Dagur - 04.05.1993, Síða 4

Dagur - 04.05.1993, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 4. maí 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Samfelld sigurganga Samherja hf. í tíu ár Atvinnulíf á Akureyri hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Fjölmörg stór og rótgróin iðnfyrirtæki í bænum hafa dregið saman seglin og nokkur hafa horfið af sjón- arsviðinu. Afleiðingarnar eru m.a. minnk- andi umsvif þjónustufyrirtækja í bænum, minni tekjur Akureyrarbæjar og stóraukið atvinnuleysi. Á sama tíma hefur gætt mjög lítillar nýsköpunar í atvinnulífinu og því hafa fá og fremur smá fyrirtæki komið í stað hinna, sem dregið hafa úr umsvifum sínum ellegar lagt upp laupana. Sem betur fer er saga atvinnulífs á Akur- eyri undanfarinn áratug þó ekki samfelld raunasaga, því til eru undantekningar frá reglunni. Þann 29. apríl fyrir réttum tíu ár- um festu þrír ungir Akureyringar kaup á út- gerðarfyrirtækinu Samherja í Grindavík. Tveimur dögum síðar sigldu þeir fyrsta skipi fyrirtækisins til nýrrar heimahafnar. Þá grunaði eflaust engan hvílík lyftistöng hið nýja fyrirtæki ætti eftir að reynast eyfirsku atvinnulífi. Á einungis tíu árum hefur Samherji hf. breyst úr smáu fyrirtæki með lítil umsvif í eitt stærsta og best rekna útgerðarfyritæki landsins. Nú hefur það yfir 6 glæsilegum frystiskipum að ráða og hefur verið leiðandi í útgerð slíkra skipa hérlendis síðustu ár. Eigendur Samherja hafa ávallt haldið vöku sinni og reynst framsýnir í hvívetna. Þeir hafa t.d. gætt þess vendilega að styrkja kvótastöðu fyrirtækisins jafnt og þétt með kaupum á smærri bátum. Árangurinn er sá að kvótastaða Samherja hf. er nú sterkari en nokkurs annars útgerðarfyrirtækis í landinu. Taprekstur hefur leikið mörg útgerðarfyr- irtæki landsmanna grátt síðustu árin og riðið sumum að fullu. Eigendur Samherja hf. þekkja það hugtak einungis af afspurn því þeir hafa rekið fyrirtæki sitt með hagn- aði frá upphafi. Á síðasta ári nam velta Samherja hf. 1,9 milljörðum króna, starfs- menn voru um 200 talsins og greidd laun á sjöunda hundrað milljónir króna. Þessar töl- ur segja sína sögu um stórkostleg umsvif fyrirtækisins. Full ástæða er til að óska eigendum og starfsfólki Samherja hf. á Akureyri til ham- ingju með 10 ára afmælið. Samfelld sig- urganga fyrirtækisins er til marks um það hverju hægt er að koma til leiðar þegar eld- móður, sjálfstraust, þekking og framsýni ráða ferðinni. BB. Opið bréf til forseta Islands, Vig'dísar Finnbogadóttur Heil og sæl. Ég minnist orða háskólakenn- ara í lögum um miðjan janúar, að það hefði orðið skrýtið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um lög um samning, sem ekki var lengur til. Nú, þremur og hálfum mán- uði síðar, þegar stendur fyrir dyr- um að staðfesta með lögum EES- samning sem í þetta sinn er til, vaknaði með mér sú spurning, hverjir kunni að vera andvígir því af umhyggju fyrir virðingu embættis forseta landsins, að hann leggi staðfestingu laganna fyrir þjóðina. Þingmenn, sem kynnu að telja forseta í slíkum vanda, geta brugðist við því með því að standa að því að setja í EES-lögin, að þau taki því aðeins gildi, að þau hafi verið samþykkt með þjóðaratkvæði innan ákveð- ins tíma. Það var boðskapur þinn 13. janúar sl. að ekki