sótt um stofn- styrk til rekst- urs leikskóla Guðný Anna Annasdóttir, fóstra, hefur sent erindi til bæj- arráðs Akureyrar um stofnstyrk til reksturs leikskóla. Bæjarráð hafnaði erindinu. Bæjarráð og bæjarstjóm Akur- eyrar höfðu áöur hafnað svipuóu erindi Guðnýjar Onnu, en í end- umýjuðu erindi hennar er rætt um lægri tölur en í fyrra erindinu og forsendur eru lítillega breyttar. óþh Giljahverfl inn í leiðakerfi með nýjum strætó Á fundi bæjarráðs Akureyrar sl. fimmtudag var rætt um fyr- irhuguð kaup Strætisvagna Ák- ureyrar á nýjum strætisvagni. Fyrir liggja tilboð í strætis- vagna, en bæjarráð hefur ekki tekið afstððu til þess hvaða gerð vagns verði keypt. Gert er ráð fyrir aö með nýjum strætisvagni bætist ferðir í Giljahverfi inn í leiðakerfí Strætisvagna Akureyr- ar. Nýtt leiðakerfi tekur væntan- lega gildi í haust. óþh inn varla sést á þessum slóðum það semafer vori. Á sama tíma í fyrra hafði einn af þeim sem gerir út á rauðmaga í Kaldrananeshreppi fengið um 3500 stykki en nú aflinn til þessa er um 350 rauðmagar eða um 10% af afla síðasta árs og því varla von á mikilli gengd grá- sleppu. Oskar Torfason, vélstjóri hjá Hraðfrystihúsinu, segir sjó- menn því vera orðna nokkuð svartsýna á horfur enda standi grá- sleppuveiðitímabilió ekki nema út maímánuð. Islenskar sjávaraf- urðir hafa séð um sölu á grá- sleppuhrognum frá Kaldrananes- hreppi. Góður markaður hefur verið fyrir signa grásleppu á höfuðborg- arsvæðinu en rætt hefur verið um að breyta markaðssetningunni á hcnni þannig að hún verði seld sem úrvals hráefni frá Kaldrana- neshreppi og er ástæðan fyrst og fremst sú að á markaðinn kemur alltaf eitthvað af siginni grásleppu sem eyóileggur fyrir öðrum fram- leiðendum og veldur jafnvel tölu- verðri verðlækkun á framleiðsl- unni. Á sl. ári var 1,3 milljóna króna hagnaður af rekstri útibús Kaupfé- lags Steingrímsfjarðar á Drangs- nesi sem velti um 30 milljónum króna og 2,2 milljón króna hagn- aður varó af rekstri Hraðfrystihúss Drangsness hf. sem er í eigu KSH á Hólmavík. Ibúar í Kaldrananes- hreppi eru um 160 og þar af búa um 100 manns á Drangsnesi. Nokkur fækkun hefur orðið í hreppnum á allra síðustu árum vegna samdráttar í landbúnaði en bæði hafa bændur hætt búskap vegna samdráttar í kvóta og eins hafa nokkrir aðrir brugðiö búi, selt fullvirðisréttinn og flutt burtu. GG Ifyrstasým tvöfaldu LviiminfiSir Dregiö um tvöfaldan fyrsta vinning á morgun! Vecðurhaim 4 kr.?

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.