Dagur - 05.05.1993, Page 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 5. maí 1993
Fréttir
Dalvík:
Aíli aprílraánaðar 1157
tonn, sem er 5% sam-
dráttur milli mánaða
Sæmilegasti afli hefur verið hjá
smærri bátunum á Dalvík að
undanförnu en 8 bátar, sem ým-
ist eru á iínu eða netum, hafa
átt mjög stutt að sækja en afl-
ann hafa bátarnir aðallega feng-
ið á víkinni austan byggðarinn-
ar.
í aprílmánuði aflaði Valur
Hauksson á Hauk EA-27, sém er
Sómabátur, 12.185 kg en hann
hefur verið á línu en hinir bátarn:
ir eru ýmist á línu eða netum. I
aprílmánuði var heildarmagn
landaðs afla á Dalvík 1.157.362
kg, sem var 51.014 kg minni afii
en í marsmánuói. Mestu var land-
aö af slægðum þorski, 230 tonn-
um, en síðan komu 214 tonn af
úthafsrækju, 200 tonn af sporð-
skorinni og hausaðri grálúðu, 190
tonn af slægðum þorski, 146 tonn
af slægðum ufsa en minna af öðr-
um tegundum. Ysuaflinn virðist
heldur dragast saman, en af
óslægði, slægóri og undirmálsýsu
var landað 61 tonni. Aílamagni
sumra tegunda er allt að því hægt
að geta í stykkjatali, en 69 kg var
landað af skötu og 3 kg af slitn-
um humri og væri fróðlegt að vita
hvar hann hefur verið veiddur. Þá
tölu er kannski hægt aó taka með
fyrirvara því skráning afla hjá
Fiskistofu virðist stundum fara „í
ferðalag" og má þar nefna að bát-
ur af Eyjafjarðarsvæðinu var á sl.
vetri skráður fyrir tugum tonna af
innfjarðarrækju úr ísafjaróardjúpi
án þess aó hafa þar nokkum tíma
komið og því síður að vera með
kvóta fyrir þeim veiðum. GG
Smábátasjómenn á Dalvík eru ánægðir með hve stutt hefur þurft að sækja
að undanförnu. Mynd: GG
Aðalfundur Rafvirkjafélags Norðurlands:
Krefst þess að hafín verði vinna
við gerð samninga
- heimild til verkfallsboðunar veitt
Aðaifundur Rafvirkjafélags
Norðuriands haldinn 30. apríl
sl. átelur harðlega það ábyrgð-
arleysi Vinnuveitendasam-
bands íslands, að vilja ekki
ljúka þeirri samningsgerð sem
unnið hefur verið að, að undan-
förnu.
Fundurinn telur aó við þá
AKUREYRARB/tR
FRA FELAGSSTARFI ALDRAÐRA
Handavinnusýning
Sunnudaginn 9. maí kl. 14.00 veröur sýning í
Félagsmiðstöðinni við Víðilund á ýmiskonar
hannyrðum, myndlist o.fl. sem aldraðir hafa unnið
í félagsstarfi í vetur.
Einnig verður kaffisala og söluhorn með unnum
munum.
Takið eftir! Þeir sem vilja lána muni á sýninguna
komi með þá fimmtudaginn 6. maí á milli kl.
10.00 og 17.00.
AKUREYRARB/tR
Frá grunnskólum
Akureyrar
Innritun 6 ára barna (fædd 1987) ferfram í grunn-
skólum bæjarins fimmtudaginn 6. maí og
föstudaginn 7. maí nk. kl. 10-12 f.h. Jafnframt
verður könnuð þörf á gæslu yngri barna.
Innrita má með símtali við viðkomandi skóla.
Á sama tíma þarf að tilkynna flutning eldri
nemenda milli skólasvæða. Nemendur sem flytj-
ast í Giljahverfi skulu innrita sig í Glerárskóla.
