Dagur - 04.05.1993, Side 11
Þriðjudagur 4. maí 1993 - DAGUR - 11
HÉR OG ÞAR
Raunir knattspymumannsins
Það er ekki alltaf tekið út með sitjandi sældinni að vera knattspyrnumaður. Það fékk þessi leikmaður þýsku
úrvalsdeildarinnar að reyna nú í vetur. Vonandi hefur hann ekki hlotið varanlegan skaða af þessari harka-
legu meðferð félaga síns.
Oliver Reed tottar tær
Leikarinn breiðvaxni og durgs-
legi Oliver Reed er lífsnautna-
maður fram í fingurgóma. Eins
og sjá má hér á myndinni er fýr-
inn sem var að sjúga tærnar á
Fergie forðum hlægilegur í
samanburði við Oliver sem tottar
hér tær sjö íðilfagurra meyja í
Flórída. Þessi tiltekna uppákoma
átti sér stað í tengslum við feg-
urðarsamkeppni og gamli nautna-
belgurinn tók hlutverk sitt í dóm-
nefnd full alvarlega. Hann vildi
ekki bara dæma vöruna eftir
útlitinu heldur bragða á henni
líka, og lái honum það hver sem
vill.
ÞvHíkiir hundur!
Það er stundum sagt að kötturinn hafi níu líf
en hvað má þá segja um hundinn Roadie, sem
lá hjálparvana milli lestarteina í þrjá daga eftir
| að lest ók yfir hann. Á hverri einustu klukku-
stund ók lest yfir skelfingu lostinn hundinn án
þess að nokkur tæki eftir honum og kæmi hon-
um til hjálpar.
Að lokum fann járnbrautastarfsmaður
Roadie þar sem hann lá og ákvað að enda hans
jarðvist með því að skjóta hann, því hundurinn
hafði misst vinstri framfót og hægri afturfót.
En viti menn, byssan bilaði. En áður en eig-
jandinn sjálfur gæti stytt hans jarðvist aumkaði
dýralæknir sig yfir hann, gerði að sárum hans
og nú víkur Roadie ekki frá honum. Þessi líf-
legi hundur gætti ekki að sér þegar hann var að
elta þvottabjörn og því fór sem fór.
Héraðssýning
kynbótahrossa
Úrtaka fyrir FM ’93:
Húsavík 14. og 15. maí.
Flötutungur 17. maí.
Melgerðismelar 18.-22. maí.
Skráning fer fram á skrifstofu Búnaöarsamband-
anna og hjá Rafni Arnbjörnssyni á Dalvík. Síðasti
skráningardagur er 11. maí í Þingeyjarsýslum og 12.
maí í Eyjafirði.
Hrossaræktarsambandið.
Búnaðarsamböndin.
Starfsmenntunarstyrkir
félagsmálaráðuneýtis
Félagsmálaráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum
um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu samanber
lög nr. 19/1992.
Styrkir eru veittir til stuðnings við skipulega starfsmenntun,
undirbúning, náms- og kennslugagnagerð, kennslu og
starfsþjálfun. Miðað er við að styrkir séu veittir vegna við-
fangsefna á síðari hluta árs 1993. Lögð er áhersla á stuðn-
ing við ný starfsmenntunarnámskeið eða vegna endur-
nýjunar á eldra námsefni sem hefur reynst vel.
Rétt til að senda umsóknir eiga: samtök atvinnurekenda
og launafólks, einstök atvinnufyrirtæki, einkaaöilar, eða
opinberir aðilar sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnu-
lífinu, starfsmenntaráð einstakra atvinnugreina og sam-
starfsverkefni tveggja eða fleiri framangreindra aðila.
Umsóknir frá skólum koma til álita þegar um er að ræða
samstarf við samtök sem áður eru nefnd.
Umsóknir berist félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsi við
Tryggvagötu, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 2. júní 1993, á
sérstökum eyðublöðum og skulu merktar: umsókn um
styrk vegna starfsmenntunar.
Nánari upplýsingar er að finna í lögum nr. 19/1992, um
starfsmenntun í atvinnulífinu, en sérprentun þeirra liggur
frammi í félagsmálaráöuneytinu. Sérprentuð umsóknar-
eyðublöð liggja frammi á sama stað.
Félagsmálaráðuneytið,
28. apríl 1993.
Börn - Unglingar - Aldraðir
Sumarbúðirnar við
Vestmannsvatn
INNRITUN ER HAFIN
1. fl. 8. júní-15. júní,
2. fl. 18. júní-25. júní,
3. fl. 28. júní- 5. júlí,
4. fl. 7. júlí-14. júlí,
5. fl. 15. júlí-19. júlí,
börn 7- 9 ára.
stúlkur 7-12 ára.
börn 7-10 ára.
börn 10-12 ára.
unglingar 13-16 ára.
Bátsferðir, kvöldvökur, hestaferðir, kirkju-
ferð, veiði, sund og margt fleira.
Upplýsingar og pantanir í símum 96-27540, 96-26179,
96-61685 og 96-43545 frá kl. 16.00-18.00 virka daga.
Vestmannsvatn 1993.