Dagur - 04.05.1993, Side 16

Dagur - 04.05.1993, Side 16
Akureyri, þriðjudagur 4. maí 1993 LITSTÆKKUN Prentum myndína þína á bol ^Pedío myndir7 Skipagata 16 • 600 Akureyri • Sími 96 - 23520 Akureyri: Sextán rúður brotnar Fjölmargar gluggarúður voru brotnar á Akureyri um helgina og varð Gagnfræðaskóli Akur- eyrar verst úti í þessum látum, en þar voru 13 Iitlar rúður mölvaðar. Rannsóknarlögregl- an hefur málið til meðferðar og er þaðóupplýst. Um svipað leyti og rúðumar voru brotnar í Gagnfræðaskólan- um var gluggi spenntur upp í íþróttahúsinu við Laugargötu og reynt aö fara þar inn um læstar dyr. Greinilegt samhengi er á milli þessara mála aó sögn Gunnars Jó- hannssonar, rannsóknarlögreglu- fulltrúa. Þá var brotin rúða hjá Möl og sandi svo og í Akureyrarapóteki og Bókabúðinni Eddu í Hafnar- • stræti. Að öðru leyti var helgin hefð- bundin hjá lögreglunni á Akur- eyri. Þrír gistu fangageymslur, einn var tekinn vegna gruns um ölvun við akstur og tveir árekstrar voru tilkynntir. SS Skíðagöngugarparnir á Grænlandsjökli: Óheppnir með veður Sinfóníuhljómsvcit íslands undir stjórn Páls P. Pálssonar hélt tónlcika i Akureyrarkirkju sl. sunnudag. Hljómsveit- in flutti þrjú verk, eftir Haydn, Jeremiah Clarke og Mendelssohn. Listafólkinu var klappað lof i lófa í lok tónleik- anna. Mynd: Óskar Þór Halldórsson. Akureyrarkirkja: Fjölbreytt Kirkjulistavika - vonast til að fréttist af þeim í kvöld Kirkjulistavika í Akureyrar- kirkju, sú þriðja í röðinni, var formlega sett í Akureyrarkirkju sl. sunnudag. í setningarávarpi sagði Guðríð- ur Eiríksdóttir, formaður sóknar- nefndar, að kirkjulistavika væri vonandi komin til að vera. „Nú á dögum hraða og tæknivæðingar finnst ef til vill einhverjum áhrifamáttur kirkjunnar vera á undanhaldi og því er þaó ekki bara þörf heldur nauðsyn á slíkum menningargjafa sem kirkjulista- vikan er. Það er eins og þurfi átak á borð við þetta menningarfram- lag til að hefja okkur úr viðjum vanans, vekja okkur til umhugs- unar og Iotningar á þeim sköpun- armætti sem alls staðar er,“ sagði Guðríður m.a. í ávarpi sínu. Að formlegri setningu lokinni var opnuð sýning á kirkjumunum, sem hagleiksfeðgarnir Hallgrímur Jónsson og Jón Hallgrímsson frá Mývatnssveit: Gæsaskytta drap 10 fugla Lögreglan á Húsavík tók gæsa- skyttu fyrir ólöglegt athæfi sl. laugardag. Það lágu tíu gæsir í valnum eftir veióiferð mannsins og voru fuglanir gerðir upptækir ásamt tveimur byssum sem hann var með. IM Q VEÐRIÐ Enn virðist sumarið ætla að hiksta og vetrarlægð átti að hrella okkur í nótt. í dag spáir Veðurstofan suðvestan átt, víða all- hvassri. Slydduél verða vestanlands en það léttir til norðaustanlands. Á miðvikudag verður suð- vestan strekkingur, bjart á Norðurlandi, hiti 1-7 stig og hlýjast á Norðaustur- landi. Á fimmtudag og föstudag verður hæg suð- læg átt og hlýnandi veður. Naustum gerðu. Síðdegis á sunnudag hélt Sinfóníuhljómsveit Islands tónleika í Akureyrar- kirkju. I gærkvöld frumflutti Blásarakvintett Reykjavíkur og Margrét Bóasdóttir, sópran, nýtt verk eftir Jón Hlöðver Askelsson. I kvöld veróur fyrri sýningin á „Hallgrími“ - dagskrá í tali og Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var um 10 milljóna króna hagnaður fyrir skatta af rekstri Utgerðarfélagi Akureyringa hf. Þetta kom fram á aðalfundi ÚA sl. föstudag. Þetta er töluvert betri afkoma en fyrstu þrjá mánuði síðasta árs. Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri ÚA, segir að skýringin á betri afkomu fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra sé aukin framleiðsla og meiri veiði frystiskipa félagsins. Samtals veiddu skip ÚA 4972 tonn fyrstu þrjá mánuðina á móti 4638 árið 1992. Afli ísfisktogar- anna er svipaður milli ára, en afli frystitogara félagsins er umtals- vert meiri. Þannig var framleiðsla þeirra 1053 tonn fyrstu mánuði þessa árs en 570 tonn á sama tíma í fyrra. Framleiðslan í frystihús- inu þessa fyrstu þrjá mánuði var 1707 tonn á móti 1284 tonnum á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur fyrstu þrjá mánuðina að frádregn- um eigin afla eru 670 milljónir á móti 503 milljónum á sama tíma í fyrra. „Það má segja að þessi út- koma sé nokkum veginn í sam- ræmi við þær áætlanir sem við gerðum í upphafi ársins. En af- koman er ekki viðunandi, hún þyrfti að vera betri. Hins vegar ber þess að geta að til þess að halda úti svo mikilli framleiðslu og sama aflastigi, þá höfum við þurft að bregóast við með því aó kaupa