Símanúmer skólanna:
Gagnfræðaskóli Akureyrar.... 24241
Barnaskóli Akureyrar........ 24172
Glerárskóli................. 12666
Lundarskóli ................ 24888
Oddeyrarskóli............... 22886
Síðuskóli................... 22588
Skólafulltrúi.
kjarasamninga hafi verið haft að
leiðarljósi, að atvinnumálin séu
þýðingarmesta kjaraatriði launa-
fólks í dag. Launakröfum var
haldið í núllstöðu svo hægt væri
að viðhalda stöðugleika og skapa
fyrirtækjunum möguleika til eðli-
legrar uppbyggingar. Með því að
rifta samningsgerðinni nú er at-
vinnumöguleikum þúsunda Is-
lendinga stefnt í hættu og óróleika
á vinnumarkaði boðið heim. At-
vinnuleysi er bölvaldur sem legg-
ur fólk, fjölskyldur og heimili í
rúst og það er skylda okkar aó
berjast gegn því með öllum til-
tækum ráðum.
Fundurinn felur samninganefnd
RSI aö endurmeta kröfugerö raf-
iðnaðarmanna í ljósi þeirrar stöðu
sem afstaða VSI hefur sett samn-
ingamálin í.
Fundurinn krefst þess að nú
þegar verði hafin vinna að gerð
samninga og heimilar stjórn og
trúnaðarráði að boða til verkfalls
sé þess þörf til að knýja á samn-
ingsgerðina. -KK
Skák
fslandsmót grunnskólasveita:
Gagnfræðaskóli Ak-
ureyrar í 2. sæti
íslandsmót grunnskóiasveita
(8.-10. bekkur) var haldið í
Reykjavík um síðustu helgi og
kepptu 14 sveitir um Islands-
meistaratitilinn. Tefldar voru 7
umferðir eftir Monrad-kerfi.
Sveit Gagnfræðaskóia Akur-
eyrar stóð sig vel að vanda og
varð í 2. sæti.
Sveit Æfingaskóla Kennarahá-
skóla Islands sigraði, fékk 22 1/2
vinning af 28 mögulegum. Gagn-
fræðaskóli Akureyrar varó í 2.
sæti með 20 vinninga og Hlíðar-
skóli í Reykjavík í 3. sæti með 18
vinninga.
Páll Þórsson tefldi á 1. borði og
fékk 3 vinninga af 7. Gestur Ein-
arsson á 2. borði fékk 5 1/2 vinn-
ing og sömuleiðis Halldór I.
Kárason á 3. borði. Einar Jón
Gunnarsson á 4. borði fékk 6
vinninga. Varamaður var Baldur
H. Sigurðsson en hann kom ekkert
vió sögu. Fararstjóri var Magnús
Aðalbjörnsson, aðstoðarskóla-
stjóri.
Gagnfræðaskóli Akureyrar á
glæstan feril að baki í Islandsmóti
grunnskólasveita. Fyrst var keppt
árið 1985 og þá varð sveit GA í
5. sæti. Næstu tvö árin náði sveit-
in 2. sæti, 3. sæti 1988, 4. sæti
1989 og 2. sæti 1990. Stóra
stundin rann upp 1991 og 1. sætið
varð staðreynd. A síðasta ári var
sveit GA í 3. sæti og sem fyrr
segir hreppti sveitin 2. sætið í Is-
landsmótinu 1993. SS
Skákfélag Akureyrar:
Rúnar Sigurpálsson
efstur á stigamótiuium
Um síðustu helgi fór fram sjö-
unda og síðasta 15 mínútna
stigamótið hjá Skákfélagi Akur-
eyrar. Tefldar voru 7 umferðir
eftir Monrad-kerfi og varð Rún-
ar Sigurpálsson hlutskarpastur.
Rúnar fékk 6 1/2 vinning en
næstir komu Þórleifur K. Karls-
son og Olafur Kristjánsson með 5
1/2 vinning hvor.
Þegar fímm bestu mót hvers
keppanda höfðu verið reiknuó til
stiga kom í ljós hvaða þrír kepp-
endur voru efstir, en þeir fá pen-
ingaverðlaun. 1. Rúnar Sigurpáls-
son 44 stig. 2. Jón Björgvinsson
34 stig. 3. Gylfi Þórhallsson 20
stig.
Þeir unglingar sem tóku þátt í
þessum mótum kepptu sín á milli.