mætti spilla forsetaembættinu sem tákni sam- einaðrar þjóðar og þess yrði best gætt með því að staðfesta EES- lögin. Viðbrögð almennings við söfnun undirskrifta, sem nú fer fram, undir yfirlýsingu og ósk til forseta íslands um að leggja lögin um endanlegan EES-samning fyrir þjóðina samkvæmt heimild stjórnarskrárinnar, með áherslu á, að þar sé réttur, sem ekki megi taka frá þjóðinni, sýna, að það varð ekki til að styrkja embættið sem tákn sameinaðrar þjóðar að leyfa þjóðinni ekki að ráða EES- málinu. Margir tjá það, hvað þeim þótti niðurlægjandi, að hvorki Alþingi né forseti íslands skyldu leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um málið. Eins og aðrar undirskriftasafn- anir er þessi söfnun annmörkum háð. Ýmsir vilja aldrei taka þátt í slíku. Undirskriftatalan segir ekki hvort nokkur sé á öndverðri skoðun. Undirskriftasöfnun er ekki leynileg. Með réttu eða röngu eru ýmsir varir um sig af ótta við að þeir gjaldi þess hjá vinnuveitanda sínum að sinna „Þeir eru ef til vill flestir, sem eiga með sér þá ósk, að þú leggir mál- ið fyrir þjóðina, en telja ekki til neins að bera hana fram við þig eftir það sem á undan er gengið. I sjónarmiði þínu um að gæta virðing- ar forsetaembættisins, sem er vitaskuld fremsta skylda forseta, felst að sjálfsögðu að meta hvað almenningur telur rétt og skylt að gera...“ málinu. Fólk sinnir ekki máli nema það telji líklegt, að tekið verði tillit til skoðunar þess. Margir sem gengu fram í því í fyrra að senda áskorun til Al- þingis um þjóðaratkvæðagreiðslu eru sárir og hafa ekki geð í sér að sinna málinu nú, þótt þeir eigi sömu ósk. Þeir eru ef til vill flestir, sem eiga með sér þá ósk, að þú leggir málið fyrir þjóðina, en telja ekki til neins að bera hana fram við þig eftir það sem á undan er gengið. í sjónarmiði þínu um að gæta virðingar forsetaembættis- ins, sem er vitaskuld fremsta skylda forseta, felst að sjálfsögðu að meta hvað almenningur telur rétt og skylt að gera. Umræður um málið síðan í janúar hafa styrkt þá skoðun, sem Iesa má á undirskriftablaðinu, að forseta- embættið skuli m.a. mótast með virðingu fyrir rétti þjóðarinnar til að ráða örlagaríkustu málum til lykta með þjóðaratkvæðagreiðslu. Undirskriftasöfnunin hefði ekki hafist nema af því að þeir sem að henni stóðu trúðu því, að forseta landsins væri ljúft að taka tillit til álits almennings. Þeir reynast hins vegar býsna margir sem ekki eru sannfærðir um það. Ég vænti þess, að þér sé kærkom- ið að lýsa því hér í blaðinu, hvernig þú metir álit almennings í þessu efni, til að eyða óvissu sem gætir alltof víða. Ef nefnd yrði tala æskilegra undirskrifta eða nauðsynlegra, yrði það kær- komin leiðbeining fyrir þá sem safna undirskriftum. Viðbrögð almennings hér í Reykjavík og víða um land benda til þess, að talan mætti vera býsna há án þess að vera óyfirstíganleg. Það er ekki mikill tími til stefnu, en stjórnarskráin gerir þó ráð fyrir því, að dragast megi allt að tveimur vikum að staðfesta lög. Önnur aðferð til að kanna hug almennings er úrtaksskoðana- könnun. Með henni gæfist tæki- færi til að spyrja samtímis, hvort viðkomandi vildi að forseti ís- lands legði lögin fyrir þjóðina til staðfestingar eða hvort viðkom- andi væri andvígur því. Vinsamlega, Björn