varanlegar aflaheimildir og afla- tónum um æviferil og skáldskap Hallgríms Péturssonar. Síðan rek- ur hver dagskrárlióurinn annan, en Kirkjulistaviku lýkur með tón- leikum Kórs Akureyrarkirkju og Kammerhljómsveitar Akureyrar í Akureyrarkirkju nk. sunnudag. heimildir innan ársins. Aflaheim- ildir innan ársins fara á rekstrar- kostnað, en kaup á varanlegum aflaheimildum hafa aukió okkar afskriftir. Afskriftimar eru mun meiri núna en í fyrra og árin þar áður. Fyrstu þrjá mánuðina erum við með afskriftir upp á rúmlega 70 milljónir, en á sama tíma í fyrra voru þær innan við 60 millj- ónir króna. Svo miklar afskriftir hafa áhrif á afkomuna,“ sagði Gunnar. Gunnar Ragnars sagði á aðal- fundinum að rekstur Mecklenbur- ger Hochseefisherei, sem ÚA á meirihluta í, hafi gengið sam- kvæmt áætlun. Þegar hafa tvö skipa félagsins landað afla sínum á Akureyri og von er á tveim skipum til viðbótar um næstu helgi meó samtals um 600 tonn af frystum flökum. óþh Síðastliðinn fostudag varð bíll frá Gámaþjónustu Norðurlands fyrir miklum skemmdum á leið- inni frá Dalvík til Akureyrar. Sævar Freyr Ingason, lögreglu- þjónn á Dalvík, kann að greina nánar frá þessu óhappi. „Bíllinn var rétt sunnan við Dalvík með gám á gaflinum framan á. Bílstjórinn þurfti að Grænlandsjökulfararnir Ingþór Bjarnason, Haraldur Örn Ól- afsson og Ólafur Örn Haralds- son hafa verið frekar óheppnir með veður í upphafi ferðar sinn- ar og spáin hljóðar upp á norð- an storm. Ekki hefur heyrst frá þeim síðan á fimmtudag í síð- ustu viku en Sigurður Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands og tengiliður göngugarpanna, bjóst við að frétta af þeim í kvöld. Þremenningamir lögðu af staö frá þorpinu Isertoq þriðjudaginn 27. apríl og fóru með hundasleð- um upp að jökulröndinni. Mynda- tökumaður Sjónvarpsins fylgdi þeim þangað og eins og áhorfend- ur sáu var snjókoma um þetta leyti. Þeir hófu síðan gönguna og ætla að ganga á skíðum um 600 kílómetra leið yfir Grænlandsjök- ul. Múlagöng hafa oftlega verið vettvangur ólöglegrar iðju. Þar hefur verið stundaður hrað- akstur, skemmdarvargar hafa fengið útrás á símum og öðru lauslegu og nú virðist sem með- ferð skotvopna hafi bæst á þennan lista. Að sögn Jóns Konráðssonar, lögregluþjóns í Ólafsfirði, leikur grunur á að skotið hafi verið af lækka hann til að komast undir rafmagnslínu en lækkaði hann of mikið, fór niður í götu og allt í steik. Bíllinn er hálfónýtur að framan og ottadekkið á veginum rifnaði upp,“ sagði Sævar Freyr. Af öðrum tíðindum nefndi hann númeraklippingar. Klippt voru númer af 11 bílum sem láðst hafði verið að færa til skoðunar á tilsettum tíma. SS Að sögn Sigurðar var mjög slæmt veður á jöklinum miðviku- daginn 28. apríl. Síðdegis á fimmtudaginn kom staðsetning frá þremenningunum gegnum Grönlandsfly, sem var í talstöóv- arsambandi við þá. Staðarákvöró- unin sýndi að þeir voru komnir um 12 km inn á jökulinn og í 600 metra hæð. Veðrið hafði þá skán- að. „Síðan höfum við ekkert frétt, sem er í sjálfu sér eðililegt. Grön- landsfly flýgur þama á laugardög- um og þriðjudögum en það er ckkert víst að þeir nái alltaf sam- bandi við vélamar. Ég á þó von á aó heyra frá þeim í kvöld. Veðrið hefur verið sæmilegt yfir helgina, eftir veðurkortum að dæma, en það er útlit fyrir norðan hvass- viðri í dag. Þeir hafa því ekki ver- ið heppnir með veður en eins og þeir sögðu sjálfir þá hafa þeir nægan tíma og eru vel útbúnir," sagði Sigurður. SS riffli í göngunum. Greinilegt skot- gat er á einu skilti. „Það er hættulegur leikur ef menn eru famir að senda kúlur þama í myrkrinu,“ sagði Jón og hann vonaðist til að göngin yrðu ekki notuð fyrir slíkt athæfi í framtíðinni. SS Akureyri: Krían komm Krían er komin í Eyjaíjörðinn eftir flugið langa frá Suður- heimskautslandinu. Þorsteinn Þorsteinsson, sund- laugarvörður á Akureyri, sem fylgist grannt með fuglalífi við Eyjafjörð, sá kríuna í fyrsta sinn á þessu vori sl. laugardag. Segja má að krían hafi lent á Akureyrarflug- vclli, því til hennar sást sunnan flugskýlanna í og yfir votlendinu sem þar er. Fleiri farfuglar hafa komió á síðustu dögum. Þorsteinn tilgreindi hrossagaukinn og stein- depilinn, sem komu um miðja síð- ustu viku. ój óþh Sjá nánar á blaðsíðu 5. Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Um 10 milljóna hagn- aður fyrstu 3 mánuði ársins Dalvík: Gámabíll skemmdist Ólafsfjörður: Skotið af riffli í Múlagöngum

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.