Dagur - 04.05.1993, Side 9

Dagur - 04.05.1993, Side 9
Þriðjudagur 4. maí 1993 - DAGUR - 9 Íþróttir Halldór Arinbjarnarson Aflífiog sál - svipmyndir frá verðlaunaafhendingu og lokahófi Hængsmótsins Það var mikil gleði ríkjandi á lokahófi Hængsmótsins á laug- ardagskvöldið. Erfíðri keppni var lokið og því um að gera að slaka á og skemmta sér í góðra vina hópi. Það gerðu viðstaddir líka svikalaust og að afloknum þríréttuðum kvöldverði, verð- launaafhendingu og skemmtiat- riðum, var dansinn stiginn fram eftir nóttu við undirleik hljóm- sveitarinnar Karakter. Að venju var dregið í happ- drætti, en aðgöngumióar voru jafnframt happdrættismiðar. Alls voru 43 vinningar í pottinum og kættust margir vinningshafar mjög er númer þeirra var dregið út. Það voru því margir sem ekki fóru tómhentir heim, þó þeir hefðu ekki unnið til verðlauna. Heiðursgestur Hængsmótsins, Olafur Jensson formaður IFF, ávarpaði samkomuna og þakkaði fyrir þann heiður aó fá að vera viðstaddur Hængsmót. Mótiö er að hans sögn á heimsmælikvaða hvað alla skipulagningu og fram- kæmd áhrærir. Hann kvaðst víða hafa farið í keppnisferðir með íþróttafólk og því vita hvað hann væri að tala um. Hann bætti því síðan við að e.t.v. væru það helst stórmót eins og Olympíumótin sem væru jafn vel skipulögð og Hængsmót. Hann varpaði fram þeirri tillögu að næsta Hængsmót yrði jafnframt íslandsmót og end- aði á því að kalla alla Hængsmenn upp og sæma þá merki Iþrótta- sambands fatlaðra. Hængsmótið var aó þessu sinni tileinkað Iþróttafélaginu Eik sem á 15 ára afmæli síðar í þessum mánuði. Guðjón Sigurðsson for- maður Hængs, afhenti Stefáni Pálmasyni formanni Eikar áritað- an skjöld í tilefni afmælisins og ÍFR veitti félaginu blómvönd af sama tilefni. Verðlaunaafhending var með hefóbundnu sniði og fögnuðu stuöningsmenn hvers félags mik- ið þegar fulltrúar þess komu til að veita viðurkenningum sínum við- töku. Allir voru sammála um að mótið hefói tekist vel og að við- tölum viö fólk að dæma má búast við enn fleirum á næsta móti. Ólafur Jensson sæmdi Hængsfélaga merki ÍF í viðurkenningar- skyni fyrir það mikla starf sem þeir hafa unnið í þágu fatlaðra. Verðlaunahafar í sveitakeppni í opnum flokki í boccia. Sigurvegarar í einstaklingskeppni á Hængsmótinu. Neðri röð frá vinstri: Arnar Klemensson, Sigurrós Karlsdóttir, Ester Finnsdóttir og Jón Líndal. Efri röð: Þröstur Steinþórsson, Óskar Konráðsson, Gunnar Örn Erlingsson, Þorsteinn Williamsson og Elvar Thorarensen. Mynuin ha Hér má sjá verðlaunahafa í einstaklingskeppni í boccia í flokki þroskaheftra. Verðlaunahafar í lyftingum í flokki þroskaheftra. Ásgrímur, Gunn- ar og Magnús. Þær Sigurrós, Hulda og Gunnhildur unnu til verðlauna í borð- tennis. Ólafur Jensson, formaður íþróttasambands fatlaðra: Er einstakt mót fundió ef þeir vildu sýna okkur þann heiður að gera næsta Hængs- mót aó íslandsmóti. Auðvitað þarf að kanna þaó betur en það væri okkur afar mikils virði.“ Hann sagði íþróttastarf fatlaðra í mikilli uppsveiflu. „Það hafa 3 íþróttafélög bæst við á síðustu mánuðum og fyrir utan það hafa verið stofnaðar deildir innan íþróttafélaga eins og t.d. á Húsa- vík. Eitt hió ánægjulegasta er síð- an kannski aukin þátttaka eldri borgara í íþróttastarfi með fötluð- um og þaó starf er einmitt hvergi blómlegra en norðan heiða. Ólafur Jensson, formaður íþróttasambands fatlaðra, var heiðursgestur á Hængsmótinu. Hann lauk miklu lofsorði á mótshaldið og hefur nú farið fram á að næsta Hængsmót verði jafnframt íslandsmót fatl- aðra. „Þetta er eitt best skipulagða og best framkvæmda mót, sem ég hef orðið vitni að. Það er svo gaman að sjá hversu allir sem þarna eru að störfum virðast njóta þess. Þeir eru svo prúðir og ein- staklega þolinmóðir og tillitssam- ir en samt svo ákveðnir og örugg- ir í öllu sem þeir gera að það er meó eindæmum. Eg heyrði ekki nokkurn mann koma með gagn- rýni eða nöldur og slíkt er nánast einsdæmi." Ólafur Jensson. Hann fór fram á þaó við Hængsmenn að næsta Hængsmót yrði jafnframt Islandsmót. „Eg held að það væri mjög vel til

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.