S. Stefánsson. „Fjölskyldan og silungsveiðin": „Fjölskyldan og silungsveiðin er titill bæklings sem dreift verður til 5000 nemenda í grunnskólum íslands. Bæk- lingnum verður dreift í sam- vinnu við Menntamálaráðuneyt- ið. Samstarfsnefnd um silungs- veiði hefur starfað undanfarin ár. Hún hefur meðal annars unnið að því að auðvelda almenningi að komast í silungsveiði með ráð- leggingum til veiðiréttarhafa um aðgengi að vötnum og lágmarks- snyrtiaðstöðu. Nefndin er skipuð fulltrúum frá Búnaðarfélagi Is- lands, Ferðaþjónustu bænda, Landssambandi stangveiðifélaga, Landssambandi veiðifélaga og Vatnafangi, félagi silungsveiði- bænda. „Fjölskyldunni og silungs- veiðinni" verður á næstu dögum dreift til allra 12 ára nemenda í landinu, sem eru tæplega 5000 talsins, en fyrsta bekkjardeildin, 12 ára nemendur úr Laugarnes- skóla í Reykjavík, fær bæklinginn afhentan í dag í samkomusal Hús- dýragarðsins. ój Nemendum kynnt silungsveiði u Fjórtán reyklausir dagar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur farið þess á leit við Dag að blaðið birti leið- beiningar til þeirra sem hættu að reykja á „Reyklausa daginn" svonefnda 29. apríl sl. Leió- beiningar þessar taka til fyrstu 14 daganna. Hér á eftir fara ráóleggingar sem gilda fyrir sjötta daginn, þ.e. þriðjudaginn 4. maí. Sjötti dagur Gættu að þér. Þaó er enn ástæóulaust að vera alltof rogginn með sig. Þrátt fyrir allt hefuróu um árabil verið að til- einka þér venjur sem þú hefur nú sagt skilið við - og „dæla“ reglulega inn í blóðið í þér efnasamböndum, þar á meðal öflugu ávanaefni, sem líkaminn verður nú að vera án. Það er ekki nema sanngjarnt að þessi umbreyting taki meir en viku- tíma og þaó jafnvel þótt þú finnir smátt og smátt að þú sért aö ná tökum á óvininum og getir nokkuð auóveldlega sigr- ast á nikótínhungrinu þegar þaó grípur þig. En þú getur samt slakað of- urlítið á klónni. Það er ekki lengur ástæöa til að forðast gamla kunningja þó að þeir reyki, að því tilskyldu að þeir geri sér grein fyrir því að þú ert ekki lengur háður sama lesti og þeir. Ef reykingafólk heimsækir þig og vill reykja þá geturðu tekiö fram öskubakka og leyft því að menga loftið aó vild. En fyrir alla muni gáðu að því að tæma öskubakkana og losa þig við innihaldið áður en gestirnir hverfa á braut. Þó að hálfreykt- ar sígarettur þefji illa - geta þær freistað þín meira en góðu hófi gegnir á erfióum augna- blikum ef þú lætur þær liggja í öskubakkanum. Nú muntu fara aó finna verulega til vellíðanar þegar tóbakið hefur losað um tökin á lungunum og þessi vellíðan kemur fram í aukinni vinnu- gleói, jafnbetra skapi og meiri alhlióa lífsnautn. En það getur samt verið að þú finnir að mótstaða þín gegn tóbakslönguninni sé að linast. Þó að óvinurinn - tóbakshungr- ió - sé orðinn máttlausari þá kann ákvörðun þín líka aó hafa misst eitthvað af styrk sínum. Þess vegna skaltu enn einu sinni lesa listann þar sem er að finna ástæðurnar fyrir því að þú hættir að reykja. Reyndu að rifja upp fyrir þér hóstaköstin, slappleikann og raunar eirðar- leysið sem þú áttir við að stríða meðan þú reyktir. Gerðu dæm- ið upp við sjálfan þig hvort allt sem þú hefur nú á þig lagt eigi að vera til einskis og án árang- urs.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.