Þrír efstu fá verðlaunapeninga og
bækur: 1. Einar Jón Gunnarsson
47 stig. 2. Bjöm Finnbogason 35
stig. 3. Davíð Stefánsson 22 stig.
SS
Lögreglan á Húsavík:
Gæsir vaktaðar
Lögreglan á Húsavík hyggst
vera á ferð næstu daga og gefa
því auga hvort gæsaskyttur eru
að veiðum, sem eru aifarið
bannaðar á þessum árstíma.
Gæsaskytta með 10 fugla var
tekin í Mývatnssveit á laugardag,
eins og greint var frá í Degi í gær.
Lögreglan sagði að ekki heðfi ver-
ið mikið um kvartanir yfir gæsa-
skyttum, en margir bændur væru
þó langþreyttir á yfirgangi veiði-
manna. Það væru þó tiltölulega fá-
ir veiðimenn sem settu svartan
blett á hópinn með yfirvöðslu
sinni.
Lögreglan sagði að þó gæsa-
veióar væru bannaðar á vorin,
gætu bændur sjálfir sótt um leyfi
til að skjóta gæsir til Umhverfis-
málaráðuneytisins, en þau leyfi
giltu þó aóeins til 1. maí. IM
■ Á fundi félagsmálaráðs var
lagður fram undirskriftalisti
125 foreldra þar sem mótmælt
er að tekið hefur veriö fyrir
svokallaða nestistíma á gæslu-
völlum, en undirskriftalisti
þessi var afhentur forseta bæj-
arstjómar 25. apríl sl. og hon-
um vísað til félagsmálaráðs.
Miklar umræður urðu um þetta
mál á fundinum en afgreiðslu
þess frestað.
■ Með erindi dags. 13. apríl sl.
frá Haraldi Sveinbjörnssyni,
sótti hann f.h. Þyrpingar hf. í
Reykjavík (Hagkaup) um lóö-
arstækkun til austurs að Hjalt-
eyrargötu. Meirihluti bygg-
inganefndar samþykkti lóðar-
stækkunina á fundi sínum 21.
apríl sl. með vísan til fundar-
gerðar skipulagsnefndar 17.
descmbcr sl„ sem bæjarstjórn
samþykkti á fundi sínum 19.
janúar sl. í bókun bygginga-
nefndar 21. apríl sl. segir að
endanleg lóðamörk og lóóar-
stærð verði nánar ákveðin af
tæknideild bæjarins, þegar
fullnaðarhönnun á breyttri
legu Hjalteyrargötu austan
Hagkaups liggi fyrir. Áskilið
er að lóðarumsækjandi greiði
áætlaðan kostnað vegna færslu
götunnar og breytinga á lögn-
um scm bæjarráð mun taka af-
stöðu til þegar fullnaðarhönn-
un götunnar liggi fyrir. Fyrir-
vari er gerður um tímasetn-
ingu framkvæmda og afhend-
ingu lóöaraukans. Greiósla
gatnagerðargjalds og tengi-
gjalda er áskilin.
■ Á fundi skólanefndar 28.
apríl sl. var lögó fram umsókn
frá Kristni G. Jóhannssyni um
endurráðningu í starf skóla-
stjóra Bröttuhlíöarskóla næsta
skólaár. Skólanefnd mælti með
þvi að Kristinn verði endur-
ráðinn skólastjóri.
■ Skólanefnd mælir með að
eftirtöldum kennurum verði
veitt launalaust leyii næsta
skólaár: Elínu E. Magnúsdótt-
ur, Glerárskóla, Valgerði
Hrólfsdóttur, Lundarskóla,
Kristínu Haraldsdóttur, Síðu-
skóla, Mörtu A. Hinriksdóttur,
Síðuskóla og Ásdísi Sigur-
vinsdóttur, Gagnfræðaskóla
Akureyrar. Hins vegar getur
skólanefnd ekki mælt með um-
sókn Dagnýjar Annasdóttur,
Bamaskóla Akureyrar, um
launalaust lcyfi, en hún sækir
um launalaust leyfi þriðja árið
í röð.